Morgunblaðið - 20.03.2003, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 20.03.2003, Qupperneq 7
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 20. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ SLÓVENAR fagna fyrstu opin- beru heimsókn forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, til landsins, en Íslendingar voru með- al fyrstu þjóða heims til að við- urkenna sjálfstæði Slóveníu árið 1991. Þjóðirnar tvær eiga sitt hvað sameiginlegt, þar á meðal jarðhita, og eru fulltrúar frá íslenskum orkufyrirtækjum með í för til að kynna Slóvenum hvernig Íslend- ingar nýta jarðhita og sagði forseti Íslands í ávarpi sínu við hátíð- arkvöldverð forseta Slóveníu, Jan- ez Drnovšek, að hann vonaðist til þess að viðræður orkufyrirtækj- anna og slóvenskra stjórnvalda myndu skapa grundvöll að sam- vinnu í framtíðinni. Þá eiga ríkin það bæði sameiginlegt að vera smáríki í Evrópu, en með forset- anum í för er Baldur Þórhallsson, formaður stjórnar Rannsóknarset- urs um smáríki við Háskóla Ís- lands. „Á undraskömmum tíma hefur Slóvenía fest í sessi lýðræði og frelsi sem sumar hinar stærri þjóðir glímdu við í áratugi og jafn- vel aldir,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson í ávarpi sínu í gær- kvöldi. „Meðan ófriður og hat- römm átök réðu för í nágrenninu var Slóvenía heimkynni friðar og sáttar þar sem sameiginlegur vilji þjóðarinnar var drifkrafur fram- fara og efnahagslegrar nýsköpun- ar.“ Íbúar Slóveníu eru um tvær milljónir og höfuðborgarbúar eru innan við 400 þúsund. Kosning um inngöngu í ESB og NATO Slóvenía klauf sig út úr Júgó- slavíu árið 1991 og fékk þá sjálf- stæði í fyrsta sinn. Um næstu helgi verður þjóðaratkvæða- greiðsla í landinu varðandi inn- göngu í Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið. Forseti lands- ins sagði á blaðamannafundi í höf- uðborginni Ljúbljana í gær, að skoðanakannanir sýndu að mikill meirihluti landsmanna væri hlynntur aðild að ESB en inn- ganga í NATO væri umdeildari. Kosningin er ekki bindandi. Sagði hann margt mega læra af reynslu Íslendinga af aðild að NATO og Evrópska efnahagssvæðinu og hvernig smáríki getur haft gagn af slíku samstarfi og áhrif á alþjóða- vettvangi. Auk þess að eiga fundi með for- seta Slóveníu ræddi Ólafur Ragnar við forsætisráðherra landsins, borgarstýru Ljúbljana og forseta og þingmenn slóvenska þingsins. Þá gekk hann um miðborgina í fylgd heilbrigðisráðherra landsins. Í dag mun forsetinn og föru- neyti hans heimsækja þjóðgarðinn í Bled og eiga viðræður við við- skipta- og iðnaðarráðherra Slóven- íu. Opinberri heimsókn forseta Ís- lands til Slóveníu lýkur á morgun, föstudag. Opinber heimsókn Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, til Slóveníu hófst í gær Reuters Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Janez Drnovšek, forseti Slóveníu, hlusta á þjóðsöng landanna við upp- haf fyrstu opinberu heimsóknar forseta Íslands til Slóveníu. Heimsókn forseta til Slóveníu lýkur á morgun. Ljúbljana. Morgunblaðið. Slóvenía heimkynni friðar og sáttar Keikó fagnaði frelsi í kjölfar heimsóknar Janez Drnovšeks forseta Slóveníu til Íslands FORSETI Slóveníu, Janez Drnovšek, kom í heimsókn til Ís- lands í fyrrasumar, en hann gegndi þá embætti forsætisráð- herra. Gegndi hann því starfi frá upphafi sjálfstæðis landsins og þar til í desember á síðasta ári. Í ávarpi sínu við hátíðar- kvöldverð í gærkvöldi í tilefni heimsóknar forseta Íslands til Slóveníu sagðist forsetinn hafa orðið þeirrar ánægju aðnjótandi að heilsa upp á þekkta kvik- myndastjörnu á Íslandi, sjálfan Keikó. Sagði forsetinn ævi Keikó æði merkilega, sérstaklega að því leyti að hann vildi ekki deila lífi sínu með villtum háhyrn- ingum þrátt fyrir fjölda áskor- ana frá mannfólkinu. Synti til móts við frelsið „En 7. júlí 2002 heimsótti slóv- enska sendinefndin, sem var í opinberri heimsókn á Íslandi, Keikó“ sagði forsetinn. „Eftir meira en þrjátíu ár í prísund og eftir margar árangurslausar til- raunir til að frelsa hann, ákvað Willy [Keikó] að synda til móts við frelsið eftir að slóvenska sendinefndin heimsótti hann einn sólríkan júlídag. Hvaðan hann fékk innblástur til þess er óvíst, þið verðið auðvitað að spyrja hann. Þannig tengjast sögurnar af ferð okkar til Ís- lands og för Willys til frelsis,“ sagði Drnovšek. SVEINN Andri Sveinsson hrl., sem er verj- andi manns sem var í héraðsdómi dæmdur fyrir að valda af gáleysi dauða níu mánaða gamals drengs, gagnrýndi við málflutning í Hæstarétti í gær réttarmeinafræðing og læknaráð fyrir að geta þess ekki í umfjöllun sinni um dánarorsök drengsins að meðal sérfræðinga væri djúpstæður ágreiningur um einkenni og ástæður fyrir svonefndu „shaken-baby syndrome“. Þá væri ekki sannað að drengurinn hefði misst meðvitund um leið og hann hlaut áverkana og því væri ekki útilokað að aðrir en skjólstæðingur hans hefðu framið verkn- aðinn, hefði drengurinn á annað borð látist vegna hristings. Í mars í fyrra dæmdi Héraðsdómur Reykjaness Sigurð Guðmundsson í þriggja ára fangelsi fyrir að vera valdur að dauða drengsins með því að hrista hann harkalega. Hann hefur ávallt neitað sök og áfrýjaði málinu til Hæstaréttar. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem ákært er fyrir slíkt mál á Norðurlöndunum. Í haust lagði Sveinn m.a. fram álitsgerðir fjögurra erlendra sérfræðinga, sem fengu niðurstöður krufningarskýrslunnar sendar, þar sem fram kemur að þeir telja að ekki sé hægt að útiloka aðrar dánarorsakir en af völdum hristings. Læknaráð tekur undir með réttarmeinafræðingi Bogi Nilsson, ríkissaksóknari, krafðist þess að niðurstaða héraðsdóms um sakfell- ingu og refsingu yrði staðfest. Hann mót- mælti því að álitsgerðir erlendu sérfræðing- anna yrðu notaðar sem sönnunargögn í málinu og benti á að ákæruvaldinu hefði ekki gefist kostur á að spyrja sérfræðingana fyrir dómi. Á hinn bóginn gæti Hæstiréttur notað álitsgerðirnar sem tilvísunargögn. Eftir að álit erlendu sérfræðinganna voru lögð fram aflaði Hæstiréttur álits læknaráðs á tíu atriðum. Meðal þeirra spurninga sem læknaráð svaraði var hvort ráðið teldi koma til greina að bráður ungbarnaskyrbjúgur, ofnæmisheilabólga, blæðingasjúkdómur eða krónísk heilablæðing hefðu getað valdið dauða drengsins eða verið meðvirkandi ástæður. Bogi sagði að læknaráð hefði hafn- að öllum þessum möguleikum og jafnframt talið að aðrir möguleikar en „shaken-baby syndrome“ hefðu verið útilokaðir með full- nægjandi hætti. Bogi minnti á að réttar- meinafræðingur taldi víst að drengurinn hefði misst meðvitund um leið og hann hlaut áverkana sem drógu hann til dauða. Ákærði hefði síðast annast piltinn meðan hann var með meðvitund og því kæmi ekki annar til greina en hann. Engar sannanir fyrir heilkennunum Sveinn Andri Sveinsson byggir sýknu- kröfu sína á því að drengurinn hafi ekki ver- ið hristur þannig að það hafi valdið blæð- ingum í heila. Það væri í öllu falli fullkominn læknisfræðilegur vafi um dánarorsökina, al- gjörlega ósannað væri að um „shaken-baby syndrome“ væri að ræða, auk þess sem sterkar líkur hefðu verið leiddar að öðrum orsökum. Hvað sem því liði væri algjörlega ósannað að ákærði hefði verið valdur að dauða drengsins. Sveinn gagnrýndi Þóru Steffensen rétt- armeinafræðing harðlega fyrir að hafa ekki í greinagerð sinni gert grein fyrir þeim djúp- stæða ágreiningi sem væri meðal lækna um „shaken-baby syndrome“. Sveinn sagði að við lestur ýmissa fræðigreina um málið kæmi fram að hinn fræðilegi ágreiningur snýst aðallega um eftirfarandi þætti: Hvort hristingur einn og sér geti valdið banvænum áverkum, um einstök einkenni, hvort rekja megi áverka sem tengdir eru hristingi til annarra orsaka og hversu langur tími líði þar til afleiðingar áverkanna komi fram. Það væri verulega ámælisvert af hálfu Þóru að hún hafi ekki gert héraðsdómi grein fyrir þessum mikla ágreiningi. Sveinn benti á að í raun væri skilgreining á „shaken-baby syndrome“ mjög á reiki og vísaði hann til leiðara í hinu virta læknisfræðitímariti The Lancet frá 1998, máli sínu til stuðnings. Þar segir m.a. að í ljósi svo óljósrar skilgrein- ingar þurfi ekki að koma á óvart að heil- kennið hafi verið ranglega greint og að börn með blæðingar innan ytri heilahimnu, sem stafað hafi af öðrum orsökum, hafi verið tal- in hafa sætt hristingi og foreldri eða gæslu- aðili ranglega kærður fyrir árás. Héraðsdómur Reykjaness komst að þeirri niðurstöðu að eingöngu hristingur hefði valdið áverkunum en ósannað væri að drengurinn hefði orðið fyrir höggi. Lækna- ráð taldi einnig að hristingur væri nægj- anlegur til að valda banvænum áverkum. Að sögn Sveins hafa nýjar rannsóknir á hinn bóginn sýnt fram á að harkalegur hristingur dugi ekki til. Sveinn spurði hvort læknaráð vissi hreinlega ekki af þessum ágreiningi. Ef ekki, þá væri út í hött að leggja álit þess til grundvallar dóms. Hefði ráðið á hinn bóginn vitað af ágreiningnum væri óviðunandi að það hefði ekki vakið athygli Hæstaréttar á að skiptar skoðanir væru um þetta atriði. Skipti þá engu hvort ráðið hallaðist að einni skoðun frekar en annarri. Segir fullkominn vafa um dánarorsök Sveinn benti á að í álitsgerðum erlendu sérfræðinganna kæmi fram að aðrar ástæð- ur gætu verið fyrir áverkunum en hristingur en fullnægjandi rannsóknir hefðu á hinn bóginn ekki farið fram. Fullkominn vafi ríkti því um dánarorsökina. Þar að auki væri alls ekki ljóst að afleiðingarnar hefðu komið fram strax, aðrir, þ.m.t. foreldrar drengsins og sambýliskona ákærða, gætu því hafa valdið áverkunum, viljandi eða óviljandi. Sá möguleiki hefði á hinn bóginn ekki verið rannsakaður með fullnægjandi hætti. Að- spurður af dómara sagði Sveinn að því mið- ur hefði sáralítið verið hreyft við álitamálum um einkenni „shaken-baby syndrome“ í hér- aði. Spurður hvers vegna erlendu sérfræð- ingarnir hefðu ekki verið kvaddir fyrir dóm til að bera vitni sagði hann að slíkt frum- kvæði hefði átt að koma frá ákæruvaldinu. Málflutningur í Hæstarétti í máli manns sem dæmdur var í héraði vegna dauðsfalls barns Fyrsta mál sinn- ar tegundar á Norðurlöndum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.