Morgunblaðið - 20.03.2003, Side 11
FRÉTTIR
10 FIMMTUDAGUR 20. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÞORBJÖRN Guðmundsson, formað-
ur velferðarnefndar ASÍ, sagði á ráð-
stefnu ASÍ um velferðarmál, að skoð-
un nefndarinnar á fátækt á Íslandi og
orsökum hennar hefði leitt í ljós að fá-
tækt fólk sem ekki hefði tryggt hús-
næði væri í afar erfiðri stöðu. Það
væri því algert lykilatriði að auka
framboð á félagslegu húsnæði, en þar
þyrfti ríkið að leggja fram verulega
fjármuni. Markmiðið væri að biðlist-
um eftir húsnæði yrði eytt á þremur
árum.
ASÍ kynnti á ráðstefnunni ítarlegar
tillögur í velferðarmálum, en tillög-
urnar eru afrakstur um tveggja ára
vinnu sem unnin var í samráði við fjöl-
marga aðila.
Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ,
sagði á ráðstefnunni að Íslendingar
hefðu lengi stært sig af því að búa við
gott velferðarkerfi, en á síðustu árum
hefði þetta kerfi verið að veikjast og
mikilvægt væri að snúa af þeirri braut
og efla kerfið. Hann sagði að tillögur
ASÍ fælu ekki í sér endanlegar út-
færslur á velferðarkerfinu, en ASÍ
óskaði eftir viðbrögðum stjórnmála-
flokkanna við hugmyndum sínum og
þess vegna hefði ASÍ boðið til ráð-
stefnu 2. apríl nk. þar sem vonast
væri eftir að flokkarnir kynntu af-
stöðu sína til tillagna ASÍ.
Valfrjálst stýrikerfi
Tillögur ASÍ snerta 4 þætti, heil-
brigðismál, tryggingamál, húsnæðis-
mál og fátækt. Ekki er fjallað um
skattamál, en ASÍ á aðild að nefnd
sem skoðar skattkerfið og m.a. hug-
mynd ASÍ um þrepaskiptan tekju-
skatt. Þorbjörn Guðmundsson fór yfir
tillögurnar. Hann sagði að ASÍ legði
áherslu á að heilsugæslan yrði efld og
hún yrði fyrsti viðkomustaður fólks
þegar það leitaði til læknis. Jafnframt
að tekið yrði upp valfrjálst stýrikerfi
þar sem sjúklingar og sérgreinalækn-
ar hefðu visst val um hvort þeir vildu
nýta sér kerfið eða ekki. Grunnfor-
senda væri að sjúklingur sem leitaði
til heilsugæslunnar og síðan til sér-
fræðings greiddi lægri þjónustugjald
en sjúklingur sem leitaði beint til sér-
fræðings. Hann sagði að ASÍ gerði
sér grein fyrir að það væri ekki hægt
að taka upp slíkt kerfi í einum áfanga
m.a. vegna þess að í dag hefðu ekki
allir aðgang að heilsugæslulækni.
Hann sagði að í þessu efni sækti ASÍ
fyrirmynd til Danmerkur.
Þorbjörn sagði mikilvægt að fram-
boð á þjónustu við aldraða yrði aukið
og yrði ávallt í samræmi við þörf.
Hann sagði að ASÍ vildi endurskoða
verðmyndunarkerfi lyfja og auka eft-
irlit með verði lyfja. Ennfremur gerði
ASÍ tillögu um að tekin yrðu upp
lyfjakort sem byggðust á því að sjúk-
lingar greiddu hámarksgjald. ASÍ
gerir ekki beina tillögu um hvert
þetta gjald ætti að vera, en Þorbjörn
nefndi töluna 20 þúsund krónur í
þessu sambandi.
Meira fjármagn
til húsnæðismála
Þorbjörn sagði að það væri mat
ASÍ að húsbréfakerfið hentaði vel
fyrir allflesta og ekki væri ástæða til
að gera breytingar á því. Það væri
hins vegar svo að allstór hópur fólks
gæti ekki eignast húsnæði á forsend-
um húsbréfakerfisins og því yrðu
stjórnvöld að koma til hjálpar. Ríkið
yrði að leggja fram verulega fjármuni
til félagslegs húsnæðis, annaðhvort í
formi niðurgreiðslna á vöxtum eða í
formi stofnstyrkja. Þorbjörn sagði að
vandinn hefði aukist vegna þeirra
breytinga sem gerðar voru á lögum
um húsnæðismál árið 1998. Ítarleg
skoðun velferðarnefndar ASÍ hefði
leitt í ljós að fátækt fólk sem ekki
hefði tryggt húsnæði væri í mjög
miklum vanda. Það væri alger for-
senda fyrir úrbótum á afkomu þessa
fólks að tryggja því húsnæði á for-
sendum sem það réði við.
Þorbjörn sagði að ASÍ vildi að
stjórnvöld settu sér það markmið að
eyða biðlistum eftir félagslegu hús-
næði á þremur árum. Þetta væri
metnaðarfullt markmið. Ein leið að
þessu markmiði væri að auka fram-
boð á leiguhúsnæði og það mætti m.a.
gera með því að bæta rekstrarum-
hverfi fyrirtækja sem vildu byggja og
reka leiguíbúðir.
Skorið á tengsl bóta
öryrkja og aldraðra
Velferðarnefndin leggur til að sam-
settar lægstu tryggingabætur verði
a.m.k. 110 þúsund krónur á mánuði.
Þorbjörn sagði að ASÍ líti á þetta sem
fyrsta skref til að bæta stöðu öryrkja.
Hann sagði einnig að ASÍ vildi skilja á
milli bóta öryrkja og bóta aldraðra.
Margir öryrkjar væru með börn á
framfæri og væru því með þunga
framfærslu. Tryggingabætur til ör-
yrkja ættu því að byggjast á öðrum
forsendum en til aldraðra sem hefðu
flestir komið sér upp þaki yfir höfuðið
á starfsævinni.
Þorbjörn sagði að ASÍ vildi að tekið
yrði á vanda aldraðra sem ekki njóta
hárra bóta úr lífeyrissjóðunum.
Þarna væri að nokkru leyti um tíma-
bundinn vanda að ræða sem myndi
minnka samfara hækkandi lífeyris-
greiðslum sjóðanna til aldraðra í sam-
ræmi við aukin réttindi sjóðsfélag-
anna.
Velferðarnefndin gerir tillögu um
að atvinnuleysisbætur hækki úr 77
þúsund krónum í 93 þúsund krónur á
mánuði og jafnframt að tekjutenging
bótanna verði skoðuð. Þorbjörn sagði
að réttindi foreldra langveikra barna
væru bágborin hér á landi. Þessi
vandi yrði ekki leystur nema á sam-
tryggingargrundvelli. Það væri ófær
leið að láta hvert og eitt fyrirtæki
bera kostnaðinn. ASÍ horfði í þessu
efni til svipaðs fyrirkomulags og er í
fæðingarorlofsmálum. Tillaga ASÍ
væri að foreldrum langveikra barna
yrði tryggð 80% laun í 36 mánuði.
Hann sagði þetta fyrsta skref að
lausn.
Ísland með
ódýrt velferðarkerfi
Stefán Ólafsson, prófessor við Há-
skóla Íslands, sagðist telja tillögur
ASÍ marka viss tímamót. Tillögurnar
væru vel unnar og málefnalegar. Á
sumum sviðum bæru þær merki þess
að um bráðaaðgerðir væri að ræða.
Stefán sagði, líkt og forseti ASÍ, að
velferðarkerfinu á Íslandi hefði
hnignað á síðustu árum. Hann sagði
að tölur sýndu að við værum með eitt
ódýrasta velferðarkerfi sem þekktist
meðal ríkra þjóða. Einkenni þess
væru að lífeyrisbætur væru lágar og
tekjutengingar væru víðtækar sem
spöruðu útgjöld.
Stefán sagði að tölur sýndu að hinn
venjulegi Íslendingur væri með einna
hæstu tekjur í heimi. Tölur sýndu
einnig að tekjur þess fjórðungs lands-
manna sem hefði lægstar tekjur væru
hins vegar talsvert lægri en í ná-
grannalöndum okkar. Það skýrðist að
nokkru leyti af lágum tryggingabót-
um og lágum atvinnuleysisbótum. At-
vinnuleysisbætur væru afar lágar á
Íslandi og undir fátæktarmörkum. Þá
væru sjúkradagpeningar mjög lágir
eða aðeins um 18% af launum á með-
an þær væru 70–100% af launum á
hinum Norðurlöndunum. Sjúkradag-
peningar hefðu verið að lækka að
raungildi á síðustu árum. Stefán kall-
aði sjúkradagpeningana svartan blett
á velferðarkerfi Íslendinga.
Víðtækar tekjutengingar
Stefán sagði að lágar bætur og víð-
tækar tekjutengingar gerðu það að
verkum að tryggingakerfið virkaði oft
eins og ölmusukerfi, en ekki eins og
eiginlegt velferðarkerfi. Að nokkru
leyti mætti segja að kerfið væri að
búa til fátækt. Stefán tók fram að
tekjutengingar væru að mörgu leyti
ágætar og margir teldu þær mikil-
vægt tekjujöfnunartæki. Tekjuteng-
ingar væru hins vegar oft látnar byrja
að skerða tiltölulega lágar tekjur og
skerðingin væri mjög brött. Hann
sagði að stjórnmálamenn hér á landi
hefðu notað tekjutengingar mikið því
þetta væri þægilegt og sveigjanlegt
tæki. Það væri oft erfitt að verjast
þessum aðgerðum vegna þess að af-
leiðingarnar væru flóknar. Hann
sagði að þegar grunnlífeyrir al-
mannatrygginga var tekjutengdur
árið 1992 hefði verið lítið um andmæli,
en hann sagði að slík aðgerð hefði
hvergi annars staðar verið samþykkt
án harðrar andstöðu.
Sjúkrasjóðir 19. aldar
fyrirbæri
Stefán sagði að sú meginhugsun í
tillögum ASÍ að velferð væri fyrir
alla, óháð efnahag, væri mikilvæg. Í
þessu fælist grunnhugsunin á bak við
velferðarkerfið, að aldur, veikindi,
fötlun og atvinnuleysi ætti ekki að
svipta fólk möguleikum til þátttöku í
samfélaginu. Hann gagnrýndi hins
vegar verkalýðshreyfinguna fyrir að
reka sjúkrasjóði sem hann sagði að
byggðust á 19. aldar hugsun, þ.e.
hugsuninni um ölmusu. Hann hvatti
launþegasamtökin til að afnema
sjúkrasjóðakerfið og leggja það inn í
Tryggingastofnun ríkisins.
Alþýðusamband Íslands kynnir ítarlegar tillögur í velferðarmálum á ráðstefnu
Morgunblaðið/Kristinn
Þorbjörn Guðmundsson, formaður velferðarnefndar ASÍ, kynnti tillögur
ASÍ á ráðstefnu um velferðarkerfið sem haldin var í gær.
Biðlistum eftir
húsnæði verði eytt
á þremur árum
Grétar Þorsteinsson forseti ASÍ sagði á
ráðstefnu um velferðarmál í gær að velferð-
arkerfið á Íslandi hefði verið að veikjast á
síðustu árum. Egill Ólafsson sat ráðstefn-
una þar sem ASÍ kynnti ítarlegar tillögur í
velferðarmálum og kallaði jafnframt eftir
viðbrögðum stjórnmálaflokkanna við þeim.
egol@mbl.is
FRAMBOÐSLISTI Frjálslynda
flokksins í Suðurkjördæmi hefur
verið birtur. Eftirtaldir skipa 10
efstu sæti og heiðurssæti:
1. sæti Magnús Þór Hafsteinsson
(38 ára), fiskifræðingur, fréttamað-
ur, Akranesi, 2. sæti Grétar Mar
Jónsson (47), skipstjóri, Sandgerði,
3. sæti Arndís Ásta Gestsdóttir (50),
leikskólakennari, Selfossi, 4. sæti
Hanna Birna Jóhannsd. (58), stuðn-
ingsfulltrúi, Vestmannaeyjum, 5.
sæti Stefán Brandur Jónsson (36),
rafeindavirkjameistari, Höfn,
Hornafirði, 6. sæti Kristín María
Birgisdóttir (22), stúdent, Grindavík,
7. sæti Benóný Jónsson (34), líffræð-
ingur, Hvolsvelli, 8. sæti Baldvin
Nielsen (39), stýrimaður, Reykja-
nesbæ, 9. sæti Sigurður Frans Þrá-
insson (36), útgerðarmaður, skip-
stjóri, Vestmannaeyjum, 10. sæti
Jón M. Arason (42), útgerðarmaður,
skipstjóri, Þorlákshöfn. Heiðurssæti
Benedikt Thorarensen (77), fv. fram-
kvæmdastjóri, Þorlákshöfn.
Listi Frjáls-
lynda flokks-
ins í Suður-
kjördæmi
BRESKUR jöklafræðingur, dr.
John Moore, segir gögn úr ískjarna
frá Svalbarða benda til að Heklu-
gosið árið 1766 og Skaftáreldagosið
1783 hafi haft víðtæk áhrif á lofts-
lag á Svalbarða. Rannsóknir hans
sýna að frá árinu 1766 til 1816 hafi
hitastig lækkað þar og snjósöfnun
minnkað til muna. Sambærilegra
áhrifa virðist ekki hafa gætt á
Grænlandi.
John Moore er staddur er hér á
landi í boði Vatnamælinga Orku-
stofnunar, Jarðfræðafélags Íslands
og Jöklarannsóknafélagsins. Hann
hefur á liðnum árum verið einn af
stjórnendum ískjarnaborana og
annarra rannsókna á Svalbarða, í
samvinnu við norska, sænska og
pólska vísindamenn, ásamt því að
stunda rannsóknir á Grænlands-
jökli og Suðurskautsjöklinum. Frá
árinu 1993 hefur hann starfað við
Arctic Centre í Rovan-
iemi á Finnlandi.
Moore hefur óbil-
andi áhuga á jöklum
og sögu veðurfars og
ferðast víða við rann-
sóknir sínar. Kannar
hann stærð jöklanna,
hreyfingar og við-
brögð þeirra við veð-
urfarsbreytingum.
Aðspurður af hverju
hann hafi eytt svo
miklum tíma og vinnu
á Svalbarða segir
hann smærri jökla
auðveldari yfirferðar
en þeir stærri á Græn-
landi og Suðurskautslandinu.
Hann segir að hingað til hafi
mestar upplýsingar um veðurfars-
sögu undanfarinna 100.000 ára
fengist með könnun ískjarna úr
Grænlandsjökli. Við
rannsókn smærri
jökla, t.d. á Sval-
barða, megi hins veg-
ar afla nákvæmra
gagna um styttri
tímabil. Ískjarni, sem
boraður var á jöklin-
um Lomonosovfonna
1997 hefur veitt upp-
lýsingar um hita-
breytingar á Sval-
barða aftur til ársins
1150. Gögnin virðast
benda til að þá hafi
verið hlýrra á Sval-
barða, en síðar varð.
Litlu ísöldinni lauk
snögglega á svæðinu á tímabilinu
1915–1920.
Moore segir jökla á Svalbarða
hafa verið að minnka síðustu
hundrað árin. Hann segir rann-
sóknir þar gefa staðbundnar vís-
bendingar um viðbrögð jökla við
veðurfarsbreytingum. Hinir
smærri jöklar bregðist öðruvísi við
veðurfarsbreytingum en hinar
stóru jökulbreiður á Grænlandi og
Suðurskautinu.
„Ef horft er á Norðuríshaf þá
hafa aðstæður þar breyst mikið, þó
aðeins sé litið til síðustu 30 ára. Nú
berst meiri sjór frá Atlantshafi á
Norðuríshaf sem breytir lífríkinu
og aðrar tegundir þrífast þar, sem
ekki voru áður, en aðrar hverfa.
Heilt vistkerfi hefur því verið að
breytast,“ segir Moore. „Rann-
sóknir á jöklabúskapnum geta gefið
okkur vísbendingar um við hverju
við megum búast í framtíðinni.“
John Moore heldur opinn fyrir-
lestur í Norræna húsinu í kvöld kl.
20 á vegum Jöklarannsóknafélags
Íslands.
Breskur jöklafræðingur hefur stundað jöklarannsóknir á Svalbarða
Heklugosið árið 1766 hafði víð-
tæk áhrif á loftslag á Svalbarða
Dr. John Moore