Morgunblaðið - 20.03.2003, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 20.03.2003, Qupperneq 13
FRÉTTIR 12 FIMMTUDAGUR 20. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ TVEIR menn björguðust er 30 tonna trilla, Röst SH-134 frá Stykkishólmi, sökk um eina sjómílu suðvestur af Svörtuloftum á Snæfellsnesi á sjötta tímanum í gær. Áhöfn grænlensk-íslenska loðnu- skipsins Siku bjargaði mönnunum um borð úr öðrum af tveimur björgunarbátum sem þeir höfðu náð á flot þegar trillan fylltist af sjó á svipstundu og sökk. Loðnuskipið Sighvatur Bjarnason var á svipuðum slóðum í loðnuleit og tók hinn björg- unarbátinn upp. Björgunarskipið Björg frá Rifi kom til móts við Sighvat og Siku og sigldi með mennina og björg- unarbátana til hafnar á Rifi. Mennina sakaði ekki en þeir eru frændur; Gestur Már Gunnarsson, rúmlega fimmtugur, og Bergsveinn Gestsson, móðurbróðir hans á sjötugsaldri, báðir búsettir í Stykkishólmi. Er þeir komu í land sögðu þeir fréttaritara Morgunblaðsins að þeir hefðu verið á leið með trilluna til nýrra eigenda í Reykjavík þar sem búið var að selja hana. Vildu þeir að öðru leyti ekki tjá sig þá. Er klukkuna vantaði átta mínútur í fimm í gær heyrði flugvél í neyðarsendi við Snæfellsnes og eftir athugun Tilkynningarskyldunnar kom í ljós að einn bátur hafði ekki tilkynnt sig á þessu svæði. Skömmu síðar voru kallaðar út björgunar- sveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Snæ- fellsnesi ásamt björgunarskipi frá Rifi, þyrlu Landhelgisgæslunnar og flugvél Flugmálastjórn- ar. Björgunarskip frá Sandgerði var einnig til taks þar sem staðsetning neyðarsendingar var óljós í fyrstu. Flugvél Flugmálastjórnar staðsetti svo tvo gúmbjörgunarbáta við Svörtuloft kl. 17.50 og tólf mínútum síðar voru mennirnir komnir úr öðrum bátnum um borð í Siku, heilir á húfi. Var Gæsluþyrlunni, TF-LÍF, þá snúið til Reykjavík- ur. Helgi Jóhannsson, skipstjóri á Siku, sagði við Morgunblaðið að mjög vel hefði gengið að koma mönnunum um borð. Hann hefði séð til neyð- arblysa og ekki ætlað í fyrstu að trúa þeirri sjón sökum þess að vel hefði viðrað á þessum slóðum í gær. „Við settum stefnuna strax á þann stað sem við sáum blysin fara á loft og sáum fljótlega til björgunarbátanna,“ sagði Helgi og taldi sjó hafa verið frekar þungan fyrir smærri báta eins og Röstina. „Þetta er minn stærsti dagur á loðnu- vertíðinni og er ég búinn að vera í þessu frá árinu 1966,“ sagði Helgi, glaður í bragði yfir því að hafa bjargað mönnunum heilum á húfi. Fengu þeir að borða hjá kokkinum á Siku áður en björgunar- skipið Björg sótti þá og kom þeim í land á Rifi. Samkvæmt því sem bátsverjarnir sögðu Helga fylltist Röstin af sjó á svipstundu, svo snöggt að þeir hefðu ekki náð í stýrishúsið til að kveikja á neyðarsendinum. Hins vegar hefðu björgunarbát- arnir skotist út og þeir náð að komast um borð í annan þeirra og kveikt þar á neyðarsendi og skot- ið upp blysum. Röst SH var sem fyrr segir 30 tonna trilla, smíðuð á Skagaströnd fyrir þrjátíu árum og breytt lítillega þremur árum síðar. Báturinn hét áður Grímsey ST og þar áður Engilráð ÍS. Jón Eyfjörð, skipstjóri um borð í Sighvati Bjarnasyni, sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki hafa séð tangur né tetur af Röst er þeir komu að björgunarbátunum tveimur. Ekkert brak hefði verið að sjá á sjónum en björgunarbát- ana hefði verið farið að reka að landi. „Mestu skiptir að allt fór á besta veg,“ sagði Jón. Vélbáturinn Röst SH frá Stykkishólmi sökk vestur af Snæfellsnesi Morgunblaðið/Alfons Finnsson Björgunarsveitarmenn á Björgu frá Rifi koma með bátsverjana tvo af Röst SH til heimahafnar í gærkvöldi á slöngubátnum Salla. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Röst SH sem sökk suðvestur af Snæfellsnesi síð- degis í gær en báturinn hét áður Grímsey ST2. Tveir björguðust er trillan fylltist af sjó á svipstundu TILKYNNT var um úthlutun úr Menningarborgarsjóði fyrir árið 2003 í gær og hlutu 57 verkefni styrk, en alls bárust sjóðnum 259 umsóknir. Til úthlutunar þessu sinni voru 32 milljónir og er upp- hæðin 7 milljónum hærri en í fyrra. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að fjölbreytilegu menningarstarfi um allt land í framhaldi af menning- arborgarárinu og er þetta í þriðja sinn sem úthlutað er úr sjóðnum. Í ár bættist við nýr flokkur sem eru verkefni á sviði menningartengdr- ar ferðaþjónustu og lagði mennta- málaráðherra sérstakt framlag til þess flokks. Alls hlutu þrjú verkefni 1,2 millj- ónir, tvö verkefni 1 milljón, tólf verkefni 800.000, 18 verkefni 600.000, 19 verkefni 400.000 og 8 verkefni 300.000 kr. 1.200.000 Eiðar ehf. – Högg- myndastefna að Eiðum sumarið 2003 – 10 listamenn frá Japan, Norðurlöndum og Íslandi vinna verk í umhverfislistagarð að Eið- um. Listasafnið á Akureyri – Meist- arar formsins: Frá Arp til Trockels – sýning í tilefni 10 ára afmælis safnsins í samvinnu við Nýja þjóð- listasafnið í Berlín. Smekkleysa – Humar eða frægð – Smekkleysa í 16 ár – söguleg ljósmyndasýning með hljóðdæmum, myndræmum, tónleikum og kvikmyndasýningum í Spitz Gallery, London og Lista- safni Reykjavíkur 1.000.000 Annað svið – Úlfhams- saga leikverk – María Ellingsen, Benedikt Erlingsson og norrænir listamenn. Heimilisiðnaðarsafnið Blönduósi – Uppsetning nokkurra mismunandi sýninga í nýju safn- húsi. 800.000Arkitektafélag Íslands – Samnorræn sýning er fjallar um vistvænar byggingar. GL-útgáfan – Náttúrulífsmyndir um íslenska hestinn. Kirkjulistahátíð Hallgríms- kirkju – Listavaka ungs fólks. Páll Baldvin Baldvinsson og fleiri – Mynd- og hljóðsýning á náttúru Ís- 57 verkefni hlutu styrki þegar úthlutað var úr Menningarborgarsjóði fyrir árið 2003 Þrjú verk fengu 1,2 milljónir Morgunblaðið/Jim Smart Úthlutað var úr Menningarborgarsjóði í þriðja sinn í gær. Til úthlutunar voru 32 milljónir. Frá vinstri: Karitas H. Gunnarsdóttir, Anna Kristín Ólafsdóttir, Þórólfur Árnason, Tómas Ingi Olrich og Þórunn Sigurðardóttir. lands. Pétur Jónasson og Guðrún Birgisdóttir – Tónlistarhátíð og námskeið á Ísafirði og Bolungarvík. Snorrastofa, Birna Bjarnadóttir – Málþing í samvinnu við Listahá- skóla Íslands, Nýlistasafnið og Hug- vísindastofnun Háskóla Íslands. Til- raunaeldhúsið, Jóhann Jóhannsson og Erna Ómarsdóttir – IBM 1401 / Notendahandbók, dansverk. 600.000 Bæjarútgerðin ehf. – nýtt leikrit á ensku fyrir ferða- menn. Ferðaþjónustan Lónkot – Uppbygging á Höggmyndasetri Skagafjarðar. Galleri i8 – Sýning á verki Roni Horn. Guðrún Kristjáns- dóttir og Dagur Kári Pétursson – hreyfi- og hljóðmyndverk. Íslenski dansflokkurinn – hátíðasýning í til- efni 30 ára starfsafmælis dans- flokksins. Kammersveit Reykjavík- ur – nýtt tónverk eftir Hauk Tómasson. Kór Langholtskirkju – nýtt tónverk eftir Hildigunni Rún- arsdóttur. Listasafn Austur- Skaftafellssýslu – uppsetning sýn- inga með listaverkum eftir Svavar Guðnason. Minjasafn Reykjavíkur – hönnun og uppsetning upplýs- ingaskilta í Viðey. Njálssaga ehf. – tónlist eftir Hilmar Örn Hilmarsson og hljóðvinnsla í sjónvarpsþáttaröð um Njáls sögu. Nýlistasafnið – Af- mælissýning. Safnasvæðið á Akra- nesi – Viðburðaveisla á Akranesi. Samtök um leikminjasafn – Sýning á vegum Leikminjasafns Íslands í Safnahúsinu á Sauðárkróki. Skrif- stofa ferða- og menningarmála, Seyðisfirði – Aldamótabærinn Seyðisfjörður – ýmsir listviðburðir. SPARK kvikmyndagerð – Kynning- armynd um sögu Listahátíðar í Reykjavík. Strengjaleikhúsið, Mess- íana Tómasdóttir – Ópera fyrir börn og unglinga, tónlist eftir Kjartan Ólafsson. Sumarópera Reykjavíkur – uppsetning á óp- erunni Krýning Poppeu e. Monte- verdi. Vestmannaeyjabær – Menn- ingardagskrá til að minnast þess að 30 ár eru liðin frá gosi í Heimaey. ÞRJÁR konur og tveir karlar á aldr- inum 20-25 ára voru dæmd í fjög- urra til tólf mánaða fangelsi í Hér- aðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir að svíkja út vörur úr nokkrum fyrir- tækjum og verslunum á Suðvestur- landi í fyrra og fjársvik og skjala- fals. Jafnframt var fólkið sakfellt fyrir að beita blekkingum við að reyna að millifæra peninga af nokkrum bankareikningum og skuldfæra heimildarlaust af reikningum, fyrir að svíkja út bensín og fleiri vörur á bensínstöð og svíkjast um að greiða fyrir hótelgistingu. Ennfremur stálu viðkomandi tösku í anddyri hótels, fartölvu í verslun BT, tveimur fartölvum í Há- skóla Reykjavíkur, brutust inn í verslun Hans Petersen, fölsuðu happaþrennumiða og reyndu að selja þá, sviku út sjónvarpstæki í verslun og farsíma, auk þess að stela bifreið í Reykjavík. Brotin frömdu viðkomandi ýmist nokkur eða öll saman. Sá elsti hlaut 12 mánaða fangelsi og hann var jafn- framt dæmdur til að borga á áttunda hundrað þúsunda í skaðabætur. Ein kvennanna í hópnum fékk 8 mánaða fangelsi. Einn maður og tvær konur fengu 4 mánaða dóma hvert og er dómur annarrar konunnar skilorðs- bundinn til þriggja ára. Valtýr Sigurðsson héraðsdómari kvað upp dóminn. Guðjón Magnús- son fulltrúi lögreglustjórans í Reykjavík sótti málið. 4 til 12 mán- aða fangelsi fyrir þjófn- aði og svik RAFORKUNOTKUN á Íslandi hef- ur vaxið um nær 70% frá árinu 1995 og er aukningin fyrst og fremst til komin vegna eflingar orkufreks iðn- aðar en almenn raforkunotkun hefur vaxið töluvert hægar. Raforku- vinnsla í fyrra jókst um 4,8% frá árinu áður og fór í 8.411 gígavatts- stundir, þar af var raforkunotkun stóriðjuveranna 5.221 gígavatts- stund en almenn notkun 2.919 gíga- vattsstundir. Vaxandi raf- orkunotkun ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.