Morgunblaðið - 20.03.2003, Page 25

Morgunblaðið - 20.03.2003, Page 25
Morgunblaðið/Garðar P. Vignisson Ingibjörg Sólrún Gísladóttir flytur erindi á fjölmennum fundi á sjó- mannastofunni Vör í fyrradag þar sem kvótamál voru m.a. til umræðu. INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, Samfylkingunni, var ásamt föruneyti í Grindavík í fyrradag til að kynna málefni flokksins. Fulltrúar hans fóru á milli vinnustaða og hafði Mar- grét Sæunn Frímannsdóttir, Sam- fylkingunni, m.a. þetta að segja um síðasta fundinn. „Þetta er búinn að vera fínn dagur, fjörugar umræður eins og á netagerðaverkstæðinu hjá Krosshúsum. Þar var m.a. mikið rætt um kvótakerfið. Þar kom fram óánægja með núverandi kerfi en jafnframt hræðsla við breytingar. Það er skiljanlegt að fólk sé hrætt því þeir sem eiga hagsmuna að gæta eru búnir að vera með hræðsluáróð- ur í ansi langan tíma og hann er að virka,“ sagði Margrét. Á sjómannastofunni Vör var fjöl- mennur kvöldfundur hjá forystu- mönnum Samfylkingarinnar. Frum- mælendur voru Ingibjörg Sólrún og Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar. Ingibjörg talaði eins og hún orðaði það „um hin póli- tísku aðalatriði“ og taldi stjórnmála- umræðuna á villigötum að einhverju leyti og sagði að það væri nauðsyn- legt að breyta henni og gefa stjórn- málaumræðunni nýtt inntak. Þá sagðist hún vilja sjá breytingar í skatta- og velferðarmálum. Þá var umræðan um sjávarútvegsmálin áberandi en frummælendur töluðu fyrir fyrningarleið Samfylkingarinn- ar. Þá var einnig töluverð umræða um stöðu heilsugæslunnar á Suður- nesjum og hafði Margrét Sæunn Frímannsdóttir þetta að segja um stöðuna í læknamálum. „Það má segja að það sé hvergi eins slæmt og hérna á Suðurnesjum. Það er brotið á íbúum Suðurnesja þar sem ákvæði laga um heilbrigðisþjónustu eru ekki virt. Þessu verður að breyta.“ Í loka- orðum sínum notaði Ingibjörg þekktan frasa úr Grindavík til að lýsa tilfinningu sinni á því að breyt- ingar væru í nánd í landspólitíkinni. „Það liggur í loftinu að breytingar verða,“ sagði hún. Fundarferð Samfylkingarinnar Fjörugar umræð- ur á vinnustöðum Grindavík SUÐURNES 24 FIMMTUDAGUR 20. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ AÐALFUNDUR Sparisjóðsins í Keflavík var haldinn í Stapanum á dögunum. Alls sóttu 174 stofnfjár- aðilar fundinn og hafa aðalfundir sparisjóðsins aldrei verið fjöl- mennari. Dagskrá fundarins var í lengra lagi vegna breytinga á sam- þykktum. Einnig tóku kosning stjórnar nokkurn tíma og stóð því fundurinn í rúma fjóra tíma. Benedikt Sigurðsson stjórnar- maður flutti skýrslu stjórnar Sparisjóðs Keflavíkur og fjallaði m.a. um undirbúning að hluta- félagavæðingu SPKEF sem unnið var að á síðasta ári en hefur verið slegið á frest. Einnig gerði hann að umtalsefni þær hugmyndir um að allir stjórn- armenn yrðu kjörnir á aðalfundi af stofnfjáraðilum svo að um tilnefn- ingu á stjórnarmönnum af hálfu sveitarstjórna á starfssvæðinu yrði ekki lengur að ræða. Benedikt mælti ekki með þessari leið og taldi óbreytta stjórnarsamsetningu þjóna hagsmunum sparisjóðsins best að svo stöddu. Bergur Vern- harðsson flutti tillögu þess að efnis að stofnfjáraðilar kysu alla stjórn- armenn og felldi fundurinn þá til- lögu. Geirmundur Kristinsson spari- sjóðsstjóri greindi í ræðu sinni frá þeim hræringum sem hafa verið á íslenskum fjármálamarkaði og sparisjóðirnir hafa ekki farið var- hluta af. Geirmundur sagði í samtali við Morgunblaðið að áhugi bankanna á sparisjóðunum hefði ekki leynt sér og þeir hafi bæði beint og óbeint verið í sambandi við sparisjóði víðsvegar um samvinnu og í sum- um tilfellum jafnvel hugsanlega yf- irtöku eins og fram hefði komið. Á aðalfundinum talaði Geir- mundur um nauðsyn þess að treysta þá góðu stöðu sem spari- sjóðirnir hafi í huga viðskiptavina sinna. Það hafi m.a. komið glögg- lega fram í niðurstöðum íslensku ánægjuvogarinnar sem birtar voru í nýliðinni viku og voru sparisjóð- irnir í efsta sæti í flokki fjármála fyrirtækja. Viðunandi afkoma Því næst fór hann yfir afkomu Sparisjóðsins í Keflavík sem var viðunandi þótt markmiðum um arðsemi hafi ekki verið náð. Breytingar á samþykktum Sparisjóðsins í Keflavík voru tald- ar nauðsynlegar í ljósi nýrrar laga- setningar um fjármálafyrirtæki og voru þær samþykktar einróma af fundarmönnum. Ellert Eiríksson, fyrrum bæjar- stjóri Reykjanesbæjar, bauð sig fram til stjórnarsetu í sparisjóðn- um en sitjandi stjórnarmenn héldu velli. Stjórn Sparisjóðsins í Kefla- vík er því skipuð Benedikt Sig- urðssyni, Eðvard Júlíussyni og Karli Njálssyni sem kosnir voru á fundinum. Þorsteinn Erlingsson er síðan fulltrúi Reykjanesbæjar og Ómar Jónsson fyrir Grindavík- urbæ. Aðalfundur Sparisjóðsins í Keflavík Fjölmennasti aðal- fundur frá upphafi Reykjanesbær VANDA heilsugæslunnar á Suðurnesum bar á góma á bæj- arstjórnarfundi í Reykjanesbæ fyrr í vikunni. Í bókun bæjar- stjórnar frá fundinum segir m.a. að hún sætti sig ekki við að heilsugæslan verði bitbein í ágreiningi um rekstur heilsu- gæslunnar í landinu. „Við sem fulltrúar almenn- ings á Suðurnesjum sættum okkur ekki við slíkt og krefj- umst þess að heilbrigðisráð- herra láti þessa deilu til sín taka. Það er heilbrigðisráðuneytið sem ber ábyrgð á því að íbúar á Suðurnesjum njóti þeirrar læknisþjónustu sem þeir eiga rétt á,“ segir þar meðal annars. Í bókuninni er á það bent að stjórnendur Heilbrigðisstofnun- ar Suðurnesja hafi leitað ann- arra leiða til að veita nauðsyn- lega læknisþjónustu. Á síðustu vikum og mánuðum hafi komið til starfa m.a. hjartalæknir, inn- kirtlasérfræðingur, barnalækn- ir og þrír aðrir læknar í hluta- störfum, næringarráðgjafi og hjúkrunarfræðingar. Í bókun- inni er ítrekað að bæjarstjórn beri fullt traust til starfsfólks HSS í þeirri vinnu sem það inni af höndum við erfiðar aðstæður. Bókun um vanda HSS Bitbein ágrein- ings Reykjanesbær Tilbo›in gilda í verslunum Símans út apríl e›a á me›an birg›ir endast. 1.000 kr. á mánu›i í 12 mánu›i vaxtalaust motorola c330 tilbo›sver›: 12.001 kr. WAP, FJÖLTÓNA HRINGING o.fl. léttkaupútkr.1 flú sparar allt a›6.179 kr.* 1.000 kr. á mánu›i í 12 mánu›i vaxtalaust tilbo›sver›: 13.980 kr. WAP, GPRS o.fl. sony ericsson t200 léttkaupútkr.1.980 flú sparar allt a›6.200 kr.* fla› kostarekkert a›senda mms-skeyti fyrstum sinn! me› mmsgetur›u sentmyndir og hljó›úr gsm-símanumflínum í annansíma N O N N I O G M A N N I I Y D D A • N M 0 8 9 2 4 / sia .is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.