Morgunblaðið - 20.03.2003, Side 37

Morgunblaðið - 20.03.2003, Side 37
UMRÆÐAN 36 FIMMTUDAGUR 20. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ LJÓÐLÍNAN að ofan úr kvæð- inu Ísland eftir Jónas Hallgrímsson minnir okkur á, að Ísland er yfir- leitt gjöfult börnum sínum til lands og sjávar, þó að harðæri dynji stundum yfir. Verri eru þó móðu- harðindi af manna völdum, en þau dynja yfir landslýð, þegar stjórn- arfarið er slæmt. Slíkt getur hæg- lega gerzt, ef þjóðin velur meiri- hluta til Alþingis, sem ekki áttar sig á mikilvægustu undirstöðu hag- sældarinnar, hagvextinum. Það er margsannað, að almannahagur á miklu meira undir því að stækka kökuna, sem til skiptanna er, en að færa sneiðarnar á milli með við- komu í ríkissjóði. Aukin skattlagn- ing á einstaklinga og fyrirtæki dregur að jafnaði úr hagvexti, og góðir stjórnmálamenn hafa að leið- arljósi við efnahagsstjórnina, að aðgerðir þeirra efli hagvöxtinn fremur en hitt. Hagfelldast er efna- hagslífinu, að samneyzlan sé í lág- marki og einkaframtak í sam- keppni sjái um sem flesta þætti í þjóðfélaginu. Þó verða stór þjón- ustusvið væntanlega lengi kostuð af ríkinu hér á landi, enda samstaða í þjóðfélaginu um jafna aðstöðu allra til grunnþátta, eins og sjúkra- hússþjónustu og menntunar. Hins vegar er engan veginn sama, hvernig fjár er aflað til að standa straum af kostnaði við ríkisrekst- urinn. Er í því sambandi aðalatriði, að allir standi jafnir gagnvart skattheimtunni og að hún virki sem minnst hamlandi á framtak ein- staklinga og fyrirtækja. Þessu má ná með einu skattþrepi á einstak- linga til að draga sem minnst úr hvatanum til að leggja sig fram. Umsamin lágmarkslaun, bætur og lífeyrir, ættu hins vegar að njóta skattfrelsis. Tekjutengingar bóta virka í raun sem sérstakur jaðar- skattur á hærri laun, og er nóg að gert í þeim efnum. Hagvöxtur Þrjár eru forsendur hagvaxtar, þ.e. sparnaður, fjárfestingar og framleiðniaukning. Á kjörtímabilinu, sem nú er að ljúka, hefur sparnaður aukizt mik- ið. Munar þar mest um aukinn líf- eyrissparnað og aukið framboð á verðbréfum hvers konar. Sparnað- ur dregur úr verðbólgu og eykur framboð á fjármagni til fjárfest- inga. Sparnaður hefur áhrif til lækkunar vaxta, sem er hagvaxt- arhvetjandi. Lág verðbólga og miklar fjárfestingar eru nauðsyn- leg fyrir langtíma hagvöxt. Að for- göngu núverandi ríkisstjórnar hef- ur Alþingi á þessu kjörtímabili samþykkt mestu framkvæmdir Ís- landssögunnar. Til þess hefur þurft að standa í ístaðinu. Andstæðingar ríkisstjórnarinnar hafa raunar nokkrir stutt þær heilshugar, en aðrir með semingi, og sumir jafnvel dregið lappirnar fram á síðustu stundu. Úrtölufólkið, sem jafnvel gegnir lykilhlutverki hjá stjórnar- andstöðuflokkunum, er afar ólík- legt til, svo að ekki sé fastara að orði kveðið, að hafa forystu um stórvirki né nokkuð það, sem um munar fyrir hagvöxtinn. Fái það völdin, mun ríkisstjórn þess koma á koppinn nokkrum gæluverkefnum á kostnað ríkisins, en þó vart duga til annars en að auka álögur á þá þjóðfélagshópa, sem ekki eru þeim þóknanlegir. Afturhald, sem sér fjandann í hverju horni, skortir þrek til að stjórna í anda öflugs hagvaxtar, sem gerir kleift að lækka skattbyrðina í framtíðinni. Með hagvextinum aukast tekjur ríkissjóðs, þrátt fyrir að almenn- ingur haldi eftir stærra hlutfalli af tekjum sínum. Undirstaða framleiðniaukningar, sem er ein af undirstöðum hagvaxt- ar, eru tækniframfarir og aukin vélvæðing á öllum sviðum. Tækni- framfarir eru reistar á góðri grunn- þekkingu og getu og vilja til að til- einka sér nýjustu þekkingu á sviði tækni og viðskipta. Öflugt mennta- kerfi með tengsli við atvinnulífið er framleiðniaukningu nauðsyn ásamt fjárfestingum í búnaði, sem skilar hámarks afköstum á hverjum tíma. Evrópusambandið Það kann að þykja óviðeigandi að nefna ESB, þegar umræðuefnið er hagsæld. Það er staðreynd, að í sjálfstæði þjóðar er gríðarlegur kraftur fólginn, sem virkja má á öll- um sviðum þjóðfélagsins. Órækur vitnisburður um þetta er Íslands- saga síðustu aldar. Með fyrsta inn- lenda ráðherranum tók þjóðin stökk fram á við. Hún var þá langt á eftir þjóðum V-Evrópu og N-Am- eríku í lífskjörum. Beztu lífskjör í heimi eru Íslendingum nú innan seilingar, ef landsfeðurnir lág- marka afskipti sín af efnahagslífinu og miða aðgerðir sínar almennt við að hámarka hagvöxtinn. Í ESB er hagvöxtur hins vegar sáralítill. Evrópubankinn í Frankfurt mundi taka lítið sem ekkert mið af efna- hagsástandinu á Íslandi við vaxta- ákvarðanir sínar, þó að Ísland gengi í ESB og tæki upp evru. Hér gæti því geisað stjórnlaus verð- bólga eða samdráttur eftir árferði. Seðlabanki Íslands hefur þá einu stefnu að varðveita stöðugleikann á Íslandi. Í ESB er víða landlægt hræðilegt atvinnuleysi, og íslenzk stjórnvöld hefðu lítið svigrúm til að sporna við því hér eftir inngöngu. Í Bandaríkjunum hefur verið og mun áfram verða mun meiri hag- vöxtur og þar af leiðandi minna at- vinnuleysi en í „gömlu Evrópu“. Þar liggja og öryggishagsmunir Ís- lands, og þangað er unnt að sækja mikil viðskipti. Allt bendir til, að hagvextinum á Íslandi sé hollara að efnahagslífið dragi dám af Banda- ríkjunum en af Evrópusamband- inu. „…og hag- sælda hrím- hvíta móðir…“ Eftir Bjarna Jónsson „Allt bendir til, að hag- vextinum á Íslandi sé hollara að efnahagslífið dragi dám af Bandaríkjunum en af Evrópusambandinu.“ Höfundur er verkfræðingur. FRIÐRIK Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, skrifaði nýlega grein „Samtök iðnaðarins og Sam- fylkingin“ í Morgunblaðið þar sem hann gerir að umtalsefni grein und- irritaðs ,,Aðgát skal höfð í nærveru sjávar“ í Fréttablaðinu 4. mars, þar sem fjallað er um tillögu Samfylk- ingarinnar um breytingar á stjórn- kerfi fiskveiða (sjá www.si.is). Já- kvætt er að Friðrik viðrar hugleiðingar sínar um þessi mál þótt af þeim megi ráða að útskýra megi betur af hverju iðnaðurinn tekur þátt í umræðu um breytingar á stjórnkerfi fiskveiða. Í framhaldi af því má einnig vekja athygli á meg- ininntaki greinarinnar sem hann horfði alfarið fram hjá í grein sinni. Rekja má þátttöku SI í Evrópu- umræðunni aftur til sjöunda áratug- arins þegar iðnaðurinn var fylgjandi aðild Íslands að EFTA. Á fyrri hluta tíunda áratugarins studdi iðnaður- inn aðild Íslands að EES-samningn- um, sem hefur leitt til mikilla og já- kvæðra breytinga á íslensku þjóðfélagi og starfsskilyrðum iðnfyr- irtækja. Samt er enn langt í land með að starfsskilyrðin í samkeppn- isgreinum séu jafngóð og erlendra keppinauta. Mestu munar að við not- umst enn við litla mynt sem fylgir mikill kostnaður. Eftir reynslu und- angenginna ára af krónu fljótandi á gjaldeyrismarkaði telja fleiri og fleiri að krónan sé til óþurftar og sjálfstæð peningastjórn ekki sú töfralausn sem margir trúðu. Krón- unni fylgja háir vextir og óvissa um gengisþróun og afkomu. Flest fyr- irtæki í samkeppnisgreinum vilja því að evran verði tekin upp sem lög- eyrir á Íslandi. Evrópuumræða Samtaka iðnaðar- ins hefur því verið að færast í þá átt að kanna forsendur og afleiðingar ESB-aðildar og upptöku evrunnar. Stefna SI hefur verið að hvetja til vandaðrar og fordómalausrar um- ræðu um alla þætti málsins. Skipu- lag stjórnkerfis fiskveiða er þar eng- in undantekning, sérstaklega þar sem margir telja núverandi fyrir- komulag stærsta ásteytingarstein ESB-aðildar. Forsætisráðherra hef- ur áréttað þá skoðun sína margoft að við getum ekki gengið í ESB nema yfirráð okkar yfir auðlindinni séu tryggð. Hann og útvegurinn hafa tal- ið að til þess að ESB-aðild komi til greina verði ESB að breyta fisk- veiðistjórnunarkerfi sínu. Skoðun þeirra er að alls ekki megi hrófla við núverandi fyrirkomulagi okkar. Ekki eru allir sammála því. Iðnaðurinn getur ekki til lang- frama staðið undir þeim mikla fórn- arkostnaði sem núverandi ástand skapar samkeppnisgreinunum. Iðn- aðurinn styður því að stjórnkerfi fiskveiða verði endurskoðað ef það gerir þjóðinni kleift að ganga í sam- bandið þannig að allir geti við unað. Árið 1997 lagði hagvaxtarnefnd SI fram tillögu um breytingu á stjórn- kerfi fiskveiða. Samfylkingin hefur nú lagt fram svipaðar tillögur í sinni stefnuskrá og ber að fagna því að stjórnmálahreyfing taki undir með sjónarmiðum iðnaðarins. Grein mín benti á að umræðan þarf líka að snúast um hagsmuni sjávarútvegsins. Af því tilefni var lagt til að útgerðum, sem flestar hafa keypt sinn kvóta, yrði bættur skað- inn. Þótt það sé lagalegt álitaefni hvort útgerðir eigi bótarétt ef þær eru sviptar kvótaeign má réttlæta slíkt á grundvelli kenningar Hern- ando deSoto um áhrif veðhæfra eigna á hagvöxt. Á þetta atriði minn- ist Friðrik ekki einu orði í umfjöllun sinni og slítur setningar jafnvel í sundur í tilvitnunum þannig að það grundvallaratriði kom ekki fram í umfjöllun hans. Þá er til í velferðarhagfræði fræg hugmynd Vilfreds Pareto um að hver breyting á skiptingu gæðanna, sem hafi það markmið að hámarka velferð þjóðfélagsins, verði ekki á þann veg að hagur heildarinnar sé aukinn á kostnað einstakra hópa. Tryggja þarf að breytingar til að auka þjóðarhag verði ekki á kostnað tiltekins hóps eða hópa. Í anda þessa var bent á mögulega neikvæða af- leiðingu þess að svipta útgerðir kvóta og að athuga þyrfti að bætur kæmu í staðinn, t.d. í formi skattaaf- sláttar á móti fyrningu ef sú leið verður fyrir valinu. Hóflegar skatt- greiðslur í sjávarútveg voru nefndar til að sýna að fórnarkostnaður þjóð- arinnar yrði ekki mikill ef tíma- rammi fyrninga er langur. Útvegsmenn þurfa að sýna skiln- ing á að SI veki máls á atriðum er varða starfsskilyrði þeirra beggja. Iðnaðurinn, sem stendur undir fjórð- ungi af verðmætasköpun í landinu, hefur of lengi mátt þola að vera oln- bogabarn og búa við léleg starfsskil- yrði. Fyrir það hefur vöxtur og við- gangur iðnaðarins liðið sem endurspeglar fórnarkostnað fyrir- tækja í greininni. Útvegurinn og sumir stjórnmálamenn hafa vanrækt að sinna eðlilegum kröfum forystu- manna iðnfyrirtækja um nauðsyn þess að skapa þeim sambærileg starfsskilyrði og keppinautunum, sem mun líka gagnast útveginum. Í upplýstu samfélagi er mikilvægt að hvetja til uppbyggilegrar um- ræðu. Að bregðast við slíku með ásökunum er ekki ábyrg afstaða. Að- eins með opinskárri umræðu getum við átt möguleika á að sættast á skynsamlegar lausnir sem tryggja hag einstakra hópa í þeirri sjálf- sögðu viðleitni að bæta hann fyrir heildina. Hagsmunir sjávarútvegs og iðnaðar Eftir Þorstein Þorgeirsson Höfundur er hagfræðingur SI. „Skyn- samlegar lausnir tryggja hag einstakra hópa og bæta hann fyrir heildina.“ Bikiní - BCD skálar Sundbolir Strandpils COS Undirfataverslun • Glæsibæ • S: 588 5575 HÓTEL BORGARNES Sími 437 1119 hotelbo@centrum.is  Árshátíðir Ráðstefnur Fundir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.