Morgunblaðið - 20.03.2003, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 20.03.2003, Qupperneq 38
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MARS 2003 37 Nú hefur elskuleg móðursystir mín kvatt þennan heim eftir langa og erf- iða ævi. Það var ekki alltaf auðvelt fyrir hana að ganga gegnum lífið og vera álitin öðruvísi. Hún var haldin sjúkdómi sem enginn skilningur var á fyrr en nú síðustu árin. Hún var ekki allra en þeir sem komust inn fyrir skrápinn fundu að þarna var hjartahlý kona. Síðustu árin heimsótti ég hana reglulega með misjafnar kveðjur af hennar hálfu til að byrja með, en þær heimsóknir enduðu alltaf vel. Una var hjá okkur á jólunum gegn- um mörg ár, alltaf þótti henni gaman að borða möndlubúðinginn og ef mandlan lenti hjá henni átti hún það til að geyma hana og stríða börnum svolítið. Barnelsk var Una með af- brigðum, um leið og talið barst að barnabörnunum mínum kom á hana blíðusvipur. Annað það sem ein- UNA GUÐMUNDSDÓTTIR ✝ Una Guðmunds-dóttir fæddist í Geirshlíð í Miðdölum 3. júlí 1910. Hún lést á lungnadeild Land- spítalans í Fossvogi 13. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðrún Sigríð- ur Sigurðardóttir húsfreyja, f. 16. mars 1879, d. 9. nóvember 1968, og Guðmundur Jónasson farkennari, f. 6. júlí 1873, d. 12. nóvember 1952. Systkini Unu eru Margrét Sigrún, f. 1. ágúst 1907, d. 16. maí 1997, Sigurður, f. 8. febrúar 1909, Ólöf, f. 17. mars 1913, og Ragnheiður, f. 28. nóv- ember 1919, d. 5. janúar 2003. Útför Unu verður gerð frá Fossvogskapellu í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. kenndi Unu var gott minni, það var hægt að fletta upp í henni með alla merkisdaga frænd- fólksins og eins hver tók á móti hvaða barni og jafnvel klukkan hvað. Það liðu ekki nema 2 mánuðir á milli andláts Unu og móður minnar, ég var svo lánsöm að njóta þeirra beggja um jólin og var þá móðir mín orðin mikið veik. Andlát hennar fékk mikið á Unu og eftir það fór henni að hraka. Kveð ég hana með söknuði. Hvíl í friði, elsku frænka. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Guðrún. Það hefur verið ánægjulegt og for- réttindi að fá að hafa kynnst þér, Una. Mér eru minnisstæðust þau jól sem þú eyddir heima hjá okkur, það kom oftar en ekki fyrir að þú fékkst möndlugjöfina og varst ekki að gefa það upp fyrr en allir voru búnir með grautinn sinn. Já, það var alltaf jafn gaman að fá þig í heimsókn til okkar þó það hefði nú mátt vera oftar. Ég kveð þig, ágæta ömmusystir, með söknuði og vona að þú hafir það gott á nýja staðnum. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. Sveinbjörn Egilsson.) Ragnar Ingi. ✝ Þórir H. Kon-ráðsson fæddist í Reykjavík 6. apríl 1929. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 12. mars síðastliðinn. For- eldrar hans voru Konráð Stefán Ósk- ar Guðmundsson, vélstjóri og kyndari í Reykjavík, f. 9. ágúst 1906, d. 11. febrúar 1944, og kona hans Aðalheiður Nanna Einarsdóttir, ráðs- kona, f. 29. maí 1907 á Bassastöðum í Kaldrananes- hreppi í Strandasýslu, d. 1. sept- ember 1984. Föðurforeldrar Guð- mundur Bergþórsson, sjómaður og verkamaður, og Sigríður Gísla- dóttir. Móðurforeldrar Einar Eyj- ólfsson, fiskmatsmaður á Ísafirði, og Þorbjörg Þorláksdóttir. Þórir átti eina systur, Sigríði, f. 23. mars dóttir, tæknifræðingur og raf- eindavirkjameistari, og eiga þau eina dóttur, Oddnýju Þóru, f. 31. júlí 2001. Þórir lauk gagnfræðaskóla Reykjavíkur 1946, Iðnskólanum í Reykjavík 1951, sveinsprófi í vél- virkjun í Vélsmiðjunni Héðni hf. 1952, vélstjóraprófi í Vélskólanum í Reykjavík 1954 og rafmagns- deild 1955. Hann var aðstoðar-/afleysinga- vélstjóri hjá Hf. Eimskipafélagi Ís- lands 1953 til 1959, yfirvélstjóri og eftirlitsmaður með smíði skipa hjá Hafskipum hf 1959 til 1968, eft- irlitsmaður með smíði strand- ferðaskipa á Akureyri á vegum ríkisins/samgönguráðuneytisins 1968 til 1971, eftirlitsmaður hjá Hafskipum 1971 til 1973 og fram- kvæmdastjóri 1974 til 1977. Hann var síðan skoðunarmaður hjá Könnun hf 1977 til 1979 og eftir það framkvæmdastjóri fyrirtækis- ins allt til ársins 2000 er hann lét af störfum. Hann var meðdómari í Siglingadómi frá 1972 til 1994 er hann var lagður niður. Útför Þóris fer fram frá Frí- kirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 15. 1932. Eiginmaður hennar er Hjalti Ragnarsson, vélfræð- ingur, f. 12. janúar 1925, og eiga þau fjögur börn. Þórir kvæntist eft- irlifandi eiginkonu sinni, Oddnýju Dóru Jónsdóttur, fyrrv. fjármálastjóra, hinn 6. júní 1953. Oddný Dóra er fædd í Reykjavík 13. október 1930. Foreldrar henn- ar voru Jón Leví Guð- mundsson, gullsmiður í Reykjavík, f. 27. janúar 1889 í Tungu á Vatnsnesi í V-Húnavatns- sýslu, d. 17. mars 1941, og Magnea Lára Magnúsdóttir, f. 11. mars 1903 í Reykjavík, d. 24. júlí 1992. Þórir og Oddný eignuðust einn son, Konráð, f. 4. október 1956. Konráð er vélvirki/vélstjóri. Eig- inkona hans er Vala Dröfn Hauks- Það var fyrir tæpum níu árum sem ég hitti Þóri fyrst, það var þeg- ar sonur hans var að hamast við að ná athygli minni. Við komum við heima hjá þeim að ná í eitthvert smáræði til að taka með á skátamót. Þórir var þá að jafna sig eftir slæmt handleggsbrot og gerði á sinn al- kunna hátt góðlátlegt grín að að- stæðunum, sagði að þetta væri bara fínt að vera með svona lélegan handlegg, hann gæti ómögulega ýtt frá sér fallegu kvenfólki og horfði ástúðlega á Obbu sína um leið og hann sagði þetta. Ég fór hjá mér þegar ég horfði á ástúðina og ein- lægnina sem á milli þeirra var, þau voru sko ekkert betri en ungling- arnir. Fyrir rest tókst Konráð ætlunar- verkið og þá kynntist ég Þóri betur. Þá var handleggurinn orðinn betri og hann gat að eigin sögn stjakað við kvenfólkinu. Það verður að segj- ast eins og er að ég held að það sé ekki hægt að verða heppnari með tengdaföður en ég var. Þvílíkur ljúf- lingur sem hann Þórir var. Alltaf boðinn og búinn að aðstoða við stórt og smátt, alltaf með góð ráð í far- teskinu og alltaf stutt í kímnina. Þórir var minn annar faðir, leit meira á mig sem dóttur en tengda- dóttur. Hann fylgdist vel með öllu sem við Konráð tókum okkur fyrir hendur, ekki af því hann teldi sig þurfa það, heldur vegna þess að hann hafði einlægan áhuga á því. Hvort sem það var skátastúss eða endurbætur á húsnæði, bílavand- ræði eða matarinnkaup, alltaf var hægt að leita ráða eða ræða málin. Líf hans var síðan fullkomnað þegar litla nafnan þeirra hjóna, dóttir okkar Konráðs, fæddist. Þór- ir gat setið endalaust með þá stuttu og spjallað við hana, hún bræddi hjarta hans strax á fyrstu mínútu. Og undrun hans á því hvað barnið var fljótt að læra hluti og átta sig á umhverfinu var mikil enda missti hann mikið til af uppvexti sonarins þar sem hann var alltaf til sjós á þeim tíma. Hann horfði á þá stuttu stækka og styrkjast og áður en við vissum af var hann farinn að elta hana út um allt. Öll vorum við svo viss um að þau fengju að fylgjast að í mörg ár, að Þórir fengi að stjana við litla augasteininn sinn. Engu okkar datt í hug að fyrsta kaffiboðið sem Þórir fór í hjá nöfnu sinni yrði jafnframt það síðasta, aldrei hefði okkur getað dottið það í hug þegar við hlustuðum á þau hjala saman inni í herbergi. Hann kom síðan fram brosandi út að eyr- um og tilkynnti okkur stoltur að hann hefði verið í besta kaffiboði sem hann hefði nokkurn tímann verið í. Elsku besti Þórir minn, þín er sárt saknað, en sárast finnst mér að þú skulir ekki ná að fylgjast með uppvexti nöfnu þinnar. Ég treysti því að þú sért verndarengillinn hennar núna og að þú getir fylgst með henni áfram þó þú náir ekki að taka beinan þátt í leik hennar og störfum. Hvíl í friði, elsku Þórir. Þín tengdadóttir, Vala. Við afi töluðum saman á selamáli. „Ahh, aahh,“ sagði ég og benti í all- ar áttir og afi svaraði: „Umhhh, aaahhh, uhhh,“ og svo hlógum við dátt. Ég er jú bara 19 mánaða stubbur, nafnan þeirra afa og ömmu og enn að læra að tjá mig. En við afi vorum aldrei í vandræðum með að tala saman. Enda var „ava“ (afi) eitt fyrsta orðið sem ég sagði. Síðast þegar afi og amma komu saman í heimsókn til okkar þá flýtti ég mér út í dyr til að taka á móti afa og tosaði svo í úlpuna hans því ég vildi að hann færi úr henni, það er nefnilega alltaf öruggt að þeir sem fara úr úlpunum stoppa einhverja stund. Og afi átti sko ekkert að fara strax því ég ætlaði að leika við hann. Og afi var nú alveg til í það, hann tók glaður í höndina mína (réttara sagt þá tók ég í puttann á honum) og ég dró hann inn í her- bergið mitt. Þar benti ég honum ákveðin á einn stólinn minn og sagði „umhh umhh“. Auðvitað settist afi, hann skilur jú selamál, og ég bauð honum að súpa úr bolla hjá mér. Afi var semsé í kaffiboði hjá mér! Við skemmtum okkur svo vel saman. Ég sýndi honum dótið mitt og við spjölluðum heilmikið saman. Nú er afi farinn og kemur aldrei aftur í kaffiboð hjá mér. Síðast þeg- ar ég sá hann var hann á sjúkrahús- inu að fara að sofa. Mamma sagði að hann væri með meiddi og þá var ég „aaahhh“ við hann og knúsaði hann heilmikið. Afi horfði á mig og brosti með augunum sínum. Ég sakna hans afa svo mikið. Seinna mun ég skilja hvers vegna hann er farinn, núna er ég bara að leita að honum og segi að hann sé týndur. Góði Guð, passaðu afa minn vel, hann var svo frábær afi. Oddný Þóra. Elsku Þórir. Ég náði ekki að koma til þín og kveðja þig. Svo nú kveð ég þig með alltof fáum orðum. Ég hitti þig og töntu alltof sjaldan síðastliðin ár. Maður á aldrei að geyma neitt til morguns, sem maður getur gert í dag. Fólkið í kringum okkur, sem okkur þykir vænt um er það allra dýrmætasta sem við eigum. Í hvert skipti, sem við hittumst fékk ég svo hlýlegt augnaráð, fal- legt bros og alltaf lumaðir þú á hrósi, sem lét mér líða svo vel. Hvernig er annað hægt, en að sakna þess. Nú sendi ég bros til þín, elsku Þórir, og láttu þér líða vel þarna hinum megin, og kysstu ömmu frá mér. Lára Björk. Mig langar í nokkrum orðum að minnast góðs vinar og náins sam- starfsmanns, Þóris H. Konráðsson- ar fyrrverandi framkvæmdastjóra Könnunar ehf. Þórir hóf störf hjá Könnun ehf. 1. október 1977 og starfaði þar til 31. ágúst 2000, lengst af sem framkvæmdastjóri. Þórir var einstakur maður, hann hafði sérstaka nærveru þannig að öllum leið vel í návist hans. Í þau 20 ár sem við unnum saman varð ég aldrei var við að hann skipti skapi þannig að sæist. Samt hafði Þórir sínar ákveðnu skoðanir bæði á mönnum og málefnum en hélt þeim fyrir sig nema eftir þeim væri spurt. Þegar Þórir hóf störf hjá Könnun ehf. var hann starfsmaður Hafskips og átti Hafskip alltaf sess í hjarta hans. Hann sagðist hafa verið einn af fyrstu starfsmönnum Hafskips og þegar fyrsta skip þeirra var keypt fór Þórir utan og varð þá fyrstur Íslendinga til að ganga um borð í skip skráð í eigu Hafskips. Mörgum árum seinna var Þórir beðinn að fara til Belgíu og skoða síðasta skipið sem var í eigu Haf- skips þegar það var selt. Þórir tafð- ist aðeins um borð þegar haldið var frá borði og varð þannig síðasti Ís- lendingurinn til að ganga frá borði úr skipi skráðu undir fána Hafskips og lokaði þannig hringnum. Þóri fannst vænt um þetta þó ekki væru honum að skapi endalok Hafskips. Eftir að Þórir hóf störf hjá Könn- un ehf. voru skoðanir og uppgjör á tjónum á skipum, bæði flutninga- skipum og fiskiskipum aðalviðfangs- efni hans auk stjórnunarstarfa. Þar nýttist honum vel vélstjóramennt- unin auk yfirgripsmikillar reynslu við keyrslu véla sem yfirvélstjóri og umsjón með nýbyggingu skipa, bæði fyrir Siglingamálastofnun rík- isins og Hafskip. Mér er til efs að jafnmikil þekking og reynsla sé ennþá til staðar hjá nokkrum ein- staklingi eins og Þórir var búinn að afla sér. Því miður er hún nú horfin með góðum dreng. En ungir menn eru komnir til starfa og þeirra er framtíðin; þeir munu öðlast sína þekkingu og reynslu. Elsku Obba, missir þinn er mest- ur, þú misstir besta vininn. Missir Konna, Völu og Oddnýjar Þóru litlu er einnig mikill. Megi góður Guð styrkja ykkur í sorginni og hjálpa ykkur til að styrkja hvert annað. Blessuð sé minning Þóris H. Konráðssonar. Hans Agnarsson, fram- kvæmdastjóri í Könnun ehf. Þegar kvaddur er horfinn fjöl- skyldumeðlimur leitar hugurinn til baka í safn minninganna. Þórir var rólegur og það var notalegt að hafa hann nálægt sér, alltaf svo hlýr og elskulegur. Hann var alveg einstak- lega klár í eldhúsinu og stóð fast við hlið Obbu í allskyns eldamennsku, enda engar smá kræsingar á borð- um þar. Það var fastur liður á gaml- árskvöld að vera hjá þeim og borða góðan mat, horfa á Billy Smart sirk- usinn og leika við Írisi frænku hans og Inga frænda. Þetta voru kvöld þegar Þórir dekraði við okkur öll. Þetta var svona frá því að ég man eftir mér, alltaf gaman í Aratúni. Þegar Þórir var á sjónum keypti hann alltaf saltpillur sem voru ekki til hér á landi á þeim tíma. Þær voru svo geymdar í stórri blikkdós langt uppi á hillu í eldhúsinu og þessu var hann að lauma til okkar þegar við komum í heimsókn. Svo líður tíminn ótrúlega hratt og áður en maður veit af er maður sjálfur komin með fjölskyldu, en Aratún er ennþá jafn skemmtilegt fyrir okkar börn. Hann kunni vel að hlusta, tók afstöðu og hafði skoðanir á málum en að jafnaði hafði hann ekki hátt um þær. Hann var alltaf kurteis og yfirvegaður og aldrei man ég eftir að hann hafi haft ástæðu til að taka eitthvað til baka eða biðjast afsök- unar á orði sínu eða athöfn, öðru nær. Með miklum trega kveð ég einstakan mann. Elsku Obba, Konráð, Vala og Oddný Þóra, við vitum hversu mikill missir ykkar er, því þið voruð svo náin. Einlægar samúðarkveðjur. Ingibjörg Hilmarsdóttir og fjölskylda. Kæri vinur og mágur Kveðju- stundin er runnin upp. Alltof fljótt. Einhvern veginn svo margt ósagt, ógert. Við áttum margar góðar stundir saman í útilegum, veiðiferð- um og á sólarströndum. Ég var ekki hár í loftinu þegar þú komst inn í fjölskylduna. Ég hafði verið eini karlmaðurinn í húsinu fram að því. Þú varðst mér fljótt eins og stóri bróðir. Þú vissir svo margt og varðst mér fljótt fyrir- mynd. Þú kenndir mér undirstöðuatriði í silungsveiði og hjálpaðir mér að njóta veiðieðlisins, sem var svo grunnt á. Eins og alls staðar var hæverskan í fyrirrúmi. Maður hendir ekki agni fyrir fisk. Agnið er lagt fyrir fiskinn. Ég spurði þig ótal spurninga, sem leituðu á huga ungs drengs. Undrun mín var mikil þeg- ar þú spurðir mig ráða vegna at- vinnu þinnar. Þá fannst mér ég loks orðinn fullorðinn. Þegar þú hættir á sjónum styrktust vináttuböndin og samverustundirnar urðu fleiri. Í samhentri fjölskyldu, þar sem allir gerðu allt saman og margir voru fljóthugarnir, var gott að hlusta á yfirveguð ráð og njóta laginna handa þinna. Nú, þegar ég tekst á við söknuðinn, reyni ég að um- breyta honum í þakklæti. Þakklæti fyrir samfylgdina. Sigurður. ÞÓRIR H. KONRÁÐSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.