Morgunblaðið - 20.03.2003, Side 41

Morgunblaðið - 20.03.2003, Side 41
MINNINGAR 40 FIMMTUDAGUR 20. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Móðir okkar, FRIÐÞÓRA STEFÁNSDÓTTIR, frá Nöf við Hofsós, er látin. Sigríður Jóhannsdóttir Þorvaldur Jóhannsson, Stefanía Jóhannsdóttir, Indriði Jóhannsson, Freysteinn Jóhannsson. ✝ Þorsteinn Dav-íðsson fæddist á Þórshöfn á Langa- nesi 12. febrúar 1918. Hann lést í Landspít- alanum í Fossvogi 12. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Halldóra Arnljóts- dóttir, Ólafssonar prests og alþingis- manns á Sauðanesi og Davíð Kristjáns- son, Jónssonar hótel- haldara á Seyðisfirði. Davíð var verslunar- stjóri á Þórshöfn en rak síðar verslun á Skólavörðustíg 13 í Reykjavík. Systkini Þorsteins voru Margrét Arnljóts, f. 1900, Val- Balfour. Þau skildu. Börn þeirra eru Áslaug, f. 1972, og á hún eina dóttur, Brynja, f. 1975, og á hún tvö börn, og Þorsteinn, f. 1980. 3) Hall- dóra, bókasafnsfræðingur, f. 1949, maki Guðmundur E. Sigvaldason. Dóttir þeirra er Guðný Þóra, f. 1981. Þorsteinn ólst upp á Þórshöfn en fluttist árið 1931 ásamt fjölskyldu sinni til Reykjavíkur. Hann lauk prófi frá Verslunarskóla Íslands ár- ið 1936 og starfaði lengst af við verslunarstörf. Hann var um árabil verslunastjóri í gleraugna- og ljós- myndavöruversluninni Týli og Oculus sem verslaði með vefnaðar- og snyrtivörur. Hann rak versl- unina Mirru frá 1965 til 1981 og vann hjá Olíuverslun Íslands um skeið. Frá 1981 til 1988 starfaði hann hjá Innheimtustofnun sveitar- félaga. Útför Þorsteins verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. gerður Sigríður, f. 1908, Arnljótur, f. 1909, Hólmfríður, f. 1911, Kristjana Bryn- dís, f. 1913, og Snæfríð Jóhanna, f. 1915, og eru þau öll látin. Þorsteinn kvæntist árið 1939 Guðnýju Árnadóttur, f. 1917, d. 1992, Pálssonar pró- fessors og Finnbjargar Kristófersdóttur. Börn þeirra eru: 1) Björg, myndlistarmaður, f. 1940, maki Ragnar Árnason. Þau skildu. Dóttir þeirra er Guðný, f. 1963, og á hún einn son. 2) Davíð, mennta- skólakennari, f. 1948, maki Janice Aldurhnigin kynslóð safnast nú óð- um í hóp horfinna feðra og mæðra. Hún fæddist inn í heim að flestu ólík- an veröldinni sem hún kveður, heim sem hún leiddi til efnalegra og tækni- legra framfara langt umfram allar fyrri kynslóðir. Með nokkrum rétti er óhætt að segja að á 20. öld hafi árið 1918 markað þáttaskil bæði í sögu Vesturlanda, þegar endi var bundinn á fyrri heimsstyrjöld, en ekki síður í sögu sem stendur okkur nær og markast af endurheimt fullveldis Ís- lands. Á þessu tímamótaári fæddist Þorsteinn Davíðsson á Þórshöfn á Langanesi um miðjan vetur mikilla frosta. Árið 1931, þrettán ára að aldri, flutti hann með foreldrum sínum til Reykjavíkur, en þar varð vettvangur lífs og starfs allt til æviloka. Þor- steinn lauk námi í Verslunarskóla Ís- lands árið 1936. Í kjölfar kreppunnar miklu ríkti atvinnuleysi og húsnæð- isskortur í borg, sem óx að fólksfjölda án samhliða aukningar atvinnutæki- færa og húsbygginga. Eftir að námi lauk starfaði Þorsteinn um skamma hríð hjá Fræðslumálaskrifstofu Reykjavíkur, en örlögin réðu að hann fékk starf í versluninni Týli í Austur- stræti. Þar var fyrir ung og falleg stúlka, Guðný Árnadóttir, og ekki þarf að orðlengja hver útkoman varð úr því samstarfi. Þorsteinn og Guðný voru gefin saman árið 1939. Eigendur verslunarinnar Týli ráku á þeim tíma fleiri verslanir við aðalgötu bæjarins og ekki leið á löngu uns Þorsteinn var gerður að verslunarstjóra fyrir þau umsvif öll, starf sem hann gegndi allt til ársins 1965. Húsnæðismál fjöl- skyldunnar voru leyst á hefðbundinn hátt með því að sækja um bygging- arlóð og leyfi fékkst fyrir lóð við Faxaskjól, sem þá var nánast utan við bæinn. Árið 1965 stofnaði Þorsteinn verslunina Mirru, sem var staðsett í nýju verslunarhúsnæði Silla og Valda í Austurstræti. Mirra flutti rúmum áratug síðar yfir í Hafnarstræti. Þor- steinn hætti verslunarrekstri árið 1981. Varla hefi ég verið nema átta eða níu ára þegar ég hóf fyrstu tilraunir til tekjuöflunar með því að selja dag- blöð í miðbænum þar sem margir voru á ferli. Örfá andlit vöktu eftir- tekt, en skýrast geymdist í minni andlit manns sem var oft á þönum í Austurstræti og skar sig úr vegna sérlega vel mótaðs andlitsfalls og augljósrar góðmennsku í hreinum svip. Það varð því dálítið undrunar- efni að að standa augliti til auglitis við Þorstein Davíðsson og vera kynntur fyrir tilvonandi tengdaföður. Senni- lega hefur mér flogið í hug við þetta tækifæri að ekki væri að undra að svo minnisstæður og gjörvilegur maður ætti fagrar dætur, þó að hlutur hans í þeim efnum væri aðeins hálfur. Guðný Árnadóttir var yndisleg kona og saman mótuðu þau umhverfi stöð- ugleika, hógværðar og mannúðar mitt í tætingslegu straumkasti nú- tímans. Það var barnabörnum Þor- steins og Guðnýjar mikil gæfa að eiga skjól hjá afa og ömmu meðan foreldr- arnir æddu út og suður að sinna dag- legu vinnuþrasi. Sorgin kvaddi dyra við andlát Guðnýjar árið 1992. Þrátt fyrir mikinn missi hélt heimilið við Faxaskjól áfram að vera miðpunktur og griðastaður sívaxandi fjölskyldu þar sem uppvaxandi smáfólk gat fundið stundarfrið frá áreiti samtím- ans. Þangað sóttu þau fyrirmynd strangasta heiðarleika, jafnaðargeðs og kærleika sem einkenndi allt líf Þorsteins Davíðssonar. Hann kom í heiminn á kaldasta vetri síðustu aldar. Hann kveður á mildasta vetri í manna minnum. Vetri svo mildum að tré laufgast og blóm spretta, vísbending um vor og sumar, huggun þeim sem syrgja og sakna. Guðmundur E. Sigvaldason. ,,Sælir eru hógværir…“ Þessi orð úr Fjallræðunni komu mér í hug er ég leit í sjónhending yfir farinn veg Þorsteins Davíðssonar eða Steina frænda eins og við systkinin kölluð- um hann. Hann lést eftir skamma legu, réttum mánuði eftir að við höfð- um fagnað 85 ára afmæli hans á heimilinu við Faxaskjól, síðasta víg- inu frá bernsku okkar sem enn stóð óhreyft eftir sviptivinda síðustu ára- tuga. Steini frændi var lítt gefinn fyrir mælgi og orðskrúð en vildi fremur láta verkin tala. Að því leyti líktist hann Davíð föður sínum sem sjaldan féll verk úr hendi. Hann átti líka í rík- um mæli heiðríkju hugans eins og Halldóra móðir hans, rólyndi og jafn- aðargeð þannig að öllum leið vel í ná- vist hans. Þannig sameinaði hann kosti þeirra afa og ömmu og var ef- laust eftirlæti þeirra beggja enda yngstur af barnahópnum. En að sjálf- sögðu var það Stella sem gerði mest- an gæfumun. Það var táknrænt að gælunöfnin mynduðu fallega stuðla því að Steini og Stella stóðu saman eins og traust bjarg þar til hún lést um aldur fram. Samt var ævinlega sem hún væri ekki langt undan hvar sem hann fór. Slíkur var samhljómur þeirra og gagnkvæm virðing. ÞORSTEINN DAVÍÐSSON Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og jarðarfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR EGILSDÓTTUR, Hæðargarði 35, Reykjavík. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki líknar- deildar Landspítalans Landakoti fyrir hlýhug og góða umönnun. Guðrún J. Óskarsdóttir, Magnús S. Magnússon, Svanborg E. Óskarsdóttir, Guðjón Antonsson, Ragna S. Óskarsdóttir, Bergsveinn Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabarn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, KRISTJANA MAGNÚSDÓTTIR frá Hnjóti við Örlygshöfn, áður Suðurgötu 50, Keflavík, sem lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi mánudaginn 10. mars, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 21. mars kl. 14. Höskuldur Þórðarson, Hafdís Guðmundsdóttir, Dallý Þórðardóttir, Brynjar Þórðarson, Jóhanna Valtýsdóttir, Þóra Þórðardóttir, Melvin Gyle, Jóhanna Sigurþórsdóttir, Theodor Lewis, Guðfinna Sigurþórsdóttir, Sævar Sörensson, barnabörn og langömmubörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, JÓNA SVANFRÍÐUR INGIBERGSDÓTTIR Svana, Freyjugötu 45, Reykjavík, lést á Hjúkrunarheimilinu Eir miðvikudaginn 19. mars. Ingibjörg Hafliðadóttir, Einar Guðmundsson, Jóhann Jón Hafliðason, Eyja Sigríður Viggósdóttir, Erla Hafliðadóttir, Tryggvi Hjörvar, barnabörn og barnabarnabörn. Sími 562 0200 Erfisdrykkjur SIGURÐUR JÓNSSON, Ystafelli, Þingeyjarsýslu, verður jarðsunginn frá Þóroddsstaðarkirkju laugardaginn 22. mars kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabba- meinsfélag Íslands. Kolbrún Bjarnadóttir og fjölskylda. Ástkær faðir okkar og vinur, ÞORGEIR JÓNSSON læknir, Sunnubraut 29, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju mánu- daginn 24. mars kl. 13.30. Fyrir hönd ættingja, María Þorgeirsdóttir, Guðrún Þorgeirsdóttir, Jón Aðalsteinn Þorgeirsson, Margrét Sigurðardóttir. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, SIGRÍÐUR JEPPESEN, sem lést miðvikudaginn 12. mars sl., verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstu- daginn 21. mars kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á minningarsjóð Sjómannadagsins. Anna Jeppesen, Grímur Leifsson, Karl Jeppesen, Sigríður Hlíðar, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegi sonur okkar og bróðir. HAUKUR BÖÐVARSSON, Baldursbrekku 6, Húsavík, sem lést af slysförum 16. mars síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju laugar- daginn 22. mars kl. 14. Böðvar Bjarnason, Íris Víglundsdóttir, Bjarni Böðvarsson, Símon Böðvarsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.