Morgunblaðið - 20.03.2003, Side 48

Morgunblaðið - 20.03.2003, Side 48
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MARS 2003 47 DAGBÓK 20% afsláttur Sængur, koddar og bómullarsatín rúmfatnaður Ný munstur Njálsgötu 86 - sími 552 0978 Nú þarft þú ekki lengur að liggja á sólarströnd til þess að húðin fái fallegan og hraustlegan lit. Með því að bera á þig HONEY GLOW SELF TANNING öðlast húðin fallegan hunangsgullinn lit. H o n e y B r o n z e The Lifestyle company Austurstræti Í dag, fimmtudag, og á föstudag mun sérfræðingur Kanebo veita faglega ráðgjöf í Lyf og heilsu, Austurstræti. Kynntir verða vor- og sumarlitirnir ásamt öðrum nýjungum. Freistandi kynningartilboð. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson ÁRNAÐ HEILLA STJÖRNUSPÁ Frances Drake FISKAR Afmælisbörn dagsins: Þið hafið hæfileika á mörg- um sviðum og eigið því oft erfitt með að velja ykkur starfsvettvang. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú hefur heilbrigða þörf fyrir að setja sjálfa þig í fyrsta sæt- ið næstu fjórar vikurnar. Þú þarft að hlaða batteríin fyrir síðari hluta ársins. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þótt það sé mikið um að vera og mikið að gera í vinnunni þarftu að gefa þér tíma til hvíldar. Reyndu að minnsta kosti að vinna í þægilegu um- hverfi. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú munt njóta mikilla vin- sælda næsta mánuðinn. Þér berast mörg boð og ættir að þiggja sem flest þeirra. Þetta er góður tími til að sinna fé- lagslífinu. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þið verðið hugsanlega beðin um að taka á ykkur aukna ábyrgð. Hikið ekki við að taka hana á ykkur. Þið munið standa undir henni. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þig langar til að flýja hvers- dagsleikann, læra eitthvað nýtt og víkka sjóndeilarhring- inn. Gerðu eitthvað óvenjulegt til að brjóta upp hversdaginn. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Á næstu vikum þarftu að huga að skuldum þínum, sköttum, sameiginlegum eignum og tekjum þínum og maka þíns. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Í dag fer sólin í hrútsmerkið sem er beint á móti voginni. Þar sem sólin er eins langt frá merki þínu og hugsast getur er hætt við að þú finnir fyrir þreytu og magnleysi. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Stjörnumerki þitt er svo mátt- ugt að þú getur næstum flutt fjöll þegar þannig liggur á þér. Þig langar til að skipu- leggja þig á heimilinu og í vinnunni. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Það eru miklar líkur á að þið lendið í ástarævintýri á næstu vikum. Það liggur vel á ykkur og þið eruð því opin fyrir alls kyns skemmtunum. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þið þurfið að sinna fjölskyld- unni og heimilinu. Talið við maka ykkar, gangið frá fjár- málunum og óleystum deilu- málum. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Það er að færast meiri hraði í líf þitt og þú munt því hafa nóg að gera bæði heima við og í vinnunni. Láttu berast með straumnum. Ekki fela þig heima. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú finnur til stolts yfir ein- hverju og þig langar til að sýna það öðrum. Þetta gæti átt við um eitthvað sem þú hefur lengi látið þig dreyma um að eignast. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 80 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 20. mars, er áttræð Oddfríður B. Magnúsdóttir, Skúlagötu 68. Hún tekur á móti gest- um á heimili sínu laugardag- inn 22. mars milli kl. 15 og 17. HULDUFÓLKIÐ Nú hef ég gleymt, hver fyrst mjer frá því sagði, og fráleitt hef jeg verið gamall þá; það var í hverju horni bænum á og stal oft því, sem fólkið frá sjer lagði. En þó var annað margfalt meiri skaðinn því mart eitt barn, sem frítt og gáfað var, það huldufólkið burtu með sér bar og lagði annað ljótt og heimskt í staðinn. Það kýtti svona kararfauskum sínum og klæddi menskum hömum til að blekkja; það var mjer sagt, um sannleik ei jeg veit; en síðan fjölga fór á vegi mínum, mjer finst jeg stundum skiftíngs augun þekkja – nú getur hver einn skygnst um sína sveit. Þorsteinn Erlingsson LJÓÐABROT Rxa5 24. Dxc7 Rxb3 25. Bxb7 Rd2 26. Hfa1 Dxf5 27. Hxa6 Staðan kom upp á Meist- aramóti Tafl- félagsins Hellis sem stendur yfir þessa dagana. Meistari félags- ins, Björn Þor- finnsson (2315), hafði svart gegn Vigfúsi Vigfús- syni (1905). 27 … Rb1! sker á varn- arhlutverk hróks- ins á a1 og opnar línu fyrir hrók svarts á d8 sem leiðir til þess að hvítur getur ekki varist fjölmörg- um hótunum svarts. 28. h3 Hd7! 29. Db6 He1+ 30. Kh2 De5+ 31. g3 Hd2+ 32. Bg2 Hxg2+! 33. Kxg2 De4+ og hvítur gafst upp. 5. umferð Meistaramóts Taflfélagsins Hellis hefst kl. 19.30 í kvöld. Teflt verður í húsa- kynnum félagsins, Álfa- bakka 14a og eru áhorf- endur velkomnir. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. d4 exd4 4. Rxd4 Bc5 5. Rb3 Bb6 6. a4 a6 7. Rc3 Rf6 8. a5 Ba7 9. Bd3 d6 10. De2 Be6 11. Be3 Bxb3 12. cxb3 Bxe3 13. Dxe3 0–0 14. 0–0 He8 15. f4 d5 16. e5 d4 17. Dh3 dxc3 18. exf6 g6 19. bxc3 Dxf6 20. f5 g5 21. Dg3 Had8 22. Ha4 h6 23. Be4 MEÐ MORGUNKAFFINU Taktu tvær verkjapillur, farðu í rúmið og hringdu aftur í mig á morgun … Taktu tvær verkjapillur, farðu í rúmið og hringdu aftur í mig á morgun … Taktu … MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk get- ur hringt í síma 569- 1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík FRANSKA tímaritið Le Bridgeur kemur út mán- aðarlega og þar á bæ hafa menn það fyrir sið að velja „spil mánaðarins“. Við skul- um líta á eitt slíkt: Vestur gefur; allir á hættu. Norður ♠ D43 ♥ ÁG8432 ♦ K94 ♣6 Suður ♠ G98762 ♥ 5 ♦ Á105 ♣ÁD10 Vestur Norður Austur Suður 1 lauf 1 hjarta Pass 1 spaði Pass 2 spaðar Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Vestur finnur þá skað- ræðisvörn að taka tvo fyrstu slagina á ÁK í spaða. Austur fylgir lit, svo trompið er komið, en nú er ekki hægt að stinga nema eitt lauf í borði. Vestur spilar hjarta- níunni í þriðja slag. Hvernig á að ná í tíunda slaginn? Það er alltaf álitamál hversu vel eigi að treysta vörninni, en ef vestur á tví- spil í hjarta, eins og nían bendir til, þýðir ekkert að reyna að fría litinn. Hitt er betri möguleiki að spila laufi á tíuna í þeirri von að austur sé með gosann. Þá má síðar henda tígli í laufás og trompa tígul. En þetta dugir ekki ef vestur er með KG í laufi: Norður ♠ D43 ♥ ÁG8432 ♦ K94 ♣6 Vestur Austur ♠ ÁK ♠ 105 ♥ 96 ♥ KD107 ♦ D763 ♦ G82 ♣KG943 ♣875 Suður ♠ G98762 ♥ 5 ♦ Á105 ♣ÁD1 Vestur getur spilað sér út á hjarta og sagnhafi kemst ekki hjá því að gefa slag í viðbót á tígul eða lauf í lokin. Lausnin er falleg: Sagn- hafi drepur á hjartaás og trompar hjarta. Það gerir hann fyrst og fremst til að loka útgönguleið vesturs í þeim lit. Síðan spilar hann laufdrottningu að heiman! Vestur fær slaginn, en verð- ur nú að spila laufi upp í gaffalinn eða hreyfa tíg- ulinn. Skást er að spila tígul- drottningu, en sagnhafi ætti ekki að láta það blekkja sig. Hann tekur á tígulkóng og svínar tíunni. Þar hefur hann stuðning af líkinda- fræðinni, auk þess sem hann undrast hvað drottningin var „lengi á leiðinni“. Hún hefði komið í þriðja slag ef vestur ætti gosann með. Bridsfélag SÁÁ Sunnudagskvöldið 9. mars sl. var spilaður tíu para Howell-tvímenn- ingur og urðu þessi pör hlutskörpust (meðalskor 108): Gunnar Ómarsson – Einar L. Pétursson 127 Unnsteinn Jónsson – Magnús Ingólfsson 123 Leifur Aðalst. – Þórhallur Tryggvas. 123 Sunnudagskvöldið 16. mars mættu tólf pör til keppni. Efstu pör (meðalskor 165): Bergljót Aðalsteins. – Björgvin Kjartans. 200 Gunnar Ómarsson – Einar L. Pétursson 194 Jóna Samsonard. – Kristinn Stefánsson 186 Næsta spilakvöld félagsins er sunnudaginn 23. mars. Spilastaður er Lionssalurinn, Sól- túni 20. Allir spilarar eru hjartanlega vel- komnir, umsjónarmaður er Matthías Þorvaldsson (sími 860-1003) og veitir hann aðstoð við myndun para, sé þess óskað. Bridsfélag Akraness Laugardaginn 15. mars sóttu bridsspilarar frá Hafnarfirði Skaga- menn heim í árlegri keppni milli bæjanna. Spilað var í Jónsbúð, húsi kvennadeildar Landsbjargar á Akranesi. Í hálfleik, er spilarar settust að sannkölluðu veisluborði í boði kvennadeildarinnar, áttu gestirnir 245 IMPa á móti 244 IMPum heima- manna, en að lokinni drengilegri keppni voru það Hafnfirðingar sem máttu játa sig sigraða. Spilað var á 6 borðum, á fyrsta borði unnu gestirn- ir 18–12, á öðru borði var heimasig- ur, 23–7, heimamenn unnu á því þriðja 17–13, Hafnfirðingar höfðu betur á fjórða borði, 20–10, og þeir unnu stórt á fimmta borði, 25–4, en það dugði skammt gegn 25–0-sigri heimamanna á sjötta borði. Lokatöl- ur 91–83, Skagamönnum í vil. Félag eldri borgara í Kópavogi Þriðjudaginn 11. mars mættu 28 pör til keppni og var að venju hörku- keppni í báðum riðlum. Lokastaða efstu para í N/S varð þessi: Jón Stefánss. – Þorsteinn Laufdal 371 Albert Þorsteinss. – Sæmundur Björnss. 370 Bent Jónsson – Garðar Sigurðss. 337 Hæsta skor í A/V: Anton Sigurðss. – Hannes Ingibergss. 375 Halla Ólafsd. – Magnús Halldórss. 371 Ingibj Halldórsd. – Sigríður Pálsd. 359 Á föstudag mættu „aðeins“ 23 pör og þá urðu úrslitin þessi í N/S: Vilhjálmur Sigurðss. – Þórður Jörundss. 251 Jón Stefánss. – Þorsteinn Laufdal 251 Lárus Hermannss. – Sigurður Karlss. 244 Hæsta skorin í A/V: Bent Jónsson – Garðar Sigurðss. 263 Auðunn Guðmss. – Bragi Björnss. 242 Björgvin Guðmss. – Eysteinn Einarss. 240 Meðalskor á þriðjudag var 312 en 216 á föstudag. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.