Morgunblaðið - 31.03.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.03.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 MÁNUDAGUR 31. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ VILJA NIÐURFELLINGU Gert er ráð fyrir að Ísland og Nor- egur muni ítreka kröfur sínar um niðurfellingu tolla á sjávarafurðum á samningafundi með framkvæmda- stjórn ESB í Brussel í dag. Kröf- urnar eru settar fram í tengslum við inngöngu Austur-Evrópuríkja í sam- bandið. Framkvæmdastjórnin segir hins vegar að á móti verði að koma heimild fyrir ESB-borgara að fjár- festa í íslenskum og norskum sjávar- útvegi. Loftárásir á Bagdad Sprengjum og flugskeytum rigndi í gær yfir Bagdad í látlausum loft- árásum bandamanna. Geisa miklir eldar í borginni en engar áreið- anlegar fréttir voru um mannfall. Með árásunum í gær vildu banda- menn m.a. leggja áherzlu á, að ekk- ert væri hæft í fréttum um, að til stæði að gera hlé á hernaðinum. Rumsfeld verst gagnrýni Donald Rumsfeld, varnar- málaráðherra Bandaríkjanna, vísaði því á bug í gær að hann hefði ítrekað hunzað ráðgjafa ráðuneytisins varð- andi undirbúning og skipulagningu innrásarinnar í Írak, en þessi gagn- rýni á ráðherrann var höfð eftir bandarískum hernaðarráðgjöfum í grein í tímaritinu New Yorker. Flugmannalistar aðskildir Svokallaðir aldurslistar flug- manna Flugleiða og Flugfélags Ís- lands voru aðskildir frá og með síð- ustu mánaðamótum en hingað til hafa félögin tvö haft sameiginlegan lista yfir flugmenn. Gert er ráð fyrir 10% fjölgun ferða á flugleiðum Flug- félags Íslands í sumar. Skoða veðuráhrif á flugslys Rannsóknarnefnd flugslysa beinir rannsókn sinni á flugslysinu á Mið- fellsmúla á föstudagskvöld að veður- farslegum þáttum en vitað er að um það leyti sem slysið varð gekk á með dimmum éljum. Lést í vélsleðaslysi Karlmaður lést í Kerlingafjöllum á laugardag þegar hann ók vélsleða sínum fram af gilsbrún við Hveradal og hafnaði ofan í gilbotni 18 metrum neðar. Maðurinn var í hópi átta vél- sleðamanna þegar slysið varð. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Bréf 48/49 Viðskipti 11 Þjónustan 49 Erlent 12/20 Dagbók 28/29 Listir 15 Fólk 30/33 Umræðan 16/17 Bíó 30/33 Forystugrein 30 Ljósvakar 34 Minningar 20/23 Veður 35 * * * BÖRN hafa víða komið saman að undanförnu til að halda friðarhátíðir. Slík hátíð var haldin í kosninga- miðstöð VG í Ingólfsstræti 5 í Reykjavík í gær. Fjöldi ungmenna, forráðamenn þeirra og fleiri fylgdust með skemmtiatriðum jafnaldra sinna, sem fluttu tónlist, lásu upp og voru með ýmsar aðrar uppákomur. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Friðarhátíð barna MENNIRNIR, sem létust í bílslysi á Reykjanesbraut sl. föstudag, hétu Søren Staunsager Larsen, glerlista- maður, og Jóhannes Sigurðsson, matreiðslumaður. Søren Staunsager Larsen var 56 ára gamall og bjó í Bergvík, Víkur- grund 8, Kjalarnesi. Hann var fædd- ur 4. ágúst 1946 og lætur eftir sig eiginkonu og þrjú uppkomin börn. Jóhannes Sigurðsson var 25 ára og til heimilis á Lækjargötu 34 d í Hafnarfirði. Hann fæddist 5. janúar 1978 og lætur eftir sig eiginkonu, sex mánaða dóttur og 9 ára stjúpson. Jóhannes Sigurðsson Søren Staunsager Larsen Létust í bílslysi HÓPBIFREIÐ með 64 farþega fór út af veginum undir Hafnarfjalli síðdegis í gær en hún valt ekki og engin slys urðu. Vindurinn fór í 40 metra á sek- úndu í mestu vindhviðunum undir Hafnarfjalli í gær. Snörp vindhviða kom á bifreiðina og sagði ökumað- ur hennar við lögreglu að bifreiðin hefði tekist á loft, en hann náð að stýra henni út af veginum án þess að hún ylti. Um svipað leyti varð bílvelta á Þingvallavegi en ekki urðu slys þar frekar en í fyrra til- vikinu. Fólk lenti í vandræðum vegna óveðurs á Fróðárheiði Ökumenn á Fróðárheiði lentu einnig í vandræðum upp úr miðjum deginum í gær þegar hríð skall þar á. Að sögn lögreglunnar á Ólafsvík voru björgunarsveitarmenn kall- aðir til frá Ólafsvík og Hellissandi til að aðstoða ökumenn við að kom- ast leiðar sinnar en engin slys urðu á fólki. Var búið að ryðja heiðina í gærkvöld. Þá fauk stór tengivagn, sem fastur var aftan í vöruflutningabif- reið, á hliðina í Víðidal um hálfníu- leytið í gærkvöld. Að sögn lögregl- unnar á Blönduósi varð verulegt tjón á tengivagninum. Ökumaður- inn var einn í bílnum og sakaði hann ekki. Hvassviðri og snjór valda ökumönnum vandræðum Rúta með 64 farþega útaf undir Hafnarfjalli HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, gerði grein fyrir tillögum flokks- ins um skattalækkanir á fundi framsóknarmanna á Hótel Húsavík í gærkvöldi. Ennfremur sagði hann að tími væri kominn til að Samfylkingin útskýrði hvað hún vildi gera í skattamálum. Eins og áður hefur komið fram vilja framsóknarmenn lækka tekjuskattsprósentuna og hækka ótekjutengdar barnabætur og áréttaði Halldór Ásgrímsson það á fund- inum í gærkvöldi. Hann sagðist hafa tekið eftir því að Samfylkingin vildi taka upp nýtt tekjuskattskerfi, fjöl- þrepa skatt, og nauðsynlegt væri að Samfylkingin gerði grein fyrir því. „Ég er sannfærður um það að slíkt kerfi verður ekki tekið upp nema annaðhvort að lækka skattleysismörkin eða þá að hafa efsta þrep tekjuskattsins það hátt að jað- aráhrifin verði nánast óbærileg,“ sagði hann og bætti við að þetta myndi valda verulegum skattahækkunum á millitekjufólk. Auk þess yrði þetta skattkerfi miklu dýr- ari framkvæmd og nánast óframkvæmanlegt við sveiflu- kenndar aðstæður. „Mér finnst að Samfylkingin verði að gera grein fyrir þessu í stað þess að vera alltaf að tönnl- ast á að skattar hafi hækkað á undanförnum árum sem er engan veginn rétt.“ Fundurinn á Húsavík var liður í fundaferð Framsókn- arflokksins um landið og í kvöld verður Halldór Ásgríms- son á fundi á Eskifirði. Halldór Ásgrímsson um skattakerfi Samfylkingar Veldur verulegum skattahækkunum Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra á fundi framsóknarmanna á Hótel Húsavík í gærkvöldi. KARLMAÐUR lést í vélsleðaslysi í Kerlingarfjöllum síðdegis á laugar- dag þegar hann ók sleða sínum fram af gilbrún við Hveradal og hafnaði ofan í gilbotni 18 metrum neðar. Maðurinn var ásamt átta öðrum vél- sleðamönnum í hellaskoðunarleið- angri og hafði hópurinn nýlokið við að skoða íshelli þegar slysið varð. Ók hann næstsíðastur upp úr gilinu þar sem hellaskoðunin fór fram og hélt áfram suður með brún gilsins. Af ókunnugum orsökum ók hann fram af gilbrúninni með fyrrgreindum af- leiðingum. Talið er að hann hafi lát- ist samstundis. Að sögn lögreglunn- ar á Selfossi var hann vanur vélsleðamaður. Áhöfn á TF-SIF þyrlu Landhelgisgæslunnar var köll- uð út og flutti hinn látna til Reykja- víkur. Ekki er unnt að birta nafn hins látna að svo stöddu.                Karlmaður lést í vél- sleðaslysi BOEING 747 þota Atlanta átti að fljúga með farþega frá Barcelona á Spáni til Íslands í gærkvöldi en fresta þurfti fluginu þar til í dag vegna lögboðins hvíldartíma áhafn- arinnar. Erling Aspelund, upplýsinga- fulltrúi Atlanta, segir að stýristjakk- ur fyrir miðhjólabúnað vélarinnar hafi bilað, en að lokinni viðgerð í Brussel í Belgíu hafi verið komið að 11 klukkutíma hvíldartíma áhafnar- innar og því ekki hægt að halda áfram til Barcelona þar sem 470 far- þegar biðu heimflugs. Að öllu for- fallalausu komi þeir því heim í dag, mánudag. Seinkun á Spánarflugi ♦ ♦ ♦ 2003  MÁNUDAGUR 31. MARS BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A TINDASTÓLL TRYGGÐI SÉR ODDALEIK / B12 SKOSKA dagblaðið Sunday Her- ald sagði í gær að Eiður Smári Guðjohnsen væri í svipaðri stöðu og norður-írski snillingurinn George Best upplifði á sínum tíma. Best var af mörgum talinn besti knattspyrnumaðurinn sem aldrei fékk tækifæri til að leika með þjóð sinni í úrslitakeppni HM. „Guðjohnsen er eina stjarna Ís- lands og sá einstaklingur sem all- ir mótherjar leggja höfuðáherslu á að gæta og gera óvirkan, eins og skoska liðinu tókst í fyrri leiknum í Reykjavík í október,“ sagði í umsögn blaðsins um leik- inn. Aðeins aftar var sagt að þrátt fyrir þetta hefðu skosku varn- armennirnir átt fullt í fangi með Eið í seinni hálfleiknum og gefið honum fáránlega einfalt mark. spurninguna: Ef Atli Eðvaldsson leitar til þín með að spila þessa tvo landsleiki í júní, hvert verður þitt svar? „Ég mun segja já,“ svaraði Guðni án mikillar umhugsunar. Hann bætti við: „Það er hinsvegar ekkert sjálfsagt í þeim efnum. Atli Guðni staðfesti hinsvegar eftirleikinn gegn Skotum í Glasgow á laugardaginn að hann myndi svara því jákvætt ef til kæmi að talin væru not fyrir hann í þessum tveimur leikjum. Morgunblaðið lagði fyrir hann metur stöðuna útfrá þessum úrslit- um í kvöld, hvort þörf sé á að nota mig, en ég mun ekki skorast undan ef til kemur. En ég er fyrst og fremst ánægður með að hafa tekið þátt í þessum leik gegn Skotum og að hafa fengið tækifæri til að enda landsliðs- ferilinn á jákvæðari nótum en útlit var fyrir,“ sagði Guðni en hann lék á laugardaginn sinn fyrsta landsleik í hálft sjötta ár. Leikurinn við Færeyjar verður á Laugardalsvellinum 7. júní og þar fengju íslenskir knattspyrnuáhuga- menn tækifæri til að kveðja Guðna á viðeigandi hátt. Leikurinn gegn Litháen er á útivelli fjórum dögum síðar. Þess má geta að Guðni lék sinn fyrsta landsleik gegn Færeyjum í Þórshöfn 1984. Morgunblaðið/Kristinn Eiður Smári Guðjohnsen er hér í baráttu við Paul Lambert í leiknum á Hampden Park. Guðni er tilbúinn gegn Færeyjum og Litháen GUÐNI Bergsson er tilbúinn til að framlengja feril sinn um einn mánuð til þess að spila með íslenska landsliðinu gegn Færeyjum og Litháen í undankepni EM dagana 7. og 11. júní. Guðni ætlaði að leggja skóna á hilluna að loknu þessu keppnistímabili í ensku knattspyrnunni en síðasti leikur Bolton fer fram 11. maí. ■ Ég er sár og svekktur.../B3 ■ Ég gat ekki.../B6 ■ Sárt að hafa.../B2 ■ Leikurinn/B6 Eiður í sömu stöðu og George Best GUNNLAUGUR Jónsson, fyr- irliði Skagamanna í knattspyrn- unni, er nefbrotinn, brotnaði á æfingu með liðinu á dögunum þegar hann lenti í árekstri við einn félaga sinn í ÍA. Gunn- laugur gekkst undir aðgerð á föstudaginn og verður vænt- anlega frá keppni næsta mán- uðinn af þeim sökum. Gunnlaugur nefbrotinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.