Morgunblaðið - 31.03.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 31.03.2003, Blaðsíða 13
STRÍÐ Í ÍRAK MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. MARS 2003 13 Ómótstæðilegar! ÍS LE NS KA AU GL ÝS IN GA ST OF AN EH F/ SI A. IS ID U 20 58 8 03 .2 00 3 www.edda.is Tilboðsverð: 11.980 kr. Fullt verð: 15.980 kr. Tilboðsverð: 9.980 kr. Fullt verð: 12.980 kr. Í Matarást eru fleiri uppflettiatriði, uppskriftir og meiri fróðleikur en í öðrum hliðstæðum ritum sem komið hafa út á Íslandi. Bókin er ómissandi í hverju eldhúsi, eiguleg og falleg, alveg ómótstæðileg! Í Matreiðslubók Nönnu ættu allir, byrjendur jafnt sem lengra komnir, að geta fundið gnægð uppskrifta við sitt hæfi. Hátt á fjórða þúsund uppskriftir af öllu tagi, jafnt alþekktar sem óvenjulegar, og úr öllum heimshornum. Alfræðibók um mat og matargerð MATREIÐSLUBÓK TALSMENN íraskra stjórnvalda sögðu í gær, að þúsundir arabískra sjálfboðaliða væru reiðubúnar að fórna lífi sínu í sjálfsmorðsárás- um á bandaríska og breska her- menn. Sýnir þetta með öðru þá erfiðleika, sem herir banda- manna eiga nú við að glíma á vígvellinum í Írak. Hazem Al-Rawi hershöfðingi sagði, að meira en 4.000 menn hefðu komið frá öllum arabaríkjunum og væru þeir tilbúnir til að fara að dæmi írasks foringja, sem hefði drepið fjóra bandaríska hermenn í sjálfsmorðsárás á laugardag. „Píslarvættisaðgerðirnar munu halda áfram og að þeim munu ekki aðeins standa Írakar, heldur þús- undir annarra araba, sem komið hafa til Bagdad,“ sagði hann og bætti við, að þeir hefðu heitið því að snúa ekki aftur heim. „Það er skylda okkar að hrekja burt innrás- arliðið.“ Hernaðarsérfræðingar segja, að sjálfsmorðsárásir geti orðið banda- mönnum verulegt vandamál þótt bandarískir herforingjar vilji ekki gera of mikið úr því. Mikil mót- spyrna Íraka hefur líka haft mikil áhrif í öllum arabaríkjunum og ekki síður myndir af óbreyttum borgur- um og börnum, sem arabískar sjón- varpsstöðvar sýna daglega. Tals- menn bandamanna segja raunar, að Írakar sjálfir kunni stundum að bera ábyrgð á dauða óbreyttra borgara og benda á, að mörg flug- skeyta þeirra virki ekki eins og þeim var ætlað. Segja þeir, að írösk- um verkamönnum sé skipað að fjar- lægja öll ummerki um irösk flug- skeyti. Bandamönnum ögrað Taha Yassin Ramadan, aðstoðar- forseti Íraks, ögraði Bandaríkja- mönnum og Bretum í gær er hann sagði á blaðamannafundi, að þeir gætu vissulega umkringt Bagdad með herjum sínum: „Við viljum, að þeir geri það því að þá munu þeir fá að kynnast því hvað blóðbað er. Heillaráðið fyrir þá væri samt að forða sér strax burt af írösku landi.“ Segja þúsundir vilja deyja píslar- vættisdauða Bagdad. AFP. Ramadan, varaforseti Íraks. SAMTÖK róttækra Palestínu- manna, Hið íslamska Jíhad, lýstu yfir því í gær að menn á vegum þeirra væru komnir til Bagdad til að gera sjálfsmorðsárásir gegn sveitum bandamanna. Hernaðararmur samtakanna, Al-Quds-herdeildirnar, sagði í yf- irlýsingu sem send var AFP- fréttastofunni frönsku að fyrstu sveitirnar væru komnar til höf- uðborgarinnar og myndu þær senn láta til sín taka. Liðsmenn þeirra myndu uppfylla hina „helgu skyldu“ og berjast gegn „nýju Mongólunum sem [réðust] gegn Bagdad“. Þessi samtök Palestínumanna hafa mjög beitt sjálfsmorðs- árásum í Ísrael á undanliðnum misserum. Fjórir bandarískir hermenn fórust í sjálfsmorðsárás við bæinn Najaf í suðurhluta Íraks á laug- ardag. Skýrt var frá því í gær að Saddam Hussein forseti hefði sæmt þann sem sjálfsmorðið framdi tveimur heiðursmerkjum. Hazem al-Rawi, talsmaður íraska heraflans, sagði í gær að sjálfsmorðsárásum gegn her- mönnum bandamanna yrði fjölg- að eftir því sem liði á stríðið í Írak. Jíhad boðar sjálfsmorðs- árásir Nikósíu. AFP. SJÁLFBOÐALIÐAR frá Sýrlandi eru komnir til borgarinar Mosul í Norður-Írak til að taka þátt í bar- dögum gegn hersveitum banda- manna. Það var arabíska sjónvarpsstöðin Al-Jazeera sem greindi frá þessu í gær. Fréttamaður stöðvarinnar í borginni sagði að óþekktur fjöldi manna hefði komið yfir landamær- in eftir óþekktum leiðum. Sýndar voru myndir sem sagðar voru af mönnum þessum. Þeir hrópuðu vígorð og héldu á lofti myndum af Saddam Hussein Íraks- forseta. „Komið til lands araba í Írak og berjist fyrir íslam með sál- um ykkar,“ hrópuðu þeir. „Þið talið um eldflaugar, skriðdreka og sprengjur en trú okkar mun sigra hina trúlausu.“ Donald Rumsfeld, varnar- málaráðherra Bandaríkjanna, var- aði á föstudag Sýrlendinga við að hafa afskipti af átökunum í Írak. Sakaði hann stjórnvöld um að leyfa smygl á vopnum yfir landamærin til Íraks. Slíkt teldu Bandaríkjamenn „óvinveitta aðgerð“. Sýrlendingar komnir til Mosul? Doha. AFP. YFIRHEYRSLUR voru í gær sagð- ar fara fram yfir hershöfðingja í íraska hernum, sem tekinn hefur verið til fanga. Í yfirheyrslunum er, að sögn breskra hermanna, reynt að fá hershöfðingjann til að greina frá hernaði Íraka. Al Lockwood, talsmaður breska herliðsins, sagði að hershöfðinginn hefði verið tekinn höndum í Basra og að hann væri æðsti íraski stríðs- fanginn fram til þessa. „Við munum spyrja hann fremur kurteislega hvort hann sé reiðubú- inn til að aðstoða okkur í hernaðar- aðgerðum gegn íröskum hermönn- um í Basra,“ sagði Lockwood. Þá sagði Lockwood að breskir hermenn hefðu drepið ofursta í Lýðveldisverðinum, úrvalsher Saddams Husseins Íraksforseta, en hann virðist hafa verið sendur til Basra til að efla varnir Írakshers þar. Breskir hermenn hafa um- kringt borgina. Hershöfðingi yfirheyrður ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.