Morgunblaðið - 31.03.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 31.03.2003, Blaðsíða 23
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. MARS 2003 23 Fallegar, sérmerktar GESTABÆKUR Í Mjódd sími 557-1960www.merkt.is merkt Ástær móðir okkar og amma KAÍNÓ ANNIKKI HJÁLMARSSON, Bogahlíð 24, Reykjavík, lést sunnudaginn 23. mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Pía Rakel Sverrisdóttir, Halldór Hjálmar Halldórsson, Hrói Kristjánsson. Hallgrímskirkja. Lestur Passíusálma kl. 12.15. Langholtskirkja. Kl. 12.10 lestur Passíusálma og bænagjörð í Guð- brandsstofu í anddyri Langholtskirkju. Allir velkomnir. Kl. 15–16.30 Ævintýra- klúbburinn, starf fyrir 7–9 ára börn, sem eru öll velkomin. Laugarneskirkja. Vinir í bata, opinn sporafundur kl. 18. Umsjón Linda og Arnheiður. 12 spora hópar koma sam- an í dag kl. 20. . Umsjón Margrét Scheving sálgæsluþjónn. (Sjá síðu 650 í Textavarpi.) Neskirkja. 6 ára starf kl. 13.50 10–12 ára starf kl. 16.30. Litli kórinn, kór eldri borara, þriðjudag kl. 16.30. Stjórnandi Inga J. Backmann. Allir vel- komnir. Seltjarnarneskirkja. Friðarstund kl. 12–12.30. Hljóð bænastund. Árbæjarkirkja. Kl. 15.15 TTT (starf 10–12 ára) í safnaðarheimilinu. Fella- og Hólakirkja. Kl. 13–15.30 op- ið hús fyrir fullorðna í safnaðarheimili kirkjunnar. Spilað, fræðst, kaffi og spjall. Bænastund kl. 15.15 í kirkjunni. Fyrirbænaefnum má koma til djákna í síma 557 3280. Þeir sem óska eftir akstri láti vita í sama síma fyrir hádegi á mánudögum. Stúlknastarf fyrir 11– 12 ára kl. 17–18. Æskulýðsstarf fyrir 8.–10. bekk á mánudagskvöldum kl. 20. Grafarvogskirkja. KFUK í Grafarvogs- kirkju kl. 17.30–18.30 fyrir stúlkur 9– 12 ára. Kirkjukrakkar í Engjaskóla kl. 17.30–18.30 fyrir 7–9 ára. TTT (10–12 ára) í Engjaskóla kl. 18.30–19.30. Á leiðinni heim. Þekktir leikarar og skáld lesa Passíusálmana kl. 18.15–18.30. Hjallakirkja. Æskulýðsfélag fyrir 8. bekk kl. 20. Prédikunarklúbbur presta í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra er í Hjallakirkju þriðjudaga k. 9–10.30. Umsjón Sigurjón Árni Eyjólfsson. Bessastaðasókn. TTT-starf fyrir 10–12 ára drengi og stúlkur kl. 17.30–18.30 í stofu 104 í Álftanesskóla. Rúta ekur börnunum heim að loknum fundi. Skemmtileg dagskrá. Mætum öll. Lágafellskirkja. Heimsóknarþjónusta kirkjunnar er í umsjá Þórdísar djákna, símatími mánudaga kl. 16–18 í síma 566-7113. Opinn bænahópur í Lága- fellskirkju kl. 20. Umsjón hefur Þórdís djákni. Al-Anon fundur í Lágafellskirkju kl. 21. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 16 æskulýðsfélag fatlaðra, yngri hópur. Hulda Líney og Ingveldur. Hjálpræðisherinn. Kl. 15 heimilasam- band. Hilmar Símonarson talar. Kl. 17.30 barnakór. Öll börn velkomin. KFUM og KFUK, Holtavegi 28. Aðal- fundur Kaldæinga í kvöld kl. 20. Venju- leg aðalfundarstörf. Velunnarar Kaldár- sels eru hvattir til að fjölmenna. Borgarneskirkja. TTT–starf kl. 15.30– 16.30. Akureyrarkirkja. Kirkjusprellarar, 6–9 ára starf, kl. 16. TTT–starf kl. 17.30. Hjálpræðisherinn á Akureyri. Kl. 15 heimilasamband. Kl. 17.15 Örkin hans Nóa, 1., 2. og 3. bekkur. Kl. 19.30 Mannakorn, 6. og 7. bekkur. Safnaðarstarf Elskulegur eiginmaður, faðir, stjúpfaðir, sonur og bróðir, JÓHANNES SIGURÐSSON, Lækjargötu 34d, Hafnarfirði, lést af slysförum 28. mars. Útförin verður auglýst síðar. Valeria Tavares og börn, Harpa Bragadóttir, Sigurður Knútsson, Bragi Sigurðsson, Knútur Á. Sigurðsson. Í TILEFNI þess að Systrafélag Njarðvíkurkirkju í Innri-Njarðvík varð 35 ára á síðasta ári var ákveð- ið að færa Njarðvíkurkirkju fimm- tán kyrtla að gjöf til nota á ferm- ingarbörn sem fermd verða í sókninni. Kyrtlarnir voru afhentir mánudaginn 17. mars sl. við hátíð- lega athöfn í Njarðvíkurkirkju sem sr. Baldur Rafn Sigurðsson sá um. Jónína Hermannsdóttir veitti kyrtl- unum móttöku fyrir hönd sókn- arnefndar og þakkaði Systrafélag- inu kærlega fyrir framlagið. Hún sagði að hingað til hefði þurft að fá lánaða kyrtla hjá öðrum kirkjum fyrir fermingarbörn í sókninni og að það væri einkar ánægjulegt að þess væri ekki lengur þörf. Til þess að fjármagna kaupin á kyrtlunum lét Systrafélagið prenta límmiða með bílabæn, sem fé- lagskonur sjá um að selja. Nýtt fé- lagsmerki Systrafélagsins prýðir auk þess bílabænina en Kristín Sveinsdóttir á heiðurinn af hönnun þess. Meðlimum í Systrafélaginu í Innri-Njarðvík fer fjölgandi og starfsemin er í miklum blóma. Fé- lagi getur hver kona safnaðarins orðið, sem náð hefur 16 ára aldri, og bjóðum við allar nýjar systur velkomnar. Njarðvíkurkirkju færðir kyrtlar ✝ Helga HannaMagnúsdóttir fæddist á Akranesi 14. júní 1922. Hún lést á Landspítala í Fossvogi 22. mars 2003. Foreldrar hennar voru Ragn- hildur Hannesdóttir, f. 4.7. 1905, d. 1969, og Magnús Júlíus Þórðarson, f. 24.7. 1900, d. 1932. Helga Hanna ólst upp hjá móðurömmu sinni, Helgu Jónsdóttur, og móðursystur, Krist- ínu Hannesdóttur. Systkini Helgu eru Þórný Magnúsdóttir, f. 3.11. 1923, Þórður Magn- ússon, f. 20.6. 1927, d. 1987, óskírð syst- ir, f. 1931, d. sama ár, og hálfbróðir sammæðra Hörður Jónsson, f. 5.6. 1934. Helga flutti sem barn til Reykjavíkur og ólst þar upp. Árið 1949 giftist Helga Guðjóni Dag- bjartssyni, f. 24.4. 1921, d. 1998. Þau voru barnlaus. Útför Helgu fer fram frá Fossvogs- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Í dag kveð ég kæra móðursystur mína og minningarnar hrannast upp, minningar um góða konu sem studdi við bakið á mér í gegnum árin. Frænku sem lét margt eftir mér þeg- ar ég var barn, frænku sem kom með fína hluti frá útlöndum þegar hún fór í siglingar með honum Guðjóni sínum sem var sjómaður og sigldi á Foss- unum, lengst af Brúarfossi. Frænk- unni sem fór með mér að kaupa fyrsta brjóstahaldarann, hélt ferm- ingarveisluna mína því mín fjölskylda bjó þröngt, frænku sem þótti fyrsti strákurinn sem ég var skotin í sætur, svona til að standa með mér, þótt hann hafi kannski ekkert verið það. Frænkuna sem studdi mig áfram eft- ir að ég fullorðnaðist því stórar stelp- ur þurfa líka stuðning. Frænku sem var góð við krakkana mína, góð við hana mömmu sem hún heimsótti oft í viku á spítalann. Í dag kveð ég sterka, glaðlynda og þrjóska konu sem ég hafði lofað að styðja við bakið á þegar hún yrði gömul, en hún Helga mín varð ekki gömul. Það er kominn tími til að kveðja og þakka fyrir sig. Þórdís. Í dag kveðjum við Helgu Hönnu Magnúsdóttur sem hefur sýnt mér og minni fjölskyldu mikla góðvild og umhyggju. Helga Hanna var gift Guðjóni Dagbjartssyni en hann lést fyrir fimm árum. Það var mikill missir fyr- ir Helgu vegna hversu samrýnd þau voru. Ég get ekki minnst Helgu nema að nefna Guðjón því að þau voru eitt fyr- ir mér. Kynni mín af Helgu og Guð- jóni hófust fyrir 20 árum er þau tóku dóttur mína og síðan son minn í pöss- un meðan ég var í námi og síðan er ég fór út að vinna. Þau voru yndisleg, natin og þolinmóð. Heimilið þeirra stóð okkur alltaf opið hvort sem það var dagur eða nótt. Ég dáðist alltaf að því hvernig þau tóku á málunum með börnin mín og önnur börn því þau voru einstaklega barngóð. Börn- in í blokkinni sópuðust að þeim, þau voru fastur punktur sem alltaf var hægt að leita til. Þegar Guðjón dó hélt Helga þeim sið áfram, allir gátu leitað til hennar og hún passaði upp á alla hluti í húsinu. Helga var mjög sjálfstæð, hæglát kona með skoðanir. Síðustu fjögur ár höfum við búið á hæðinni fyrir ofan Helgu. Samgangur milli hæða hefur verið mikill. Ekki leið sá dagur að við hittumst ekki annaðhvort í kaffi hjá hvor annarri eða bara niðri í þvotta- húsi. Alltaf var Helga kát og hress þótt hún væri hálflasin og alltaf hafði hún tíma til að spila við börnin og börnin unnu alltaf, þannig að sjálfs- traust þeirra jókst alltaf við þær heimsóknir. Hún var svo sjálfri sér nóg að hún þurfti lítið að sækja til annarra en það var yndislegt þegar ég gat gert henni greiða, farið með hana í ferðalag eða bara út í búð. Helga og Guðjón eiga svo stóran þátt í lífi mínu og minnar fjölskyldu. Þau voru börnum mínum eins og aðr- ir foreldrar. Helga er nú farin og ég kveð hana með söknuði. Sendi ég að- standendum hennar samúðar kveðju. Ásta Sigrún Gylfadóttir og fjölskylda. HELGA HANNA MAGNÚSDÓTTIR Það var sumarið 1987 að ég kynntist Garðari í Lautum. Ég kom úr stórborginni New York þar sem ég var við tónlistarnám. Þar vantaði ekki fima fingur fiðlara, ungs fólks, sem allt frá blautu barnsbeini hafði stundað strangt fiðlunám og ekkert verið til sparað, notið dyggilegs stuðnings foreldra sinna og þjóðfélaga. Nú var svo komið að ég var að vinna ritgerð um þingeyska fiðluleikara. Þar kom sér vel vinátta við Jón Sigurgeirs- son heitinn og dóttur hans Herdísi. Þau tóku mig með sér til Garðars. Þar settist Jón við stofuorgelið og við fiðlararnir stilltum saman strengi og spiluðum gömlu góðu lögin sem þingeysku fiðlararnir höfðu spilað. Mér er svo minnisstæð sú stund. Sverir fingur, vinnulúnar hendur bóndans, handfjötluðu fiðlu- hálsinn af alúð og gleði og allt í einu var fortíðin ljóslifandi meðal okkar. Þetta unga fólk sem af brennandi áhuga og dugnaði hafði útvegað sér fiðlur, jafnvel smíðað þær sjálft, lært á þær sjálft og lokið upp heimi fiðluleiks fyrir samsveitungum sín- um. Og að halda því við í gegnum árin í amstri búsýslunnar, það er list. Ég átti eftir að gera hljóðfæra- leik að ævistarfi mínu, og margan góðan fiðlarann hef ég heyrt og séð, en alltaf yljar mér myndin af vinnu- lúnum höndum Garðars í fiðluleik. Guð blessi minningu hans og huggi aðstandendur. Svava Bernharðsdóttir. Með fáeinum, síðbúnum orðum vil ég minnast góðs vinar og sam- herja, öðlingsins Garðars Jakobs- GARÐAR JAKOBSSON ✝ Garðar Jakobs-son fæddist í Hól- um í Reykjadal 8. apríl 1913. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga 12. mars síðastliðinn og var útför hans gerð frá Einarsstaðakirkju 22. mars. sonar bónda í Lautum í Reykjadal. Garðar lést á Heilbrigðisstofn- un Þingeyinga 12. mars sl. og var jarð- sunginn frá Einars- staðakirkju laugardag- inn 22. Sýslan skartaði sínu fegursta laugar- daginn þann og skárra væri það nú þegar tveir þingeyskir höfð- ingjar voru kvaddir hvor frá sinni kirkj- unni; þeir Sigurður Jónsson í Ystafelli frá Þóroddsstaðakirkju og Garðar Jakobsson í Lautum frá Einarsstaðakirkju. Garðar Jakobsson var maður þeirrar gerðar að hann varð ósjálf- rátt og átakalaust að vini manns strax við fyrstu kynni. Hann var, ásamt Glúmi tengdaföður sínum, Starra í Garði og auðvitað mörgum fleirum, af eldri kynslóð róttækra hugsjónamanna í Suður-Þingeyjar- sýslu sem ég kynntist við upphaf míns pólitíska starfs og tel einstaka gæfu að hafa fengið að starfa með. Á sinn hægláta og yfirvegaða hátt kom Garðar þeim boðskap til skila sem hann vildi hverju sinni. Hann var fylginn sér þegar þess þurfti með. Mér er sérstaklega minnis- stæð áralöng barátta hans fyrir uppbyggingu vegar yfir Fljótsheiði. Það liðu sjaldan margir mánuðir milli þess að hann héldi mér og fleirum við efnið í því máli allt þar til sá fyrir endann á framkvæmd- unum. Í öðrum tilvikum voru það málefni landbúnaðarins eða sveit- anna sem lágu honum á hjarta, fiðlutónlistin eða menningararfur sem hann vildi bjarga frá glötun. Einu gilti, alltaf voru tilefni þess að Garðar hringdi eða skrifaði óræk vitni um þann velviljaða og vandaða mann sem hann hafði að geyma. Mikið sakna ég þess að nú verða samtölin ekki fleiri. Ég kveð heiðursmanninn Garðar Jakobsson með þakklæti og söknuði og votta börnum hans og öðrum að- standendum samúð mína og fjöl- skyldu minnar. Steingrímur J. Sigfússon. KIRKJUSTARF AFMÆLIS- og minningar- greinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning- @mbl.is, svar er sent sjálf- virkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsyn- legt er að tilgreina símanúm- er höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heimasíma). Ekki er tekið við handskrif- uðum greinum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfi- legri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmark- ast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Grein- arhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Frágangur afmælis- og minning- argreina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.