Morgunblaðið - 31.03.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 31.03.2003, Blaðsíða 5
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. MARS 2003 5 GÖMLU malt- og appelsínflöskurn- ar munu brátt heyra sögunni til því Ölgerðin Egill Skallagrímsson hyggst nú taka af markaði allar margnota glerflöskur sem drykkir fyrirtækisins hafa verið seldir í. Í staðinn koma einnota glerflöskur sem að sögn forstjóra Ölgerðarinnar eru svolítið frábrugðnar gömlu flösk- unum í útliti. Jón Diðrik Jónsson, forstjóri Öl- gerðarinnar, segir þetta þróun sem ekki verði umflúin því einnota um- búðir geri það einfaldara að flytja vöruna auk þess sem hún verði miklu öruggari í framleiðslu. „Það verður útlitsbreyting á öllum tegundunum hjá okkur en ég hugsa að fólk muni sjá meiri breytingar á maltflöskunni en t.d. appelsínflösk- unni. Enda er talsvert mikið stökk að breyta því þar sem það er vara sem hefur verið í framleiðslu hjá okkur síðan 1913. Appelsínflöskurnar eru gamalt iðnaðargler frá Danmörku og eru hluti af karakter appelsínsins og því höfum við reynt að finna einnota gler sem er eins líkt og hægt var.“ Sakna gömlu umbúðanna Hann segist ekki efast um að fólk eigi eftir að sakna gömlu umbúðanna. „Við eigum eftir að sakna þeirra sjálfir en það er ekki hægt að stoppa þróunina í þessu.“ Hann bætir því við að þetta muni auðvelda aðgengi al- mennings að glerinu því kaupmenn hafi verið ragir við að taka margnota umbúðir inn í verslanir sínar. Breytingin mun formlega eiga sér stað á morgun en eftir það verður allt gler frá Ölgerðinni selt sem einnota og verður skilagjaldið þar með 9 krónur í stað 15 króna áður. Gamla glerið hverfur ÍTALINN Paolo Turchi vissi að augun í fullþroska skúfönd eru heiðgul og sú vitneskja færði hon- um 5 milljónir króna í vasann í þættinum „Viltu vinna milljón?“ sem sýndur var á Stöð tvö í gær- kvöld. Þar með jafnaði Paolo met séra Sveins Valgeirssonar sem hann setti á síðasta ári. Paolo er frá ítalska bænum Ancona við Adríahafið en hefur verið búsettur hér á landi síðast- liðin 15 ár. Hann svaraði öllum fimmtán spurningunum rétt í þætt- inum í gær og vissi meðal annars að elsta íþróttafélag Reykjavíkur væri skotfélag og að það hefði verið tog- arinn Dhoon sem strandaði við Látrabjarg árið 1947. Hefði Paolo svarað síðustu spurningunni rangt hefði hann tap- að 600 þúsund krónum og er því ekki að undra að hann hafi verið á báðum áttum með hvort hann ætti að taka áhættuna. Reyndar rak hann minni til að hafa séð skúfönd með heiðgul augu en sagðist ekki geta verið viss um hvort hún hafi verið fullþroska, eins og tekið var fram í spurningunni. 540 milljónir í verðlaun alls Sem fyrr segir hefur aðeins einn keppandi náð fimm milljóna mark- inu áður en alls hafa 250 keppendur unnið sér inn samtals 54 milljónir króna á þeim þremur árum sem þátturinn hefur verið í loftinu. Stjórnandi þáttarins er Þorsteinn J. Vilhjálmsson. Paolo baðst undan viðtali þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gærkvöldi, en til stendur að fagna afreki hans með veislu á veit- ingastaðnum Galileo síðar í dag.Paolo Turchi brýtur heilann. Vissi að augun í skúfönd eru heiðgul Vann fimm milljónir króna í þættinum „Viltu vinna milljón?“ í gærkvöldi ♦ ♦ ♦ KARLMAÐUR á áttræðisaldri slas- aðist alvarlega í gær þegar hann varð undir 200 kg þungum heybagga sem verið að afferma af vörubifreið við Nesbú á Vatnsleysuströnd. Maðurinn var að taka á móti heyi þegar slysið varð og mun einn bagg- inn hafa runnið fram af palli bifreið- arinnar og fallið á manninn úr þriggja metra hæð. Hinn slasaði var fluttur meðvitundarlaus með sjúkra- bifreið á Landspítala – háskóla- sjúkrahús og gekkst undir aðgerðir. Var hann lagður inn á gjörgæslu- deild sjúkrahússins að þeim loknum og tengdur við öndunarvél. Slysið varð um klukkan 13:30 og eru tildrög þess til rannsóknar hjá lögreglunni í Keflavík. Fulltrúi frá Vinnueftirliti ríkisins var einnig kvaddur á vettvang til að meta að- stæður á slysstað. Varð undir heybagga og slasaðist alvarlega

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.