Morgunblaðið - 31.03.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 31.03.2003, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. MARS 2003 31 Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 www.regnboginn.is Sýnd kl. 6, 8 og 10.30. B.i 16. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i 12 Sýnd kl. 5.30 og 8. B.i. 12. HK DV ÓHT Rás 2 Kvikmyndir.com 6 ÓSKARSVERÐLAUN M.A. BESTA MYNDIN SV MBL Þegar röðin er komin að þér þá flýrðu ekki dauðann! NICOLE KIDMAN BESTA LEIKKONA Í AÐALHLUTVERKI 2 ÓSKARSVERÐLAUN Sýnd kl. 10. B.i. 16. HOURS Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20. B.i 12 . www.laugarasbio.is  RADIO X SV MBL  KVIKMYNDIR.COM SG DV  ÓHT RÁS 2 Sýnd kl. 5.30. Sýnd kl. 8 og 10. Eingöngu sýnd um helgar. Þegar röðin er komin að þér þá flýrðu ekki dauðann! Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i.16. Þeir líta bara út eins og löggur! Grínið er farið í gang með tveimur geggjuðum - Steve Zahn og Martin Lawrence! Tvö sóltjöld fylgja öllum bílstólum til páska. ANNA Katrín Guðbrands- dóttir, nemi í 1. bekk Menntaskólans á Akureyri, sigraði í söngkeppni fram- haldsskólanna sem haldin var í Íþróttahöllinni á Ak- ureyri á laugardagskvöldið. Anna Katrín bræddi tón- eyru og hjörtu dómnefndar og áheyrenda með splunku- nýrri útsetningu af hinu kunna þjóðlagastefi Vísum Vatnsenda-Rósu. Jón Ás- geirsson tónskáld gerði þetta fallega stef ódauðlegt á sínum tíma en strákar tveir úr MA, þeir Styrmir Hauksson og Ólafur Haukur Árnason, tóku sig til í vetur og útsettu vísurnar upp á nýtt með glæsilegum ár- angri. Með Önnu Katrínu á sviðinu var strengjasveit úr MA skipuð þeim Björk Ósk- arsdóttur, Maríu Hrund Stefánsdóttur, Ragnheiði Korku Jónsdóttir og Tom- asz Kolosowski. Svo skemmtilega vildi til að Anna Katrín átti afmæli eftir miðnætti, varð 17 ára 30. mars, og Birgitta Hauk- dal, söngkonan snjalla og einn dómnefndarmanna, upplýsti salinn um þá staðreynd og tvö þús- und áhorfendur sungu afmælis- sönginn saman sigurvegaranum til heiðurs. Syngjandi barnalæknir? „Þetta er það besta sem ég hef nokkurn tíma lent í. Ég er búin að bíða eftir þessu mjög lengi,“ sagði Anna Katrín sigri hrósandi í sam- tali við Morgunblaðið skömmu eftir að úrslit voru kunngjörð og hún hafði flutt sigurlagið aftur. „Já, ég hef lengi átt mér þann draum að verða söngkona, en ég held samt ég verði læknir,“ sagði hún svo. Anna Katrín er í 1. bekk MA sem fyrr segir og stefnir á náttúru- fræðibraut næsta vetur. Hún mót- mælti ekki þeirri hugmynd blaða- manns að líklega yrði hún syngjandi læknir þegar þar að kæmi. Hún mun stefna að því að verða barnalæknir, þannig að söng- urinn getur örugglega komið sér vel. Í öðru sæti í keppninni lenti Sig- þór Árnason, fullrúi Fjölbrauta- skóla Suðurlands, og Sigþór hlaut jafnframt verðlaun fyrir bestu sviðsframkomu. Í þriðja sæti var Elísabet Eyþórs- dóttir úr Borgarholtsskóla, en þar er á ferðinni dóttir tónlistarfólksins Ellenar Kristjánsdóttur og Eyþórs Gunnarssonar. Söng Elísabet lag eftir systur sína, Sigríði Eyþórs- dóttur, söngkonu í hljómsveitinni Santiago. Margir þeirra sem komu fram í söngkeppninni að þessu sinni stóðu sig geysilega vel og er greini- legt að mikill efniviður á þessu sviði leynist í framhaldsskólum landsins. Í raun er það ótrúlegt hve margir hæfileikaríkir krakkar voru þarna saman komnir, þegar haft er í huga að um er að ræða fólk um eða innan við tvítugt. Dómnefnd hafði enda orð á því að verkefni hennar hefði verið afar erfitt að þessu sinni. Nefndina skip- uðu útvarpsmennirnir Ólafur Páll Gunnarsson og Gestur Einar Jón- asson og söngvararnir Birgitta Haukdal og Pálmi Gunnarsson. Til að mynda vakti fulltrúi Verk- menntaskólans á Akureyri, Stefán Jakobsson, mikla og verðskuldaða athygli fyrir söng sinn en hann hlaut ekki náð fyrir augum dóm- nefndarinnar. Einhvern tíma hefði hann líklega farið með sigur af hólmi í keppninni. Anna Katrín Guðbrandsdóttir úr MA sigraði í Söngkeppni FF með glæsilegri útsetningu á Vísum Vatnsenda-Rósu Söngfuglinn sem vill verða læknir fékk sigur í afmælisgjöf Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Anna Katrín Guðbrandsdóttir úr MA, sem sigraði í keppninni, átti 17 ára afmæli 30. mars – og úrslitin lágu fyrir um miðnætti. Birgitta Haukdal, sem var í dómnefndinni, upplýsti að sigurvegarinn ætti afmæli eftir að hún hafði veitt verðlaununum viðtöku, og Birgitta stjórnaði kór allra viðstaddra þegar afmælissöngurinn var sunginn Önnu Katrínu til heiðurs. Hér kyssir hún svo afmælisbarnið á kinnina í tilefni dagsins! skapti@mbl.is Guðmundur Sveinn Bæringsson úr Menntaskólanum á Laugarvatni naut m.a. aðstoðar eldspúandi kappa meðan hann flutti lag sitt. Anna Katrín Guðbrandsdóttir, sem söng sigurlagið, ásamt þeim sem út- settu. Til vinstri er Ólafur Haukur Árnason og Styrmir Hauksson til hægri. NÁÐST hafa samningar við fram- leiðendur verðlaunamyndarinnar Chicago, Craig Zadan og Neil Mer- on, um að endurgera kvikmyndina Fótafár (Footloose) sem gerði allt vitlaust 1985 með Kevin Bacon í að- alhlutverki. Þeir Zadan og Meron segjast ætla að hafa myndina minna í anda Chic- ago og meira tilraunakennda í stíl líkt og Rauða Myllan (Moulin Rouge), en þeir hyggjast hafa unga leikara í aðalhlutverkunum sem munu sjálfir dansa og syngja, og til stendur að útsetja mörg lögin úr fyrri myndinni á nýmóðins máta. Þau eru enda ófá sígild popplögin sem litu dagsins ljós með upp- runalegu útgáf- unni sem Herb Ross leikstýrði, og er skemmst að minnast „Foot- loose“ og „Let’s Hear It for the Boy“. Eins og flestir muna seg- ir myndin sögu piltsins Ren McCormack sem að ákveður að ögra dans- og rokkbanni sem lagt hefur verið á í bandarískum smábæ með því að skipuleggja dans- leik. Fótafár endurgerð Kevin Bacon AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.