Morgunblaðið - 31.03.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 31.03.2003, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MÁNUDAGUR 31. MARS 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Smáralind - Glæsibæ MIKIL umskipti verða í byggingarfram- kvæmdum og lóðaúthlutun í Fjarðabyggð í kjöl- far ákvörðunar um byggingu álvers í Reyðarfirði og er meðal annars að hefjast bygging íbúðar- húsa í Neskaupstað sem eru fyrstu íbúðarhúsin sem byggð eru á staðnum í 12 ár. Við sameiningu byggðarlaganna, Eskifjarðar, Reyðarfjarðar og Neskaupstaðar, í Fjarðabyggð árið 1998 fyrir fimm árum var íbúafjöldi í byggð- arlaginu um 3.300 manns. Síðan hefur fækkað um 200 íbúa á staðnum og þess vegna hefur verið nóg framboð á íbúðarhúsnæði, að sögn Gunnars Jónssonar, forstöðumanns stjórnsýslusviðs í Fjarðabyggð. Nú hefur hins vegar verið úthlutað fjórtán lóðum í Neskaupstað og eru fram- kvæmdir á þeim að fara á stað, en það eru fyrstu íbúðarhúsin sem byggð eru á staðnum í tólf ár. Alls hafa verið skipulagðar 350 byggingarlóðir í sveitarfélaginu, flestar á Reyðarfirði eða 230 talsins, 75 lóðir á Eskifirði og 40 í Neskaupstað. Nýmæli í Neskaupstað Íbúðarhús byggð eftir 12 ára hlé GUÐNI Bergsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í íslenska landsliðið í knattspyrnu þegar það mætir Færeyjum og Litháen í undankeppni Evrópumóts landsliða dagana 7. og 11. júní. Guðni staðfesti í samtali við Morgunblaðið eftir landsleik Íslands og Skotlands í Glasgow á laug- ardaginn að hann myndi svara því játandi ef hann yrði beðinn um að taka þátt í leikjunum. Guðni gefur kost á sér áfram  Guðni/B1 REIKNAÐ er með að ferðum á leiðum Flugfélags Íslands verði fjölgað um u.þ.b. 10% í sumar. Fjölg- unin verður fyrst og fremst til Egilsstaða sem skýrist af fyrirhuguðum virkjanaframkvæmdum á Austurlandi. Svo- kallaðir aldurslistar flugmanna Flug- leiða og Flugfélags Íslands eru nú að- skildir í fyrsta sinn. Að sögn Jóns Karls Ólafssonar, framkvæmdastjóra Flugfélags Íslands, gera grófir útreikningar ráð fyrir 10% aukningu á framboði flugferða hjá félag- inu í sumar. „Fjölgunin verður fyrst og fremst á Egilsstaði og aðeins á Akureyri. Fjölgunin á Egils- staði er augljóslega út af framkvæmdunum sem eru fyrirhugaðar þar en menn reikna með verulega aukinni eftirspurn á þeirri leið. Hvernig hún verð- ur og hvenær er hins vegar ekki alveg ljóst ennþá.“ Kallaði á endurþjálfun og tilfærslur Jón Karl segir að frá og með síðustu mánaða- mótum hafi Flugfélagið starfað eftir eigin flug- mannalista en hingað til hafi félögin tvö, Flugfélag- ið og Flugleiðir, haft sameiginlegan lista yfir flugmenn. „Þetta eru svokallaðir aldurslistar sem voru þannig að að flugmenn Flugleiða sinntu flug- inu á Fokker 50-vélunum hjá okkur. Það þýddi að alltaf þegar eitthvað gerðist hjá Flugleiðum þurfti að endurþjálfa og ráða og færa til hjá okkur en núna er sá bikar farinn frá okkur. Flugmennirnir okkar eru einfaldlega okkar starfsmenn og starfs- aldur þeirra telst innan okkar raða og sömuleiðis hafa Flugleiðamennirnir sína lista eins og áður.“ Að hans sögn má rekja ástæðu þess að listarnir voru sameiginlegir til þess að upphaflega hafi inn- anlandsflugið verið rekið af innanlandsdeild Flug- leiða Flugfélag Íslands fjölgar ferðum um 10% í sumar Flugmanna- listar aðskild- ir í fyrsta sinn VALDÍS Ásgeirsdóttir náði þeim merka áfanga að fá skipstjórnar- réttindi hjá Siglingaskóla Íslands á síðasta ári. Hún hefur farið nokkra róðra síðan sem skipstjóri á Garpi SH og verið fengsæl eins og sjá má. Valdís sækir sjóinn stíft og rær á net ásamt föður sínum, Ásgeiri Valdimarssyni, og Guðmundi Gústafssyni. Fyrir helgina var Valdís að landa og ganga frá afla dagsins sem var um 2,5 tonn af fallegum þorski sem fékkst í Grundarfirði.Valdís er greinilega ánægð með sína vinnu á sjónum og er ekkert á því að hætta að stunda sjó- mennskuna í bili. Morgunblaðið/Alfons Finnsson Ánægð með afla dagsins ÍSLAND og Noregur munu á samningafundi í Brussel í dag ítreka kröfur sínar um nið- urfellingu tolla á sjávarafurðum í tilefni af því að Austur-Evrópuríki ganga í Evrópu- sambandið. Framkvæmdastjórn ESB hefur eingöngu fallizt á að veita innflutningskvóta á lægri tollum, en segir að eigi að lækka tolla á einhverjum afurðum almennt, verði á móti að koma heimild fyrir ESB-borgara að fjár- festa í íslenzkum og norskum sjávarútvegi, að því er fram kemur í norska blaðinu Aften- posten á laugardag. Meginkrafa Íslands og Noregs í viðræðum við ESB vegna stækkunar sambandsins – og þar með Evrópska efnahagssvæðisins – til austurs hefur verið að fella niður tolla á sjáv- arafurðum. Löndin tvö hafa séð fram á að staða þeirra á mörkuðum í Austur-Evrópu, ekki sízt í Póllandi og Eystrasaltsríkjunum, myndi ella versna vegna þess að tollar myndu leggjast á vörur, sem nú njóta toll- frelsis samkvæmt samningum EFTA við þessi ríki. Í tilviki Íslands er aðallega um síldarafurðir að ræða. Þar eru fersk eða fryst síldarsamflök (samföst flök eða „fiðrildi“) langsamlega mikilvægust, en þau bera 15% toll samkvæmt EES. Sami tollur er á heil- frystri síld og 10% tollur á sykur-, krydd- og ediksíld. Í upphafi samningaviðræðnanna gaf fram- kvæmdastjórn ESB í skyn að hún vildi ekki einu sinni semja um tollfrjálsan innflutnings- kvóta á tilteknu magni af þessum afurðum, en hefur á seinni stigum sagzt reiðubúin að semja um kvóta, að sögn Aftenposten. Það telja Ísland og Noregur óviðunandi, þar sem tollkvótar myndu hamla áframhaldandi vexti þessa markaðar. Ísland flutti t.d. nánast ekk- ert út af síldarsamflökum til A-Evrópuríkj- anna árið 1998 en á síðasta ári var útflutn- ingur á þeim orðinn 20.000 tonn, þannig að um verulega hagsmuni er að ræða. Lausn í tollamálinu forsenda samninga Framkvæmdastjórn ESB hefur sagt að hún sé ekki reiðubúin að ræða lækkun tolla nema að fá á móti heimild til fjárfestinga ESB-borgara í norskum og íslenzkum sjáv- arútvegi. Ísland og Noregur hafa ekki léð máls á þeirri kröfu. Eins og greint var frá í Morgunblaðinu á laugardag hefur þokazt áleiðis í viðræðum um greiðslur EFTA- ríkjanna til fátækari ríkja ESB; Ísland og Noregur bjóða hærri greiðslur og ESB hefur lækkað kröfur sínar. Það er þó ekki víst að samkomulag náist í viðræðunum þótt það mál komist í höfn, því að EFTA-ríkin leggja áherzlu á að það sé algerlega ótengt sam- komulagi um tolla á sjávarafurðum. Löndin hafa stuðning af a.m.k. fjórum væntanlegum aðildarríkjum ESB, þ.e. Eystrasaltsríkjunum þremur og Póllandi, sem hafa sagt það í þágu sinna hagsmuna að fella niður tollana á síld, makríl og laxi. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins er af- staða íslenzkra stjórnvalda sú að samningum verði ekki lokið nema viðunandi lausn fáist í þessu efni. Ef einvörðungu verður samið um tollkvóta, skiptir miklu máli hvernig hann verður reiknaður út. Framkvæmdastjórnin hefur viljað miða við meðaltal útflutnings EFTA- ríkjanna til A-Evrópuríkja árin 1999–2001. Slíkur útreikningur kæmi illa út fyrir Ísland, enda varð mest aukning á síldarútflutningn- um árin 2001 og 2002. Ísland leggur því áherzlu á að miðað verði við árið 2002 og mat á framtíðarhagsmunum. Vonir eru bundnar við að árangur náist í viðræðunum í þessari viku, en samninga- fundir eru boðaðir bæði í dag og á föstudag. Tekizt er á um tolla- lækkun eða kvóta Viðunandi lausn á tollum í EES sögð for- senda samninga við Evrópusambandið ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.