Morgunblaðið - 31.03.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 31.03.2003, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 31. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. MARGAN rekur í rogastans þegar verðmæti stangveiðiíþróttarinnar ber á góma. Verðmæti einstakra veiðiáa hleypur á hundruðum millj- óna króna. Leigusamningar milli bænda og veiðifélaga geta talið á fjórða hundrað milljóna íslenskra króna fyrir einstakar ár á 10 ára tímabili. Erlendir veiðimenn bera þennan kostnað uppi. Árlega mæta hundruð, jafnevel þúsundir, efnaðra manna til veiða, hver í sinni eftirlætisá. Marg- feldisáhrifin eru óneitanlega mikil. Flugfélög, bílaleigur, sérverslanir með veiðivörur, veitingaiðnaðurinn og ótal fleiri þjónustufyrirtæki njóta góðs af þessum eftirsóttu ferða- mönnum. Laxveiðiár á Íslandi eru á annað hundruð. Silungsveiðiár og -vötn eru í þúsundatali. Ísland er og hefur ver- ið einstakur kostur fyrir áhugamenn um stangveiðar. Íslensk stangveiði er margra milljarða virði. Laxeldi = Hætta Á fjörðum fyrir austan land hefur sjókvíaeldi á laxi litið dagsins ljós. Laxaseiði með norskum erfðavísum eiga að bera eldið uppi. Hættan er augljós. Sjókvíum stafar hætta af ís- lensku veðurfari, geta laskast þegar mikið blæs. Eldislax af norskum uppruna sleppur úr kvíunum og leit- ar að fersku vatni – íslenskum lax- veiðiám. Blöndun ólíkra laxastofna í íslenskum ám getur haft ófyrir- sjáanlegar afleiðingar. Milljarða- tekjum af ferðamannaiðnaði, lifi- brauð hundruða, jafnvel þúsunda Íslendinga, er stofnað í hættu á alt- ari nýrra hagsmuna stórútgerðanna. Metralög af skít Hugsum nokkur ár fram í tímann. Laxeldið hefur fengið að þróast. Hagsmunaárekstrar milli laxeld- isbænda og íslensks ferðamannaiðn- aðar hafa ekki fram hjá neinum far- ið. Stangveiðiiðnaðurinn er á heljarþröm. Erlendir veiðimenn hafa kvatt, koma ekki lengur og tekjutapið er algert. Hundruð árs- verka hafa farið í súginn. Í staðinn eru komnir nokkrir Pólverjar til að pakka laxi, allt er meira og minna vélvætt. Íslenskir firðir geyma metralög af skít en slík hefur þróun- in verið í norskum fjörðum. Úrgang- ur þúsunda tonna af laxi hefur lagst jafnt og þétt yfir botn fjarðanna. Eitrað kolmónoxíðgas hefur drepið allan botngróður. Eyðilendur neð- ansjávar eru orðnar að veruleika. Heimsframleiðsla á laxi (Salmo salar) hefur margfaldast á u förnum árum. Yfir milljón t laxi er nú slátrað árlega. Ve afurðum hefur hríðfallið. Þorskurinn er orðinn dýr laxinn. Laxabændur í Nore Skotlandi, Færeyjum og víð miklum peningum, alls stað grátið. Hagnaðarvon laxeld heyrir sögunni til. Því skyld Íslendingar ógna stórum fe mannaiðnaði sem stangveið það vegna taprekstrar á lax Hitt er annað að vert er að v hygli á bleikjueldi þar sem r er í blóma og afurðaverð er hærra en fyrir laxaafurðir. eldið ógnar ekki náttúru lan öðrum iðnaði eins og laxeldi lensk stjórnvöld ættu freka renna hýru auga til bleikjue frekar en nokkurn tíma til l sem er mikil tímaskekkja. Af hverju þessi slæma fjárfesting Því skyldu íslensk útgerð irtæki sjá hag í að fjárfesta sem skilar slæmri afkomu? Tökum mið af arðsemi Eftir Gunnar Örlygsson „Frjálslyndi flokkurinn hafnar eld lendum laxfiskastofnum við stren landsins. Frjálslyndi flokkurinn st hins vegar eindregið eldi á íslens vatna- og sjávarlífverum.“ ÞAU ÁR sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið við stjórn landsins hefur markvisst verið unnið að því að efla og styrkja menntun í landinu allt frá leikskóla- upp á háskólastig. Fram- lög til menntamála, rannsókna og vísinda á Íslandi eru há í sam- anburði við önnur lönd innan OECD. Hér verða raktar nokkrar staðreyndir um framfaraskref í menntamálum á Íslandi í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins.  Tæp 15% af útgjöldum hins op- inbera fara til menntamála hér á landi, en um 11,2% að meðaltali í ESB.  Áætlað er að heildarútgjöld til rannsókna hafi numið tæpum 22 milljörðum króna árið 2001, sem eru um 3% af landsframleiðslu, samanborið við rúmlega 6 millj- arða árið 1991. Á árinu 2001 námu framlög ríkisins til rannsóknar- mála tæpum 7 milljörðum króna eða um 1% af landsframleiðslu og er hlutfallið hið hæsta sem gerist. Opinber framlög Íslendinga jafn- gilda um 26 þús. kr. á mann.  Mikið framfaraskref var stigið þegar sett voru ný lög um leik- skóla árið 1994 en samkvæmt þeim var leikskólinn gerður að fyrsta skólastiginu í skólakerfinu. Samkvæmt lögunum annast leik- skólinn, að ósk foreldra, uppeldi og menntun barna á leik- skólaaldri undir handleiðslu sér- menntaðs fólks. Árið 1999 tók síð- an fyrsta aðalnámskrá leikskóla gildi.  Grunnskólarnir voru fluttir frá ríki til sveitarfélaga 1. ág 1996. Með flutningi grun til sveitarfélaga er stjórn anna færð nær borgurun fulltrúa þeirra í sveitarst Foreldrar fengu nýtt hlu skólamenn aukið sjálfstæ taka ákvarðanir um stofn ar.  Aðalnámskrár grunnskó framhaldsskóla voru sett 1999 en þær eru meginvi skólastarfs og þýðingarm vegur úrbóta í menntam  Fatlaðir nemendur eiga fjögurra ára námi í fram skólum. Framfarir í menntamá Eftir Sigurrósu Þorgrímsdóttur „Sjálfstæðismenn vilja halda áfra auka framlög til menntamála á næ árum m.a. til þess að festa í sess þann mikla vöxt sem verið hefur á framhaldsskóla- og háskólastigi. ÞAÐ er oft sagt að það megi meta þjóðir og samfélög af því hvernig komið sé fram við þá sem minnst mega sín. Víðast hvar þykir lítil- mannlegt að níðast á þeim verst settu. Menn slá sig ekki til riddara með hnjóðsyrðum í garð þeirra sem eru aðstoðar þurfi. Eða hvað? Undanfarin ár hafa stjórnvöld hér á landi smátt og smátt, að því er virðist meðvitað, seilst æ lengra í þá átt að auka bilið milli ríkra og fá- tækra. Álögur á sjúklinga hafa ver- ið auknar, kostnaður sjúklinga við lyfjakaup hefur aukist, og hlutdeild þeirra í kostnaði heilbrigðiskerf- isins vaxið. Framan af átti að heita svo að verið væri að auka kostn- aðarvitund, en seinustu hækkanir hafa runnið í gegn kinnroðalaust, og heilbrigðisráðherra lét sig ekki muna um að hækka gjöld fyrir læknisþjónustu í tvígang í janúar, fyrst þann fyrsta en síðan þann 15. Þessar hækkanir hafa nú gengið svo langt að farið er að bera á því að fólk spyrji hvort ekki sé óhætt að sleppa þessari meðferð eða hinni, það hafi hreinlega ekki ráð á að borga. Til að bíta höfuðið af skömminni hafa svo stjórnvöld haldið áfram að mismuna sjúk- lingahópum, t.d. þurfa geðsjúkir oft að borga meiri hlut í sínum lyfjum en t.a.m. hjartasjúklingar. Eldri borgarar á biðlista En það eru ekki bara sjúklingum sem má blæða ef nota má jafn myndræna samlíkingu. Skattpíning láglaunafólks (þ.m.t. aldraðra og öryrkja) hefur aukist jafnt og þétt í stjórnartíð núverandi ríkisstjórnar. Nýlegar upplýsingar frá Félagi eldri borgara hafa varpað skýru ljósi á þá staðreynd að „ska lækkanir“ ríkisstjórnarinn fyrst og fremst nýst hálaun og eignamönnum. En hvað með aldraða, ha það ekki svo gott? Sem bet eru æ fleiri eldri borgarar heilsu. Sumir hverjir búa j við ágætan lífeyri. En það allir aldraðir svo heppnir. Þ borgarar sem búa við heils kaldar kveðjur frá stjórnvö Ekki aðeins í auknum álög ur einnig í algeru úrræðale köflum fálmkenndum vinn um. Aukinn kaupmáttur he lítið að segja upp í þá eymd þurfa að bíða mánuðum og árum saman eftir nauðsyn Metnaðarfullt samféla Eftir Ólaf Þór Gunnarsson „Undanfarin ár hafa stjórnvöld hér á landi smátt og smátt, að því er virðist meðvitað, seilst æ lengra í þá átt að auka bilið milli ríkra og fátækra.“ KOSIÐ UM FRAMTÍÐINA Ef marka má niðurstöður skoð-anakannana undanfarnar vikurgæti myndun tveggja flokka ríkisstjórnar reynst erfið að loknum kosningum. Einu flokkarnir er gætu myndað slíka stjórn miðað við skoðana- kannanir væru Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin. Í ljósi þess hversu ólíkar áherslu þeirra flokka eru og þar sem Samfylkingin hefur lýst því yfir að markmið flokksins sé að koma Sjálf- stæðisflokknum úr ríkisstjórn hlýtur slíkt stjórnarmynstur hins vegar að teljast ólíklegt í stöðunni. Davíð Oddsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti því yfir í gær að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki taka þátt í myndun þriggja flokka ríkisstjórnar. „Það eru eilíf upp- boð á milli flokka þannig að það gengur ekki,“ segir Davíð Oddsson í samtali við Morgunblaðið. Reynslan af þriggja flokka ríkis- stjórnum er ekki góð, ekki síst af þeirri ástæðu sem forsætisráðherra nefnir. Þær hafa yfirleitt einkennst af átökum og togstreitu þeirra flokka er hafa myndað þær með þeim afleiðingum að landsstjórnin hefur orðið ómarkviss og sundurleit. Íslendingar standa nú á ákveðnum tímamótum. Flest bendir til að nýtt hagvaxtarskeið sé að hefja göngu sína, ekki síst vegna ákvörðunar um bygg- ingu álvers á Reyðarfirði. Fyrir dyrum standa einhverjar mestu framkvæmdir Íslandssögunnar. Í þessu felast gífur- leg tækifæri ef rétt er haldið á málum en einnig miklar hættur ef stjórn landsmála einkennist ekki af festu og stöðugleika. Sú ríkisstjórn sem setið hefur við völd undanfarin átta ár hefur að flestu leyti verið einstaklega farsæl. Efna- hagsmál hafa einkennst af stöðugleika og umbætur verið gerðar á fjölmörgum sviðum. Í lokaávarpi sínu á landsfundi Sjálf- stæðisflokksins í gær benti Davíð Oddsson á að í kosningunum í vor yrði kosið um framtíðina, um það hvaða stefnu verði fylgt á næstu fjórum árum. Tillögur Sjálfstæðisflokksins í skattamálum, sem kynntar voru á fundinum, sýna í raun hversu vel hefur verið búið í haginn fyrir næstu ríkis- stjórn. Að hægt sé að boða með raun- hæfu móti skattalækkanir er nema samtals 22 milljörðum króna er til marks um einstaklega trausta stöðu þjóðarbúsins. Það er hins vegar ekki sjálfgefið að sú verði einnig raunin eft- ir fjögur ár. Í tíð núverandi ríkisstjórnar undir forystu Sjálfstæðisflokksins hefur kaupmáttur einstaklinga aukist veru- lega og starfsumhverfi fyrirtækja ver- ið bætt til muna. Enn eru þó mörg verkefni framundan. Það er eilífðar- verkefni að tryggja að lífskjör og lífs- skilyrði þjóðarinnar séu eins og best gerist annars staðar. SKOÐANA- OG TJÁNINGARFRELSI Við Íslendingar búum við skoðana-og tjáningarfrelsi. Þessi mann- réttindi eru stjórnarskrárvarin. Þau eru eitt af því, sem skilur á milli lýð- ræðisríkja og þeirra þjóða, sem búa við einræði og skoðanakúgun. Ætla mætti að nánast allir landsmenn séu sammála því, að skoðanafrelsi og tjáningarfrelsi séu mannréttindi, sem eigi að virða í okkar vel menntaða, upplýsta lýðræð- isþjóðfélagi. Ef marka má hins vegar þær upp- hringingar og athugasemdir, sem rit- stjórn Morgunblaðsins fær eða berast blaðinu með öðrum hætti er auðvelt að komast að þeirri niðurstöðu, að stuðn- ingur við þessi sjálfsögðu mannréttindi sé takmarkaðri en ætla mætti. Það er nánast daglegt brauð að borg- arar þessa lands hafi samband við rit- stjórnina og lýsi undrun yfir því að þessi eða hinn fái birta grein með skoð- unum, sem viðmælandinn telur ekki eiga heima á síðum blaðsins. Þetta á ekki sízt við ef um er að ræða skoðanir, sem falla ekki að viðteknum skoðunum fjöldans, sjónarmið, sem sett eru fram á óvenjulegan hátt, eða t.d. skoðanir, sem eru í beinni andstöðu við sjónar- mið Morgunblaðsins í tilteknum mál- um. Umtalsverð aukning verður á at- hugasemdum af þessu tagi, þegar nálg- ast kosningar. Af þessu tilefni er rétt að taka fram og ítreka það, sem margsinnis hefur verið sagt, að Morgunblaðið er opið fyrir nánast öllum skoðunum, hverju nafni sem nefnast og hvort sem þær ganga gegn sjónarmiðum blaðsins eða tiltekinna stjórnmálaflokka, svo fremi, sem þær eru settar fram á þann hátt, að þær brjóti ekki í bága við löggjöf um meiðyrði. Þar eru mörkin dregin. Vissulega er álitamál, hvenær texti getur talizt brot á meiðyrðalöggjöf og er þá leitað álits lögmanns ritstjórn- arinnar á þeim þætti málsins. Í einstaka málum hefur Morgunblað- ið komizt að þeirri niðurstöðu að feng- inni reynslu, að halda beri umræðum um þau málefni í lágmarki á síðum blaðsins. Þetta á við um umræður um fóstureyðingar, sem ekki virðist hægt að ræða á málefnalegan hátt svo og um deilur um einstök forræðismál, sem ekki eiga heima á síðum blaðsins nema í algerum undantekningartilvikum. Því miður er það svo, að stóryrði ein- kenna enn um of umræður og skoðana- skipti í dagblöðum. Þegar stóryrði ganga úr hófi er leitað mjög ákveðið eftir því við greinarhöfunda að þeir stilli skap sitt á síðum blaðsins og í flestum tilvikum bera slíkar fortölur árangur. Það er t.d. ekki við hæfi að uppnefna fólk í blaðagreinum. Það mundu ekki teljast mannasiðir í al- mennum samskiptum á milli manna og á ekki frekar við í blaðagreinum. Að þessu er vikið nú í forystugrein Morgunblaðsins af marggefnu tilefni að undanförnu. Kröfur um að tilteknar skoðanir megi ekki sjást á síðum Morg- unblaðsins eru fráleitar og á þær er ekki hlustað. Það er svo annað mál að gífurleg ásókn eftir birtingu greina í blaðinu gerir það að verkum, að biðtími er því miður óhóflega langur. Ritstjórn Morgunblaðsins telur að búið sé að ganga eins langt og nokkur kostur er varðandi lengd greina í blaðinu. Hins vegar er ritstjórnin þeirrar skoðunar, að skoðanafrelsi og tjáningarfrelsi séu svo mikilvæg mannréttindi, að það væri rangt að velja þann kostinn að velja og hafna í ríkara mæli en nú er gert. Borgarar þessa lands eiga rétt á að láta skoðanir sínar í ljósi og það mega aldrei verða forréttindi fáeinna útvalinna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.