Morgunblaðið - 31.03.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 31.03.2003, Blaðsíða 17
við eins og sjúkdóma og slysa en aðr- ar eru tilkomnar vegna tímabund- inna félagslegra aðstæðna eins og at- vinnuleysis. Einstæðar mæður, þeir sem hafa minnsta menntun að baki og aldraðir hafa einnig oft lítið á milli handanna. Ennfremur líða þeir oft skort sem ekki hafa sniðið sér stakk eftir vexti og hafa spilað óskynsam- lega úr fjármunum sínum. Þeir sem eiga við félags- og tilfinningaleg vandamál að stríða eða hafa leiðst út í ánetjun áfengis- og vímuefna hafa einnig oft lítið á milli handanna. Hér er ekki um tæmandi lista að ræða af fólki sem telja má til fátæks fólks á einum eða öðrum tímapunkti í lífinu. Allt eru þetta mál sem við, sem störf- um í heilbrigðisstétt, þekkjum vel úr okkar vinnu. Ef heildarmyndin er skoðuð verð- ur samt sem áður ekki hjá því komist að sjá og finna að möguleikar til já- kvæðra og uppbyggjandi hluta hafa aldrei verið eins margir. Kaupmátt- ur hefur aukist samfellt, fleiri krón- ur eru í vasanum og nú er hægt að fá meira fyrir tekjurnar en nokkru sinni fyrr. Þetta á sérstaklega við um þá sem hafa lægstu launin, því kaup- máttur þeirra hefur aukist mest. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins eru tilbúnir allir sem einn til að vinna í þágu sérhvers landsmanns til að ná æ betri árangri til bættra lífskjara, en til þess þarf umboð kjósenda að liggja fyrir. Höfundur er sálfræðingur og fram- bjóðandi í 9. sæti til alþingiskosninga á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykja- vík suður. UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. MARS 2003 17 Ilmefnalausar og ofnæmisprófaðar — og verðið það gerist ekki betra.... Lágmúla þriðjudaginn 1. apríl Smáratorgi miðvikudaginn 2. apríl Smáralind fimmtudaginn 3. apríl Spöng föstudaginn 4. apríl Sumarlitirnir komnir www.lyfja.iswww.gosh.dk Kynning í Lyfju ÁSTAND og þróun heilbrigðis- mála á Suðurnesjum undanfarna mánuði hefur vakið áhuga minn. Þar virðist vera í gangi eitthvert til- raunaverkefni sem felst í því að reka heilsugæslustöð án heimilis- lækna. Þar sem þetta er ekki í takt við það sem gerist í landinu almennt og úr takti við yfirlýsta stefnu heil- brigðisyfirvalda verður málið enn sérkennilegra. Ekki er annað að heyra en að árangurinn sé skelfileg- ur, sífelldar kröfur íbúa svæðisins um lágmarks heilbrigðisþjónustu er daglegt brauð á síðum fjölmiðla. Hvað er að gerast í grunnheil- brigðisþjónustu á Suðurnesjum? Í Morgunblaðinu 14. mars sl. var í viðtali við framkvæmdastjóra Heilsugæslu Suðurnesja þetta að finna: „Það þurfa ekki endilega að vera heilsugæslulæknar sem veita alla þjónustu. Auk sérfræðilækna erum við með aðra sérfræðinga, t.d. hjúkrunarfræðinga, sem sinna mik- ilvægu hlutverki í allri heilsugæslu, næringarráðgjafa, sjúkraþjálfara, iðjuþjálfa og sálfræðinga. En við munum að sjálfsögðu ráða hingað heilsugæslulækna ef þeir uppfylla okkar kröfur og sækja um starf.“ Ef þetta er kjarni málsins er ég ekki hissa á að ástandið sé eins og það er. Við heimilislæknar höfum lengi barist fyrir því að fá sérgrein okkar, heimilislækningar, viður- kennda í raun. Ef ofangreindar stéttir eru nú allt í einu orðnar sér- fræðingar á Heilsugæslustöð Suð- urnesja sé ég ekki að heimilislæknar hafi þar neitt að gera. Ég held að framkvæmdastjórinn þurfi ekkert að óttast að heimilislæknar, sem ekki uppfylli hennar kröfur, sæki um störf þegar viðlíka hugarástand ríkir á þeim bænum. Fyrir þá sem ekki til þekkja er það nú þannig að allir geta orðið heilsugæslulæknar svo fremi þeir hafi almennt lækningaleyfi. Lækna- nemar á 5. og 6. ári geta orðið heilsugæslulæknar um stundarsakir fái þeir tímabundið almennt lækn- ingaleyfi með undanþágu stjórn- valda. Hugsanlega er það þetta sem framkvæmdastjórinn er að ýja að í orðum sínum, hafi umsækjendur al- mennt lækningaleyfi þá séu þeir að öllu forfallalausu gjaldgengir sem heilsugæslulæknar á Heilsugæslu Suðurnesja. Þetta ber ekki vott um mikinn metnað eða háleitar hug- myndir um þjónustu við hinn al- menna borgara á Suðurnesjum og er síst til þess fallið að vekja áhuga heimilislækna á vinnustaðnum. Framtíðarsýn heilsugæslunnar á Suðurnesjum Í lok ofangreinds viðtals kemur fram ótrúleg bjartsýni á framtíðina við núverandi aðstæður. „Hér voru mörg vandamál og þau leysast ekki á einni nóttu. Við erum að setja upp okkar framtíðarsýn sem lítur mjög vel út, þannig að ég er bjartsýn.“ Vandamálin urðu til nánast á einni nóttu þegar framkvæmda- stjórinn hafnaði þeim 10 heimilis- læknum sem sóttust eftir endur- ráðningu. Skynsamlegra væri að tala um lausn þessa vanda í árum en nóttum. Að tala um framtíðarsýn við Heilsugæslu Suðurnesja án heimil- islækna tel ég vera „útopíu“ en ekki veruleika. Ég tel vera kominn tími til að framkvæmdastjórinn skoði sinn hug og horfist í augu við ábyrgð sína á því ástandi sem upp er komið. Það þarf ekkert þegjandi samkomulagt okkar heimilislækna, eins og hefur verið ýjað að, til að við sækjum ekki um stöður heilsu- gæslulækna á Suðurnesjum. Við þurfum ekkert annað en að sjá þá stefnubreytingu sem hefur orðið í starfi heilsugæslustöðvarinnar til að leita á önnur mið. Enginn sómakær heimilislæknir með stéttarvitund sækir um starf við Heilsugæslu Suð- urnesja meðan núverandi ástand ríkir. Heimilislæknar eru í dag mun- aðarvara hér á landi sem og erlend- is. Þeir læknar sem flæmdust frá Suðurnesjum voru ekki í neinum vandræðum með að finna vinnu við sitt hæfi. Eftir situr 17 þús. manna byggð nánast án þjónustu heimilis- lækna. Eiga íbúar Suðurnesja ekki rétt á þjónustu heimilislækna eins og aðrir landsmenn? Spyr sá er ekki veit. Hlutverk Læknafélags Íslands Ekki verður skilið við þennan vettvang án þess að velta fyrir sér hlutverki stéttarfélags heimilis- lækna, Læknafélags Íslands. Ég hef undrast það að stéttarfélag okkar hafi engin viðbrögð sýnt við því að stór hópur heimilislækna er flæmd- ur á braut frá Suðurnesjum og í stað þeirra eru komnir sérgreinalæknar úr sama stéttarfélagi. Ég þekki ekk- ert stéttarfélag sem hefði liðið það að kollegar úr sama stéttarfélagi gengju í störf, þar sem félögum hef- ur verið hafnað á grundvelli launa- kjara og það að fækka eigi starfs- mönnum miðað við sama vinnuálag. Ég tel því orðið tímabært að heim- ilislæknar stofni sitt eigið stéttar- félag því Læknafélag Íslands er greinilega ófært um að verja hags- muni þeirra. Hvað er til ráða? Fyrir höndum er vinna við að út- færa möguleikann á að heimilis- læknar starfi sjálfstætt í verktöku fyrir ríkið. Þetta er í anda yfirlýs- ingar heilbrigðisráðherra frá í októ- ber sl. Mér sýnist því eina lausnin fyrir íbúa Suðurnesja vera sú að hraða þeirri vinnu og ljúka samn- ingum sem fyrst. Þannig gætu heimilislæknar komið til starfa á Suðurnesjum á ný og sinnt brýnum þörfum íbúanna fyrir grunnheil- brigðisþjónustu. Heilsugæsla á Suðurnesj- um – hvað er til ráða? Eftir Ágúst Oddsson „Eiga íbúar Suðurnesja ekki rétt á þjónustu heimilis- lækna eins og aðrir landsmenn?“ Höfundur er læknir á Hvammstanga og formaður Félags íslenskra lands- byggðarlækna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.