Morgunblaðið - 25.05.2003, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 25.05.2003, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. MAÍ 2003 15 dæmum, sem er óneitanlega upp- örvandi sýn á mannkynið í slíku hörmungarástandi. Sem ég var á leið í morgunverð daginn eftir – en breskur morg- unverður er alltaf öruggur þótt maður borði í þessum hita eins lítið af sterka pakistanska matnum og kurteisi leyfir – þá gaf sig fram við mig þarna í búð- unum hár, ljós- hærður starfs- maður frá UNAMSIL. Kvaðst hafa spurst fyrir um þessa konu í mat- sal yfirmanna og fengið að vita að hún væri „landi hans“. Þarna var kominn Finninn Timo Korkura. Í svo framandi um- hverfi erum við Norðurlandabúar auðvitað landar. Hann sagði að þarna væri einn annar Norður- landabúi. Norska konan Magnild frá Flygtnings- omradet væri í bænum með skólaprógram, til að liðsinna „waraffected children“, þessum börnum og unglingum sem höfðu orðið verst fyrir barðinu á stríðsátökunum – þar með drengj- unum sem höfðu verið í gíslingu hjá ribbaldaflokkunum. En hún reynd- ist ekki á staðnum. Raunar hitti ég í flugvélinni á leið heim norskan pilt frá sömu samtökum, sem hafði verið norður í landi með nokkur námskeið fyrir heimamenn til að þjálfa þá í kennslu slíkra barna. Þótt tilviljun réði hverju ég kynntist eru margar stofnanir SÞ og sjálfstæðar hjálp- arstofnanir víða að reyna að rétta hjálparhönd í Síerra Leone. Tímo hafði verið þarna í eitt ár og gat frætt mig mikið um bak- grunn þess sem ég sá og upp- lifði. Sem við gengum um bæ- inn í þessum manngrúa fræddi hann mig á því að engir innviðir væru enn til þarna, enginn til að láta gera við götur eða koma sorphirðu í gang. „Hér er bölið framtaks- leysið, að reyna ekki að gera neitt. Þótt ekki sé það svo alls staðar í landinu. Þetta fólk er svo niðurbrotið. Flóttafólkið hefur ekki framtak til neins annars en að krafsa í mold- inni í von um að finna demant. Ég held að Kono-hérað hefði verið og væri enn miklu betur sett ef það hefði engar demantanámur!“ Frá því er sérstaklega sagt í meðfylgj- andi grein. Vegaverkstjórar úr pakistanska friðargæsluliðinu leggja í sjálfboðavinnu veg í vegaleysum í stríðshrjáðu landi. Konurnar sátu við gatnamótin með afurðir sínar og börnin í 40 stiga hita undir brennandi miðbaugssól. Nú hafa þær þak til skjóls og sölubása. Kirkja, gjöf til kristna safnaðarins á staðnum, var það fyrsta sem ísl- amstrúar friðargæslumenn reistu handa fólkinu.                             !"#$%&& '(')*+, -     

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.