Morgunblaðið - 29.05.2003, Síða 3

Morgunblaðið - 29.05.2003, Síða 3
Morgunblaðið/RAX Sannkallaður sælusvipur er á Axel Sölvasyni og hundinum hans, Krúsa, er þeir rölta um túnið í blíðviðri á Kvískerjum í Öræfum. In ng an gu r Inngangur Hátíðir á landinu Náttúrulaugar Íslandskort með upplýsingum Vesturland Búið á víkingasafni Keppt í kleinubakstri „Bílaleikir“ barna Gönguleiðir kortlagðar Vestfirðir Tjaldað í Flókalundi Krossaneslaug í Norðurfirði Sæskrímsli á Bíldudal Norðurland vestra Grettir í lauginni Húsdýragarður í Húnaveri Hestar í hávegum Norðurland eystra Hjólabílar á Akureyri Messað í tóftum Gönguleið á Langanesi Austurland Þórbergssetur á Hala Skrúður og bóndinn Jöklasýning á Höfn Hjólað á hálendi Suðurland Íbúðahótel í Vestmannaeyjum Fræðsla á Þingvöllum Hótel mamma Suðvesturland Nyrsti bonsai-garðurinn Saltfisksetur í Grindavík Dagsferðir frá Reykjavík Girnilegt nesti Umsjón efnis: Guðbjörg R. Guðmundsdóttir Gunnar Hersveinn Helga Kristín Einarsdóttir Umbrot: Harpa Grímsdóttir Forsíða og landslagsmyndir: Ragnar Axelsson Efnisyfirlit Íslendingar eru mikið á faraldsfæti og fóru í milljón ferðir á einu ári innanlands, síðast þegar Hagstofan gerði könnun á ferðavenjum landans. Gistinætur voru þá rúmar 3,3 milljónir. Mestu ferðahelgarnar eru í júní, júlí og ágúst og gefur hvíta- sunnuhelgin verslunarmannahelginni lítið eftir, hvað umferðarþunga á þjóðvegum varðar. Yfir tíu þúsund sumarhús eru talin í einkaeign á landinu og heildarfjöldi í upp- sveitum Árnessýslu 4-5.000, svo íbúa- fjöldi nær tvöfaldast þar á sumrin. Hvert sem stefnan er tekin ætti skortur á við- burðum og afþreyingu ekki að hamla nokkrum. Að minnsta kosti fimmtíu stærri hátíðir verða haldnar víða um land- ið í sumar, margar hverjar nýjar, aðrar í fimmtánda sinn. Ein ný hátíð er á Vest- urlandi, þrjár nýjar hátíðir á Vestfjörðum, tvær á Norðurlandi vestra og að minnsta kosti ein ný hátíð á Suðurlandi. Nýtt snið Árlegu ferðablaði Morgunblaðsins, sem nú er gefið út með glænýju sniði, er ætlað að koma til móts við þann fjölda Íslend- inga sem er á faraldsfæti um þessar mundir, eða hyggur á ferðir í sumar. Umfjöllun er skipt í sjö þætti, sam- kvæmt jafnmörgum landshlutum, það er Vesturland, Vestfirði, Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland, Suður- land og Suðvesturland. Við vinnslu efnis var stuðst við ábendingar og gögn frá at- vinnu- og ferðamálafulltrúum í umrædd- um landshlutum, sem og starfsfólki upp- lýsingamiðstöðva landsins. Reynt er að draga fram nýja eða óvenju- lega dægradvöl á hverjum stað fyrir sig eða kosti í afþreyingu og gistingu. Á fyrstu opnu hvers landshluta er stór landslagsmynd af náttúruperlu af viðkom- andi svæði og lítið Íslandskort til glöggv- unar. Einnig er listi yfir vefsíður, ferðafólki til upplýsingar. Þá fylgir blaðinu stærra Íslandskort með þjónustuupplýsingum. Ferðamálafulltrúar og aðrir sem starfa að upplýsingagjöf ráðleggja fólki að koma við í upplýsingamiðstöðvum í öllum lands- hlutum; líta yfir kynningarefni og kort og þiggja ábendingar um verðuga viðkomu- staði og leynda dýrgripi. Af nógu er að taka. Gleðilegt ferðasumar!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.