Morgunblaðið - 29.05.2003, Side 16

Morgunblaðið - 29.05.2003, Side 16
Le ik ir Hótel Borgarnes sími 437 1119 hotelbo@centrum.is „Erum við ekki að verða komin?“ spyr barn skömmu eftir að lagt er af stað í lang- ferð. Því leiðist, en til eru ráð við því; hljóð- bækur, pokar með dóti. Einnig eru til ým- iskonar hugarleikir, sem allir geta tekið þátt í, jafnvel bílstjórinn. Hér verða nefnd nokkur dæmi. HLUTUR FUNDINN Farþegi hugsar sér hlut, persónu eða hugmynd, og hinir eiga að finna hana með því að spyrja spurninga. Til dæmis: „Er hann í dýraríkinu (jurta-, steina-, hug- mynda-, óvissuríki)?“ Aðeins má svara með „já“ eða „nei“. Hver og einn má spyrja spurninga um til dæmis eiginleika eða nytsemd hlutarins, eins og: „Er hlut- urinn rauður?“ „Er hann í Reykjavík?“ Ferðalangar leggja svörin á minnið svo ekki þurfi að spyrja tvisvar að því sama, og svo þokast þeir nær þangað til einn hittir á rétt svar, til dæmis: „Er það kisan þín?“ „Er það Denni dæmalausi?“ Eða: „Er það lýðræði?“ Aðalatriðið er að spyrja fjölbreyttra spurninga til að komast á slóðina. KOMAST Í GEGNUM TOLLINN Farþegi setur reglu í huga sér, til dæmis: „Enginn kemst í gegnum tollinn nema í bláum og gulum lit.“ Aðrir farþegar byrja að reyna, einn í einu eftir röð: „Ég kemst í gegnum tollinn í útfjólubláum buxum, grænni peysu og með hatt.“ Hann kemst vissulega ekki. Annar gæti sagt síðar: „Ég kemst í gegnum tollinn í gulum, rauðum, grænum og bláum buxum“. Hann kemst vissulega en er samt sem áður ekki búinn að finna regluna, en það er málið. Leikurinn er ekki búinn fyrr en allir hafa fundið regluna. Þegar þátttakandi telur sig hafa fundið regluna hvíslar hann til- gátu sinni í eyra reglustjóra. Ef hann hefur rétt fyrir sér heldur hann samt áfram að vera með í leiknum, og getur gefið hinum þannig óbeinar vísbendingar. Næsti keppandi í röðinni (eða sá sem fyrstur fattaði) hugsar sér næstu reglu og reglan gæti verið einhver landbúnaðar- afurð. Þriðji hugsar ef til vill regluna: „Orð- ið verður að byrja á sama staf og nafn þess sem segir orðið.“ Þannig getur hver og einn komið með eigin hugmynd að reglu. Galdurinn sem leiðir til þess að leik- urinn heppnist er að þátttakendur segi óhikað það sem þeim dettur í hug, fylgist með hvað er rétt hjá þeim og öðrum og reyni að finna samhengi í réttum svörum. SKIPT UM NÖFN Leikurinn felst í því að snúa íslenskum bæjarnöfnum (götum/staðarnöfnum) yfir á ensku á meðan keyrt er hjá. Þessi leikur vekur oft mikinn hlátur því kostuleg nöfn geta orðið til þegar þeim er snarað. Dæmi: Reykjavík verður Smokie Bay, Laugavegur Washing Road, Landmanna- laugar geta orðið Country Man’s Bath, og svo framvegis. VEIÐAR Farþegar eiga að ljúka setningunni: „Þeg- ar ég fór að veiða veiddi ég …“ Farið er eftir stafrófsröð og verða farþegar að nefna þrjá hluti sem byrja á sama staf til að verða ekki úr leik. Til dæmis: „Þegar ég fór að veiða veiddi ég asna, andarunga og appelsínu.“ Næsti finnur þá orð sem byrja á B og svo framvegis. Morgunblaðið/Kristinn „Bílaleikir“ ferðalanga TENGLAR ................................................... http://www.leikjavefurinn.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.