Morgunblaðið - 29.05.2003, Síða 21

Morgunblaðið - 29.05.2003, Síða 21
Morgunblaðið/Rax „Ströndin, með öllum sínum margbreytileika, hefur alltaf heillað mig og Hraunin eru einn fárra staða á höfuðborgarsvæðinu þar sem hún er ósnortin,“ segir Lovísa Ásbjörnsdóttir jarðfræð- ingur. „Þaðan er stórfenglegt útsýni yfir allan Faxa- flóa. Hraunin hafa að geyma einstakar nátt- úruperlur eins og ferskvatnstjarnirnar sem í gætir flóðs og fjöru, fjölskrúðugt lífríki og fjöldann allan af skjólgóðum hraunbollum. Þar að auki eru ótal ummerki eftir forna búsetu, svo sem tóftir, hlaðnir garðar, varir, vörður og gaml- ar götur. Síðast en ekki síst á ég þaðan margar góðar minningar með fjölskyldu og vinum.“ Hraunin í Straumsvík JÚNÍ 31. maí–1. júní. Sjómannadagshátíðarhöld víða um Vestfirði 15. Göngudagur í Tungusveit Fjallganga fyrir fjölskylduna og kaffiveitingar í Sævangi. 17. Þjóðhátíðardagur í Sauðfjársetrinu á Ströndum. Kaffi í Sævangi 19.–23. Tónlistarhátíðin Við Djúpið Tónlistarhátíð og námskeið undir nafninu „Við Djúpið“ verður á Ísafirði og í Bolung- arvík. Landsþekktir og reyndir tónlistarmenn munu kenna í báðum bæjarfélögunum. Einnig verða fernir stórtónleikar auk þess sem haldnir verða minni tónleikar og nem- endatónleikar. Auk þessa verða aðrar uppá- komur og skemmtanir. Farið í göngu- og bátsferðir. Nánari upplýsingr á slóðinni www.viddjupid.is 27.–29. Bíldudals-grænar Sumarhátíð á Bíldudal. 28. Óshlíðarhlaup 28. Saltfiskveisla í Neðstakaupstað Í sumar verður boðið upp á sjávarrétt- aveislur í Tjöruhúsinu í Neðstakaupstað á vegum Byggðasafns Vestfjarða. Í fyrrasumar hélt safnið stóra saltfiskveislu í tilefni þess að 150 ár voru liðin frá stofnun Ásgeirs- verslunar, sem á sínum tíma var lang- stærsti útflytjandi saltfisks frá Íslandi. Á að aðendurtaka leikinn í sumar. Í fyrstu veisl- unni fá nokkrir alþýðukokkar á Ísafirði að spreyta sig við matseldina. Allur saltfiskur sem notaður er í þessum veislum er sólþurrkaður á fiskreitum Byggðasafns Vestfjarða. Þrjár aðrar veislur eru ráðgerðar 12. júlí, 26. júlí og 9. ágúst en reiknað er með að þar fái atvinnumenn að spreyta sig við matseldina. Dægradvöl

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.