Morgunblaðið - 29.05.2003, Side 25

Morgunblaðið - 29.05.2003, Side 25
OD DI H F J 69 57 ...vísa þér veginnwww.lmi.is Ómissandi í ferðalagið Ferðakort 1:250 000 Vesturland og Suðurland Annað kortið af þremur í flokki nýrra vandaðra ferðakorta í mælikvarða 1:250 000 er komið út. Mjög handhægt brot sem hentar vel á ferðalögum. Mikil skörun á milli korta. Byggt á nýjum stafrænum gögnum. Kort sem ættu að vera til á hverju heimili Ný ferðakort Ferðakort 1:500 000 Vandað nýtt heildarkort af Íslandi með hæðar- skyggingu og þjónustutáknum. Glæsileg og mikið breytt útgáfa af þessu vinsæla korti. Nýjustu upp- lýsingar um vegi landsins, vegalengdir og vega- númer, auk mikilvægra upplýsinga um ferða- þjónustu, svo sem bensínafgreiðslur, gististaði, söfn, sundlaugar, golfvelli og fleira. Kortinu fylgir nafnaskrá með yfir 3000 örnefnum. Skýringar á fjórum tungumálum. • Hæðarskygging og 50 metra hæðarlínubil • Vegir, vegalengdir, veganúmer og bensínafgreiðslur • Gisting, tjaldsvæði, sundlaugar og golfvellir • Söfn, friðlýstar minjar, hringsjár og áningarstaðir • Bæir í byggð, eyðibýli og rústir • Yfir 6000 örnefni • Upplýsingamiðstöðvar, bátsferðir og margt fleira • Skýringar á íslensku, ensku, frönsku og þýsku Útgefið 2002 Væntanlegt 2003 Þegar pósthúsinu á Tálknafirði var lokað í fyrra og starfsemin flutt í bankann missti Kristjana Andrésdóttir afgreiðslustjóri vinnuna. Hún ákvað að vera áfram í gamla pósthúsinu, kaupa húsnæðið og opna þar kaffihúsið Pósthúsið. „Maðurinn minn, Heiðar Jóhannsson, er smiður svo það voru hæg heimatökin að fá aðstoð við að breyta húsnæðinu. Við létum allt halda sér sem hægt var. Af- greiðsluborðið okkar núna er smíðað úr gamla afgreiðsluborðinu í pósthúsinu og við bættum gömlu pósthólfunum framan á það til skrauts og til að minna á hvað var starfrækt í húsinu áður. Þetta er kaffihús með ýmsum kaffi- drykkjum, brauði og kökum, eina veit- ingahúsið á Tálknafirði, og ég fann fljótt að það var áhugi fyrir því að hafa léttar veitingar líka, eins og súpu og brauð í há- deginu og pítsur. Síðan getur fólk pantað mat ef það lætur vita fyrirfram.“ Aðspurð hvernig henni líki nýja hlut- verkið í pósthúsinu segir Kristjana að það venjist vel, það sé ólíkt gamla starf- inu en skemmtilegt. „Ég held að innst inni hafi alltaf blundað í mér að fást við svona lagað, enda liggur ágætlega fyrir mér að baka og stússast í mat.“ Kaffi og kaka á Pósthúsinu Morgunblaðið/Finnur Kristjana Andrésdóttir og Heiðar I. Jó- hannsson, eigendur Pósthússins.  Pósthúsið – kaffistofa og bar Strandgötu 32, Tálknafirði Sími 456 2500 Nú er hafinn undirbúningur að rækjuhátíð sem halda á í ágúst á Ísafirði. „Ákveðið var að fara í þetta verkefni vegna þess að í ár eru áttatíu ár frá upphafi rækjuveiða við Ísland en þær hófust í Ísafjarðardjúpi“, segir Rúnar Óli Karlsson, ferðamálafulltrúi hjá Ísafjarðarbæ. „Markmiðið með hátíðinni er að laða að gesti til að taka þátt í fjölbreyttri dagskrá, vekja áhuga á rækju- afurðum og kynna sögu veiða og vinnslu.“ Hann segir að dagskráin sé fjölbreytt, hægt verði að kynna sér sögu rækjuveiða við Ísland og veitingastaðir í bænum bjóði upp á rækjurétti þá daga sem hátíðin stendur. „Rækjubátur fer á sjó og landar rækju sem soðin verð- ur á safnsvæði Byggðasafnsins og pilluð af starfsfólki í rækjuverksmiðjum, Hafrannsóknastofnunin verður með kynningu á rækjurannsóknum og sérstakur Hafn- ardagur verður í umsjón Ísafjarðarhafnar.“ Rúnar Óli segir að rækjuréttir verði auðvitað áber- andi í sjávarréttaveislu í Neðstakaupstað og opið hús verði hjá sjávarútvegsfyrirtækjum og fyrirtækjum sem framleiða búnað til veiða og vinnslu. Að lokum má geta þess að sýnd verður bíómynd um rækjuveiðar sem gerð var fljótlega eftir 1930. Rækjuhátíð um allan bæ Morgunblaðið/Sverrir Þetta er í fyrsta skipti sem Rækjuhátíð er haldin á Ísafirði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.