Morgunblaðið - 29.05.2003, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 29.05.2003, Qupperneq 30
Í Húnaveri er verið að vinna við gerð húsdýragarðs sem áformað er að opna um miðjan júní. Í garðinum verða íslensku húsdýrin ásamt göml- um tækjum og tólum sem tengjast landbúnaði fyrr og nú. Páll Stefáns- son og Bergrún Gígja Sigurðardóttir, sem reka Húnaver, segja að teymt verði undir börnum og ýmsar uppá- komur verði í húsdýragarðinum í sum- ar. Einnig verður á staðnum hesta- leiga og boðið upp á stuttar ferðir um nágrennið. Páll segir að nú sé verið að breyta á tjaldsvæðinu og skógurinn verði opnaður og gestum leyft að tjalda þar. Á tjaldsvæðinu er sturta og salern- isaðstaða, rafmagn og leiktæki fyrir börnin. Í Húnaveri er aðstaða fyrir hópa í svefnpokaplássi með aðgangi að fullbúnu eldhúsi. Hægt er að panta morgunverðarhlaðborð en einnig heita rétti alla daga. Morgunblaðið/RAX Í garðinum verða íslensku húsdýrin ásamt gömlum tækjum og tólum. Húsdýragarður í Húnaveri  Húnaver, 541 Blönduós Sími 452 7110 hunaver@visir.is No rð ur la nd v es tr a Nýtt safnhús Heimilisiðnaðarsafnsins á Blönduósi verður vígt 29. maí. Nýbygg- ingin tengist gamla safnhúsinu með gler- skála. Stefna safnsins er að það verði í stöðugri þróun eftir því sem kostur er. Haukur Suska-Garðarsson, ferðamála- fulltrúi í Austur-Húnavatnssýslu, segir að settar hafi verið upp ólíkar sýningar í nýja safnhúsinu og er þema sýninganna Þráð- ur, þráðurinn sem er grunnur handíða og tenging sögunnar, það er fortíðar við samtímann. „Fyrst er að telja svokallaða ullarsýningu, þar sem vinnsluferli ullar er sýnt frá fortíð til nútíðar, þá er sýning á hannyrðum, þjóðbúningum og ýmsum munum sem tengjast heimilisiðnaði frá fyrri tíð. Þá verður textíllistafólki boðið að sýna verk sín í safninu og fyrst ríður á vaðið Hildur Hákonardóttir, sem sýnir veflist- arverk. Síðast en ekki síst er jarðhæð gamla safnhússins helguð Halldóru Bjarnadótt- ur og má þar sjá fágætt safn muna úr búi hennar. Í kaffirými geta gestir fengið sér tíu dropa og notið útsýnis þar sem báran kyssir lygnan ós Blöndu. Forstöðumaður safnsins er Elín S. Sig- urðardóttir. Ólíkar sýningar í nýja safnhúsinu  Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi, Árbraut 29, sími 452 4067 Safnið verður opið alla daga frá 1. júní til 31. ágúst frá kl. 10–17 www.simnet.is/textile textile@simnet.is Útivistarkort Húnaþings vestra er komið út á vegum Ferðamálafélags Vestur-Húnavatnssýslu. Þar eru til dæmis veittar upplýsingar um reiðleiðir, göngu- og jeppaleiðir, athyglisverða staði, Gretti sterka, nátturúskoðun og veiðistaði, auk þjónustulista. Kortin fást hjá upplýsingamiðstöðvum, ferðaþjón- ustuaðilum svæðisins og víðar. Útivistarkort Það verður þýsk stemmning í Húnaþingi vestra dagana 4.–6. júlí þegar boðið verður upp á Þýska daga. Að sögn Gudrunar M.H. Kloes, ferða- málafulltrúa Húnaþings vestra, búa margir Þjóðverjar í héraðinu og hafa sterk tengsli myndast milli þýskra og ís- lenskra hestamanna. „Hingað koma fjöldamargir þýskir ferðamenn á hverju ári, bæði á sumrin og á veturna, og flest- ir dvelja í 10 daga eða lengur og skoða umhverfið á rólegan hátt. Á Þýskum dögum er meiningin að höfða líka til þeirra Þjóðverja sem fluttu til Ís- lands árunum í kringum 1950. Við verð- um með bókmenntakynningu, bjór- tjaldastemningu, þýska rétti á matseðlum veitingahúsa, dans og tón- leika. Síðast en ekki síst ætla Þjóðverjar, búsettir í Húnaþingi vestra, að syngja fyr- ir heimamenn og fremstur í flokki fer þar kvennasönghópurinn Die Roten Rosen.“ Þýsk stemning í Húnaþingi Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir Það verður fjör á Þýskum dögum. Margir Þjóð- verjar búa í héraðinu og hafa sterk tengsl mynd- ast milli þýskra og íslenskra hestamanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.