Morgunblaðið - 29.05.2003, Side 44

Morgunblaðið - 29.05.2003, Side 44
Su ðu rla nd Bláskógablíða, Iðandi dagar, Mið- sumarshátíð, Töðugjöld, Blómstr- andi dagar og Hafnardagar eru fáein dæmi um tækifæri til skemmtunar á Suðurlandi í sumar. Fleiri kostir eru Njálusöngleikur tvisvar í viku á Sögusetrinu á Hvolsvelli og þjóð- lagahátíðin Undir bláhimni í Árnesi um verslunarmannahelgina. Í Skálholti eru sumartónleikarnir árviss tónlistarveisla og til stendur að gera akveg færan vel útbúnum bílum kringum Heklu. Á Laugarvatni hefur verið opnað nýttlistagallerí. Flúðasiglingar í Þjórsá eru meðal nýjunga, einnig má nefna nýja sýningu í fræðslumiðstöðinni á Þingvöll- um og barnadagskrá þjóðgarðsins. Á Sólheimum í Grímsnesi er höggmynda- garður og listhús og leiksýningar á sumr- in. Og ný þjónusta í Uppsveitum er akstur í sumarhús með Flúða-Taxa. Í Eyjum ber hæst 30 ára goslokahátíð í júlí. Í ágúst sleppa börnin lundapysjum, en þar er um að ræða íþrótt sem á engan sinn líka í heiminum. Gönguferðir eftir merktum og ómerktum leiðum eru vin- sælar og ennþá hægt að bræða sólana á skónum sínum á hrauni Eldfells, ef þann- ig ber undir. Náttúran heillar í Vík í Mýrdal og þar er hægt að fara á hjólabát og skoða umhverfi Víkur frá sjó. Þannig mætti lengi telja. Upplýsingamiðstöðvar eru mikilvægir viðkomustaðir og veita all- ar upplýsingar um sitt svæði. Seljalandsfoss. Flúðareið í Þjórsá og leigubílar í sumarhúsið TENGLAR ................................................... www.south.is www.icefire.is www.sudurland.net/info www.eyjar.is/eyjar www.travel.is www.landmannalaugar.info/index.htm www.rang.is www.hveragerdi.is www.arborg.is www.olfus.is www.vik.is www.hvolsvollur.is Suðurland

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.