Morgunblaðið - 29.05.2003, Síða 58

Morgunblaðið - 29.05.2003, Síða 58
Ne st i Morgunblaðið/Kristinn 5 6 7 Morgunblaðið/Jim Smart Samlokur eru góðar í dagstúrinn, lautarferðina og jafnvel í lengri ferðir. Sæmundur Kristjánsson matreiðslumaður hjá Á næstu grösum miðlar hér hugmyndum. 1. Gráðostaloka: Milligróft brauð með blöndu af gráðosti, smjöri, val- hnetum og rifnum grænum eplum. 2. Tómatloka: Baguette skorin í tvennt, pensluð með góðri ólífuolíu. Vel þroskaðar tómatsneiðar, ólífu-tapernade, skafinn parmesan ostur og basillauf kryddað með salti og pipar. 3. Alfa alfa spírur í samloku: Gott brauð og kotasæla með tómötum og alfa alfa spírum, kryddað með salti og pipar 4. Síuð Ab mjólk í brauð: Gott brauð og síuð Ab mjólk, eplaskífur, sellerístönglar, hlynsíróp, salat, salt og pipar. Ábending: Gott með eða eitt sér: Eggaldinmauk með hvítlauk og ólífu- olíu; eggaldin u.þ.b. 400 gr. Salt og 100 ml af ólífuolíu og pipar. Ofn er hit- aður í 220°c. Skolið eggaldinið, stingið sirka 10 sinnum í eggaldinið, leggið sárið á ofnplötu sem er stráð með salti og bakið í sirka 45 mínútur. Skerið eggaldinið í tvennt og og skafið út kjötið með skeið. Setjið kjötið í matvinnsluvél með ólífuolíu og blandið í 3 mínútur. Smakkað til. Enn meira nesti Ragnar Rögnvaldsson bakari og Björg Long verslunarstjóri í Bakaranum á hjólinu settu saman þrjár samlokur fyrir þá sem vilja vera með gott nesti. 5. Speltbrauðslangloka: Sinnepssósa, skinka, ostur, egg, gúrka og tómatar. 6. Ítölsk samloka: Hvítlauksbrauð smurt með pestó, salatblað, sól- þurrkaðir tómatar, ólífur og fetaostur. 7. Heilsuloka: Gróft samlokubrauð, salatblað, gúrka, tómatur, paprika, graslaukur, rauðlaukur og örlítil olía gerð úr eplaediki, tómatsósu, sætu spinnepi, balsamediki og grófum pipar. Girnilegt nesti 2 3 4 1

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.