Morgunblaðið - 07.06.2003, Page 2
FRÉTTIR
2 LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
2003 LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ BLAÐ B
B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A
EINN SIGUR DUGÐI TIL BRONSVERÐLAUNA Á MÖLTU / B7
JULIAN Johnsson, einn reyndasti landsliðsmaður
Færeyinga í knattspyrnu, gekk í gær til liðs við
Skagamenn. Að sögn Gunnars Sigurðssonar, for-
manns meistaraflokksráðs ÍA, verður hann til
reynslu hjá félaginu fram í júlí. Hann má byrja að
spila strax, þar sem hann er skilgreindur sem
áhugamaður í Færeyjum, Gunnar sagði að ef Jul-
ian stæði undir væntingum, yrði samið við hann
um miðjan júlí. Julian Johnsson er 28 ára miðju-
maður og spilar í dag sinn 50. landsleik, á
Laugardalsvellinum. Hann lék um árabil með
Sogndal í Noregi og einnig með Hull í Englandi,
en hann er nú leikmaður með B36. Julian er vænt-
anlegur til ÍA strax eftir leik Færeyja og Þýska-
lands á miðvikudag og kvaðst Gunnar reikna með
því að hann kæmi með Norrænu til Seyðisfjarðar
á föstudag, en þá um kvöldið leikur ÍA þar við
Hugin í 32-liða úrslitum bikarkeppninnar.
Julian Johnsson
til liðs við ÍA
Morgunblaðið náði tali af Ólafi ígær en hann er staddur í
Portúgal ásamt Björgvini Sigur-
bergssyni en þeir eru að undirbúa
sig fyrir næsta mót sem hefst á
þriðjudaginn.
„Það gekk mjög vel á Europro-
golfmótinu og ég var að slá betur en
á undanförnum mótum. Stutta spilið
hefur verið mjög gott hjá mér á
árinu, en löngu höggin hafa ekki
verið nægilega góð en þau hafa verið
að lagast og þau voru góð á Euro-
pro-golfmótinu.“
Aðspurður um hvort það væri
ekki samkeppni hjá honum og
Björgvini sagði Ólafur að hún væri
nú ekki mikil. „Við erum mjög góðir
félagar og óskum hvor öðrum góðs
gengis en vissulega er ég að keppa
við hann ásamt öllum öðrum kepp-
endunum á mótaröðinni. Ég og
Björgvin erum saman í herbergi og
ferðumst saman og það er miklu
betra að vera saman en að vera bara
einn. Við erum góðir saman.“
Ólafur hefur sett stefnuna hátt
fyrir þriðjudaginn en þá keppir
hann á Palmares-golfvellinum á Alg-
arve. „Mótið leggst mjög vel í mig
og ég ætla að halda áfram á sömu
braut. Ég er ánægður með spila-
mennskuna hjá mér að undanförnu
og ætla að reyna að standa mig vel.
Það verða um 160 keppendur á
mótinu og fyrsta markmiðið er að
komast í gegnum niðurskurðinn en
það eru 50 kylfingar sem komast í
gegnum hann. En ég set stefnuna
hærra og vil lenda í einu af efstu 10
sætunum en þá verð ég að leika
mjög vel. Maður verður alltaf að
setja sér hærra markmið en maður
setti sér í síðasta móti og það geri
ég.“
Ef Ólafur lendir í einu af 10 efstu
sætunum á hann von á að fá um 200
þúsund krónur í verðlaunafé.
Ólafur Már spilaði
vel í Portúgal
Morgunblaðið/Golli
Félagarnir Björgvin Sigurbergsson og Ólafur Már Sigurðsson.
„STRÁKARNIR eru tilbúnir í slag-
inn, ég sé ekki annað,“ sagði Ás-
geir Sigurvinsson, landsliðsþjálfari
í knattspyrnu, eftir að hann hafði
tilkynnt sínum mönnum hvernig
landsliðið verður skipað sem byrj-
ar leikinn gegn Færeyingum á
Laugardalsvellinum í dag kl. 16.
Ásgeir sagði að liðið muni leika
leikaðferðina 3-5-2. Árni Gautur
Arason, Rosenborg, verður í
markinu. Öftustu menn verða Lár-
us Orri Sigurðsson, WBA, Guðni
Bergsson, Bolton og Hermann
Arnar Grétarsson, Lokeren, hef-
ur verið með hitavellu og Arnar
Gunnlaugsson, KR, meiddur. Þá
læstist Tryggvi Guðmundsson, Sta-
bæk, í baki á æfingu í gær.
Ásgeir og Logi Ólafsson, aðstoð-
armaður hans, voru með þrjá
fundi með leikmönnum í gær, áður
en þeir héldu fund með öllum
landsliðshópnum. Þeir voru með
sérfundi með varnarmönnum, mið-
vallarleikmönnum og þá sókn-
armönnum, þar sem farið var yfir
leikskipulag og annað.
Hreiðarsson, Charlton. Á miðjunni
verða Þórður Guðjónsson, Boch-
um, Jóhannes Karl Guðjónsson,
Aston Villa, Rúnar Kristinsson,
Lokeren, Arnar Þór Viðarsson,
Lokeren og Indriði Sigurðsson,
Lilleström.
Í fremstu víglínu leika þeir Eið-
ur Smári Guðjohnsen, fyrirliði,
Chelsea og Helgi Sigurðsson, Lyn,
en þeir þekkja hvor annað mjög
vel þar sem þeir léku saman í
fremstu víglínu í ungmennaliði Ís-
lands á árum áður.
Helgi Sigurðsson leikur
við hlið Eiðs Smára
„ÉG ræddi einslega við Eið Smára
Guðjohnsen og spurði hann hvort
hann væri búinn að hugsa um
næstu skref sín á knattspyrnuferl-
inum – hvort hann væri tilbúinn
að taka við fyrirliðabandi Íslands
og vera í forsvari fyrir leikmenn í
landsliðshópnum. Hann sagðist
vera tilbúinn og ég er ánægður
með þau svör sem ég fékk. Eiður
Smári mun því gegna ábyrgð-
armiklu hlutverki í landsliðinu og
bera fyrirliðabandið í fyrsta
skiptileiknum gegn Færeyingum,“
sagði Ásgeir Sigurvinsson, þjálfari
landsliðsins.
Morgunblaðið/Golli
Eiður Smári Guðjohnsen tekur við fyrirliðabandinu af Rúnari Kristinssyni fyrir leikinn gegn Fær-
eyjum. Hér eru þeir félagar saman á æfingu með landsliðinu á Laugardalsvellinum.
Eiður Smári tekur
við fyrirliðabandinu
ÓLAFUR Már Sigurðsson hafnaði í 20. sæti í Europro-golfmótinu
sem lauk í Portúgal í fyrradag. Fyrir þennan góða árangur fékk Ólaf-
ur um 90 þúsund krónur í sinn hlut af verðlaunafé mótsins en hann
lék á tveimur höggum undir pari.
L a u g a r d a g u r
7.
j ú n í ˜ 2 0 0 3
Yf ir l i t
Í dag
Sigmund 8 Viðhorf 32
Viðskipti 12//13 Umræðan 32/33
Erlent 16/18 Kirkjustarf 34/36
Höfuðborgin 19 Minningar 3742
Akureyri 20 Myndasögur 64
Suðurnes 21 Skák 45
Landið 22 Dagbók 66/67
Árborg 23 Leikhús 48
Neytendur 24 Fólk 48/53
Heilsa 25 Bíó 50/53
Listir 26/27 Ljósvakamiðlar 54
Forystugrein 28 Veður 55
* * *
BJÖRN Ingólfsson eigandi viðgerð-
arverkstæðisins Hjólsins á Eiðis-
torgi segir algengt að hárfínir hálf-
mánar, sem eru brot úr nöglum
nagladekkja, sprengi dekk á hjólum
og barnavögnum.
Hann segir bíla aka um á nagla-
dekkjum á auðum götum allan vet-
urinn. Á vorin þegar byrjað er að
sópa götur og gangstéttir dreifast
brot úr nöglum út um allt. „Ég hef
tínt allt að 15 stálörður úr einu
dekki.“
Brotin ganga inn í dekkin og
sprengja slönguna. „Þetta eru hár-
fínar flísar,“ segir Björn og bætti við
að það spryngi nánast ekki á annan
hátt á reiðhjóladekkjum.
„Þetta gerist líka á barnavögnum
með loftdekkjum,“ segir hann og
bætir við að viðgerðum á slíkum göt-
um hafi fjölgað mjög síðustu tvö til
þrjú árin. Auðar götur og almenn
notkun nagladekkja á veturna eru
orsökin fyrir þessu, að mati Björns.
Enginn snjór sé á götunum á vet-
urna og saltað um leið og frost kem-
ur. „Það á enginn að vera á nagla-
dekkjum.“
Naglabrot sprengja
reiðhjóladekk
Morgunblaðið/Ómar
Á ÞINGI íbúa á Blönduósi nýlega
samþykktu bæjarbúar yfirlýsingu
um framtíðarsýn í atvinnumálum
bæjarins. Hin nýja framtíðarsýn fel-
ur meðal annars í sér það markmið að
Blönduósbær hafi í náinni framtíð
forystu um rannsóknir, eftirlit og
frumkvöðlastarf í matvælaiðnaði á Ís-
landi. Ennfremur stefnir bæjarfélag-
ið að því að skapa fyrirtækjum í hvers
kyns matvælastarfsemi gott starfs-
umhverfi og sérhæfðan stuðning.
Ályktun var samþykkt á fundinum,
þar sem skorað var á stjórnvöld að
sýna þessu framtaki stuðning.
Að skilgreina sérstöðu
Jóna Fanney Friðriksdóttir bæjar-
stjóri sagði á fundinum segir að
stefnumótunin snerist um að setja
samfélaginu markmið til að vinna öt-
ullega að á komandi misserum. Sam-
starf og samstaða íbúa, fyrirtækja og
sveitarfélags eru lykilatriði að mati
Jónu Fanneyjar. „Markmiðið með
þessari vinnu var að skilgreina og
draga fram sérstöðuna og að marka
stefnu sveitarfélagsins um hvernig
það ætlar að byggja upp atvinnulíf og
snúa vörn í sókn. Hér eru öflug mat-
vælafyrirtæki í sjávarútvegi og land-
búnaði og fjöldi smáiðnaðarfyrir-
tækja. Það þarf að hlúa að þessu
starfsumhverfi en jafnframt að kanna
þá möguleika sem eru fyrir hendi til
að byggja enn frekar upp. Þá erum
við að tala um rannsóknir, eftirlit og
frumkvöðlastarf á sviði matvælaiðn-
aðar.“
Jóna er ekki hrifin af hugmyndum
um hraðbraut yfir hálendið. „Ein af
auðlindum okkar er nálægðin við
þjóðveginn og það er mikilvægt að
nýta það og bjóða fólki sem á leið í
gegn upp á áningarstað og skemmti-
lega upplifun. Markmiðið er að
Blönduós verði áningarstaður Norð-
urlands vestra. Umræðan um að færa
þjóðveginn er bagaleg, því ekkert
slíkt stendur til og er hvergi að finna í
vegaáætlun næstu ára.“
Blönduós verði mið-
stöð matvælaþróunar
Blönduósbær framtíðarinnar? Draumabærinn í anda hugmynda þingsins.
ÞESSI þrastamóðir á sér hreiður í blátoppsrunna í
garði einum á Suðurlandi og færir þar matbráðum
ungum sínum eitthvað gott í gogginn. Þeir verða brátt
flognir úr hreiðrinu og hver sína leið. Flestir skógar-
þrestir ferðast á suðlægar slóðir á haustin en þó eru
alltaf einhverjir sem láta það ferðalag eiga sig og
dvelja hér árið um kring. Veturinn er oft erfiður fyrir
smáfugla sem þurfa í mestu kuldunum að treysta á
matargjafir fólks en ætli það sé ekki gleymt um leið og
sumarið kemur með birtu og yl.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Hvað er í matinn, mamma?
„ÞAÐ hefur verið ágætisveiði
hérna og gott veður,“ segir
Gísli Runólfsson, skipstjóri á
Bjarna Ólafssyni AK, sem er á
síldveiðum í norsk-íslenska
stofninum skammt sunnan við
lögsögu Svalbarða.
Um 20 íslensk skip hafa verið
á síldveiðum nálægt 70. breidd-
argráðu, meira en 200 mílur
fyrir sunnan Svalbarða, en Gísli
segir að nótabátarnir séu flestir
á landleið með síld í bræðslu.
Síldin er fryst um borð í Bjarna
Ólafssyni og segir Gísli að þeir
frysti um 40 tonn af flökum á
sólarhring. „Þetta er svona
millisíld,“ segir hann og gerir
ráð fyrir að vera að minnsta
kosti viku á miðunum.
Guðmundur Jónsson, skip-
stjóri á Vilhelm Þorsteinssyni
EA, segir að sér sýnist sem
síldin sé frekar á leið inn í lög-
sögu Svalbarða en í átt til Ís-
lands. „Það er einhver síld að
fara þarna inn og þá er spurn-
ingin hvað eigi að gera,“ segir
hann.
Góð síld-
veiði við
Svalbarða
MIKIL eftirspurn hefur verið
eftir tjaldvögnum á fyrstu vik-
um sumars. Að sögn Arnars
Barðdal, aðstoðarframkvæmda-
stjóra Seglagerðarinnar Ægis,
hefur sala tjaldvagna aukist
mikið frá síðasta ári. „Allir okk-
ar vagnar eru uppseldir en við
eigum von á stórri sendingu eft-
ir þrjár vikur. Til að anna mestu
eftirspurninni fáum við 10 felli-
hýsi send með flugi en þetta er í
fyrsta sinn sem við notum þá
leið,“ segir Arnar. Fellihýsin
sem koma með flugi eru öll frá-
tekin en auk þess eru komnir
kaupendur fyrir hluta þeirra
vagna sem koma eftir þrjár vik-
ur.
10 fellihýsi
með flugi
SJÚKLINGUM sem bíða eftir
aðgerð eða annarri þjónustu
Landspítalans – háskólasjúkra-
húss (LSH) hefur fækkað, ef
miðað er við sama tíma í fyrra.
Þetta kemur fram í stjórnunar-
upplýsingum frá LSH fyrir
tímabilið janúar til apríl á þessu
ári.
Ennfremur kemur fram að í
mörgum sérgreinum sé ekki
um biðlista að ræða. Hins vegar
hefur þeim fjölgað sem bíða eft-
ir augnaðgerð.
Biðlistar
LSH styttast
ÁBURÐUR INNKALLAÐUR
Guðni Ágústsson, landbúnaðar-
ráðherra, hefur með bréfi til forráða-
manna Kjötmjöls ehf. í Hraungerð-
ishreppi á Suðurlandi fyrirskipað
innköllun á öllu kjötmjöli undir heit-
inu Brumi og gert fyrirtækinu að
hætta sölu á því þegar í stað, en tæp
tvö tonn af Bruma hafa verið seld
síðustu vikur.
Fisksalar lækka ekki verðið
Þrátt fyrir að verð á ýsu hafi
lækkað frá um fimmtungi og upp í
helming á fiskmörkuðum, hefur það
ekki lækkað í búðum. Fisksalar segj-
ast meðal annars verða að bæta sér
upp mögur ár með því að lækka ekki
verðið en segja einnig að ýmis kostn-
aður, einkum flutningskostnaður,
hafi aukist mikið.
Uppsagnir dregnar til baka
Jökull ehf. á Raufarhöfn hefur
dregið uppsagnir 50 starfsmanna til
baka, en afturköllunin mun að lík-
indum ekki hafa áhrif á endanlega
niðurstöðu um framtíð rekstrarins á
Raufarhöfn. Guðný Hrund Karls-
dóttir, sveitarstjóri, telur þó að þessi
aðgerð kunni að gefa málsaðilum
lengri frest til þess að leita úrræða.
Hamas slítur viðræðum
Hin róttæku Hamas-heittrúar-
samtök meðal Palestínumanna sögð-
ust í gær hafa slitið viðræðum við
Mahmud Abbas, forsætisráðherra
Palestínustjórnar, um að stöðva
vopnaðar árásir á Ísraela.
Tölvuormur herjar á banka
Nýr tölvuormur, kallaður W32/
Bugbear.B@mm, hefur náð gífur-
legri útbreiðslu undanfarna daga.
Höfundur ormsins virðist hafa sér-
stakan áhuga á bankastofnunum og
er ormurinn með lista yfir lén hjá
bankastofnunum um allan heim, þar
á meðal hjá tveimur íslenskum bönk-
um, Íslandsbanka og Búnaðarbanka.
Fulltrúi SÞ til Burma
Sendifulltrúi Sameinuðu þjóð-
anna, Razali Ismail, kom í gær til
Rangoon í Burma í þeim tilgangi að
tryggja að Aung San Suu Kyi, for-
ingi stjórnarandstöðunnar í Burma
og friðarverðlaunahafi Nóbels, yrði
látin laus úr haldi herforingjastjórn-
arinnar í landinu.