Morgunblaðið - 07.06.2003, Side 6
FRÉTTIR
6 LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Tangarhöfða 1 • 110 Reykjavík • Símar 567 2357 og 893 9957
Opið laugardag og sunnudag frá kl. 13-16
Benimar húsbílarnir eru sannkallaðir glæsivagnar með
vönduðum innréttingum, örbylgjuofni, sólarrafhlöðu,
tengingu f. sjónvarp o.fl. Einn með öllu.
Húsbílasýning í
Vestmannaeyjum
Laugardag, sunnudag og mánudag
Umboð á Akureyri
Sigurður Valdimarsson
Óseyri 5 - Sími 462 2520
VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson,
nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í
borgarstjórn, segir að samkvæmt
lögum beri sveitarfélögum ekki
skylda til að greiða 40% af stofn-
kostnaði framhaldsskóla. Hann
fagnar grunni að samkomulagi milli
ríkis og Reykjavíkurborgar, eftir
ágreining sem uppi hefur verið, og
borgin fallist á að borga á næstu ár-
um 300 milljónir króna í stofnkostn-
að framhaldsskóla.
Þórólfur Árnason borgarstjóri
fagnaði þessari afstöðu sem kom
fram í ræðu Vilhjálms á borgar-
stjórnarfundi á fimmtudag. „Þar var
staðfestur sá skilningur, sem borg-
aryfirvöld hafa haft, að sveitarfélög
hafa fullan rétt á að hafna 40% þátt-
töku í stofnkostnaði framhaldsskól-
anna.“
Þórólfur sagði Reykjavíkurborg
hafa góða stöðu í málinu. Lagðir hafi
verið til hliðar umtalsverðir fjár-
munir í þriggja ára áætlun borgar-
innar, alls 300 milljónir, sem verði
lagðir til grundvallar í því sam-
komulagi sem gert verði við
menntamálaráðuneytið fljótlega.
„Það er mjög mikilvægt að borg-
arfulltrúar standi saman í þessu
mikla hagsmunamáli um bættan
framhaldsskóla í Reykjavíkurborg,“
sagði Þórólfur.
Vilhjálmur sagði að setja ætti fyr-
irvara við þessar greiðslur ef um
semjist að ríkisvaldið taki þennan
kostnað alfarið á sig eins og borgin
taki á sig allan stofnkostnað grunn-
skóla. „Ég er fylgjandi verkaskipt-
ingu.“
Með skólana í gíslingu
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
borgarfulltrúi þakkaði oddvita sjálf-
stæðismanna fyrir að taka þetta
fram. Afstaða hans ætti samt ekki
að koma á óvart þar sem þetta hefði
verið skoðun meirihlutans í stjórn-
artíð Davíðs Oddssonar. Álitsgerðir
borgarlögmanns og Sigurðar Líndal
lagaprófessors renni einnig stoðum
undir þessa skoðun.
„Í rauninni skellti ríkisvaldið
skollaeyrum við þessu og má segja
að það hafi tekið gömlu mennta-
skólana, þá vil ég sérstaklega nefna
MR, í gíslingu.“
Ingibjörg sagði fjármuni til, sem
voru teknir til hliðar á fjárlögum og
áttu að fara að fara í endurbætur á
MR. Nefnd um opinberar fram-
kvæmdir á vegum ríkisins hafi hins
vegar bannað að framlagið færi í
framkvæmdir við MR nema til
kæmi 40% framlag Reykjavíkur-
borgar. Þetta sé ekkert annað en að
taka nemendur í gíslingu þangað til
Reykjavíkurborg reiði fram
greiðslu. „Þetta er auðvitað óviðun-
andi fyrir sveitarfélag, að búa við
þetta í samskiptum við ríkisvaldið.“
Hún sagði sveitarstjórnarmenn
sammála um þetta og ganga eigi frá
samningum þannig, hvort sem er
um ræða eldri eða nýja framhalds-
skóla, að stofnkostnaður verði allur
á ábyrgð ríkisvaldsins. „Það er lang-
eðlilegast og best. Þá þurfa menn
ekkert að fjalla um þetta á milli sín
eða deila um þetta.“
Oddviti sjálfstæðismanna sammála fulltrúum R-listans
Ríkið standi undir stofn-
kostnaði framhaldsskóla
BJÖRN Bjarnason dómsmálaráð-
herra segist fagna efnislegri niður-
stöðu Persónuverndar í nýlegum úr-
skurði hennar varðandi gerð skráa
yfir félagsmenn í Falun Gong-hreyf-
ingunni og notkun skráanna. Í úr-
skurðinum segir m.a. að gerð slíkra
skráa og frekari notkun þeirra geti
verið lögleg. „Við teljum að hin efn-
islega niðurstaða varðandi réttar-
stöðu borgaranna sé í samræmi við
það sem var gert og sýni fram á að í
því efni hafi ekki verið brotið á rétti
þeirra einstaklinga sem um var að
ræða með þeim aðgerðum sem lög-
reglan greip til,“ segir Björn.
Fjallað um stjórnsýslumál án
þess að lög feli nefndinni slíkt
Persónuvernd segir á hinn bóginn
að dómsmálaráðuneytinu hafi verið
óheimilt að miðla upplýsingum um
einn meðlim í Falun Gong til Flug-
leiða og sendiráða Íslands í því skyni
að hindra komu hans til landsins í
fyrra. Björn telur, að Persónuvernd
sé þarna að fjalla um stjórnsýslumál-
efni, án þess að lög feli henni slíkt
hlutverk. Þann þátt málsins muni
hann athuga nánar. Nánar tiltekið
segir í úrskurðinum að lögreglu sé
heimilt að dreifa upplýsingum í ör-
yggisskyni, en slíkt sé hins vegar
ekki á valdi dómsmálaráðherra,
enda sé hann ekki handhafi lögreglu-
valds. Því hafi ráðuneytinu ekki ver-
ið heimilt að dreifa upplýsingunum
eins og gert var.
„Ég tel að stjórn Persónuverndar
eigi að einbeita sér að verkefnum,
sem varða réttarstöðu borgaranna í
samræmi við lögbundið hlutverk sitt.
Stjórnsýsluleg álitaefni um réttar-
stöðu ríkislögreglustjóra gagnvart
dómsmálaráðuneytinu eru annars
eðlis.“
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra
Fagnar efnislegri
niðurstöðu
Persónuverndar
HAFNARFJÖRÐUR fékk kaupstaðarréttindi 1. júní
1908 og í tilefni 95 ára afmælisins hefur bærinn komið
eftirlíkingu af Hafnarfjarðarvitanum fyrir á hringtorgi
við Strandgötu. Agnar Egilsson og Örn Arnarsson,
starfsmenn þjónustumiðstöðvar Hafnarfjarðar, komu
vitanum fyrir.
Morgunblaðið/Kristinn
Hafnfirskur viti á hringtorginu
LÖGREGLAN á Ísafirði rannsakar
nú hvort brotin hafa verið ákvæði
reglugerðar um flutning á hættuleg-
um efnum í kjölfar þess að flutninga-
bifreið frá Íslenska gámafélaginu
stóð næturlangt á bifreiðastæði í
miðbæ Ísafjarðar með sóttmengað-
an úrgang í opnum gámi. Í bifreið-
inni var úrgangur af rannsóknastof-
um, s.s. sprautunálar, glös, pappa-
umbúðir og slíkt. Gámurinn var
opinn sökum þess að efri hluti hler-
ans hafði fallið af og segir Jón
Frantzson, framkvæmdastjóri Ís-
lenska gámafélagsins, að vanrækslu
bílstjórans í umrætt skipti sé um að
kenna. Úrgangurinn var á leið í sorp-
eyðingarstöðina Funa á Ísafirði og
var hafist handa við að afferma bif-
reiðina í gær. „Það verður farið yfir
stöðluð vinnubrögð starfsmanna til
að koma í veg fyrir að þetta end-
urtaki sig,“ segir Jón. Segir hann fé-
lagið hafa réttindi sem veiti leyfi til
að flytja allar tegundir úrgangs.
Mengaður
úrgangur í
opnum gámi
NÍTJÁN ára gamall piltur hefur játað á sig
bankaránið í útibúi Landsbankans í Grindavík á
fimmtudag og var hann úrskurðaður í sólar-
hringsgæsluvarðhald. Þýfið fannst í gær í
svartri tösku í vegkantinum nærri Reykjanes-
vita, en það voru erlendir ferðamenn á gangi
sem fundu töskuna og fyrir tilviljun og komu
henni tafarlaust til lögreglunnar. Pilturinn mun
hafa hent töskunni frá sér út úr bíl sem hann ók,
þegar hann sá til aðgerða lögreglunnar í ná-
grenni Grindavíkur.
Henti frá sér ránsfengnum
og samfestingi
Við yfirheyrslur vísaði hann á stað þar sem
hann henti frá sér bláum samfestingi, grænni
lambhúshettu og skóm sem hann var klæddur
þegar hann framdi ránið og eldhúshnífi með um
20 cm löngu blaði sem hann notaði til að ógna
starfsfólki bankans með. Um er að ræða sama
mann og sætti gæsluvarðhaldi fyrir vopnað
bankarán í Sparisjóði Hafnarfjarðar í apríl sl. Í
ráninu í fyrradag stökk pilturinn yfir afgreiðslu-
borð og ógnaði þar með hnífi gjaldkera sem
forðaði sér út úr bankanum ásamt öðrum starfs-
manni og tilkynnti um ránið. Pilturinn fór í
gjaldkerakassa og tók þaðan peninga sem hann
bar út í plastpoka. Lögreglan vill ekki upplýsa
hve mikla fjármuni um ræðir.
Undankomuleiðum
frá Grindavík lokað
Lögreglan lokaði á skömmum tíma öllum und-
ankomuleiðum frá Grindavík og skömmu síðar
eða kl. 13.12 stöðvaði hún fólksbifreið á Reykja-
nesi á veginum til Hafna og handtók þar 19 ára
gamlan mann sem gat passað við lýsingu á
brotamanninum. Hann var þó ekki klæddur
þeim fatnaði sem ránsmaðurinn hafði verið í.
Lögreglan segir að pilturinn muni hafa klætt
sig úr samfestingnum og ekkert þýfi fannst í
bílnum. Góðar myndir fengust úr eftirlits-
myndavélum í Landsbankanum og segir lög-
regla að þær hafi hjálpað til við rannsókn máls-
ins.
Lögreglan hóf leit að þýfinu með leitarhund-
um og björgunarsveitum sem kallaðar voru til
aðstoðar. Sporhundur rakti slóð ræningjans frá
bankanum að bifreiðaplani skammt frá þar sem
ætla má að hann hafi farið upp í bifreið.
Sporhundur rakti slóð bankaræningja Landsbankans í Grindavík
19 ára piltur játar á sig ránið
Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson
Fötin sem bankaræninginn klæddist ásamt vopn-
inu sem hann bar til að ógna starfsfólki bankans.