Morgunblaðið - 07.06.2003, Side 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2003 11
LEIÐANGUR Körfuboltafélagsins
Þórs í kringum landið sækist
einkar vel, að sögn Ágústs Guð-
mundssonar, þjálfara félagsins.
„Við í Suðurhópnum erum rétt að
verða komnir að Höfn í Horna-
firði. Við lentum í örlítilli rigningu
á leiðinni en vorum með vindinn í
bakið, svo það kom ekki að sök.
Móttökurnar hafa verið frábær-
ar þar sem við höfum komið.“
Stundum getur reynst erfitt að
dripla á malarvegum, svo þátttak-
endur gera gjarnan stutt hlé á
driplinu þegar þeir mæta bílum,
til þess að minnka slysahættu.
Ágúst segir liðsandann frábær-
an og hópinn samheldinn og glað-
an. „Það er mikil og góð stemning
í hópnum. Þetta er vissulega erf-
itt, hver maður hleypur um 20 km
á sólarhring, þannig að þetta tek-
ur í, en við erum allir brattir.
Við erum með tólf menn í hópn-
um og skiptum honum í tvö sex
manna lið sem hlaupa á átta tíma
vöktum, allan sólarhringinn.“
Vel gengur að safna áheitum
fyrir átak Regnbogabarna og
hvetur Ásgeir Íslendinga til þess
að leggja söfnuninni lið, „svo
menn séu ekki bara að hlaupa út í
móa“.
Ljósmynd/BFH
Þessir vösku drengir úr 10. flokki Þórs voru að dripla í Námaskarði í Mývatnssveit í gærmorgun.
„Erfitt
að dripla
á malar-
vegum“
HAUKUR Valdimarsson aðstoð-
arlandlæknir telur litlar líkur á
því að erlendir heilbrigðisstarfs-
menn sem starfa hér á landi geti
leynt því ef þeir eru á svörtum
lista í heimalandi sínu. Í blaðinu í
gær kom fram að í Noregi er
kunnugt um tólf lækna, tann-
lækna og hjúkrunarfræðinga frá
hinum Norðurlöndunum, þar á
meðal Íslandi, sem eru á svörtum
lista í heimalandi sínu en starfa
ef til vill í Noregi.
Hauki er ekki kunnugt um að
slík mál hafi komið upp hér á
landi og telur ólíklegt að slíkt
gerist þó það sé auðvitað ekki
útilokað. „Landlæknisembættið
hefur hvatt heilbrigðisstofnanir
til að athuga vel öll leyfi erlendra
heilbrigðisstarfsmanna sem komi
hingað til starfa.
Skráning á leyfum til
lækninga mætti vera betri
Haukur sagði að hins vegar
mætti skráning á þessum málum
vera betri og umræður þar að
lútandi hafa átt sér stað að und-
anförnu,“ segir Haukur og bætir
við að til dæmis mætti hugsa sér
að taka upp sameiginlegt tölvu-
skráningarkerfi með hinum
Norðurlöndunum vegna lækna-
leyfa og myndi slíkt kerfi auð-
velda allt eftirlit en nú þegar er
náið samstarf á milli Norður-
landanna um þessi mál sem
skiptast á upplýsingum um þá
lækna sem lent hafa á svörtum
lista en það eru læknar sem misst
hafa leyfið. Haukur segir að
nokkuð sé um að læknar séu
sviptir leyfinu til starfa og að það
komi oftast til vegna óreglu.
Læknar á svörtum lista
starfa ekki á Íslandi
ÞRÓUN og smíði á nýju tæki sem
mælir öndunarhreyfingar með leysi-
tækni er vel á veg komin en tækið er
eina sinnar tegundar í heiminum
sem mælir öndunarhreyfingar með
þessum hætti. Það byggist alfarið á
íslenskri hönnun og hugviti.
Hugmyndina á María Ragnars-
dóttir, yfirsjúkraþjálfari á Land-
spítala – háskólasjúkrahúsi, en tæki
sem mæla öndunarhreyfingar eru fá
og þörf var á nýju og fullkomnara
mælitæki. Hún og samstarfsfólk
hennar á LSH smíðuðu í fyrstu ein-
falda gerð þess sem síðan hefur ver-
ið í stöðugri þróun. Hugmynd Maríu
vann fyrstu verðlaun í nýsköpunar-
samkeppni á vegum Rannsóknar-
þjónustu Háskóla Íslands og Ný-
sköpunarsjóðs og í framhaldinu
sótti María um einkaleyfi á hug-
myndinni. Í október árið 2000 var
fyrirtækið Remo ehf. sett á lagg-
irnar sem vinnur að því að selja nýja
tækið á opnum markaði.
Nýi öndunarhreyfingarmælirinn
mælir allar fimm hreyfingarbreytur
þegar sjúklingurinn andar. Hann er
búinn sex leysinemum sem staðsett-
ir eru á efstu og neðstu rifjum lík-
amans og við þindina. Það mælir all-
ar öndunarhreyfingar í einu mjög
nákvæmlega.
Öndunarhreyfingar skertar
eftir hjartaskurðaðgerðir
Tækið hefur reynst mjög vel, til
dæmis eftir hjartaaðgerðir. Öndun-
arhreyfingar eru marktækt skertar
eftir hjartaskurðagerðir og sjúk-
lingar eru upp undir ár að ná sér að
fullu. María Ragnarsdóttir segir að
þessa vitneskju hafi ekki verið unnt
að fá með eldri mælitækjum.
Hún nefnir að í framhaldi af þessu
verði farið af stað með aðra rann-
sókn þar sem skurðlæknar ætli að
freista þess að breyta skurð-
tækninni og athuga hvort minni
skerðing verði á hreyfingum sem
myndi gera það að verkum að sjúk-
lingar verði fljótari að ná sér.
Auk notkunar við brjósthols-
skurðaðgerðir eru not fyrir öndun-
arhreyfingarmæli við mat á öndun
vegna öndunarbilunar, astma,
lungnaþembu, vegna fötlunar svo
sem hryggskekkju, vegna Parkin-
sonsveiki og fleiri taugasjúkdóma
o.s.frv. Jafnframt getur tækið komið
að gagni við mat á árangri lyfja- og
læknismeðferða í þessum og fleiri
sjúkdómum. Eitt slíkt tæki hefur
verið í notkun rúmt ár á Háskóla-
sjúkrahúsinu í Boston og hefur ver-
ið notað til að rannsaka m.a. Park-
insonsjúklinga.
Stefnt er að því að fá erlendan
framleiðanda sem mun sjá um dreif-
ingu er þróunarvinnu lýkur.
Nýtt íslenskt mælitæki kynnt á lungnalækningaþingi
Mælir öndunarhreyfingar
á nákvæmari hátt
Morgunblaðið/Árni Torfason
María Ragnarsdóttir, yfirsjúkraþjálfari hjá LSH, og Guðmundur Sigmunds-
son sem unnið hefur að markaðssetningu á öndunarhreyfingarmælinum.
UM 400 manns sækja norrænt
þing lungnalækna og lungnahjúkr-
unarfræðinga sem staðið hefur yfir
í Háskólabíói undanfarna daga og
lýkur í dag. Þingið sem haldið er
haldið annað hvert ár var síðast
haldið hér á landi árið 1992.
Fjölmargir íslenskir og erlendir
sérfræðingar hafa haldið erindi á
þinginu þar sem tæpt er á ýmsum
nýjungum í tengslum við lungna-
sjúkdóma í heiminum, lungna-
krabbamein, langvinna lungna-
teppu, astma og bandvefsmyndandi
lungnasjúkdóma, o.fl.
Að sögn Gunnars Guðmundsson-
ar lungnasérfræðings, sem sæti á í
undirbúningsnefnd þingsins, sækja
þingið fyrirlesarar frá Ástralíu,
Kanada, Bandaríkjunum, Bretlandi
og Hollandi auk Norðurlandanna.
Á þinginu í gær komu fram merkar
nýjungar í tengslum við meðferð á
lungnaháþrýstingi en þar eru kom-
in ný og mjög öflug lyf sem gjör-
breyta sögu sjúkdómsins, að sögn
Gunnars. Dánartíðni sjúklinga með
lungnaháþrýsting hefur fram að
þessu verið mjög há en með nýjum
lyfjum sem hafa komið á markað
undanfarin ár hefur orðið gjörbylt-
ing á þessu sviði. Lyfin eru mjög
dýr og velja þarf sjúklingana mjög
vandlega áður en meðferðin hefst.
Tim Higgenbottam, breskur sér-
fræðingur á þessu sviði, flutti í gær
erindi um þetta efni og gaf ráð-
leggingar um hvernig velja á sjúk-
linga með lungnaháþrýsting.
Á þinginu í gær var einnig.
fjallað um leiðir til að greina
lungnakrabbamein fyrr og fjallað
um framfarir á sviði meðferðar við
lungnakrabba. Meðal þess sem
rætt var um var að með aðstoð
tölvusneimynda af reykingafólki
mætti greina krabbamein í lungum
fyrr. Þá var á þinginu fjallað um
faraldsfræðilegar rannsóknir á
langvinnri lungnateppu á Norður-
löndunum.
Félag háskólakennara í
lungnasjúkdómum stofnað
Í fyrradag fór fram röð fyrir-
lestra um rannsóknir sem fram
hafa farið hjá Íslenskri erfðagrein-
ingu. Kári Stefánsson, forstjóri ÍE,
fór almennt yfir erfðarannsóknir
og sagt var frá niðurstöðum ís-
lenskrar rannsóknar á astma, lang-
vinnri lungnateppu og lungna-
krabbameini.
Þá var í fyrradag gengið frá
stofnun Félags háskólakennara í
lungnasjúdómum á Norðurlöndun-
um. Stefnt er að því að hið nýja fé-
lag gefi í framtíðinni út tímarit sem
verði vettvangur félagsins til að
koma boðskap sínum á framfæri.
Norrænt lungnalækningaþing vel sótt
Nýjar niðurstöður
rannsókna á
lungnasjúkdómum
HAUKUR Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Íshúss Njarðvíkur,
segir Norðmenn ekki vera að taka
málin úr höndum björgunarmanna
Guðrúnar Gísladóttur KE þótt þeir
hafi heimilað norsku siglingamála-
stofnuninni að tæma olíu úr flaki
skipsins. „Þetta snýst bara um olíu-
na í skipinu og breytir ekki okkar
áformum um að bjarga skipinu upp
af hagsbotni. Mér skilst að þeir ætli
að bjóða þennan verkþátt út, þeir
hafa fengið fjármagn til þess,“ sagði
Haukur og kvaðst enn bjartsýnn á að
málin tækju rétta stefnu. Viður-
kenndi þó að staðan væri þröng.
Þá kvað Haukur tvo eða þrjá úr
áhöfn björgunarskipsins Stakkaness
hætta störfum en aðrir mundu verða
áfram á skipinu. „Það er búið að skrá
skipstjórann af skipinu. Við erum að
búa okkur undir að senda út þann
viðbótarmannskap sem við þurfum.“
Fjórir nýir fjárfestar eru að koma
að málinu að sögn Hauks og sagðist
hann ekki hafa ástæðu til að ætla
annað en framkvæmdir héldu áfram.
Þetta myndi skýrast á næstunni.
Tæma á olíu úr Guðrúnu Gísladóttur
„Breytir ekki
áformum okkar“
FINNA má myndir í raunstærð af
nánast öllum töflum og hylkjum sem
skráð eru sem lyf og seld úr apótek-
um Lyfju í Lyfjabókinni sem Lyfja
hefur nú gefið út í annað skipti. Í
bókinni er einnig að finna upplýs-
ingar um lyfjaflokkana.
Fyrstu eintökin voru afhent Sig-
urði Guðmundssyni landlækni og
fulltrúum félaga fatlaðra, sjúkra og
aldraðra á kynningarfundi sem hald-
inn var sl. fimmtudag. Einnig er nú
hægt að nýta sér leitarvél á vefnum
www.lyfja.is, þar sem mögulegt er
að slá inn lýsingu á ókunnri töflu eða
hylki og finna lyfið ásamt mynd.
Landlæknir gat þess í ávarpi sínu
að lyfleitarvélin væri kærkomin ný-
breytni.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Ný Lyfja-
bók afhent