Morgunblaðið - 07.06.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.06.2003, Blaðsíða 18
ERLENT 18 LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Trússhestalest fer niður Laugaveginn að fornum sið kl. 14.00 laugardaginn 7. júní Löngum laugardegi Líf á Ýmsar uppákomur aðrar svo sem brassbönd götulistamenn og fleira Miðborgin náttúrulega! Fjölmenn um í miðborg ina STJÓRNVÖLD í Kambódíu og Sam- einuðu þjóðirnar (SÞ) náðu í gær samkomulagi um að draga fyrrver- andi leiðtoga Rauðra khmera fyrir rétt vegna þjóðarmorðs en um 1,7 milljónir manna voru drepnar í stjórnartíð þeirra. Sok An, aðalsamningamaður Kambódíu, og Hans Corell, aðstoðar- framkvæmdastjóri SÞ á sviði alþjóða- laga, skrifuðu undir samkomulag í Phnom Penh, höfuðborg Kambódíu, þar sem réttarhöldin munu fara fram með aðstoð erlendra aðila. Samkomulag stjórnvalda og SÞ þykir marka tímamót Þing Kambódíu verður að staðfesta samkomulagið til að réttarhöldin geti farið fram. Corell og fleiri hafa varað við því að enn kunni þess að vera langt að bíða að réttarhöldin hefjist. Saksóknarar og dómarar verða jafnt frá Kambódíu sem og öðrum ríkjum. Samkomulagið þykir marka tíma- mót. 24 ár eru liðin frá því að Rauðu khmerarnir misstu völdin í Kambódíu og blóðugri ógnarstjórn þeirra linnti. Sex ár eru liðin frá því að stjórnvöld í Kambódíu óskuðu fyrst eftir aðstoð SÞ við réttarhöld yfir leiðtogunum fyrrverandi. Enginn leiðtogi Rauðu khmeranna hefur verið dreginn fyrir rétt vegna grimmdarverka á árunum 1975–79 þegar tæplega fjórðungur þjóðarinnar lét lífið. Margir háttsettir liðsmenn Rauðu khmeranna lifa frjálsir í landinu eftir að hafa gefið sig fram við stjórnvöld árið 1998, sama ár og leiðtogi þeirra, Pol Pot, lést. Réttað yfir Rauðum khmerum í Kambódíu Phnom Penh. AFP. FLEST bendir til að Pólverjar muni samþykkja að ganga í Evr- ópusambandið (ESB) er þeir ganga að kjörborðinu í þjóðaratkvæða- greiðslu í dag, laugardag, og á morgun, sunnudag. Verði nið- urstaðan jákvæð mun Pólland með 38 milljónir íbúa verða fjölmenn- asta fyrrum austantjaldsþjóðin til að ganga í sambandið á næsta ári. Samkvæmt skoðanakönnun sem birt var á mánudag segjast 74% styðja inngöngu í sambandið og 83% ætla að kjósa en kosningaþátt- taka verður að vera a.m.k. 50% til að atkvæðagreiðslan sé gild. Þótt meirihluti stjórnmálamanna sé hlynntur inngöngu eru ekki allir á einu máli um ágæti hennar, m.a. er deilt um hvort fullveldi þjóð- arinnar sé í hættu og hvort áhrif hinna frjálslyndu vestrænu hátta á fremur íhaldssama kaþólska þjóð- ina geti verið slæm. Smáflokkar á borð við Pólska fjölskylduflokkinn og róttækan bændaflokk sem kall- ar sig Sjálfsvörnina, hafa haldið þeirri skoðun á lofti að litið verði á Pólverja sem annars flokks þjóð í ESB og þeir verði notaðir sem ódýrt vinnuafl fyrir Evrópu. Sömu viðhorf má heyra hjá Radio Mar- yja, afar vinsælli, róttækri, kaþ- ólskri útvarpsstöð. Þrátt fyrir að andstæðingar ESB eigi einungis nokkur sæti á þingi endurómar boðskapur þeirra í sveitum landsins. Smábændur eru um tvær milljónir í landinu og ótt- ast margir að lítil, fjölskyldurekin bú þeirra muni ekki eiga sér við- reisnar von þegar stór framleiðslu- fyrirtæki í landbúnaði frá Evrópu fá aðgang að landinu. Þeirra á meðal er Lubinski- fjölskyldan sem hefur lifibrauð af því að yrkja nokkurra ekra jörð við smáþorpið Michalin um 180 km frá Varsjá. Marian Lubinski sem er 63 ára og lifir á rúmlega 11.000 krón- um á mánuði treystir ekki orðum stjórnmálamanna um kosti þess að ganga í ESB. „Þeir [stjórnmálamenn] eru með áróður í stóru borgunum en forðast gleymda staði eins og þessa hér. Ég efast um að ég muni kjósa. Vandamálin verða bara stærri og við verðum fátækari en nokkru sinni áður.“ Vegna áhyggna bænda hefur ESB samþykkt að sjö ár muni líða frá inngöngu þar til útlend- ingar megi kaupa land í Póllandi. Þá er líklegt að aðrar hefð- bundnar greinar eins og námu- vinnsla og stálframleiðsla muni standa frammi fyrir miklum sam- drætti þegar efnahagur landsins nútímavæðist og dregið verður úr styrkjum hins opinbera að kröfu ESB. Þegar hafa mörg ríkisfyr- irtæki lagt upp laupana á þeim 13 árum sem markaðsvæðing hefur átt sér stað en það hefur leitt til þess að atvinnuleysi er nú 18%. Andstæðingar Evrópusambands- ins hafa einnig haldið þeirri hug- mynd á lofti að eftir að Pólland gangi í sambandið muni Þjóðverjar reyna að endurheimta þau land- svæði í Póllandi sem þeir urðu að láta af hendi eftir seinni heims- styrjöldina. Segir þjóðina ekki eiga val Samkvæmt skoðanakönnunum virðist meirihluti landsmanna hins vegar telja að landinu sé betur borgið innan ESB og líta fyrst og fremst á kostina sem fylgja inn- göngu sem eru m.a. aðgangur að sjóðum sem gerir þeim kleift að hreinsa umhverfið, hlúa að smáum fyrirtækjum, endurskipuleggja stofnanir og byggja vegi sem er að- kallandi verkefni þar sem mikill hluti vega er í slæmu ástandi. Í skýrslu sem gerð var af óháð- um sérfræðingum um inngöngu þjóðarinnar í ESB segir að inn- ganga muni þýða öra efnahagslega þróun sem muni bæta upp fyrir margra ára vanrækslu og að slíkt sé eingöngu mögulegt með inn- göngu í ESB. Witold Orlowski, helsti efnahagsráðgjafi forseta landsins, segir að innganga í ESB veiti Pólverjum tækifæri til að hraða efnahagslegum vexti. Sú ákvörðun að vera utan sambands- ins myndi bægja frá fjárfestum, valda verðbólgu og veikja gjald- miðil landsins. Lech Walesa, fyrrum forseti Pól- lands, segir þjóðina ekki eiga um neitt að velja, hún verði að ganga í ESB. „Staða Póllands í miðri Evr- ópu, sem hefur hingað til verið afar óheppileg og leitt yfir okkur stríð og átök, er nú hentug til frekari þróunar, innan ESB,“ segir Walesa. Deilt um ágæti vestrænna hátta Pólverjar kjósa um aðild að Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fer fram um helgina Michalin. AP. AP Vegfarandi gengur framhjá veggspjaldi í Varsjá þar sem stendur: „Við viljum lifa í sambandinu.“ Veggspjaldið er hannað af vel þekktum lista- manni og sýnir sæðisfrumur ráðast inn í eggfrumu. Það á að tákna hag komandi kynslóða af því að Pólland gangi í ESB. ÁSTRALSKUR dómstóll hefur úrskurðað að ríkið skuli veita dæmdum heróínsala skattafslátt að andvirði 10,6 milljónir króna vegna þess að hann var svikinn í viðskiptum með fíkniefni. Dópsalinn, Franscesco Dom- inico La Rosa, var dæmdur í fangelsi fyrir sölu heróíns og amfetamíns árið 1996. Það ár mátu skattayfirvöld tekjur af viðskiptum hans á tæplega 22 milljónir króna og létu hann borga skatta samkvæmt því. Hann mótmælti hins vegar og kvað upphæðina eiga að vera um helmingi lægri þar sem hann hefði tapað um 10,6 milljónum er hann var leiddur í gildru af svik- ulum viðskiptavinum. En skatta- yfirvöld vildu ekki fallast á að lækka upphæðina og fóru með málið fyrir dómstóla þar sem rök La Rosa voru tekin gild og úrskurðað honum í hag. Dóm- arinn tók þó skýrt fram að með því væri ekki verið að afsaka iðju eiturlyfjasalans. La Rosa var að vonum ánægð- ur með niðurstöðuna og sagði að ef ríkið vildi fá að skattleggja gróða hans ætti það einnig að taka tillit til þess taps sem hann gæti orðið fyrir. „Hvort sem menn eru eiturlyfjasalar eða stunda önnur viðskipti eiga þeir að njóta sömu réttinda og aðrir skattgreiðendur,“ sagði La Rosa. Málið hefur orðið til þess að yfirvöld íhuga að reyna með lagasetningu að loka öllum hugs- anlegum götum í skattalögum landsins og tryggja með því að hægt verði að skattleggja tekjur af glæpastarfsemi að fullu. Fær skattafslátt vegna fíkniefnaviðskipta Perth. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.