Morgunblaðið - 07.06.2003, Side 19
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2003 19
Garðyrkjumeistarinn ehf.
sími 552 6824 og 896 6824. Netfang kriarn@ismennt.is
Alhliða
garðyrkjuhandbók
ÞAÐ voru átta ára börn úr Öldu-
selsskóla sem komu fyrst í hús með
líkan af umferðarljósum, en líkanið
er hluti af hönnunarverkefni á veg-
um Eldflugunnar.
Að sögn Önnu Fr. Kristjáns-
dóttur, framkvæmdastjóra Íslenska
lögregluforlagsins, er Eldflugan
rafrænt verkefni ætlað til umferð-
arfræðslu átta ára barna á Íslandi,
en það samanstendur af átta verk-
efnapökkum og inniheldur hver
pakki sex verkefni.
Hönnuð hefur verið fígúran Elli
eldfluga sem stendur sem tákn fyr-
ir verkefnið, en Eldflugur lýsa í
myrkri og vísa því til endurskins-
merkja.
„Við erum í samstarfi
við alla grunnskóla á Ís-
landi. Þeir kennarar, sem
vilja taka þátt, prenta út
verkefnin og láta börnin
leysa þau. Síðan er sam-
keppni milli skólanna um
besta hönnunarverkefnið
og sá bekkur sem skilar
besta verkefninu að mati dóm-
nefndar fær í verðlaun PC-tölvu
með stafrænni myndavél,“ segir
hún.
Hún bendir á að sá bekkur sem
vinni tölvuna flytji hana með sér
á milli ára, hún eigi að vera það
vönduð að hún dugi í nokkur ár.
Anna segir að í júní verði verk-
efnin tekin út af síðunni og hún
þróuð áfram. „Síðan koma
þau inn á ný næsta vetur,
aftur fyrir átta ára bekk og
þá byrjar þetta allt saman
upp á nýtt. Verkefnin verða
þróuð og það koma inn nýjar
persónur, til dæmis Jómbi
járnsmiður og Frikka fiðrildi.“
Að hennar sögn er allt efnið sam-
ið af kennara sem heitir Unnur
María Sólmundsdóttir og flokkast
verkefnið undir lífsleikni. Kári
Gunnarsson teiknar Ella Eldflugu
og hinar væntanlegu fígúrur.
Verkefnið hefur fengið
mjög góða dóma
„Verkefnið hefur fengið mjög
góða dóma og við höfum heyrt í
mjög mörgum aðilum sem telja
þetta verkefni vera best sinnar teg-
undar og að efnið sé nálgast á allt
annan hátt en verið hefur,“ segir
hún.
Hún bætir við að Íslenska lög-
regluforlagið gefi verkefnið út og
hafi umsjón með því.
Hönnun umferðarljósa hluti
af fræðslu átta ára barna
Reykjavík
Morgunblaðið/Arnaldur
8 ára börn úr Ölduselsskóla með líkanið sem er hluti af umferðarverkefni.
BÆJARRÁÐ Garðabæjar sam-
þykkti á fundi sínum þann 3. júní síð-
astliðinn að skrifa undir verksamn-
ing við Íslenska aðalverktaka um
frávikstilboð þeirra um byggingu
stærri gerðar íþróttahúss í Hofs-
staðamýri í Garðabæ. Í fréttatil-
kynningu frá Garðabæ segir að í út-
boðs- og verklýsingu fyrir húsið hafi
annars vegar verið óskað eftir til-
boðum miðað við eiginframkvæmd
og hins vegar einkaframkvæmd.
Einnig var óskað eftir frávikstilboð-
um í stærri gerð af húsi. Tilboð ÍAV
var miðað við eiginframkvæmd og
var tilboð þeirra innan kostnaðar-
áætlunar sem hljóðaði upp á um 515
milljónir króna fyrir minni gerð
hússins.
Bygging hússins er stór áfangi í
íþróttamálum í Garðabæ, segir í til-
kynningunni, þar sem aðstaða til
innanhússíþrótta aukist verulega
með tilkomu þess. Í íþróttahúsinu
verður meðal annars tvöfaldur hand-
boltavöllur. Einnig verður í húsinu
kennslusundlaug með heitum potti,
sex búningsklefar og hlaupabraut.
Öll íþróttakennsla Hofsstaðaskóla
flyst í húsið og einnig mun Fjöl-
brautaskólinn í Garðabæ fá afnot af
húsinu. Þá segir að öll aðstaða
íþróttafélagsins Stjörnunnar til æf-
inga innanhúss batni mjög með til-
komu hússins en brýn þörf er á slíkri
viðbót hjá félaginu. Önnur íþrótta-
félög og samtök munu einnig geta
nýtt húsið.
Úti og Inni arkitektar teiknuðu
húsið, en verkfræðivinnu annaðist
VSÓ Ráðgjöf og Landslag ehf. teikn-
aði lóðina. Stefnt er að því að fram-
kvæmdir hefjist í júní og að húsið
verði tekið í notkun haustið 2004.
Samið við ÍAV um
byggingu íþróttahúss
Garðabær
FYRSTA skóflustungan var tekin
að nýjum grunnskóla í Grafarholti í
gær, Ingunnarskóla. Skólinn, sem
er fyrir nemendur í 1.–10. bekk, hef-
ur þegar hafið störf í bráðabirgða-
húsnæði en nýja húsnæðið verður
5.700 fermetrar að meðtöldum
íþróttasal og rými fyrir tónlistar-
skóla. Ráðgert er að taka nýja hús-
næðið í notkun að hluta haustið 2004
og að skólinn verði fullbúinn haustið
2005.
Ingunnarskóli er um margt frá-
brugðinn eldri skólabyggingum í
Reykjavík og fyrsta nýja skólabygg-
ingin sem Reykjavíkurborg reisir á
21. öldinni. Í skólanum verða fimm
meginvinnusvæði nemenda. Í miðri
byggingunni verður stórt miðrými
sem rúmar sal, veitingaaðstöðu og
skólasafn. Skólastjóri Ingunnar-
skóla er Guðlaug Sturlaugsdóttir.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Þórólfur Árnason borgarstjóri aðstoðar nemanda við skólann við fyrstu
skóflustunguna í gær. Nýja húsnæðið verður að hluta tekið í notkun 2004.
Ingunnarskóli full-
búinn haustið 2005
Grafarholt
LINDASKÓLI fékk á dögunum af-
hentan Grænfánann sem Land-
vernd veitir fyrir framúrskarandi
starf að umhverfisvernd og um-
hverfis- og náttúrufræðslu í skól-
um. Síðastliðinn mánudag fékk
Þykkvabæjarskóli afhenta sams-
konar viðurkenningu.
Fánann fá skólar í kjölfar þess
að hafa leyst fjölþætt verkefni sem
efla vitund nemendanna, kennara
og annarra starfsmanna skólans
um umhverfismál. Verkefnin eru
bæði til kennslu og til að bæta dag-
legan rekstur skóla. Í tilkynningu
frá Landvernd segir að reynslan í
Evrópu sýni að skólar sem taki þátt
í verkefninu geti sparað talsvert í
rekstrinum.
Sex aðrir skólar á Íslandi hafa
áður fengið Grænfánann en þeir
eru Selásskóli og Fossvogsskóli í
Reykjavík, Andakílsskóli í Borg-
arfirði, Engidalsskóli og leikskól-
inn Norðurberg í Hafnarfirði og
Lýsuhólsskóli á Snæfellsnesi. Tólf
skólar vinna nú að því að fá Græn-
fánann.
Lindaskóli fékk
Grænfánann
Kópavogur
Morgunblaðið/Jim Smart
Grænfáninn sem forsvarsaðilar Lindaskóla veittu viðtöku á dögunum fyrir
framúrskarandi starf að umhverfisvernd og umhverfis- og náttúrufræðslu.
SJÖ af ellefu sölustöðum mynd-
banda í Hafnarfirði leigðu börnum
bannaðar myndir, að því er fram
kemur í könnun sem forvarnarnefnd
Hafnarfjarðar stóð nýverið fyrir.
Tólf ára gamalt barn fór ásamt
starfsmanni á myndbandaleigurnar
og reyndi að leigja mynd sem er
bönnuð innan 16 ára. Fjórir aðilar
neituðu að leigja barninu bannaðar
myndir. Í tilkynningu frá Hafnar-
fjarðarbæ segir að forvarnanefnd
muni halda áfram að gera slíkar
kannanir þar til allir aðilar sem leigi
myndbönd framfylgi settum reglum.
Leigðu út
bannmyndir
Hafnarfjörður