Morgunblaðið - 07.06.2003, Page 20
AKUREYRI
20 LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Innritun í dagskóla stendur yfir og lýkur
fimmtudaginn 12. júní
Í VMA er hægt að stunda nám á:
• Iðnnámsbrautum
• Ýmsum starfsnámsbrautum
• Vélstjórnarbraut, 1.-4. stig
• Bóknámsbrautum til stúdentsprófs
• Listnámsbraut
• Almennri námsbraut
Við vekjum sérstaka athygli á fjölbreyttu verknámi sem
hægt er að stunda við skólann. Næsta vetur er stefnt að því
að bjóða upp á nám í stálsmíði og málaraiðn ef næg
þátttaka fæst.
Námsráðgjafar skólans verða til viðtals síðustu innritunar-
daga. Umsækjendur eru hvattir til að nýta sér þjónustu
þeirra.
Innritun í fjarnám fer fram í ágúst og verður auglýst
sérstaklega þegar þar að kemur. Verkmenntaskólinn er
leiðandi á sviði fjarnáms og býður þar m.a. upp á
meistaranám iðnsveina.
Verkmenntaskólinn býður nú í fyrsta sinn upp á
heimavistarrými í hinum nýju og glæsilegu
nemendagörðum Lundar. Umsóknarfrestur er til 12. júní.
Leitaðu nánari upplýsinga á netinu.
Veffang skólans er: http://vma.is
Síminn á skrifstofu skólans er 464 0300.
TÖLUVERT hefur lifnað yfir
andapollinum við Sundlaug Ak-
ureyrar en þar eru nú fjölmargir
andarungar að spóka sig, auk
þess sem þar eru álftarhjón með
unga sína. Þá liggja þar nokkrar
endur á eggjum. Starfsfólk
Sundlaugar Akureyrar, með
Gísla Kristin Lórenzson for-
stöðumann í broddi fylkingar,
ungaði út fjölmörgum and-
areggjum nú í vor í sérstökum
útungunarkassa. Að sögn Gísla
Kristins hafa yfir 20 ungar verið
settir út á svæðið við andapollinn
undanfarnir vikur. Minnstu ung-
arnir eru enn í búri en hinir eldri
geta valsað um svæðið. Sundæf-
ingar hafa því verið stundaðar af
krafti á andapollinum og hinum
megin við sundlaugarvegginn
stundar yngsta mannfólkið sínar
sundæfingar í innilauginni.
Útungunin hefur farið fram í
kjallara sundlaugarinnar og þar
er nú verið að gera tilraun með
að unga út heiðagæsareggjum.
Gísli Kristinn sagði að varpið hjá
pekingöndunum á andapollinum
hefði verið í hálfgerðu rugli í vor.
„Það fóru að sjást þarna egg
strax í apríl, sem endurnar
sýndu lítinn áhuga en hrafninn
aftur meiri áhuga. Við tókum
þessi egg og settum í útung-
unarkassann og hugmyndin var
að sleppa ungum lausum í fjöl-
skyldugarð sundlaugarinnar.
Vegna framkvæmda hefur ekki
verið hægt að opna garðinn en
við stefnum að því að opna hluta
hans á næstunni og vonandi get-
um við þá verið með unga þar til
sýnis.“
Í innilauginni í kjallaranum
hefur boðið upp á ungbarnasund
í vetur en nú er þar í gangi
sundnámskeið fyrir börn sem eru
að komast á grunnskólaaldur og
sem fyrr segir gengur því mikið
á bæði innan og utandyra.
Það þykir vel við hæfi að Gísli
Kristinn standi fyrir þessu and-
arungafári, því hann hefur stund-
um verið kallaður andapabbi. Sú
nafnbót tengist starfi Gísla
Kristins við Andrésar andar-
leikana á skíðum, þar sem hann
hefur verið í forsvari frá upphafi.
Sundtökin æfð úti og inni
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Börn sem eru að komast á skólaaldur á sundnámskeiði í Sundlaug Ak-
ureyrar, gömlu innilauginni, fyrr í þessari viku. Hinum megin við vegg-
inn er fjöldi unga á andapollinum svokallaða.
Morgunblaðið/Kristján
Andarungarnir í mestu makindum við andapollinn.
Morgunblaðið/Kristján
Gísli Kristinn Lórenzson, for-
stöðumaður Sundlaugar Akureyr-
ar, vökvar heiðagæsareggin í út-
ungunarkassanum en einnig þarf
að velta eggjunum reglulega við.
VALGERÐUR H. Bjarnadóttir for-
maður stjórnar Leikfélags Akureyr-
ar er bjartsýn á að skrifað verði
undir rekstrarsamning við Akureyr-
arbæ á næstu dögum. Hún sagðist
sannfærð um að þetta væri ekki
lengur spurning um hvort af samn-
ingum yrði heldur frekar hvernig
samning skrifað yrði undir. Miklir
erfiðleikar hafa verið í rekstri LA
og í vetur var öllu starfsfólki félags-
ins, 15 manns, sagt upp störfum og
kom hluti uppsagnanna til fram-
kvæmda um síðustu mánaðamót.
„Það er unnið að því að ná rekstr-
arsamningi við bæinn fyrir þetta ár
og það næsta en þó með fyrirvara
um hvað gerist í samningum bæj-
arins og menntamálaráðuneytisins,
sem hafa aðeins gert samning um
þetta ár. Það er líka orðið tímabært
að huga að því hvað við ætlum að
gera þegar menningarhús er risið í
bænum.“
Valgerður sagði ljóst að einhverj-
ir af þeim 15 starfsmönnum félags-
ins sem fengu uppsagnarbréf
mundu hætta. „Ég held þó að flestir
vilji starfa þarna áfram og að við þá
verði gerðir nýir samningir þegar
þar að kemur. Jafnvel að verka-
skiptingu og hlutverkaskipan innan-
húss verði þá hugsanlega eitthvað
breytt.“ Valgerður sagði mjög mik-
ilvægt að leiða samningamálin til
lykta sem allra fyrst, þannig að fólk
þyrfti ekki að bíða lengur í óvissu.
Þessa dagana standa yfir miklar
framkvæmdir við Samkomuhúsið og
nánasta umhverfi þess. Unnið er við
hefðbundið viðhald hússins, auk
þess sem verið er að byggja nýja
búningaaðstöðu baka til, sem Val-
gerður sagði að væri mikið þjóð-
þrifamál. Þá er verið að vinna að
endurbótum á götunni framan við
Samkomuhúsið og bílastæðum. Val-
gerður sagði ráðgert að fram-
kvæmdum yrði lokið fyrir næstu
áramót og því myndi starfsemi LA
fara fram annars staðar í bænum,
frá hausti og til áramóta. Það mið-
ast þó við að samningar náist um
áframhaldandi rekstur félagsins.
Samningur við LA
í burðarliðnum
Morgunblaðið/Kristján
Unnið er við viðhald á Samkomuhúsinu þessa dagana, auk þess sem verið
er að byggja nýja búningsklefa fyrir starfsfólkið baka til.
KEPPNI er nýlokið á milli fastanefnda
Akureyrarbæjar og Hafnarfjarðarbæjar í
að minnka brennslu á eldsneyti, þ.e. notk-
un á einkabílum þegar farið er á nefnda-
fundi. Keppnin stóð yfir í apríl og maí.
Þátttaka var mjög góð, 97% í Hafnarfirði
og 85% á Akureyri. Á Akureyri fóru 40%
nefndarmanna öðruvísi en einir í bíl á
nefndarfundi þessa tvo mánuði, en í Hafn-
arfirði 34% nefndarmanna.
Greinilegt var að keppnin ýtti við mörg-
um að ganga eða hjóla og má segja að að-
gerðirnar hafi ekki eingöngu verið góðar
fyrir umhverfið heldur heilsuna líka, en
hversu mörgum hitaeiningum hefur verið
brennt skal ósagt látið.
Þrátt fyrir að Hafnarfjarðarbær hafi
lotið í lægra haldi er munurinn lítill og í
tilefni þessa verkefnis og umhverfisdags
Sameinuðu þjóðanna keypti bærinn tvö
reiðhjól til tilrauna fyrir starfsmenn á
bæjarskrifstofum að Strandgötu 4–10 sem
þeir geta notað í vinnuferðum á vegum
bæjarins.
Ætla má að keppnin hafi hlíft lofthjúpi
jarðar við a.m.k. 200 kg af koldíoxíði
(CO2), sem er talið er hafa mest áhrif á
þær loftslagsbreytingar af mannavöldum á
jörðinni sem orðnar eru og munu hafa
ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir mann-
kynið verði ekki gerðar viðeigandi ráðstaf-
anir í tíma, segir í fréttatilkynningu.
Keppni Akureyringa og
Hafnfirðinga um minnkandi
brennslu á eldsneyti
Hlífðu loft-
hjúpi jarðar
við 200 kg
koldíoxíðs
Hvítasunnudagur. Missagt var í
fimmtudagsblaði Morgunblaðsins að
söguganga um Nonnaslóð sem verð-
ur á vegum Minjasafnsins og
Nonnahúss hæfist kl. 10, það rétta
er að hún hefst kl. 14.
Á MORGUN
VAGLASKÓGUR í Fnjóskadal
kemur ágætlega undan vetri þetta
árið að sögn Sigurðar Skúlasonar,
skógarvarðar. „Reyndar kom
kuldakast sem hægði á laufgun en
segja má að núna sé hann að fullu
útsprunginn. Nú er verið að vinna
við hin hefðbundnu vorverk eins og
að laga göngustíga og fara yfir all-
ar merkingar í skóginum en í fyrra
voru sett upp gönguleiðakort,“
sagði Sigurður.
Það er Ferðaþjónustan í Vagla-
skógi sem sér um verslunina og
tjaldsvæðin sem eru á svæðinu. Um
síðustu helgi var opnað og það var
þó nokkuð að gera að sögn Hörpu
Þráinsdóttur, verslunarstjóra í
Vaglaskógi. „Við rukkuðum ekkert
fyrir gistingu um síðustu helgi og
það var þó nokkuð af tjaldvögnum
og tjöldum á svæðinu. Um helgar í
sumar er ætlunin brydda upp á ein-
hverjum nýjungum eins og að bjóða
upp á vöfflur og eitthvert góðgæti,
ef veður leyfir,“ sagði Harpa.
Vorverk í
Vaglaskógi
ELDUR kom upp í gömlum fólksbíl
á bílastæði við skrifstofu Morgun-
blaðsins á Akureyri upp úr hádeginu
í gær. Bensínslanga fór í sundur við
vél bílsins og gaus upp mikil eldur
undir vélarhlífinni. Eiganda bílsins
tókst að ráða niðurlögum eldsins
með slökkvitækjum sem hann fékk
að láni í næstu húsum, áður en
Slökkvilið Akureyrar kom á staðinn.
Nokkrar skemmdir urðu í vélarrúmi
bílsins, sem er af gerðinni Volvo
Amazon árgerð 1965, auk þess sem
lakkið á vélarhlífinni bólgnaði upp.
Morgunblaðið/Kristján
Eldur í fólksbíl