Morgunblaðið - 07.06.2003, Side 21
SUÐURNES
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2003 21
FYRIR GARÐEIGENDUR SEM VILJA GÓÐ VERKFÆRI
SLÁTTUORF GARÐSLÁTTUVÉLAR GARÐSLÁTTUVÉLARSLÁTTUORF HEKK KLIPPUR HANDSLÁTTUVÉLAR
REYKJAVÍK: Ármúla 11 - Sími 568-1500 AKUREYRI: Lónsbakka, Glæsibæjarhreppi - Sími 461-1070
ÞAR SEM GÓÐU GARÐVERKFÆRIN FÁST
Létt og lipur.
Fyrir sumar-
bústaðinn og heimilið
Sú græna góða.
4,75 hp - 6,5 hp
Sú mest selda.
3,5 hp - 6 hp
Fyrir þá sem
vilja „alvöru“ hekkklippur
„Bumbubaninn“
sem bregst ekki
Hörkuorf
fyrir alla sláttumenn
HJALTI Guðmundsson ehf. átti lægsta tilboð
í nýbyggingu Fjölbrautaskóla Suðurnesja en
tilboð voru opnuð í gær. Jafnframt kom í ljós
að matsnefnd taldi tillögu fyrirtækisins þá
bestu. Mun bygginganefnd ganga til samn-
inga við fyrirtækið um byggingu hússins.
Sveitarfélögin á Suðurnesjum og ríkið
náðu á dögunum samkomulagi um byggingu
2.800 fermetra húss við Fjölbrautaskóla
Suðurnesja í Keflavík. Ríkið greiðir ákveð-
inn hluta kostnaðar á nokkrum árum en
sveitarfélögin standa fyrir framkvæmdinni
og fjármögnun hennar.
Fimm fyrirtækjum var gefinn kostur á að
bjóða í verkið í alútboði. Skiluðu þau til-
boðum í tvennu lagi, annars vegar hönnun
og útfærslu byggingarinnar og hins vegar
verði. Matsnefnd hefur farið yfir hönnun
hússins og gerði grein fyrir niðurstöðum
sínum í gær, áður en verðtilboðin voru opn-
uð.
Nefndin gaf tillögu byggingaverktakans
Hjalta Guðmundssonar ehf. í Keflavík hæstu
einkunn, 1,18, en hæst var hægt að gefa
1,20. Arkitekar Skógarhlíð teiknuðu bygg-
inguna. Hugmyndin fær mjög góða umsögn
eins og þetta bendir til, sérstaklega er tekið
fram að aðkoma sé glæsileg en aðalinn-
gangur skólans á að vera um þessa nýbygg-
ingu og hefur byggingarnefnd lagt áherslu á
að hún yrði vegleg.
Hugmynd Íslenskra aðalverktaka fékk
einkunnina 1,12 en tillögur Húsagerð-
arinnar, Ístaks og Keflavíkurverktaka fengu
lægri einkunnir.
Þegar verðtilboð voru opnuð kom í ljós að
tilboð Hjalta Guðmundssonar var lægst,
rúmar 369 milljónir kr. Hin tilboðin voru á
bilinu 397 til 567 milljónir kr. Kostnaðar-
áætlun var um 356 milljónir.
Hjálmar Árnason, formaður bygging-
arnefndar, lýsti því yfir að gengið yrði til
samninga við Hjalta Guðmundsson ehf. um
byggingu hússins. „Ég get ekki verið annað
en sáttur. Tillagan sem fékk fyrstu einkunn
hjá okkur í dómnefndinni er ódýrust,“ sagði
Ólafur Jón Arnbjörnsson skólameistari að
athöfn lokinni.
Samið verður við Hjalta Guðmundsson ehf. um byggingu húss fyrir Fjölbrautaskóla Suðurnesja
Besta tillagan
reyndist ódýrust
Aðalinngangur fjölbrautaskólans verður í nýja húsinu sem Arkitektar Skógarhlíð hanna.
Keflavík
TÓFTIR fimm húsa virðast vera við landnámsskálann í Vogi í
Höfnum. Til þess benda niðurstöður jarðsjármælinga sem
breskur vísindamaður gerði í vor.
Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur fann landnámsskál-
ann í túni við Kirkjuvogskirkju í Höfnum á liðnum vetri þegar
hann vann að fornleifaskráningu vegna skipulagsmála fyrir
Reykjanesbæ. Niðurstöður aldursgreiningar á viðarkolasýn-
um sem fundust við uppgröft benda til að skálinn sé frá níundu
öld eða eldri.
Bjarni taldi að fleiri byggingar eða aðrar mannvistarleifar
væru í nágrenni skálans og var Tim Horsley jarðeðlisfræð-
ingur sem er í doktorsnámi við háskólann í Bradford á Eng-
landi fenginn til að gera viðnáms- og segulmælingar á svæðinu.
Niðurstöður hans benda til að þrjú lítil hús séu austan við skál-
ann og tvær ógreinilegar rústir vestan og norðvestan við hann.
Vegna mælinganna var tekið hálfs metra lag ofan af svæð-
inu. Þegar tyrft var aftur yfir svæðið var hlaðið nokkrum lög-
um af torfi þar sem útveggir hans eru undir auk þess sem
hraunhellur voru settar í miðjuna til að líkja eftir langeldi og
bæjarhella við hugsanlegan inngang. Samkvæmt upplýsingum
Sigrúnar Ástu Jónsdóttur, forstöðumanns Byggðasafns
Reykjanesbæjar, er þetta gert til þess að gestir og gangandi
geti virt fyrir sér hvernig skálinn getur hafa litið út.
Niðurstöður viðnámsmælinga á landnámsbænum í Vogi
Útlínur skálans eins og viðnámsmælingar sýna
hann eru teiknaðar inn á myndina með grænum
lit. Austan við skálann (neðan við hann á mynd-
inni) eru leifar af torfi og grjóti og þar hafa lík-
lega verið þrjú minni hús. Vestan og norðvestan
við skálann (ofan við hann) eru tvær ógreinilegri
rústir merktar með rauðu.
Fimm hús í
kringum land-
námsskálann
Hafnir
UMBOÐSMAÐUR Alþingis telur
ekki forsendu til að gera athuga-
semd við þá niðurstöður heilbrigð-
isráðherra að Sigríður Snæbjörns-
dóttir skyldi skipuð í starf
framkvæmdastjóra Heilbrigðis-
stofnunar Suðurnesja þar sem hún
teldist hæfust umsækjenda.
Skúli Thoroddsen lögfræðingur
sem var meðal umsækjenda um
embættið kvartaði til umboðsmanns
í lok síðasta árs yfir þeirri ákvörðun
ráðherra að skipa Sigríði. Óskaði
hann eftir því að umboðsmaður léti
í ljós álit sitt á því hvort ákvörðunin
stangaðist á við lög eða hvort brotið
hefði verið gegn venjum, almennum
trúnaði og/eða vönduðum stjórn-
sýsluháttum.
Fram kom á sínum tíma að sér-
stök hæfnisnefnd raðaði Sigríði og
Skúla í fyrsta sæti umsækjenda og
stjórn Heilbrigðisstofnunar Suður-
nesja mælti með ráðningu Skúla.
Jón Kristjánsson heilbrigðisráð-
herra ákvað að skipa Sigríði í emb-
ættið á þeirri forsendu að fram-
kvæmdastjórar þyrftu að hafa
sérþekkingu á rekstri sjúkrahúsa
en lét þess einnig getið í frétta-
tilkynningu að mið hefði verið tekið
af ákvæðum jafnréttislaga.
Í rökstuðningi heilbrigðisráðu-
neytisins er ítrekað það mat ráð-
herra að Sigríður hafi verið hæfust
umsækjenda. Umboðsmaður telur
að þau sjónarmið sem fram koma í
rökstuðningi ráðuneytisins verði að
teljast málefnaleg. „Þegar á heild-
ina er litið og að teknu tilliti til þess
að ályktun handhafa veitingarvalds
um starfshæfni umsækjenda er
ávallt að ákveðnu marki háð óvissu
sem ekki verður undan vikist tel ég
ekki forsendu til að gera athuga-
semd við þá niðurstöðu að Sigríður
skyldi skipuð í starfið þar sem hún
teldist hæfust umsækjenda,“ segir í
álitinu sem sent hefur verið máls-
aðilum.
Umboðsmaður Alþingis um HSS
Mun ekki gera
athugasemd við
ráðningu Sigríðar
Keflavík