Morgunblaðið - 07.06.2003, Side 23
Íþróttamaður Þórs í Þorlákshöfn, Finnur Andrésson, fyrir miðri mynd í aftari röð, aðrir
á myndinni, aftari röð frá vinstri: Júlíana Ármannsdóttir, Elísabet Ásta Bjarkadóttir,
Hjörtur Sigurður Ragnarsson og Jóhanna Hjartardóttir, formaður fimleikadeildar.
Fremri röð frá vinstri: Karen Ýr Sæmundsdóttir, Hanna Guðrún Gestsdóttir, Sigurður
Fannar Vilhelmsson og Hekla Þöll Stefánsdóttir.
Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson
Á AÐALFUNDI Ungmennafélagsins Þórs í Þorlákshöfn var
Finnur Andrésson valinn íþróttamaður félagsins fyrir síðast-
liðið ár. Finnur sem er nítján ára var einn þeirra sem skilaði
körfuknattleiksliði félagsins upp í úrvalsdeildina í vor. Finnur
hefur verið valinn í unglingalandsliðið í sínum aldursflokki og
ætlar sér stóra hluti í framtíðinni. Deildir félagsins velja úr sín-
um hópi íþróttamann deildarinnar og eins efnilegan íþrótta-
mann. Úr þessum hópi er síðan valinn íþróttamaður félagsins og
efnilegur íþróttamaður. Að þessu sinni var Hjörtur Sigurður
Ragnarsson valinn efnilegur íþróttamaður. Hann er einnig
körfuknattleiksmaður. Fimleikamaður var valinn Júlíana Ár-
mannsdóttir og efnileg fimleikastúlka var Hanna Guðrún Gests-
dóttir, badmintonmaður var Karen Ýr Sæmundsdóttir og Sig-
urður Fannar Vilhelmsson var valinn efnilegur badminton-
spilari. Elísabet Ásta Bjarkadóttir var valin frjálsíþróttamaður
og Hekla Þöll Stefánsdóttir efnileg frjálsíþróttakona. Fimleika-
deildin fékk viðurkenningu fyrir öflugt starf.
Finnur Andrésson körfuknattleiksmaður er íþróttamaður Þórs
Ætlar sér stóra
hluti í framtíðinni
Þorlákshöfn
SÉRA Bára Friðriksdóttir hefur
þjónað Hveragerðis- og Kotstrand-
arsókn sl. níu mánuði í námsleyfi
séra Jóns Ragnarssonar. Síðasta
messa séra Báru fór haldin fyrir
skömmu og breytti hún út af van-
anum og bauð kirkjugestum með sér
í gönguferð um bæinn. Á völdum
stöðum var stansað og þar las hún úr
biblíunni þar sem talað er um gróð-
ur, tré og ávöxt ræktunar. Líkinga-
mál sem Jesús notaði til að útskýra
ýmis mál. Veðrið var ekki mjög gott,
það var nánast slagveður, en Bára
lét það ekki aftra sér frá því að
ganga um bæinn.
Göngu-
messa
séra Báru
Hveragerði
Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir
Séra Bára Friðriksdóttir kvaddi
sóknarbörn sín með göngumessu í
slagveðri. Með henni er formaður
sóknarnefndar sem hélt á regnhlíf
yfir prestinum.
ÁRBORGARSVÆÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2003 23
BARNASKÓLANUM á Eyrar-
bakka og Stokkseyri verður slitið í
dag, laugardaginn 7. júní kl. 16, í
Hólmarastarhúsinu á Stokkseyri.
Sá stórviðburður verður að við það
tækifæri mun Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands halda almenna tónleika í
Hólmaröst kl. 15. Nemendur 1.–5.
bekkjar skólans munu syngja 2 lög
við undirleik Sinfóníunnar og Krist-
ína Guðnadóttir nemandi í 10. bekk
syngur einsöng með kórnum og
sveitinni.
Þannig setur skólinn punktinn yfir
i-ið við lok glæsilegra hátíðahalda
vegna 150 ára afmælisárs skólans.
Vonast er til að sem flestir sjái sér
fært að koma og njóta stundarinnar
og gamlir og nýir nemendur Barna-
skólans eru sérstaklega boðnir vel-
komnir. Húsrúm í Hólmaröst er nóg
þrátt fyrir 65 manna sinfóníuhljóm-
sveit. Auk sinfóníutónleikanna verða
myndlistasýningar hússins og lista-
smiðjur opnar ef að líkum lætur og
foreldrafélag skólans verður með
kaffisölu til fjáröflunar í hléi.
Lok hátíðar
vegna 150 ára
afmælis skólans
Skólaslit
og sinfónía
Eyrarbakki
SEX kvenfélög úr Rangárþingi
eystra afhentu nýlega Heilbrigðis-
stofnuninni á Selfossi æðadoppler
að gjöf. Félögin sem um ræðir eru
Kvenfélagið Fjallkonan, Eygló,
Eining, Bergþóra, Freyja og Kven-
félag Fljótshlíðar.
Gjöfinni var vel tekið af stjórn-
endum stofnunarinnar og minnt á
þekkta samstöðu kvenfélaganna á
Suðurlandi gagnvart Sjúkrahúsi
Suðurlands. Æðadoppler er að sögn
hjúkrunarfólks gagnlegt tæki sem
hjálpar til við greiningu á réttri
meðferð gagnvart sárum og á þátt í
að stytta meðferðartíma.
„Við þökkum innilega góða gjöf
kvenfélaganna. Gjöfin er stofnun-
inni mikils virði og tryggir enn bet-
ur örugga og góða þjónustu við
sjúklinga og ómetanlegur er sá hlý-
hugur sem fylgir slíkri gjöf sem er
einnig styrkur og hvatning starfs-
fólki stofnunarinnar í störfum
þess,“ sagði Esther Óskarsdóttir
framkvæmdastjóri. Í máli hennar
kom einnig fram að fyrirhugað er
að byggingaframkvæmdir við
Sjúkrahús Suðurlands hefjist í júlí
en í nýrri viðbyggingu verður
heilsugæsla á fyrstu hæð og 26
rúma hjúkrunardeild á annarri
hæð, auk þess sem ýmis önnur að-
staða batnar.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Fulltrúar kvenfélaganna ásamt starfsfólki og framkvæmdastjóra Heil-
brigðisstofnunarinnar á Selfossi.
Sex kvenfélög
gáfu æðadoppler
Selfoss
HJÁ Norræna húsinu starfar kennslu-
ráðgjafi og eitt af verkefnum hans er
að taka á móti skólahópum, til að vekja
og viðhalda áhuga nemenda á Norð-
urlöndunum, veita fræðslu um þau,
norræna samvinnu og norræn tungu-
mál. Hingað til hafa eingöngu skólar á
höfuðborgarsvæðinu nýtt sér þessi til-
boð og því var brugðið á það ráð að
bjóða skólum utan þess svæðis að fá
kennsluráðgjafana í heimsókn. Grunn-
skólinn í Hveragerði þáði þetta boð og
komu þær Kristín Jóhannesdóttir og
Arnbjörg Eiðsdóttir föstudaginn 16.
maí í heimsókn. Það voru 3. og 4. bekk-
ur sem fengu fræðslu um Norðurlönd-
in, fána þeirra og skyldleika tungumál-
anna. Síðan unnu nemendur verkefni
með þrautalausnum þar sem þeir
fræðast um Norðurlöndin, fánana og
norræn tungumál. Í 6. bekk voru
krakkarnir fræddir um Norðurlöndin
og norræna samvinnu. Nemendurnir
hlustuðu á stuttan fyrirlestur og leystu
ýmis verkefni sem tengdust Norður-
löndum og norrænni samvinnu. Heim-
sókninni lauk með spurningakeppni.
Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir
Nemendur 6. bekkjar ásamt kennurum sínum, þeim Ásu Pálsdóttur og Sig-
ríði Sigurðardóttur. Með þeim eru Kristín Jóhannesdóttir, önnur frá
vinstri, og Arnbjörg Eiðsdóttir, önnur frá hægri.
Gestir frá
Norræna
húsinu
Hveragerði
Á NÝAFSTÖÐNUM menningardög-
um í Árborg, „Vor í Árborg“, var
meðal annars veitt viðurkenning fyrir
framlag til menningarmála. Þau hlaut
myndlistamaðurinn Elfar Guðni
Þórðarson á Stokkseyri. Af því tilefni
brá fréttaritari sér í heimsókn á
vinnustofu hans í Hólmarastarhúsinu
þar sem hann rekur einnig galleríið
Svartaklett.
Er hann var spurður út í þessa við-
urkenningu þá sagðist hann ekki vera
dómbær á það hvort sér bæri hún
frekar en öðrum en jafnframt væri
hann mjög þakklátur fyrir að hljóta
þessa viðurkenningu þar sem hann
hefði bara verk sín sér til stuðnings en
enga menntun á sviði myndlistar.
Elfar byrjaði að mála um 1970 og
málar hann mest myndir af sjónum
og samspili hans við fjöruna. Jafn-
framt skipar veðurfar stóran sess í
myndum hans og er óhætt að segja að
hann hafi náð góðum tökum á þessu
myndefni því eins og hann segir sjálf-
ur frá, má segja að hann hafi alist upp
undir brimsköflunum á Stokkseyri.
Meðfram myndlistinni hefur hann
stundað kennslu við Barnaskólann
þar sem hann hefur kennt smíðar og
myndmennt í rúm tuttugu ár.
Nú stendur yfir 40. einkasýning
Elfars í Galleríi Svartikletti. Hún
opnaði 22. maí og stendur til 9. júní og
til þessa hafa vel yfir eittþúsund
manns mætt á sýninguna.
Morgunblaðið/Gísli Gíslason
Elfar Guðni Þórðarson á vinnustofu sinni í Hólmarastarhúsinu þar sem
hann rekur einnig galleríið Svartaklett.
Meistari brimsins
Stokkseyri
TÍU sveinar voru útskrifaðir
27. mars og fengu afhent
sveinsbréf hjá Sunniðn. Þetta
er annað árið í röð sem Sunn-
lendingar eru með hæstu ein-
kunn í fagþætti prófsins.
Nýsveinarnir fengu öryggis-
hjálm að loknu prófi sem gjöf
frá félaginu og að auki voru
þeir minntir á mikilvægi þess
að nota persónuhlífar við störf
sín. Einnig fengu þeir blóm-
vönd afhentan við þetta tæki-
færi.
Sveinarnir sem voru við-
staddir afhendinguna heita Ari
Páll Pálsson, Bjarni Valur Ás-
grímsson, Garðar Már Garð-
arsson, Gunnar Sveinn Krist-
insson, Ívar Áki Hauksson,
Lárus Gumundsson, Ólafur
Tage Bjarnason og Ólafur Már
Ólafsson.
Tíu
sveinar
útskrif-
aðir
Selfoss