Morgunblaðið - 07.06.2003, Page 26
LISTIR
26 LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
LÓNKOT í Skagafirði er griða-
staður bæði menningar og ferða-
manna. Í dag kl. 16 verður afhjúpað
þar útilistaverk eftir Katrínu Sig-
urðardóttur myndlistarkonu. Ólaf-
ur Jónsson staðarhaldari segir að
komið hafi verið að máli við Katr-
ínu og hún beðin að vera útilista-
maður Lónkots í sumar. „Við vor-
um ekki að biðja um neitt ákveðið,
heldur eitthvað sem hún gæti unnið
hér á staðnum, og yrði eftir hér.
Þeir listamenn sem hafa verið hér
síðustu sumur, hafa allir unnið
steinskúlptúra sem standa hér í
landslaginu, en verk Katrínar er
öðru vísi, og staðsett í bæjarlóninu;
minnsta lóninu við bæinn. Þetta er
unnið úr rekavið héðan af staðnum,
eins konar húslíki sem mynda lítið
þorp úti í lóninu. Það er gaman að
horfa á þetta frá lónsbakkanum, og
eins frá útsýnisturni sem er við lón-
ið, en þar er líka feykilega gott út-
sýni yfir perlur Skagafjarðar.“
Á sama tíma í dag opnar Pétur
Gautur sýningu á verkum sínum í
galleríi staðarins, en að sögn Ólafs
var Pétur í sveit í Lónkoti í gamla
daga.
Nýtt verk afhjúpað
í lóninu við Lónkot
Frá Lónkoti við Málmeyjarsund í Skagafirði.
SÝNINGIN Austfirskt lands-
lag í íslenskri myndlist verður
opnuð á Skriðuklaustri í dag.
Sýningin er samstarfsverkefni
Gunnarsstofnunar og Menn-
ingarmiðstöðvar Hornafjarðar
og er styrkt af Menningarráði
Austurlands. Á sýningunni eru
olíumálverk og vatnslitamyndir
eftir 13 listamenn, þ.á m. Þór-
arin B. Þorláksson, Ásgrím
Jónsson, Jóhannes Kjarval,
Finn Jónsson, Svein Þórarins-
son, Eirík Smith, Tryggva
Ólafsson og Georg Guðna.
Sýningin verður á Skriðu-
klaustri til 30. júlí en verður þá
flutt í Pakkhúsið á Höfn í
Hornafirði. Hún er opin alla
daga kl. 10–18.
Austfirskt
landslag
í íslenskri
myndlist
Neue Orchester mótettur meistara
Bachs: Komm, Jesu, komm; Lobet
den Herrn, alle Heiden; Fürchte dich
nicht; Der Geist hilft unser Schwach-
heit auf; Jesu, meine Freude og Sing-
et dem Herrn ein neues Lied. Einar
Jóhannesson klarínettleikari frum-
flytur Bachbrýr eftir Atla Heimi
Sveinsson á milli mótettnanna.
Brjáluð hugmynd
en engin helgispjöll
Hörður Áskelsson segir í gamni, en
þó með alvarlegum undirtón, að það
SÍÐASTA helgi Kirkjulistahátíðar er
runnin upp, en enn eru þó þrennir
tónleikar eftir. Í dag kl. 18 verður
leikið á klukkuspil Hallgrímskirkju,
en fimmtán mínútum síðar hefjast
barokktónleikar, þar sem flutt verða
Gloria eftir Antonio Vivaldi fyrir ein-
söngvara, kór og hljómsveit og hvíta-
sunnukantatan Erschallet, ihr Lied-
er, BWV 172, fyrir einsöngvara, kór
og hljómsveit eftir Jóhann Sebastian
Bach. Kammerkórinn Schola cantor-
um, barokkhljómsveitin Das Neue
Orchester frá Köln og einsöngvararn-
ir Rannveig Sif Sigurðardóttir, sópr-
an, Guðrún Edda Gunnarsdóttir, alt,
Þorbjörn Rúnarsson, tenór og Davíð
Ólafsson, bassi, flytja. Stjórnandi er
Hörður Áskelsson.
Einn frægasti organisti heims,
Olivier Latry frá Notre Dame-kirkj-
unni í París leikur á Klais-orgelið á
tónleikum annað kvöld kl. 20, verk
eftir Jóhann Sebastian Bach, César
Franck, Louis Vierne, Marcel Dupré
og fleiri, auk þess sem hann spinnur á
orgelið stóra.
Á lokatónleikum Kirkulistahátíðar
á mánudagskvöld kl. 20 flytja Mót-
ettukór Hallgrímskirkju og Das
taki tuttugu ár að æfa mótettur
Bachs. „Þegar Mótettukórinn var
stofnaður var eitt af markmiðum mín-
um að hann yrði nógu góður til að
flytja þessi verk, og það gerðist fljót-
ar en ég þorði þá að vona.“ Vafi leikur
á því að Lobet den Herrn sé í raun og
veru eftir Bach, og telur Hörður það
reyndar ólíklegt. „Ég geri það þó fyr-
ir kórfélaga okkar Halldór Hauksson
að hafa hana með, því honum fannst
ekki nægilega öruggt að hún væri
ekki eftir Bach, til að hægt væri að
sleppa henni. Fyrir mig, eftir öll þessi
ár, er ég orðinn alveg óhræddur að
ganga til leiks við þetta verkefni. Það
er extra „kikk“, að mér finnst ég
þekkja verkin út og inn, – en – engu
að síður er alltaf eitthvað að koma
manni á óvart í verkum Bachs, og
verður ábyggilega alltaf, og það er
það skemmtilega og stórkostlega við
þessa tónlist.“
Hörður segir það hafa verið hug-
mynd Halldórs Haukssonar að fá
Atla Heimi Sveinsson til að semja
verk sem tengdi mótetturnar saman.
„Þetta er svolítið brjáluð hugmynd,
inspíreruð af einhverju sem Halldór
upplifði á Bachhátíðinni í Leipzig fyr-
ir nokkrum árum. Þar voru menn að
stilla upp þessum andstæðum, Bach
og nýrri músík. Atli býr til forspil,
millispil og eftirspil að öllum mótett-
unum fyrir eitt klarínett. Útgangs-
punktur hans er að byrja í þeirri tón-
tegund sem verk endar í og hætta í
þeirri sem næsta verk hefst í. Ég þori
ekkert að fullyrða um þessa tónlist,
en hún talar fyrir sig sjálf og með
Einar Jóhannesson á klarínettið er
víst að þetta verður gott. Þetta er
óvenjuleg tilraun og örugglega engin
helgispjöll.“
Ekki nægilega öruggt að
mótettan sé ekki eftir Bach
Morgunblaðið/Jim Smart
Schola cantorum á æfingu undir stjórn Harðar Áskelssonar.
ELÍSA Sigríður Vilbergsdóttir er
einn þeirra fjölmörgu ungu söngv-
ara sem hafa verið að hasla sér völl í
útlöndum. Elísa
hefur undanfarin
ár verið við nám í
Tónlistarháskól-
anum í Lübeck í
Þýskalandi, en
áður var hún í
söngnámi hjá
Þuríði Pálsdóttur
við Söngskólann í
Reykjavík.
Þótt námið í
skólanum hafi
verið yfirgripsmikið og krefjandi
hefur Elísa haft gífurlega mikið að
gera utan skólans. Í nóvember hélt
hún einsöngstónleika í Lübeck og
var í framhaldi af því beðin um að
syngja víðar. Í annafríum hefur hún
verið í starfi, sem margir myndu lík-
lega telja draumastarf, við að syngja
á skemmtiferðaskipi og sigla um leið
um heimsins höf. „Ég komst í þetta
gegnum kennarann minn, sem hefur
góð sambönd víða. Ég er búin að
fara í þrjár stórar ferðir á MS
Deutschland, sem er eitt stærsta skip
sinnar tegundar, en hef líka verið að
syngja á fljótabátum á Dóná,“ segir
Elísa. „Þetta hefur auðvitað verið
frábært tækifæri mig, að geta unnið
sem söngkona og verið í leiðinni að
ferðast um heiminn. Það má segja að
ég sé að syngja allt mögulegt, óperu-
og óperettutónlist, söngleikjamúsík
og ljóðasöngva. Ég notaði tækifærið
þegar við sigldum milli Noregs, Fær-
eyja, Hjaltlandseyja og Íslands að
kynna íslenska tónlist og segja sögu
íslenskrar tónlistar. Skipið skaffar
píanóleikara og hann verður bara að
vera fljótur að læra, því það er lítill
tími til að æfa. Þetta hefur verið góð
æfing í atvinnumennsku.“
Elísa segir að oft séu þekktir
söngvarar og stjörnur ráðnar með
minna þekktu söngvurunum, og
þannig hafi hún kynnst mörgu mjög
góðu tónlistarfólki og listamönnum.
„Ég kynntist Peter Moss sem stjórn-
ar BBC-hljómsveitinni í London og
söngkonu sem hann hefur verið að
vinna með. Síðan þá hef ég verið að
koma fram með þeim nokkrum sinn-
um, þar á meðal á áramótatónleikum
í Düsseldorf.“
Í náminu hefur Elísa Sigríður þó
átt annríkt, og haldið nokkra tón-
leika, meðal annars tvenna ljóða-
tónleika þar sem hún söng norræna
tónlist.
Í haust söðlar Elísa Sigríður um
og fer til Princeton í Bandaríkj-
unum, í mastersnám hjá kennara
sem hún kynntist á námskeiði í
Þýskalandi. Í framtíðinni er það svo
óperusviðið sem heillar. „Það er búið
að vera svo mikið að gera hjá mér
meðfram náminu hér í Þýskalandi
að ég vona að ég fái góðan tíma í
haust til að einbeita mér að röddinni
minni, læra hlutverk og undirbúa
mig fyrir framtíðina.“
Elísa segist vera lýrískur sópran
og syngja helst hlutverk á borð við
Tatjönu í Évgeníj Onegin, Agötu í
Freischütz og Seldu brúðina í sam-
nefndri óperu Smetana.
Syngjandi um heimsins höf
Elísa Sigríður
Vilbergsdóttir
HULDA Halldórsdóttir
myndlistarkona mun opna
sína 14. einkasýningu í dag,
laugardag, kl. 14. Sýningin
verður haldin í 50 fm tjaldi
sem tjaldað verður vestan
megin við Kjarvalsstaði.
„Myndverkin á sýningunni
eru unnin úr tré, málmi og
gleri og skírskota m.a. til
áleitinna spurninga sem hver
og einn hugsandi maður spyr
sjálfan sig einhvern tímann á
lífsleiðinni,“ segir í kynningu.
Sýningin verður opin dag-
lega frá kl. 10 til kl. 22 dag-
ana 7. júní til 10. júní, jafnvel
lengur ef veður og aðstæður
leyfa.
Sýning í tjaldi
BRYNJA Dís Björnsdóttir
opnar málverkasýningu í Hall-
dórskaffi, Vík í Mýrdal, í dag.
Þar sýnir hún 11 akrýlmálverk,
unnin á þessu ári. Sýningin er
opin á sama tíma og veitinga-
húsið og stendur til 28. júní.
Málverk í
Halldórskaffi
HIN ÁRLEGA handverkshá-
tíð á Hrafnagili, Eyjafjarðar-
sveit, verður haldin dagana 7.–
10. ágúst nk. Handverk 2003
er sölusýning handverksfólks
sem haldin er á vegum Eyja-
fjarðarsveitar og hefur þessi
sýning fest sig í sessi sem ár-
viss viðburður í sveitarfé-
laginu. Framkvæmdaraðili
sýningarinnar er Vín ehf. og
framkvæmdastjóri hennar er
Dögg Árnadóttir.
Umsóknarfrestur fyrir sýn-
endur er 10. júní nk. og er
handverksfólk sem ætlar sér
að taka þátt í sýningunni og
/eða námskeiðum á vegum
sýningarinnar hvatt til þess að
hafa samband sem fyrst við
Dögg Árnadóttur í síma 823-
3000 eða með tölvupósti á net-
fangið handverkshatid@isl.is.
Einnig má benda á heimasíðu
sýningarinnar sem er
www.handverkshatid.is en þar
er að finna umsóknareyðublöð
og helstu upplýsingar um há-
tíðina.
Handverks-
hátíð á
Hrafnagili