Morgunblaðið - 07.06.2003, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 07.06.2003, Qupperneq 28
28 LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. KAFBÁTALEIT? Ísamtali við Morgunblaðið í gær vékHalldór Ásgrímsson utanríkisráð-herra að varnarviðbúnaði á Kefla- víkurflugvelli og lýsti þeirri skoðun að nauðsynlegt væri að hafa hér loftvarn- ir. Síðan sagði utanríkisráðherra: „Verða þessar flugvélar hér eða ekki? Þær voru miklu fleiri á sínum tíma. Það tókst samkomulag um það, að skera niður í þetta lágmark, þannig að á næsta stigi, ef einhver breyting á að verða í sambandi við flugvélarnar, er um það að ræða hvort þær verða hér eða ekki.“ Þá ályktun má draga af þessum orð- um utanríkisráðherra að enn sé til um- ræðu af hálfu Bandaríkjamanna að þær fjórar orustuþotur, sem eftir eru á Keflavíkurflugvelli, verði fluttar á brott. Jafnframt er ljóst af ummælum ráðherrans að íslenzka ríkisstjórnin er annarrar skoðunar. Varnarsamningurinn á milli Íslands og Bandaríkjanna byggist á gagn- kvæmni. Okkar framlag hefur fyrst og fremst verið að leggja fram aðstöðu fyrir þann varnarviðbúnað sem hér hef- ur verið í rúmlega hálfa öld. Í því er fólgið meira framlag af Íslands hálfu en kannski virðist við fyrstu sýn. Vera varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli olli svo djúpstæðri sundrung í íslenzku samfélagi áratugum saman að segja má að þetta þjóðfélag hafi verið klofið í herðar niður. Við Íslendingar höfum því fært miklar fórnir um leið og öryggi okkar hefur verið tryggt. Hins vegar er athyglisvert að Banda- ríkjamenn virðast vilja halda áfram rekstri kafbátaleitarflugvéla frá Kefla- víkurflugvelli. Í ljósi þess að Banda- ríkjamenn segja við okkur að Íslandi stafi ekki lengur nein hætta frá stór- veldinu í austri, þ.e. Rússlandi, er erfitt að skilja hvers vegna þeir telja nauð- synlegt að fylgjast með kafbátaferðum um Norður-Atlantshafið. Þar eru sam- kvæmt því sem þeir sjálfir segja ekkert annað en vinveittir kafbátar, þ.e. frá Atlantshafsbandalagsríkjunum og Rússlandi. Hvers vegna þarf að fylgjast sérstaklega með vinveittum kafbátum? Er ekki auðvelt að fá upplýsingar um ferðir þeirra m.a. frá Rússum sjálfum? Orustuþoturnar á Keflavíkurflug- velli hafa áratugum saman þjónað því hlutverki að fylgjast með flugi lang- drægra herflugvéla frá Kolaskaga sitt hvorum megin við Ísland. Rússar hafa nýlega lýst því yfir að þeir muni auka þetta flug. Hvers vegna er að mati Bandaríkjamanna sjálfra nauðsynlegt að fylgjast með rússneskum kafbátum en ekki rússneskum herflugvélum á svæðinu í kringum Ísland? Bandaríkjamenn verða að vera sjálf- um sér samkvæmir. Varnarsamningur- inn byggist á gagnkvæmni. Bandaríkja- menn kunna að hafa önnur rök en þau sem við blasa fyrir því að það sé þeim nauðsynlegt að fylgjast með ferðum rússneskra kafbáta frá Íslandi. Við höf- um tryggt þeim aðstöðu til þess. Ís- lenzk stjórnvöld eru þeirrar skoðunar að það sé nauðsynlegt vegna íslenzkra öryggishagsmuna að hér séu lágmarks- loftvarnir og þoturnar megi ekki vera færri en nú er. Þarna mætast hagsmun- ir tveggja vinaþjóða sem hingað til hafa tekið tillit til hagsmuna hvorrar ann- arrar. Bandaríkjamenn geta ekki búizt við því að þeir geti fengið því framgengt sem þeir óska í viðræðum um framtíð varnarsamningsins ef þeir koma ekki til móts við óskir Íslendinga um það sem íslenzk stjórnvöld telja vera okkar hagsmuni. Það er mikilvægt að stjórn- völd í Washington gerir sér skýra grein fyrir þessu. VANDI FYLGIR VEGSEMD HVERRI Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðs-ins hrósar íslenskum stjórnvöldum fyrir vel heppnaða aðlögun efnahags- lífsins í nýrri skýrslu sjóðsins um ís- lensk efnahagsmál. Í áliti sendinefndar sjóðsins kemur fram að vel heppnuð að- lögun sé ekki síst að þakka framsýnni hagstjórn yfir nokkurra ára skeið sem miðaði að stöðugleika og ýtti undir hag- vöxt. En vandi fylgir vegsemd hverri og bent er á að ofþensla síðustu ára leiddi til mikillar erlendrar skuldasöfnunar. Um síðustu áramót var hrein erlend staða þjóðarbúsins neikvæð um 80% af vergri landsframleiðslu sem er hæsta hlutfall meðal þróaðra ríkja. Jafnframt segir í skýrslunni að væntanlegar stórframkvæmdir muni bæði auka hagvöxt og útflutningstekjur verulega og með því að auka fjölbreytni í útflutningsatvinnuvegum muni stöðugleiki aukast. Á framkvæmda- tímanum mun hins vegar þrýstingur aukast á takmarkaðar auðlindir. Þess vegna sé nauðsynlegt fyrir stjórnvöld að koma í veg fyrir ofhitnun og of mikla hækkun raungengis krónunnar sem gæti valdið varanlegum skaða í útflutn- ings- og samkeppnisgreinum. Til að þetta náist þurfi að hemja eftirspurn, aðallega með aðhaldi í ríkisfjármálum en þannig sé hægt að draga úr annars nauðsynlegri hækkun vaxta og létta þrýstingi af gengi krónunnar. Í nýrri skýrslu matsfyrirtækisins Moody’s um Ísland kemur fram að ákvörðun um væntanlega álbræðslu og orkuver henni tengd geti hugsanlega orsakað nýtt ofþensluskeið. Álit Moody’s er að þrátt fyrir að deila megi um álbræðsluna og frekari iðnvæðingu vegna þess að erlendar skuldir með ríkisábyrgð myndu hækka og þar með auka viðkvæmni lítils og opins hagkerf- is fyrir ytri áföllum séu þessar fram- kvæmdir lykilþættir í því langtíma- markmiði stjórnvalda að auka fjölbreytni í atvinnulífinu og útflutn- ingi. Einnig megi búast við að fram- kvæmdirnar hægi á flutningi fólks af landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðis- ins. Í áliti Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er mælt með því að hlutur einkaaðila við að veita almannaþjónustu verði aukinn, sérstaklega í heilbrigðis- og mennta- geiranum. Undir þetta ber að taka enda hefur það sýnt sig að einkarekstur í heilbrigðis- og menntakerfinu hefur reynst vel og aukið þá valkosti sem al- menningur á rétt á í þessum mikilvægu málaflokkum. Þótt kostir einkafram- taksins séu nýttir í menntun og heil- brigðisþjónustu er það óbreytt að víð- tæk samstaða er um fjármögnun þeirrar þjónustu af almannafé og að- gang allra að henni. Í BRÉFI því sem íslenskum stjórnvöld- um hefur borist frá George W. Bush Bandaríkjaforseta kemur að sögn Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráð- herra fram að Bandaríkin vilji ræða breytingar á fyrirkomulagi varnarmála á Ís- landi. Fyrir liggur að innan bandaríska stjórnkerfisins eru uppi hugmyndir um að herþotur varnarliðsins verði sendar frá Ís- landi. Þar með myndi þyrlubjörgunarsveit varnarliðsins einnig hverfa af landi brott. Flestar voru herþoturnar átján á sínum tíma en þeim var fækkað í tólf árið 1991 og síðan aftur í fjórar með bókun við varnar- samninginn sem gerð var í janúar 1994. Er það mat íslenskra stjórnvalda að með þeirri fækkun hafi þoturnar verið komnar í það lág- mark er þyrfti að hafa til að loftvarnir Íslands teldust trúverðugar. Utanríkisráðherra segir í Morgunblaðinu í gær að Íslendingar séu reiðubúnir að ræða breytingar á varnarsamstarfinu: „En við telj- um hins vegar að það sé nauðsynlegt að hér séu loftvarnir og þær loftvarnir sem eru hér í dag eru algjör lágmarksviðbúnaður. Verða þessar flugvélar hér eða ekki? Þær voru miklu fleiri á sínum tíma. Það tókst sam- komulag um það að skera niður í þetta lág- mark, þannig að í næsta stigi, ef einhver breyting á að verða í sambandi við flugvél- arnar, er um það að ræða hvort þær verða hér eða ekki.“ Fyrir liggur að í næstu viku mun Davíð Oddsson forsætisráðherra væntanlega svara bréfi Bandaríkjaforseta og leggja þar fram áherslur Íslendinga í komandi viðræðum um framhald varnarsamstarfisns. Það samstarf á sér rúmlega hálfrar aldar sögu og áður hafa komið upp ágreiningsmál milli ríkjanna um framkvæmd samstarfsins. Fyrir rúmum ára- tug voru einnig uppi hugmyndir innan Bandaríkjastjórnar um að draga þoturnar í burtu frá Íslandi en í ársbyrjun 1994 náðist fyrrnefnd málamiðlun um að fækka þeim í fjórar með bókun við varnarsamninginn. Sú bókun var til tveggja ára og var ný bókun til fimm ára gerð árið 1996. Fundur bandarískra ráðherra úr utanríkis- og varnarmálaráðu- neytinu með íslenskum stjórnvöldum á fimmtudag markar upphaf þess formlega ferlis sem nú er að fara í gang um framhald varnarsamstarfsins. Hvers eðlis þær viðræður verða á eftir að koma í ljós. Sjöunda greinin Í sjöundu grein varnarsamningsins er gert ráð fyrir að ríki geti óskað eftir endurskoðun eða uppsögn á sjálfum varnarsamningnum. Greinin er svohljóðandi: „Hvor ríkisstjórnin getur, hvenær sem er, að undanfarinni til- kynningu til hinnar ríkisstjórnarinnar, farið þess á leit við ráð Norður-Atlantshafsbanda- lagsins að það endurskoði hvort lengur þurfi á að halda framangreindri aðstöðu og geri til- lögur til beggja ríkisstjórnanna um það hvort samningur þessi skuli gilda áfram. Ef slík málaleitan um endurskoð- un leiðir ekki til þess að ríkisstjórnirnar verði ásáttar innan sex mánaða, frá því að málaleitunin var borin fram, getur hvor rík- isstjórnin hvenær sem er eftir það sagt samningn- um upp og skal hann þá falla úr gildi tólf mánuðum síðar. Hvenær sem atburðir þeir verða, sem 5. og 6. gr. Norður-Atlantshafssamningsins tekur til, skal aðstaða sú, sem veitt er með samningi þessum, látin í té á sama hátt. Meðan að- staðan er eigi notuð til hernaðarþarfa mun Ís- land annaðhvort sjálft sjá um nauðsynlegt viðhald á mannvirkjum og útbúnaði eða heim- ila Bandaríkjunum að annast það.“ Tvívegis hefur reynt á sjöundu greinina Tvívegis í sögu samningsins hefur það gerst að það ferli hefur verið sett í gang sem sjöunda greinin gerir ráð fyrir. Í fyrra skiptið árið 1956 eftir að þingsályktun um brotthvarf varnarliðsins og að Íslendingar tækju að sér rekstur og viðhald varnarmannvirkja var samþykkt á Alþingi þann 28. mars. Lýsti Atl- antshafsráðið því þá yfir að full þörf væri fyrir varnarlið á Íslandi. Frá því var horfið að gera breytingar á stöðu varnarliðsins eftir að Sov- étríkin börðu niður uppreisnina í Ungverja- landi síðar sama ár. Vinstristjórnin er tók við völdum árið 1971 hafði brotthvarf varnarliðsins einnig á stefnu- skrá sinni. Það dróst hins vegar á langinn að málið yrði tekið upp, ekki síst vegna þess að innan Framsóknarflokksins voru menn ekki á einu máli sáttir hversu langt bæri að ganga í þessum efnum. Það var ekki fyrr en í för Ein- ars Ágústssonar utanríkisráðherra til Wash- ington í janúar árið 1973 að málið var tekið upp við Bandaríkjastjórn með formlegum hætti. Um hálfu ári síðar, hinn 12. júní, til- kynnti Einar sendiherra Bandaríkjanna á Ís- landi, Frederick Irving, að íslenska ríkis- stjórnin hefði ákveðið að setja í gang það ferli sem 7. grein varnarsamnings- ins gerði ráð fyrir. Samkvæmt því ferli varð NATO að gefa álit sitt á hernaðarlegu gildi Íslands. Það var fyrst gert með greinargerð hernaðarnefndar bandalagsins 6. september 1973 þar sem fram kom að enn væri mikil þörf fyrir bandarískt herlið á Ís- landi. Fastafulltrúar bandalagsins létu málið einnig mikið til sín taka en þess má geta að Donald Rumsfeld, núverandi varnarmálaráð- herra, var þá fastafulltrúi Bandaríkjanna í höfuðstöðvum bandalagsins í Brussel. Á fundi 5. desember skoraði fastaráðið á ís- lensk stjórnvöld með ályktun að veita banda- laginu áframhaldandi afnot af Keflavíkurflug- velli. Í mars 1974 kölluðu þeir Ólafur Jóhann- esson og Einar Ágústsson Irving á sinn fund og lögðu stjórnarin fyrstu má brott í á hins vega ríkjamenn fyrir þing um vorið. vinstristjó Framsókn Stefnubre völdum í gengið frá ið er fari grein. Þær vi Bandaríkj undu gre fyrst um komið á þ viðræður einungis u inn, áþekk Með br stjórnvald komnar á skipti æð urnar snú tæknilega og viðræð tískar við vilji sé fyr samnings upphafi. Forystu því yfir á urinn tryg ur sé einu eigi ekki a Það má staða Ísla ið á brott Reynt á ga Viðræður eru nú að hefjast milli Íslands og Bandaríkj- anna um framtíð varnar- samstarfsins. Steingrímur Sigurgeirsson veltir fyrir sér hugsanlegri þróun. Varnarliðsmenn í flugskýli á Keflavíkurflugvelli. Færi h Það má einnig velta því fyrir sér hver yrði staða Íslands ef banda- rískt herlið hyrfi alfarið á brott frá Íslandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.