Morgunblaðið - 07.06.2003, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2003 29
Þ
AÐ hefur varla farið
fram hjá nokkrum
manni að mikill
vandi steðjar að
Raufarhafn-
arhreppi. Umræðan hefur farið
út um víðan völl og misvitrir
spekingar komið með misskyn-
samlegar lausnir á vandanum.
Ég varð fyrir vonbrigðum með
umfjöllun Morgunblaðsins, sem
yfirleitt viðhefur heiðarlega
blaðamennsku.
Glennulegar
fyrirsagnir með
meginmáli falið í
neðanmálstexta.
Þrátt fyrir betri
upplýsingar og
ítrekaðar leið-
réttingar er mál-
um stillt þannig
upp að sá mikli
kvóti sem skráð-
ur er á báta með
heimahöfn á
Raufarhöfn komi
heimamönnum til
góða og upplýs-
ingar um land-
anir eru að engu
hafðar. Verið er
að bera saman epli og appels-
ínur. Og áfram halda skrif í leið-
ara: „Ykkur er engin vorkunn,
þið getið bara tekið til heima hjá
ykkur með allan þennan kvóta.“
Er til of mikils mælst að blaða-
maður greini hismið frá kjarn-
anum?
Vilja menn Grænlands-
úrræðin?
Raufarhafnarbúar frábiðja
sér það að vera meðhöndlaðir
sem þurfalingar. Við erum rík af
mannauði með einhverja bestu
náttúrulegu höfn landsins og hér
rétt fyrir utan eru gjöful fiski-
mið. Varðandi hreppaflutninga
og skrif í leiðara um þau mál
(undir formerkjum hagræðing-
ar) þá vil ég minna fólk á tilraun
sem gerð var í Grænlandi fyrir
nokkrum árum þar sem fólk var
flutt úr smáþorpum í blokkir í
Nuuk og við tóku mikil (og dýr)
félagsleg vandamál. Einnig væri
gaman að reikna það til enda
hvað þyrfti að borga hverjum og
einum fyrir húsin til að viðkom-
andi gæti flutt suður (því fæstir
þeirra sem flytja úr smáþorpum
fara nema í skamman tíma í
næsta stóra byggðakjarna). Er
næga vinnu að hafa í Reykjavík?
Er félagsþjónustan tilbúin að
taka við hundruðum ef ekki þús-
undum manna til viðbótar? Er
það kannski viðunandi lausn að
búa til 300 manna (sinnum öll
smáþorp í landinu) fátækra-
hverfi í Reykjavík með tilheyr-
andi vandamálum og kostnaði?
Hvaða máli
skiptir atvinnan?
Ef við höldum áfram þessari
hugsun um hagræðinguna væri
þá ekki næsta skref að fara með
allan íslenskan fisk beint út á
markaði í stað þess að rembast
við landvinnslu?
Hugsum málin aðeins áður en
farið er að gaspra um lausnir
sem geta lagt líf fjölda fólks í
rúst. Hvað gerum við ekki þegar
börnin okkar misstíga sig í líf-
inu? Við leitum leiða til að hjálpa
þeim á fætur aftur og verða
sjálfbjarga. Í flestum tilvikum
tekst það ef markvissum aðgerð-
um er beitt og þau verða að nýt-
um þjóðfélagsþegnum sem
borga sína skatta og skyldur til
samfélagsins. Minnumst okkar
minnstu bræðra.
Ófeimin við samanburð
Við Raufarhafnarbúar erum
skattgreiðendur, þar sem opin-
ber þjónusta er í al-
gjöru lágmarki en í
henni felst heilsu-
gæsla með hjúkr-
unarfræðingi og
lækni sem kemur
tvisvar í viku og
löggæsla (sem nær
frá Langanesi að
Húsavík). Hins
vegar er hér einnig
allt sem hægt er að
hugsa sér í hvers-
dagslegu lífi s.s.
leikskóli, grunn-
skóli, tónlistar-
skóli, íþróttamið-
stöð með sundlaug
og heilsurækt,
véla- og trésmiðja,
verslun, sjoppa, bar, félagsheim-
ili, hótel og að ógleymdri ósnort-
inni náttúru svo lítið eitt sé talið
upp.
Við erum ófeimin við það að
gerðir verði þjóðhagslegir út-
reikningar á hagkvæmni byggð-
arinnar.
Við vinnum mikið saman
Ein af þeim hugmyndum sem
reifaðar hafa verið er að þvinga
Raufarhöfn til að sameinast
öðru sveitarfélagi! Það stendur
ekki í Raufarhafnarbúum að
sameinast öðru sveitarfélagi en í
guðanna bænum gerum það á
réttum forsendum. Í dag er sam-
vinna sveitarfélaga á norðaust-
urhorninu með miklum ágætum
og vandséð að verulegur sparn-
aður náist í bráð. Rekin er sam-
eiginleg skóla- og félagsþjón-
usta, samvinna er t.d. í
sorpmálum, ferða-
málum, hafnar-
framkvæmdum og
bruna- og slysa-
vörnum. 60 og 70
kílómetrar eru í
næstu þéttbýlis-
kjarna í hvora átt-
ina frá Raufarhöfn.
Það er auðséð að
lágmarksþjónusta
s.s. grunnskóli
verður að vera á
hverjum stað.
Nú skrifa menn og skrafa um
málið en hefur einhverjum dott-
ið í hug að hringja hingað austur
til að spyrjast fyrir? Það hefur
allavega ekki komist inn í um-
ræðuna.
Ráðstjórn hagræðingar?
Í Kína á sínum tíma var próf-
að að láta alla ganga í eins fötum
sem örfáar ríkisreknar verk-
smiðjur saumuðu. Sú tilraun
tókst að sjálfsögðu ekki því að
upp úr stendur að mannlífið er
skrautlegra en það, sem betur
fer. Undirrituð er mikill tals-
maður hagræðingar. En henni
eru takmörk sett. Verðmæti
mannauðs, fjárfestinga, gjöfulla
fiskimiða og möguleika í ferða-
þjónustu verða að njóta sín í
þjóðhagslegum samanburði.
Það steðja erfiðleikar að
Raufarhafnarhreppi. Þorp sem
áður skilaði þjóðarbúinu miklum
verðmætum þarf aðstoð við að
aðlaga sig breyttum tímum. Er
um of mikið beðið að fá sann-
gjarna umfjöllun?
Sýnið okkur
skilning
Eftir Guðnýju Hrund Karlsdóttur
’ Raufarhafnarbúar frá-biðja sér það að vera með-
höndlaðir sem þurfalingar.
Við erum rík af mannauði
með einhverja bestu nátt-
úrulegu höfn landsins og
hér rétt fyrir utan eru gjöf-
ul fiskimið. ‘
Höfundur er sveitarstjóri Rauf-
arhafnarhrepps.
Guðný Hrund
Karlsdóttir
fram drög að tillögum íslensku
nnar en þau gerðu ráð fyrir því í
álsgrein að varnarliðið hyrfi af landi
áföngum. Framsóknarmenn lögðu
ar mikla áherslu á það við Banda-
n að þeir svöruðu ekki tillögunum
gkosningar sem áttu að eiga sér stað
Niðurstaða kosninganna varð sú að
órnin féll og við tók ríkisstjórn
narflokks og Sjálfstæðisflokks.
eyting varð hjá íslenskum stjórn-
hermálinu og 22. október 1974 var
á samkomulagi sem batt enda á ferl-
ð hafði í gang samkvæmt sjöundu
Komnar á æðsta stig
iðræður sem nú fara í gang við
jastjórn verða ekki á grundvelli sjö-
einarinnar, að minnsta kosti ekki
sinn. Málið er hins vegar jafnframt
það stig að ekki verður um bókunar-
að ræða, þ.e. að viðræðurnar snúist
um nýja bókun við varnarsamning-
ka þeim er gerðar voru 1994 og 1996.
réfi Bandaríkjaforseta til íslenskra
da má segja að viðræðurnar séu
á æðsta stig og verði héðan í frá orða-
ðstu ráðamanna ríkjanna. Viðræð-
úast í augum Íslendinga ekki um
a útfærslu varnarsamningsins líkt
ður um fyrri bókanir. Þær verða póli-
ðræður þar sem reyna mun á hvort
rir hendi að halda í þá gagnkvæmni
sins er hefur verið einkenni hans frá
umenn ríkisstjórnarinnar hafa lýst
síðustu árum að ef varnarsamning-
ggi ekki lengur varnir Íslands held-
ungis eftirlitsstöð fyrir Bandaríkin
að starfrækja hana lengur.
Herinn burt?
á einnig velta því fyrir sér hver yrði
ands ef bandarískt herlið hyrfi alfar-
t frá Íslandi. Það gæti gerst með
tvennum hætti. Annars vegar með uppsögn
samningsins samkvæmt 7. grein og hins veg-
ar með endurskoðun samningsins til dæmis á
þann veg að hann fæli áfram í sér varnar-
skuldbindingar en ekki fast varnarlið.
Ef sú leið yrði farin að segja upp samn-
ingnum samkvæmt sjöundu grein sáttmálans
færi málið fyrir fastaráð NATO og má þá
gera ráð fyrir að leitað yrði álits SACEUR,
æðsta yfirmanns evrópska herstjórnarsvæð-
isins.
Sá er ávallt Bandaríkjamaður og jafnframt
æðsti yfirmaður herafla Bandaríkjanna í
Evrópu. Núverandi SACEUR, James L. Jon-
es, er sagður mikill talsmaður þeirrar þróun-
ar innan hersins sem liggur að baki tillögum
Bandaríkjanna varðandi Keflavík. Það er því
ekki talið líklegt að mat hans verði frábrugðið
mati bandarískra stjórnvalda.
Aukin ábyrgð
Ef Bandaríkjaher hverfur á brott myndi
Ísland væntanlega alfarið
taka við rekstri Keflavík-
urflugvallar og bera
ábyrgð á öryggi hans og
viðhaldi. Í því fælist meðal
annars að flugvellinum
yrði haldið opnum allan
sólarhringinn alla daga
ársins til að tryggja flug-
öryggi á Norður-Atlants-
hafi. Þá yrði að tryggja öryggi sjálfs alþjóða-
flugvallarsvæðisins og huga að öryggi
flugumsjónarsvæðis Íslands. Að auki má gera
ráð fyrir að efla yrði þyrlubjörgunarsveit
Landhelgisgæslunnar þannig að hún gæti
tekið við því hlutverki sem þyrlubjörgunar-
sveit varnarliðins hefur gegnt í gegnum árin.
Ísland yrði jafnframt áfram aðili að Atl-
antshafsbandalaginu og væri þá komin upp
svipuð staða og á árunum 1949–1951, þ.e. frá
því ríkið gerðist aðili að NATO og fram til
þess að varnarsamningurinn var undirritað-
ur.
Þá var í gildi Keflavíkursamningurinn er
gerður var 1947 en með honum var Keflavík-
urflugvöllur afhentur Íslendingum ásamt öll-
um óhreyfanlegum mannvirkjum til eignar
og umráða. Einnig voru Bandaríkjunum
heimiluð ákveðin afnot af flugvellinum. Var
það í tengslum við millilendingar vegna her-
setu Þýskalands. Velta má fyrir sér hvort
Bandaríkin hefðu í dag þörf fyrir slík afnot
vegna breyttrar tækni og aukinnar lang-
drægni flugvéla þeirra.
Engin tæknileg vandkvæði
Tæknilega séð yrðu engin vandkvæði
bundin við aðild að NATO þó svo að hér væri
ekki bandarískt herlið. Íslendingar myndu þá
taka við þeim mannvirkjum sem hér hafa ver-
ið byggð upp á vegum bandalagsins og með
styrkjum úr Mannvirkjasjóði NATO, s.s.
hertum flugskýlum F-15-vélanna, Helguvík,
flugbrautunum og ratsjárstöðvunum. Vænt-
anlega yrði gerð krafa um það af hálfu banda-
lagsins að þeim yrði haldið við þannig að hægt
yrði að nýta þau ef þörf
krefði.
Ísland hefur til þessa
ekki greitt í Mannvirkja-
sjóðinn þar sem að Banda-
ríkin hafa verið í fyrirsvari
(host nation) gagnvart
honum. Ef Ísland tæki að
sér fyrirsvar gagnvart
sjóðnum yrði þá að greiða
í hann framlög og má gera ráð fyrir að þau
myndu hlaupa á einhverjum milljónatugum
árlega. Á móti gætu þá komið framlög til
dæmis til að halda við mannvirkjunum.
Enn á þá eftir að koma í ljós hver niður-
staða viðræðna Íslands og Bandaríkjanna
verður. Íslensk stjórnvöld munu eflaust
benda á þegar Bandaríkin hafa í gegnum árin
talið að þörf væri á auknum búnaði og aðstöðu
vegna öryggisþarfa þeirra hafi íslensk stjórn-
völd orðið við þeim bónum. Nú reynir á hvort
sú gagnkvæmni, sem samningurinn gerði ráð
fyrir, sé til staðar þegar öryggishagsmunir
Íslands eru að veði.
agnkvæmnina
Morgunblaðið/RAX
herinn á brott myndu Íslendingar taka við rekstri flugvallarins.
Nú reynir á hvort sú
gagnkvæmni, sem samn-
ingurinn gerði ráð fyrir,
sé til staðar þegar
öryggishagsmunir
Íslands eru að veði.