Morgunblaðið - 07.06.2003, Side 39
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2003 39
✝ Valdimar Jóns-son fæddist í
Árbæ í Reykhóla-
sveit 19. ágúst 1950.
Hann lést af slysför-
um 30. maí síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Jón Þórðarson,
f. 2. júní 1911, d. 24.
september 1995, og
Elísabet I. Guð-
mundsdóttir, f. 30.
júlí 1912, d. 12. nóv-
ember 1998. Systk-
ini Valdimars eru
Guðlaug, f. 1. sept-
ember 1946, og
Þórður Magnús, f.
29. september 1947.
Valdimar kvæntist 31. janúar
1977 eftirlifandi eiginkonu
sinni, Steinunni Erlu Þorsteins-
dóttur, f. 8. júlí 1954.
Börn þeirra eru: 1) Óskar, f. 4.
febrúar 1976, maki
Silja Guðrún Sig-
valdadóttir, f. 12.
desember 1978,
sonur hans er
Kristinn Þór, f. 23.
nóvember 1996. 2)
Hrönn, f. 1. septem-
ber 1977, maki Arn-
grímur Kristjáns-
son, f. 22. ágúst
1975. 3) Hallfríður,
f. 28. júlí 1980,
maki Eggert Ólafs-
son, f. 1. apríl 1980,
sonur þeirra er
Ólafur Stefán, f. 24.
janúar 2002. 4) El-
ísabet Ingibjörg, f. 23. október
1991. 5) Valdís Kristín, f. 20. maí
1993.
Útför Valdimars fer fram frá
Reykhólakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Elsku pabbi minn. Nú ertu far-
inn frá okkur og þín er sárt saknað.
Ég ætla að skrifa nokkur minning-
arorð til þín. Þú varst mér alltaf
svo góður og vildir allt fyrir börnin
þín gera til að okkur liði sem best.
Þegar við vorum lítil var alltaf
hægt að fá þig til að leika við okk-
ur, sérstaklega man ég eftir löggu-
og bófaleiknum okkar þar sem við
áttum að fela okkur og þú að finna
okkur og reyna að ná, það var allt-
af mikil spenna hvort þér mundi
takast það. Og allar sundferðirnar
þar sem þú varst hákarl og fórst í
kaf og greipst um fæturna okkar
svo við hrópuðum og hlógum.
Alltaf þegar ég átti erfitt með að
sofna komst þú til mín og straukst
um hárið mitt og tókst utan um
mig þangað til ég sofnaði. Alltaf
var gaman og gott að tala við þig,
þú hafðir þínar skoðanir á vissum
hlutum, stundum kom fyrir að við
vorum ekki alveg sammála og þá
fórum við að þræta og hvorugt
okkar vildi gefast upp. Reyndar
höfðum við lúmskt gaman af því.
Þú hafðir breiðan tónlistarsmekk
og ég lærði að meta ýmsa tónlist
sem þú hlustaðir á. Þú hafðir mik-
inn áhuga á landafræði, maður gat
alltaf spurt þig um eitthvert land
eða borg og þú vissir svarið nánast
strax.
Jæja, elsku hjartans pabbi minn,
ég á eftir að sakna þín sárt en ég
veit að þú ert á góðum stað núna
og ert hjá okkur. Við munum hitt-
ast aftur einhvern tímann og þá
verða miklir fagnaðarfundir.
Mig langar að lokum að kveðja
þig með lagi sem þér líkar.
Mér finnst ég varla heill né hálfur maður
og heldur ósjálfbjarga, því er verr.
Ef værir þú hjá mér vildi ég glaður
verða betri en ég er.
Eitt sinn verða allir menn að deyja.
Eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það en samt ég verð að segja,
að sumarið líður allt of fljótt.
(Vilhjálmur Vilhjálmsson.)
Hrönn.
Elsku pabbi minn, nú ertu farinn
mér frá og eftir sit ég með sár í
minni sál.
Allar minningarnar um þig
hrannast upp í huga mér. Mér er
minnisstæðast þegar ég var að
flytja á milli Ísafjarðar, Reykjavík-
ur og Reykhóla, þá varst þú alltaf
tilbúinn að koma og hjálpa mér.
Svo núna síðastliðinn vetur komst
þú á hverjum morgni eftir að þú
varst búinn að keyra börnin í skól-
ann, og sóttir mig og Ólaf og
keyrðir okkur heim til ykkar
mömmu. Hann Ólafur sem er eins
árs var alltaf að tala um „afa
burra“. Alltaf þótti mér gaman að
horfa á handbolta með þér, þú
varst alltaf svo stressaður, að ef
það gekk vel þá gekkst þú um gólf
af stressi yfir að eitthvað færi úr-
skeiðis. Svo fékk borðið að finna
fyrir því ef eitthvað gekk illa.
Elsku pabbi, ég læt hér fylgja
smásálm sem þér hefur eflaust þótt
fallegur. Við sjáumst seinna.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Þín elskandi dóttir,
Hallfríður.
Elsku tengdafaðir, nú ertu farinn
frá okkur, minnisstæðastar eru all-
ar sögurnar sem þú varst alltaf að
segja okkur sem voru alltaf jafn
skemmtilegar, það var líka alltaf
gaman að fá að tala við þig um allt
og ekkert. Þú varst líka svo góður
faðir, tengdafaðir og afi. En núna
ertu farinn frá okkur öllum og ætl-
um við að kveðja þig með nokkrum
orðum úr Jóhannesarguðspjalli.
Hjarta yðar skelfist ekki;
trúið á Guð og trúið á mig.
Frið læt ég eftir hjá yður,
minn frið gef ég yður.
(Jóhannes 14, 1 og 27.)
Arngrímur og Eggert.
Kynni mín af Valdimar Jónssyni
voru ekki löng. Þau hófust fyrir
átta mánuðum þegar ég tók við
starfi sveitarstjóra í Reykhóla-
hreppi.
Sá sem tekur við slíku starfi í fá-
mennu sveitarfélagi kynnist mörg-
um eða flestum íbúanna nokkuð
fljótt. Valdimar var þar að auki
verktaki hjá hreppnum, annaðist
skólaakstur í Gufudalssveit og sá
um viðhald sundlaugar á Reykhól-
um.
Við Valdimar ræddum talsvert
saman; hann kom á minn fund og
við fórum yfir ýmis mál eins og
gengur. Valdimar var hægur og ró-
legur og það var gott að spjalla við
hann. Störf sín fyrir hreppinn
leysti hann með prýði og ég minn-
ist hans með hlýhug.
Eins og aðrir hef ég þurft að
þola fráfall nákominna ættingja.
En það er hins vegar nýtt fyrir
mér borgarbarninu að upplifa það
þegar lítið þorp eins og Reykhólar
verður fyrir svona missi. Allt þorp-
ið hefur orðið fyrir höggi og sorgin
grúfir yfir Reykhólum vegna þessa
óskiljanlega slyss.
Ég færi ekkju Valdimars Jóns-
sonar, Steinunni Þorsteinsdóttur,
og fimm börnum þeirra mínar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Einar Örn Thorlacius.
Upp rann uppstigningardagur
29. maí, bjartur og fagur. Við fjöl-
skyldan lögðum í ferðalag frá
Hafnarfirði til Reykhóla að heim-
sækja fólkið sem er okkur orðið svo
kært eftir þann stutta tíma sem við
deildum með því kjörum. Heima-
sætan á leiðinni í sveitina eftir
prófin lét lengingu skólaársins ekki
aftra sér og fékk frí um leið og síð-
ustu prófin voru búin. Í Bröttu-
brekku áttuðum við okkur á því, of
seint til að heilsa, að á móti okkur
kom akandi bifreið úr Reykhóla-
sveit. Rétt í sviphendingu sáum við
Steinunni hans Valda við stýrið á
þeirri sömu bifreið sem Valdi lán-
aði mér svo fúslega þegar konan
mín velti jeppanum á Laxárdals-
heiðinni um árið, með fimm stráka
innanborðs, og þurfti að sækja þau
á heilsugæsluna í Búðardal, til allr-
ar blessunar ósködduð.
Brátt blöstu Reykhólar við í
sinni fegurstu mynd, enda veðrið
frábært. Gróðurilmur í lofti eftir
kærkomið úrhelli nóttina áður.
Dagurinn leið hratt og á stuttum
tíma var heilsað upp á menn og
málleysingja og fengnar fréttir af
gangi mála í sveitinni. Sérstaklega
var mér hugleikið að fá fréttir af
Þörungaverksmiðjunni og gangi
nýrrar þangvertíðar, enda hafði ég
starfað þar síðustu þrjár vertíðir á
undan. Samgladdist fólki yfir góðri
byrjun vertíðar og góðri stöðu sölu-
mála. Við ókum heim í Hafnarfjörð-
inn um kvöldið með rómantískar
hugsanir um sveitina í hjarta, þó ef
til vill minnug þess að náttúra
þessarar sveitar er ekki bara gjöf-
ul, hún á það líka til að taka.
Að kvöldi 30. maí dimmdi yfir.
Dóttir okkar hringdi heim, gjör-
samlega miður sín, og sagði okkur
að hann Valdi væri dáinn, hefði
lent í slysi við þangslátt. Hún átti
erfitt með að átta sig á þessum
staðreyndum og kenndi svo til með
Elísabetu og Valdísi vinkonum sín-
um, sem misstu svo mikið í einni
sjónhendingu. Mín viðbrögð við
fréttunum voru á sömu lund, en til
viðbótar við innilega hluttekningu
með eiginkonu, börnunum fimm,
barnabörnum og öðrum aðstand-
endum kemur efi og sjálfskoðun
sem ávallt hlýtur að koma upp á yf-
irborðið þegar örlögum hagar á
þennan veg; var eitthvað hægt að
gera til að koma í veg fyrir að
svona færi? Enda þótt þangsláttur
í Breiðafirði hafi fram að þessu
verið stundaður í 28 ár án stórra
slysa, þá er missir þessa manns
óbætanlegur með öllu og spurning-
arnar knýja á.
Kynni okkar Valdimars Jónsson-
ar hófust þegar ég tók við stöðu
framkvæmdastjóra Þörungaverk-
smiðjunnar vorið 2000. Valdi kom
mér fyrir sjónir sem fremur hlé-
drægur maður, jafnlyndur og
stefnufastur. Hann ók skólabíl á
veturna en stundaði þangslátt á
sumrin og hafði svo verið um ára-
bil. Fyrr á árum var hann m.a.
verksmiðjustjóri Þörungaverk-
smiðjunnar og því öllum hnútum
kunnugur í rekstri hennar. Áttum
við allnokkra fundi um málefni
þangsláttumanna og Þörungaverk-
smiðjunnar og var þessi rekstur
Valda mjög hugleikinn. Að mínu
frumkvæði gekk hann til samstarfs
um þangslátt við Jón Atla Játvarð-
arson og var núverandi þangvertíð
sú þriðja sem það fyrirkomulag var
við lýði. Höfðu þeir félagar áður
gjarnan verið einir með sláttu-
pramma og þótti mér það óhæft út
frá öryggissjónarmiðum, betra
væri að tveir væru saman ef eitt-
hvað bæri út af. Því miður dugði
þessi ráðstöfun ekki þegar slysið
hörmulega átti sér stað.
Við fjölskyldan sendum þér
Steinunn, börnum, barnabörnum
og öllum aðstandendum okkar inni-
legustu samúðarkveðjur og vonum
að þið öðlist styrk í sorg ykkar.
Genginn er góður maður sem mun
lifa í hjörtum allra sem þekktu
hann.
Halldór Halldórsson.
Óvænt hefur sláttumaðurinn
slyngi borið ljá sinn í okkar hóp.
Skarðið sem þar myndaðist fyllist
seint.
Ég vil minnast, fátæklegum orð-
um, Valdimars Jónssonar, sem hrif-
inn var á brott öllum að óvörum.
Veturinn 1975–1976 sá Valdimar
um skólaaksturinn. Undirritaður
var þá að stíga sín fyrstu skref út í
lífið. Snjóþungt var þennan vetur
og oft leiðindaveður. Eitt sinn á
heimleiðinni var þæfingsskafrenn-
ingur og ekki árennilegt fyrir mig
að hlaupa yfir skaflinn og inn. Ég
hef sjálfsagt verið brattur og talið
þetta lítið mál að koma mér þessa
fáu metra.
Nei! sagði Valdimar, komdu, ég
skal leiða þig, svo þú komist nú
öruggur heim. Þessi vinnubrögð
einkenndu Valdimar.
Í nokkur ár vann ég svo með
hléum undir stjórn Valda í Þör-
ungaverksmiðjunni. Oft var slegið
á létta strengi og gerðum við oft
grín hver að öðrum. Aðeins einu
sinni sá ég hann skipta skapi og
áttum við það fyllilega skilið.
Garðurinn, eða öllu heldur sælu-
reitur þeirra Valdimars og Stein-
unnar, ber vott um samheldni
þeirra og samvinnu og til fyrir-
myndar er hversu smekklega er
gengið frá öllu. Genginn er góður
drengur og gæðasál.
Fjölskyldu og ættingjum Valdi-
mars votta ég mína innilegustu
samúð.
Þrymur Sveinsson
frá Miðhúsum.
VALDIMAR
JÓNSSON
Ég átti því láni að
fagna að kynnast Hall-
dóri E. Sigurðssyni
vel á síðustu árum starfsævi hans
sem voru hjá Búnaðarbanka Ís-
lands. Ég var þá nýbyrjaður að
starfa hjá bankanum og var Hall-
dóri til aðstoðar við milliinnheimtu
hjá bankanum.
Óhætt er að segja að samskiptin
við Halldór voru lærdómsrík og
góður skóli í mannlegum samskipt-
um.
Ég hélt sem ókunnugur að Hall-
dór væri þurr á manninn, hafði ein-
ungis séð hann í sjónvarpi, alvar-
HALLDÓR E.
SIGURÐSSON
✝ Halldór EggertSigurðsson
fæddist á Hauka-
brekku í Fróðár-
hreppi á Snæfells-
nesi 9. september
1915. Hann lést á
hjúkrunarheimilinu
Skógarbæ 25. maí
síðastliðinn og var
útför hans gerð frá
Borgarneskirkju 2.
júní.
legan að tala um
landsmálin.
Reynslan varð önn-
ur. Halldór var ein-
staklega hlýr maður
og hafði ótrúlega gott
lag á því að kynnast
nýju fólki og vildi
hjálpa því í ölduróti
þeirra erfiðleika sem
það var komið í þegar
mál voru illa komin.
Hann var afar kurteis
og ávarpaði konurnar
jafnan sem frúr og tal-
aði við alla sem jafn-
ingja. Ég kann mörg
dæmi þess að mál skipuðust þannig
að fólk hringdi sem hafði lofað
Halldóri því að greiða á ákveðnum
tíma, miður sín, því það vildi ekki
bregðast trausti Halldórs.
Halldór var ávallt virðulegur
maður, hægur í fasi með mikinn
persónuleika og hafði þann eigin-
leika að geta hlustað á fólk. Hann
var íhugull og grandvar maður sem
fór ekkert í flaustri og var um leið
afar tryggur skjólstæðingum sínum
og átthögum.
Vesturlandskjördæmið og ekki
síst Borgarnes og Dalir áttu hug
hans og hann fylgdist vel með því
sem þar var að gerast.
Margrét og fjölskyldan voru þó
að sjálfsögðu númer eitt og hann
hafði yndi af barnabörnunum og
hann hafði sérstaklega gaman af
því þegar nafni hans kom í heim-
sóknir til hans á skrifstofuna og
talaði þá við hann eins og fullorðinn
mann.
Halldór kunni kynstrin öll af
kímisögum og hafði ríka frásagn-
argáfu, og gerði þá ekkert síður
góðlátlegt grín að sjálfum sér.
Hann var ekki efnishyggjumað-
ur, einkar laginn og yfirlætislaus
en afar drjúgur og fastur fyrir í
sínum störfum eins og sannast hef-
ur og hafa þessir eðlisþættir ekki
spillt fyrir í framgangi hugðarefn-
anna hjá honum.
Nú þegar Halldór E. Sigurðsson
er allur er mér efst í huga þakklæti
til manns sem mér þótti vænt um
og gerði mig að betri manni.
Þakklæti til manns sem gat miðl-
að því jákvæða á sanngjarnan og
yfirlætislausan hátt.
Margréti, Gísla, Sigurbjörgu,
Sigurði börnum þeirra og fjölskyld-
um votta ég dýpstu samúð.
Blessuð sé minning Halldórs E.
Sigurðssonar.
Kristján B. Snorrason.
Kveðja frá bæjarstjórn
Borgarbyggðar
Það er með virðingu og þakklæti
sem Borgarnesingar minnast Hall-
dórs E. Sigurðssonar sem nú er
fallinn frá.
Halldór E. Sigurðsson réðst sem
sveitarstjóri í Borgarnes árið 1955
og næsta aldarfjórðunginn var
Halldór í fararbroddi í ýmsum
framfaramálum byggðarlagsins.
Halldór starfaði sem sveitarstjóri
fram til ársins 1969, hann sat í
sveitarstjórn frá árinu 1962 til árs-
ins 1970. Hann var alþingismaður
Mýrarmanna frá 1956 og síðar
Vesturlandskjördæmis, allt til árs-
ins 1979. Auk þessa voru Halldóri
falin ýmis önnur trúnaðarstörf fyrir
Borgnesinga og Borgfirðinga.
Á þeim árum sem Halldór
gegndi starfi sveitarstjóra í Borg-
arnesi var mikill uppgangur í sveit-
arfélaginu og þá voru stigin fram-
faraspor sem enn þann dag í dag
setja mark sitt á bæinn. Halldór
bar vöxt og viðgang sveitarfé-
lagsins fyrir brjósti og var ötull
baráttumaður fyrir sitt byggðarlag,
ekki síst á vettvangi alþingis. Í tíð
Halldórs sem samgönguráðherra
var ráðist í byggingu Borgarfjarð-
arbrúarinnar sem er einhver mesta
samgöngubót síðari tíma á Vest-
urlandi.
Bæjarstjórn Borgarbyggðar
sendir eftirlifandi eiginkonu Hall-
dórs, Margréti Gísladóttur, börnum
þeirra og öðrum aðstandendum sín-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Mig langar að minnast þess sem
ég gleymi aldrei þegar Halldór
kom fram í Efri-Langey í Klofn-
ingshreppi vorið 1943 til að sækja
mig sem vinnumann til sín að Stað-
arfelli í Dölum. Hann var með þrjá
hesta, einn handa mér og annan
undir farangur, sem var nú fremur
lítill. Ég var þá tæplega 17 ára.
Þetta átti eftir að verða mér gæfu-
spor, því ég kom frá fátæku heimili
og átti hvorki eitt né neitt, en hjá
Halldóri og Margréti fékk ég gott
viðurværi, félagsskap og nóg að
gera. Halldór var einstakur maður,
félagslyndur og skemmtilegur og
stutt í húmorinn, mjög gott að um-
gangast hann. Þarna var ég í þrjú
ár og leið ákaflega vel. Hann eggj-
aði mig til að fara í Reykholtsskóla
einn vetur og hafði ég mjög gott af
því.
Eftir þetta hafði ég alltaf sam-
band við Halldór og Margréti í
gegnum árin, þau reyndust mér
ákaflega vel. Við hjónin vottum
Margréti og börnum þeirra samúð
á þessum erfiðu tímamótum.
Einar Guðmundsson.