Morgunblaðið - 07.06.2003, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2003 45
HELGI Ólafsson (2.473) sýndi
enn á ný hvers hann er megnugur í
sjöttu umferð Evrópumótsins í skák
þegar hann gerði jafntefli við ellefta
stigahæsta skákmann mótsins, ísr-
aelska stórmeist-
arann Ilia Smirin
(2.662). Smirin er
enginn meðal-
maður í skák eins
og stig hans gefa
til kynna. Hann
er í 34. sæti á
heimslistanum og
komst í 13. sæti
listans í fyrra.
Meðal nýlegra af-
reka hans má
nefna sigur gegn heimsmeistarum
fyrrverandi, Anatoly Karpov (2.686),
í keppninni Rússland – heimurinn í
fyrra, þrátt fyrir að Karpov hefði
verið í frábæru formi í keppninni og
náð einna bestum árangri Rússanna.
Þá sigraði hann á hinu sterka ísr-
aelska meistaramóti undir lok árs í
fyrra. Hannes Hlífar Stefánsson
(2.565) gerði einnig jafntefli í sinni
skák gegn afar öflugum andstæð-
ingi, hinum 26 ára gamla rússneska
stórmeistara Alexander Lastin
(2.632). Lastin er í 27. sæti í styrk-
leikaröð keppenda og er í 61. sæti
heimslistans. Það sýnir vel hvers
Lastin er megnugur, að hann er nú-
verandi skákmeistari Rússlands eft-
ir óvæntan sigur á 55. meistara-
mótinu sem lauk í september í fyrra.
Rússneska meistaramótið hefur
ávallt verið eitt sterkasta mót hvers
árs. Hannes virðist því að vera ná sér
á strik og er jafn Helga í 44.-93. sæti
með 3½ vinning. Enn er það þó
frammistaða Helga sem vekur mesta
athygli, en meðalstig andstæðinga
hans eru 2.590. Ingvar Ásmundsson
(2.327) sat hjá í sjöttu umferð og er
með einn vinning. Hvít-Rússinn
Aleksej Aleksandrov (2.650) er efst-
ur á mótinu með 5 vinninga.
Sjöunda umferð fór fram í gær. Þá
tefldi Hannes við armenska stór-
meistarann Smbat Lputian (2.638),
Helgi við pólska stórmeistarann
Bartosz Socko (2.577) og Ingvar við
Tyrkjann Erdem Kayar (2077).
Alls taka 207 skákmenn þátt í
mótinu og eru stórmeistarar í mikl-
um meirihluta. Evrópumótið er eitt
sterkasta opna mótið í ár. Því lýkur
14. júní.
Íslensk mót á stigalista FIDE
Íslenskum mótum sem send eru til
alþjóðlegs stigaútreiknings hefur
fjölgað mikið að undanförnu. Það er
ágætis þróun, en í gegnum tíðina
hafa allt of fá mót verið reiknuð. Enn
ríkari ástæða er til að senda mót til
útreiknings núna þegar stigalág-
markið er komið niður í 1.800 stig.
Næsti stigalisti birtist 1. júlí og þá
verða eftirtalin skákmót reiknuð:
Íslandsmót skákfélaga, 1.-3. deild
VISA Fiskanes mótið
Meistaramót Hellis
Áskorendaflokkur
Stigamót Hellis.
Barnaskákmót Nb.is á
Broadway á sunnudaginn
Flestir af bestu skákmönnum
landsins af yngri kynslóðinni eru
skráðir til leiks á Barnaskákmóti
Nb.is, sem Hrókurinn efnir til á
Broadway á sunnudaginn, 8. júní.
Alls verða keppendur yfir 200 og er
til mikils að vinna. Allir keppendur á
mótinu eiga möguleika á glaðningi,
því einnig verður efnt til happdrætt-
is með margvíslegum vinningum.
Nokkrir af vinsælustu skemmti-
kröftum landsins koma fram, m.a.
Jóhanna Guðrún, Hreimur Örn og
skáktríó JFM.
Barnaskákmót Nb.is er fyrir börn
í fyrsta til sjötta bekk. Þegar er full-
bókað á mótið. Börn, sem ekki fá
tækifæri til að vera með í mótinu að
þessu sinni, fá hinsvegar að tefla við
skákmeistara í fjöltefli og eru áhuga-
samir krakkar hvattir til að mæta, en
fjölteflið hefst klukkan 13:35. Krakk-
ar sem taka þátt í fjölteflinu munu
líka eiga möguleika á vinningi í
happdrætti Hróksins, þar sem
glæsilegt hjól verður í fyrstu verð-
laun. Þá fá allir Pepsi og SS-pylsur
og Kjörís og allir keppendur á
Barnaskákmóti Nb.is fá miða fyrir
tvo í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn.
Fjölmörg fyrirtæki til viðbótar gefa
vinninga og verðlaun: Laugarásbíó,
BT, Pizza Hut, Borgarleikhúsið,
MacDonalds og Skákhúsið.
Opnuð hefur verið heimasíða
mótsins (http://icechess.com/nb-
motid) en þar er m.a. hægt að fræð-
ast um skráða keppendur.
Aðgangur á hátíðina er ókeypis
fyrir börn, en 500 krónur fyrir full-
orðna. Hrókurinn hvetur fólk til að
fjölmenna á Broadway á sunnudag-
inn og sjá hina nýju skákkynslóð.
Dagskrá mótsins (Athugið að
tímasetningar geta hnikast til.):
12:00 Húsið opnað. Sígild barna-
lög í flutningi JFM-tríós til að koma
sellunum af stað. Skráðir keppendur
mæti tímanlega.
13:00 Mótið sett. 1. umf.
13:30 2. umferð.
13:35 Fjöltefli fyrir börn og full-
orðna á efri hæð.
13:50 3. umferð.
14:10 4. umferð.
14:30 5. umferð.
14:50 6. umferð.
15:15- 17:00 Lokahóf og verð-
launaafhending. Jóhanna Guðrún og
Hreimur Örn
stíga á svið. SS-pylsur, Pepsi og
Kjörís. Dregið í happdrætti.
Skákþing Hafnarfjarðar
Skákdeild Hauka stendur fyrir
Skákþingi Hafnarfjarðar dagana
13.–15. júní. Teflt verður að Ásvöll-
um, félagsheimili Hauka í Hafnar-
firði. Heildarverðlaun í mótinu nema
40.000 kr. en þó er hugsanlegt að þau
verði lækkuð verði þátttakendur
færri en 20. Dagskráin verður sem
hér segir:
Föstud. 13.6. kl. 19:30, 1. – 3. umf.
Laugard. 14.6. kl. 10, 4. umf.
Laugard. 14.6. kl. 15, 5. umf.
Sunnud. 15.6. kl. 10, 6. umf.
Sunnud. 15.6. kl. 15, 7. umf.
Í fyrstu þremur umferðunum
verða tefldar atskákir, með 25 mín-
útna umhugsunartíma og í síðustu
fjórum umferðunum verða kapp-
skákir þar sem hvor keppandi hefur
90 mínútur á 30 leiki og svo 30 mín-
útur til að ljúka skákinni. Kappskák-
irnar verða reiknaðar til FIDE stiga.
Teflt verður eftir svissnesku kerfi.
Verðlaun miðað við a.m.k. 20 kepp-
endur:
1. vl. 20.000 kr.
2. vl. 12.000 kr.
3. vl. 8.000 kr.
Sérstök aukaverðlaun fyrir þá
sem hafa 2.100 stig eða minna verða
Chess Assistant 7.0 í boði Taflfélags-
ins Hellis. Stigaútreikningur ræður
hver hlýtur þau, ef keppendur verða
jafnir. Einnig eru bókaverðlaun fyrir
þann aðila 16 ára eða yngri sem verð-
ur efstur.
Þátttökugjald er 1.500 fyrir full-
orðna og 1.000 fyrir börn 16 ára og
yngri. Allar frekari upplýsingar um
mótið má nálgast hjá Auðbergi
Magnússyni í síma 821 1963 eða aui-
@simnet.is.
Helgi gerði jafntefli við Ilia
Smirin á Evrópumótinu
SKÁK
Istanbul
30. maí – 14. júní 2003
EVRÓPUMÓTIÐ Í SKÁK
Daði Örn Jónsson
dadi@vks.is
Helgi Ólafsson
skákmaður.
FRÉTTIR
STARFSFÓLK Fálkans og Schneid-
er Electric-stofnunin hafa ákveðið
að styrkja Íþróttafélagið Ösp til
íþróttaþjálfunar ungs fólks með
hreyfi- og þroskahömlun og til þátt-
töku þess á Ólympíumóti fatlaðra í
Dyflinni í sumar. Styrkurinn nemur
samtals um 1.150.000 krónum.
Það hefur lengi verið stefna Fálk-
ans, að veita á hverju ári nokkurt fé
til styrktar starfsemi viðurkenndra
hjálparsamtaka. Tildrög þessa verk-
efnisins, eru þau, að veturinn 2001/
2002 bauð einn helsti birgir Fálkans,
Schneider Electric í Frakklandi,
Fálkanum þátttöku í alþjóðlegu
styrktarverkefni, sem nefnist LULI,
og miðar sérstaklega að því að efla
hag barna, sem af einhverjum
ástæðum eru stuðningsþurfi.
Til þess að samhæfa og styðja slík
verkefni hefur Schneider Electric
sett á fót styrktarstofnun, Schneider
Electric-stofnunina. Það er forsenda
fyrir aðkomu Schneiders að verk-
efni sem þessu, að bæði starfsmenn
og fyrirtækið í viðkomandi landi séu
virkir þátttakendur í verkefninu, og
að það sé unnið í samvinnu við op-
inberlega viðurkennd samtök, segir
meðal annars í fréttatilkynningu.
Til að gera þetta verkefni að
veruleika ákváðu starfsmenn Fálk-
ans að gefa hver um sig sem svarar
einnar klukkustundar launum á
mánuði gegn samsvarandi framlagi
fyrirtækisins. Í fyrra hlutu styrkinn
Landssamtökin Þroskahjálp en að
þessu sinni er það íþróttafélagið Ösp
sem hann hlýtur. Safnast hafa
700.000 kr., og voru þær afhentar
Ösp nýlega. Því til viðbótar kemur
styrkur frá Schneider Electric-
stofnuninni upp á 5.000 evrur, sem
sjóðurinn mun greiða beint til Asp-
ar. Heildarstyrkveitingin nemur því
sem svarar um 1.150.000 krónum.
Fálkinn er þjónustu- og tækni-
fyrirtæki sem sérhæfir sig í bíla- og
vélahlutum, véltæknivörum og raf-
tæknivörum. Fyrirtækið rekur
verslun og þjónustuverkstæði á
Suðurlandsbraut 8 í Reykjavík.
Starfsmenn eru nú 26 talsins og
veltan árið 2002 var um 470 millj-
ónir kr.
Morgunblaðið/Sverrir
F.v. Ólafur Ólafsson, formaður Aspar, Páll Bragason, forstjóri Fálkans, og
Arndís Frederiksen, formaður starfsmannafélags Fálkans.
Styrkja ungt fólk
með hreyfi- og
þroskahömlun
AÐALFUNDUR Hringsins var
haldinn nýlega í Ársölum, Hótel
Sögu. Á starfsárinu var nýr
Barnaspítali Hringsins tekinn í
notkun. Athöfn fór fram í anddyri
nýja spítalans í lok janúar 2003, á
99 ára afmæli félagsins, þar sem
byggingin var formlega afhent.
Hringskonur afhentu á síðasta ári
200 milljónir til hins nýja Barna-
spítala Hringsins.
Í aprílmánuði opnuðu Hrings-
konur veitingasölu á fyrstu hæð
barnaspítalans. Þar munu gestir,
foreldrar veikra barna og starfs-
fólk geta fengið keyptar einfaldar
veitingar á vægu verði. Veit-
ingasalan er opin frá kl. 8 að
morgni til kl. 16 virka daga, en
skemur um helgar. Allur ágóði af
veitingasölunni mun renna til
Barnaspítala Hringsins.
Stjórn félagsins var endurkjörin
og er þannig skipuð fyrir næsta
starfsár: Áslaug Björg Viggósdótt-
ir formaður, Ragnheiður Sigurð-
ardóttir varaformaður, Greta Sig-
urjónsdóttir gjaldkeri, Laufey
Gunnarsdóttir ritari, og Sjöfn
Hjálmarsdóttir meðstjórnandi. Í
varastjórn sitja nú: Anna L.
Tryggvadóttir, Ingibjörg Jón-
asdóttir, Hrönn Jónsdóttir og
Brynhildur Erla Pálsdóttir.
Veitingasala opnuð á
Barnaspítala Hringsins
Morgunblaðið/Árni Sæberg
TIL SÖLU
FISFLUGVÉL
• Fisið er smíðað 1997 og er
heildarflugtími 95 klst.
• Er með Rotax 503, 50 hp
tvígengismótor með tvö
faldri kveikju.
• Neyðarfallhlíf. Er eins og ný.
• Yfirbyggð kerra getur selst með.
Upplýsingar í síma 699 1180
eða netfang johann@gi.is
Mörkinni 6 - Sími 588 5518
Vínrauðir
leðurjakkar
kr. 19.990
Stuttkápur
DILBERT
mbl.is
NÁMSKEIÐI í símtækni fyrir raf-
eindavirkjanema í Iðnskólanum í
Reykjavík í Grunni lauk á vordög-
um.
Símtækninámskeiðið var afrakst-
ur samkomulags Grunns ehf. og
Iðnskólans í Reykjavík sem gert var
í janúar síðastliðinn en samkvæmt
því tók Grunnur að sér kennslu í nú-
tímasímtækni fyrir skólann.
Á námskeiðinu var m.a. farið í
uppbyggingu fjarskiptakerfa fyrir-
tækja, skipulag símamála, IP-síma-
tækni og uppbyggingu Alcatel
OmniPCX Office-talmiðlara.
Um tilraunaverkefni er að ræða
og vegna góðrar reynslu hefur þess
verið farið á leit við Grunn að fram-
hald verði á þessu samstarfi, segir í
fréttatilkynningu frá Iðnskólanum.
Samstarfsverkefni
Grunns og Iðnskól-
ans í Reykjavík
BRÚÐKAUPSSÝNING verður á
Kaffi Duus í Keflavík á hvíta-
sunnudag. Kastalinn – blóm &
gjafavörur í Hafnargötu 39 í Kefla-
vík stendur fyrir sýningunni.
Sýndur verður brúðarfatnaður,
brúðarvendir og skreytingar auk
fatnaðar frá tískuversluninni
Mango í Keflavík. Rolls Royce með
brúðkaupsskreytingu verður til
sýnis á staðnum. Boðið verður upp
á kaffi, kökur, og brúðartertus-
makk. Sýningin stendur frá kl. 14
til 17 á sunnudag.
Uffe Balslev blómaskreytinga-
maður, sem starfar hjá Kastalan-
um, hefur hannað brúðarkjól,
brúðarvönd og skartgripi í stíl,
sérstaklega fyrir sýninguna, auk
þess sem hann hannar og sýnir
marga brúðarvendi og blóma-
skreytingar.
Kastalinn
með brúð-
kaupssýn-
ingu