Morgunblaðið - 07.06.2003, Page 46

Morgunblaðið - 07.06.2003, Page 46
DAGBÓK 46 LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Port de Gravelines, skúta og Destination Calais, skúta koma í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Florinda kemur í dag, Þór fór í gær. Mannamót Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Morg- unganga er frá Hraun- seli kl. 10. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kynning- arfundur á ferðum Fé- lags eldri borgara í Reykjavík sumarið 2003 verður haldinn í Ásgarði í Glæsibæ, þriðjudaginn 10. júní n.k. kl. 15–17. Skrif- stofa félagsins er í Faxafeni 12, sími 588 2111. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Fjölbreytt dagskrá alla virka daga frá 9–16.30, m.a. opnar vinnustofur, spilasalur, útivist og fl. Allar upp- lýsingar um starfsem- ina á staðnum og í síma 575 7720. FEBK. Púttað á Lista- túni kl. 10.30 á laug- ardögum. Mætum öll og reynum með okkur. Félag eldri borgara í Kópavogi. Farið verð- ur í söguferð um Dali, fimmtudaginn 12. júní. Lagt af stað frá Gjá- bakka kl. 8.30 og Gull- smára kl. 8.45 Ekið verður til Borg- arness og síðan um Bröttubrekku til Búð- ardals, meðfram Hvammsfirði yfir á Fellströndina farið fyr- ir Klofning um Skarð- strönd og Saurbæ. Ek- ið um Svínadal að Laugum í Sælingsdal þar sem bíður kaffi og meðlæti. Að því loknu verður ekið til Lax- árdals og Haukadals, Eiríksstaðir heimsótt- ir, Höskuldsstaði og Hjarðarholt. Síðan ek- ið yfir Bröttubrekku til Borgarness að Motel Venus við Borgarfjarð- arbrú en þar verður boðið upp á heitan kvöldmat. Leið- sögumaður Jón Bjarnason. Skráning- arlistar liggja frammi í félagsmiðstöðvunum Gjábakka og Gull- smára. Listarnir verða teknir niður miðviku- daginn 11. júní. Síma- skráning möguleg í símum 554 3400 (Gjá- bakki) og s: 564 5260 (Gullsmári). Ferða- nefndin: Bogi Þórir Guðjónsson s: 554 0233 og Þráinn Þorleifsson s: 554 0999. Gönguklúbbur Hana- nú. Morgunganga kl. 10 laugardagsmorgna frá Gjábakka. Krummakaffi kl. 9. Gigtarfélagið. Leik- fimi alla daga vik- unnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Stuðningsfundir fyrr- verandi reykingafólks. Fólk sem sótt hefur námskeið gegn reyk- ingum í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, fundur í Gerðubergi á þriðjud. kl. 17.30. GA-fundir spilafíkla, kl. 18.15 á mánudögum í Seltjarnarneskirkju (kjallara), kl. 20.30 á fimmtudögum í fræðsludeild SÁÁ Síðumúla 3–5 og í Kirkju Óháða safn- aðarins við Háteigsveg á laugardögum kl. 10.30. Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis, fundir mánudaga kl. 20 að Sólvallagötu 12. Stuðst er við 12 spora kerfi AA-samtakanna. OA-samtökin. Átrösk- un / Matarfíkn / Ofát. Fundir alla daga. Upp- lýsingar á www.oa.is og síma 878 1178. Ásatrúarfélagið, Grandagarði 8. Opið hús alla laugardaga frá kl. 14. Kattholt. Flóamark- aður í Kattholti, Stang- arhyl 2, er opinn þriðjud. og fimmtud. frá kl. 14–17. Leið 10 og 110 ganga að Katt- holti. Minningarkort Minningarkort Krabbameinsfélags Hafnarfjarðar (K.H.), er hægt að fá í Bóka- búð Böðvars, Reykja- víkurvegi 64, 220 Hafn- arfirði, s. 565-1630 og á skrifstofu K.H., Suð- urgötu 44, II. hæð, sími á skrifstofu 544-5959. Krabbameinsfélagið. Minningarkort félags- ins eru afgreidd í síma 540 1990 og á skrifstof- unni í Skógarhlíð 8. Hægt er að senda upp- lýsingar í tölvupósti (minning@krabb.is). Minningarkort Sjálfs- bjargar, félags fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, eru afgreidd í síma 551-7868 á skrifstofu- tíma og í öllum helstu apótekum. Gíró- og kreditkortagreiðslur. Minningarkort barna- deildar Sjúkrahúss Reykjavíkur eru af- greidd í síma 525-1000 gegn heimsendingu gíróseðils. Í dag er laugardagur 7. júní, 158. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Sérhver sem fer of langt og er ekki stöðugur í kenningu Krists, hefur ekki Guð. Sá sem er stöð- ugur í kenningunni, hann hefur bæði föðurinn og soninn. (2. Jóh. 9.-10.)     Eitt af því sem vaktihvað mesta athygli við síðustu kosningar var hve mikið ungum þingmönn- um fjölgaði á Alþingi. Hópur ungs fólks úr flest- um flokkum hefur nú tek- ið sæti á Alþingi og veltir Hreinn Hreinsson því fyrir sér á vefnum Kreml hvaða þýðingu þessi breyting kann að hafa í för með sér á störfum Alþingis.     Hann segir m.a. í greinsinni: „Eitt af því sem líklega hefur breyst á Al- þingi núna er viðhorfið til þess að leyfa sölu á léttvíni og bjór í matvöruversl- unum. Gaman verður að sjá hvort þetta nýja fólk hefur dug til að standa við áður fram komnar skoð- anir sínar um aukið frjáls- lyndi í stað þess að láta íhaldið enn og aftur koma í veg fyrir þessa þróun. Enginn þarf að velkjast í vafa um skoðanir Sig- urðar Kára Kristjáns- sonar, Birgis Ármanns- onar og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, nýrra þing- manna Sjálfstæðisflokks- ins, í þessu máli. Í Sam- fylkingunni eru talsmenn þessa viðhorfs þau Björg- vin G. Sigurðsson, Helgi Hjörvar, Ágúst Ólafur Ágústsson og Katrín Júl- íusdóttir sem öll eru ný á þingi. Ekki veit ég um skoðanir þeirra Magnúsar Þórs Hafsteinssonar og Gunnars Örlygssonar í Frjálslynda flokknum, en ef eitthvað er að marka nafn flokksins þarf ekki að velkjast í vafa. Að því er ég best veit hefur sala á bjór og léttvíni í mat- vörubúðum verið á stefnu- skrá ungra framsókn- armanna þannig að þau Dagný Jónsdóttir, Birkir Jón Jónsson og Árni Magnússon falla í þennan hóp. Mig grunar einnig að í þennan hóp nýrra þing- manna megi bæta þeim Jóni Gunnarssyni, Bjarna Benidikstssyni og Sig- urjóni goða. Til að öllu sé haldið til haga þá er ég eiginlega alveg viss um að Mörður Árnason sé á móti en hann er einmitt nýr þingmaður.     Að þessu sögðu er ljóstað það er öruggur meirihluti fyrir málinu á Alþingi og því ætti þessu sómafólki að vera í lófa lagið að taka sig saman og koma þessu máli í gegn og sýna þannig fram á að kynslóðaskipti þýði eitt- hvað meira en að nýtt fólk sé komið á Alþingi til þess að hjakka í sama farinu og þeir sem þar hafa setið hafa gert fram að þessu. Skoðanakannanir sýna að fólk vill bjór og léttvín í búðirnar, það er meiri- hluti fyrir málinu á Al- þingi. Því ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að fulltrúar fólkisns færu nú eftir skoðunum kjósenda. Rétt eins og útvarps- bannið, boxbannið og bjór- bannið er hér um þver- pólitískt mál að ræða og því væri sniðugt ef þessir nýju þingmenn myndu taka sig saman um að koma málinu í gegn og sýna þannig að ný viðhorf frjálslyndis blási nú um sali Alþingis.“ STAKSTEINAR Unga fólkið og Alþingi Víkverji skrifar... AÐ HALDA tombólu tilað styrkja gott málefni er hið besta mál. Hreyknir tombólukrakkar eru tíðir gestir á vinnustað Víkverja þar sem talin er full ástæða til að birta myndir af afreks- fólki. Vel heppnuð tombóla er nefnilega töluvert afrek. Þar sem Víkverji er talnaglöggur með eindæm- um ákvað hann að fletta í gegnum tombólumyndir í Morgunblaðinu í maímánuði og leggja saman andvirði þess sem safnaðist. Í ljós kom að krakkarnir styrktu hin ýmsu líknarfélög um 65.000 krónur, bara í maí. Sem verður að teljast nokkuð gott, enda má ætla að tombólubransinn sé stærri en myndbirtingar blaðsins gefa tilefni til að ætla. x x x VÍKVERJI var svo heppinn aðganga fram á tombólu, eða hluta- veltu nýlega. „Viltu kaupa dót á tombólu?“ hljómaði í eyru Víkverja. þegar hann var í þann mund að ganga inn í verslunina. Minnugur þess hve mikið Víkverji sjálfur lagði á sig í eina tíð til að safna „dóti á tombólu“ og koma í verð sneri hann við á punkt- inum og svaraði hressilega; „Já, sjálf- sagt mál. Hvað kostar miðinn?“ Nokkuð fát kom á tombóluhaldarana tvo og þeir litu hvor á annan. „Uh… þetta hérna kostar fimmtíu, þetta kostar sjötíu og allt hitt kostar hundr- að,“ tjáðu þeir Víkverja og bentu um leið á hlutina sem hafði verið stillt upp á pappakassa. Það voru engir miðar á þessari tombólu, bara „dót“ til sölu. x x x UM leið og Víkverji gróf í vasa sinneftir klinki leitaði hugurinn til þeirra tíma þegar hann sjálfur var hvað atkvæðamestur í tombóluhaldi. Svona gengu tombólur ekki fyrir sig þá. Hver hlutur var merktur með númeri. Í skál á borði sem stillt var upp fyrir framan tombóludótið voru svo miðar með númerum sem vísuðu á varninginn. Sá sem dró miða merktan tölunni tíu fékk hlut númer tíu. Nokkrir miðar voru merktir með núlli. Núll þýddi að ekkert „dót“ var í boði í skiptum fyrir þann miða. Viðkomandi gestur varð að gjöra svo vel að splæsa tíkalli til viðbótar og freista gæfunnar á ný. Tombólan var happdrætti en ekki verslun. x x x TÍMARNIR breytast og tomból-urnar augljóslega líka. Víkverji veltir þó fyrir sér hvort þekkingin á því hvernig tombólur ganga fyrir sig hafi einfaldlega gleymst? Hvort tombólukrakkar fyrri tíma hafi hreinlega ekki kennt afkvæmum sínum, nútíma tombóluhöldurum, hvernig á að standa að tombólu? Vík- verja þykir miður ef þekking á þess- ari gefandi starfsemi fellur í gleymsku. Morgunblaðið/Ásdís Tombólur eða hlutaveltur eru í eðli sínu happdrætti en ekki markaðir. LÁRÉTT 1 trúhneigður, 8 þétt, 9 drekka, 10 veiðarfæri, 11 jarða, 13 hamingja, 15 sveðja, 18 gosefnið, 21 púki, 22 verk, 23 starfshópur, 24 hemils. LÓÐRÉTT 2 trosna, 3 illkvittna, 4 sópa, 5 nýtt, 6 baldin, 7 draga, 12 folald, 14 klaufdýr, 15 jafningur, 16 gróða, 17 sundfuglum, 18 kirtla, 19 nákomin, 20 skyld. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 sarps, 4 hræða, 7 undri, 8 rælar, 9 lof, 11 náir, 13 agað, 14 eflir, 15 traf, 17 togi, 20 æfa, 22 tímir, 23 subbu, 24 arðan, 25 auðan. Lóðrétt: 1 spurn, 2 ræddi, 3 skil, 4 horf, 5 ærleg, 6 af- ræð, 10 orlof, 12 ref, 13 art, 15 tútta, 16 armóð, 18 ofboð, 19 Iðunn, 20 ærin, 21 aska. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Lítil ferðasaga OFT hefur leið mín legið til Víkur í Mýrdal. Ferðalangur veitir enga sérstaka athygli kauptún- um, nema til að koma við í sjoppu og kaupa sér pylsu og gos, þjóta svo áfram. Ég hef einmitt verið ein af þeim. Nú vildi þannig til að ferðinni var heitið á Hellu til að dvelja þar yfir helgi. Við vorum þrjár full- orðnar konur í ferðinni og komum að gistiheimilinu Mosfelli til helgardvalar. Við vorum alveg himinlif- andi yfir þeim hlýju mót- tökum sem mættu okkur. Smekklegt og vel útbúið gistiheimili. Við vorum leiddar að svefnherbergj- um okkar þar sem eru breið og góð rúm og sér- lega hugguleg herbergi. Þarna er friðsælt og sváf- um við eins og englar og vöknuðum eldhressar. Beið okkar vel útilátinn morgunverður. Nú, við ókum um þenn- an hlýlega stað í vorkyrrð- inni. Skoðuðum hellinn sem við höfðum ekki heyrt getið áður. Tilgátur eru um að hellirinn sé forn bú- staður Papa. Nutum við þess að aka um Fljótshlíð- ina í góðu og björtu veðri. Fögru fossarnir úr hlíðun- um og græni gróðurinn, fjöllin og jöklarnir og litlu lömbin hlaupandi á gras- völlunum. Okkur þótti þetta stórkostleg náttúru- fegurð. Tókum við lagið þegar við keyrðum úr Hlíðinni og sungum „Fyrr var oft í koti kátt“ til heilla Þorsteini Erlingssyni skáldi, skammt fyrir innan Hlíðarendakot þar sem stendur minnisvarði Þor- steins í afgirtum minning- arlundi. Þegar við komum til baka á gistiheimilið Mos- fell vildi starfsfólk allt fyr- ir okkur gera. Fórum við út að borða á matsölustaðinn Kristján X þar sem búið var að dekka fyrir okkur ásamt fleiri fjölskyldumeðlimum sem bættust í hópinn. Kjartan, eigandi staðarins, bjó til alveg frábæran mat og þar var notaleg og góð þjón- usta. Með í hópnum var harmonikkusnillingur frá Hellu sem gerði stemn- inguna enn betri og gátum við tyllt tánum í dans. Nú voru veislulok hjá Kristjáni X. Við héldum heim á gistiheimilið Mos- fell, þar sem beið okkar heitt kaffi á könnunni hjá þessum góðu mönnum. Við viljum koma þakk- læti til Jóns og Einars, eigenda Mosfells á Hellu, fyrir frábærar móttökur. Við keyrðum ströndina heim á leið, sjórinn var svo fallega blár og sléttur eins og augað eygði. Fundum við þarailminn þegar við stoppuðum á Eyrarbakka. Komum þar við í verslun þar sem elskulegur af- greiðslumaður bauð okkur kaffisopa, sem hressti okkur konurnar mikið. Keyrðum svo Þrengslin heim. Kær kveðja. Þrjár í sveit. Gunnar Dal SEM aðdáandi margra verka Gunnars Dal vil ég fagna afmælisgrein Hilm- ars Jónssonar um hann í Morgunblaðinu 4. júní (bls. 37.) Ég ráðlegg fólki að lesa þessa grein sem fræðir einhverja um fjöl- hæfni Gunnars og fleira er kemur fram í greininni. 121229-3669. Tapað/fundið Gullarmband fannst GULLARMBAND fannst við Tæknigarð, Dunhaga 5, sl. þriðjudag. Upplýs- ingar í síma 525 4920. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Maríuerla í Grindavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.