Morgunblaðið - 07.06.2003, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2003 51
Nýr og betriHverfisgötu 551 9000
www.regnboginn.is
Mögnuð hrollvekja
sem fór beint á
toppinn í
Bandaríkjunum.
Sýnd kl. 10.15 B.i. 16.
X-ið 977
SG DV
Einn óvæntasti
spennutryllir
ársins!
Hrikalega
mögnuð mynd
sem kemur
óhugnarlega á
óvart!
Kvikmyndir.com
X-ið 977
HJ MBL
HK DV
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B.i. 16 ára
Fórbeint á toppinní Bandaríkjunum!
Sýnd kl. 8. B.i. 14.
Fyndnasta myndin sem þú sérð á árinu!
Losaðu þig við reiðina og hlæðu þig máttlausan!
2 vikur á toppnum í USA!
FRUMSÝNING
Athyglisverðasta spennumynd ársins.
Missið ekki af þessari
Sýnd kl. 8 og 10.20. B.i. 16.
HK DV
SV MBL
X-ið 977
Sýnd kl. 3.30, 6, 8.30 og 11.
„Hrottalegasta
mynd síðari ára!“ Cremaster 1 & 2
Sýnd kl. 4.
Cremaster 3
Sýnd kl. 4.
Cremaster 4 & 5
Sýnd kl. 6.10.
www.laugarasbio.is
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10. B.i. 16
kl. 2 og 4. Ísl. tal. Tilboð 100 kl. 2 og 4. Ísl. tal. Tilboð 100
Fyndnasta myndin
sem þú sérð á árinu!
Losaðu þig við reiðina
og hlæðu
þig máttlausan!
FRUMSÝNING
2 vikur á toppnum í USA!
Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 16
Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.15.
100
kr
100
kr
HUGMYNDIN var að gera plötu
sem gæti orðið ferðafélagi fjöl-
skyldunnar í sumar. „Þetta er ekta
sumarplata fyrir alla fjölskylduna.
Við erum ekkert að einskorða okk-
ur við einhvern sveitaballamarkað
eða þröngan aldurshóp heldur leyf-
um okkur að horfa svolítið vítt yfir
sviðið,“ segir Skúli Helgason, út-
gáfustjóri hjá Eddu.
Til þess að gera slíka plötu hafði
Edda samband við „marga af bestu
listamönnunum sem við eigum“ og
búa yfir þessum sumaranda, eins og
Skúli útskýrir. Útkoman er platan
Halló, halló, halló, sem kom út í
vikulokin og telst það til tíðinda að
hún inniheldur fyrsta nýja lag
Hljóma síðan 1974, „Við saman“,
Ragnar Bjarnason syngur frum-
samið lag Karls Olgeirssonar og er
það lagið „Skuggi“, sem hann flyt-
ur ásamt Milljónamæringunum.
„Hann hefur ekki sungið nýtt, ís-
lenskt lag í áratugi, ef undan er
skilið eitt jólalag,“ minnir Skúli á.
Hina færeysku Eivöru Pálsdóttur
er hér að finna á íslenskri plötu í
fyrsta sinn og flytur hún gamla ís-
lenska barnagælu, „Sofðu unga ást-
in mín“ við lag eftir Björgvin Guð-
mundsson. Ennfremur flytja
Stuðmenn titillag plötunnar, sem
og blása nýju lífi í „Tívolí“ eftir Sig-
urð Bjólu Garðarsson. Regína Ósk
syngur „Don’t try to fool me“ eftir
Jóhann G. Jóhannsson en í ár eru
30 ár síðan lagið kom fyrst út og
Súellen láta aftur á sér kræla eftir
róleg ár með laginu „Svart silki“.
Allt nýjar upptökur
„Þessi ímynd safnplötunnar í
gegnum árin hefur ekki verið sér-
lega jákvæð þannig
að við vildum vanda
til verksins þannig að
það væri boðið upp á
gott efni þarna,“ seg-
ir Skúli og er platan
því alls ekki sam-
ansafn af gömlum
lögum. „Þetta eru allt
saman nýjar upp-
tökur. Inn á milli eru
lög sem menn þekkja
en þau eru þá í nýjum
útsetningum.“
Dæmi um það er
gamla Supremes-
lagið „Stop in the
name of love“ í stór-
skemmtilegri útgáfu
Bang Gang. Lagið
kemur út í Frakklandi
á næstunni á fjögurra
laga EP-plötu. Bang
Gang gefur síðan út
breiðskífu í haust, en
hún kemur einnig út í
Frakklandi.
Svona veður kemur ekki oft
Stuðmaðurinn Þórður Árnason
kemur víðar við sögu en í lögum
sveitar sinnar. Hann spilar á gítar í
laginu „Ferrari“, sem Ragnheiður
Gröndal og Salsasveitin flytja og
samdi nýjan texta við lagið „Yeh
Yeh,“ sem Georgie Fame gerði vin-
sælt á sjöunda áratugnum. Lagið
hljómar á plötunni í flutningi Borg-
ardætra og heitir nú „Hvað með
það“. Textinn er smellinn og sum-
arlegur. „Við lesum alltaf öll að-
altískublöðin og fylgjumst vel með
hvað er „out“ og hvað „in“,“ segir í
laginu en stelpurnar eru í sum-
arstemningunni úti á svölum með
„tíu tær upp í loft“ því „svona veð-
ur, það kemur ekki mjög oft“.
Aðrir sem taka þátt í sum-
arstemningunni á plötunni eru
Papar.
Þeir eru með þjóðlagastemningu
í laginu „Í sal hans hátignar“, sem
er við texta Jónasar Árnasonar,
stuðsveitin Jagúar er með lagið „Do
what you wanna do“ eftir Samúel
Jón Samúelsson, Páll Óskar og
Milljónamæringarnir eru í sveiflu
með „Árstíðirnar fjórar“ og Sigga
Guðna. syngur lag Gunnars Bjarna
Ragnarssonar og Páls Rósinkranz,
Jet Black Joe-manna, „Trouble
man“.
Eivör Pálsdóttir er einn listamannanna sem eru
með lag á disknum.
Edda gefur út sumarsafnplötuna
Ferðafélagi allrar
fjölskyldunnar
Þessi sumarlega mynd skreytir umslag nýju safnplötunnar Halló, halló,
halló frá Eddu en á henni er að finna 14 lög.
ingarun@mbl.is
Safnplatan Halló, halló, halló er
komin í verslanir. Edda gefur út.
Halló, halló, halló
Morgunblaðið/Jim Smart