Morgunblaðið - 07.06.2003, Side 53

Morgunblaðið - 07.06.2003, Side 53
SINGAPORE Sling hefur hlotið góða dóma í Bandaríkjunum en frumraun sveitarinnar, The Curse of Singapore Sling, kemur út hjá Stinky Records þarlendis á þjóðhá- tíðardaginn 17. júní. Platan, sem kom upphaflega út á vegum Eddu í ágúst í fyrra, fær fjórar og hálfa stjörnu af fimm hjá All Music Guide, einu þekktasta og mest sótta tónlist- arvefsetrinu um þessar mundir. Gagnrýnandinn segir plötuna hafa marga kosti og hrósar lagasmíðum söngvarans og gítarleikarans Hen- riks Baldvins Björnssonar sér- staklega. Hann líkir sveitinni við hljómsveitina Suicide, (sem naut vin- sælda í lok áttunda áratugarins og í upphafi þessi níunda) og Brian Jon- estown Massacre, en Singapore Sling spilaði með síðarnefndu hljóm- sveitinni á vel sóttum tónleikum í New York. Ennfremur er útgáfa hljómsveitarinnar á Standells-laginu „Dirty Water“ (frá 1966) sögð vera sérlega tilkomumikil. Fjölmargar minni vefsíður hafa ennfremur hrósað plötunni og minn- ist einn gagnrýnandinn á að hann hafi fyrst heyrt um hljómsveitina í Atlantica, flugblaði Flugleiða, í ferð sinni hingað til lands. Hann ákvað að kynna sér sveitina nánar og varð ekki fyrir vonbrigðum. Chicago Tribune hældi einnig Singapore Sling í umfjöllun sinni um tónlistarhátíðina South by South- west þar sem hljómsveitin hélt fyrstu tónleika sína á bandarískri grundu. Hápunkturinn er sagður hafa verið magnaður flutningur sveitarinnar á „Dirty Water“. Singapore Sling heldur síðar í mánuðinum í tónleikaferðalag um Bandaríkin, sem hefst á tónleikum í Central Park í New York laugardag- inn 28. júní. Th e C u rs e o f S in ga po re S li ng Singapore Sling fær góða dóma kemur út í Bandaríkjunum 17. júní TENGLAR ..................................................... www.allmusic.com www.singapore-sling.com Það borgar sig að kynnast fólki vel áður en þú ferð á blint stefnumót á netinu. Queen Latifahfer á kostum og Steve Martin slær í gegn í sinni stærstu gamanmynd frá upphafi!  KVIKMYNDIR.COM KVIKMYNDIR.IS  ÓHT Rás 2 „Grípandi og gefandi með óborganlega bardaga“ EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 2, 5.30, 8 OG 10.30. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10. ÁLFABAKKI SÝND Kl. 8 og 10.10. ÁLFABAKKI SÝND Kl. 2, 4 og 6. KRINGLAN Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10. AKUREYRI Sýnd kl. 8 og 10. KEFLAVÍK Sýnd kl. 4, 8 og 10. ÁLFABAKKI Kl. 4, 6, 8 og 10. B.i. 12. KRINGLAN Kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12 KEFLAVÍK Kl. 10. B.i. 12. AKUREYRI Kl. 5.40 og 10. B.i.12 AKUREYRI Kl. 4. KEFLAVÍK Kl. 6.ÁLFABAKKI Kl. 2 OG 4. KRINGLAN Kl. 3.40. ÞESSI FRÁBÆRA GRÍNMYND ER FRÁ FRAMLEIÐANDANUM JERRY BRUCKHEIMER SEM HEFUR GERT SMELLINA ARMAGEDDON, PEARL HARBOR, THE ROCK OG CONAIR. KANGAROO JACK KEMUR ÞÉR Í SVAKA STUÐ! FRÁBÆR GRÍNMYND SEM HOPPAÐI BEINT Í EFSTA SÆTIÐ Í USA ÁLFABAKKI SÝND Kl. 2. Tilboð 500 kr. Ísl. texti 3 vik ur á to ppnu m í US A! „Einn mesti grínsmellur ársins!“  KVIKMYNDIR.IS 3 vikur á toppnum á Íslandi MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2003 53 Singapore Sling heldur í tónleikaferð um Bandaríkin í sumar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.