Morgunblaðið - 04.07.2003, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 04.07.2003, Qupperneq 19
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 2003 19 kl.11-18 Laugard. kl.13-15 Bifröst SIGURBJÖRN Þór Sigurðsson, betur þekktur sem Bói í Duus hef- ur undanfarin ár haslað sér völl sem athafnamaður í Keflavík. Hann byggði sjálfur veitingastað- inn Kaffi Duus fyrir rúmum fimm árum og hefur verið að bæta við starfsemina síðan. „Ég byrjaði eiginlega bara með tvær hendur tómar og fékk stöðu- leyfi til að byggja lítinn veit- ingastað og reka til reynslu. Síðan gekk það svo vel að ég stækkaði húsið mjög fljótt og kom upp þessum stað sem er hérna núna, hér geta um hundrað og tíu til tuttugu manns setið og snætt. Ég réð nokkra prýðisgóða kokka sem búa til alveg listagóðan mat, sem reyndist vel, því fólk kemur gjarnan hingað til að eiga saman góða kvöldstund yfir mat. Fólk er líka farið að sækja hingað mikið í hádeginu. Það er svo gott útsýni hérna yfir Reykjavík og á góðum degi glittir í Snæfellsjökul af ver- öndinni.“ Viðbót við þjónustuna „Svo reynir maður að halda uppi listauppákomum og skemmt- unum, til dæmis með góðu sam- starfi við gallerí Duus sem er hér við hliðina,“ segir Bói, sem nýver- ið bætti við nýjustu þjónustunni í úrvalið. Um er að ræða hvala- skoðunarbátinn Duus KE sem rúmar tæplega fjörutíu manns í sæti. „Hvalaskoðunarþjónustan heitir Duus ferðir. Við bjóðum upp á hvalaskoðunarferðir, útsýn- isferðir, óvissuferðir og sjóstang- veiði. Síðan getur fólk grillað það sem það veiðir á stöngina þegar komið er að höfninni, því við er- um með grill fyrir utan veitinga- staðinn, svo geta kokkarnir okkar líka gert dýrindis máltíðir úr fersku hráefninu. Það eru endalausir möguleikar í stöð- unni.“ Bói rekur Duus ferðir ásamt tengdasyni sínum Jóni Ben sem er skipstjóri og helmingseigandi að bátnum. „Við förum með fólk út á Faxaflóann og einnig meðfram suðurströndinni. Það er neðan- sjávarmyndavél á bátnum og fólk getur skoðað lífríki sjávarins í gegnum þann búnað. Báturinn bætir svo sannarlega við þá þjón- ustu sem við getum boðið fólki og það eykur enn frekar á aðdrátt- araflið hér í Keflavík. En það hefði verið frábært hefði Guð séð sér fært að planta nokkrum eyjum á Faxaflóann eins og í Breiðafirði. Þá væru möguleikarnir enn meiri og skemmtilegri, þótt ég hafi ekki yfir neinu að kvarta, við getum ekki beðið Guð um allt,“ segir Bói hlæjandi. Duus færir út kví- arnar Keflavík Bói og Jón Ben, tengdasonur hans standa við Duus KE ásamt syni Bóa, Rúnari Þór og dóttursyninum Benedikt. Kaffi Duus er í bakgrunni. Morgunblaðið/Svavar ÞAÐ var líf og fjör í sundlauginni í Sandgerði síðasta miðvikudag, þeg- ar Vinnuskóli Sandgerðisbæjar hélt sundlaugarteiti. Fyrr um daginn kom Jafningjafræðslan í heimsókn í skólann og vakti mikla lukku hjá unglingunum. Um kvöldið var síðan fjölmennt í sundlaugina þar sem gleðin ríkti fram undir miðnætti. „Þau unnu til hádegis og svo fóru þessir þrír árgangar í jafningja- fræðsluna og voru til fjögur. Síðan fórum við í sundlaugargleðina klukk- an hálf níu og þetta var mikið stuð og fór mjög vel fram,“ segir Sigurbjörg Hjálmarsdóttir, yfirflokksstjóri í vinnuskólanum. „Jafningjafræðslan var mjög áhrifamikil og krakkarnir höfðu mikinn áhuga á því sem þar kom fram. Stundum getur verið erfitt og leið- inlegt fyrir hvern sem er að sitja og hlusta á einhverja fyrirlestra, en jafningjafræðslan tók mjög skemmtilega á þessu og fór með þau í leiki og umræður og fleira sem hélt þeim við efnið.“ Sigurbjörg segir krakkana hafa verið mjög dugleg í sumar og engin vandamál hafa kom- ið upp. „Við erum að gróðursetja og slá og hreinsa beð. Síðan þarf að mála á ýmsum stöðum og hreinsa bæinn og fleiri skemmtileg verkefni sem liggja fyrir.“ Ljósmynd/Kristín Kristjánsdóttir Unga fólkið í Vinnuskóla Sandgerðisbæjar var ekkert að hafa fyrir því að fara úr fötunum áður en það stökk í pottinn og svamlaði og damlaði. Sundlaugarteiti hjá Vinnuskólanum Sandgerði

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.