Morgunblaðið - 04.07.2003, Síða 24

Morgunblaðið - 04.07.2003, Síða 24
LISTIR 24 FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ „ÞETTA var óperusýning eins og þær gerast allra bestar; stórkost- lega hugmyndarík uppsetning, flutningurinn magnaður og tilfinn- ingaþrunginn. Í einu orði sagt – stórfenglegt,“ segir í hinu alþjóðlega óperutímariti Opera Now um sýn- ingu Íslensku óperunnar á Macbeth á liðnum vetri. Gagnrýnandi blaðs- ins, Neil Jones, var viðstaddur sýn- ingu 2. mars sl. og í nýútkomnu júlí/ ágúst-hefti blaðsins birtist gagnrýni hans ásamt grein um starfsemi Ís- lensku óperunnar, auk þess sem fjallað er um Óperustúdíó Austur- lands og Sumaróperu Reykjavíkur. Jones byrjar umsögn sína á því að fara jákvæðum orðum um leikmynd, lýsingu og mikilvægt hlutverk kvennakórsins og skrifar svo: „En þó kórinn, leikmynd og lýsing hafi verið afbragð, þá var það frammi- staða einsöngvaranna sem lyfti þess- ari uppsetningu í hæstu hæðir. Ólafur Kjartan Sigurðarson var stórkostlegur Macbeth þótt hann sé í yngri kantinum fyrir hlutverkið, en Elín Ósk Óskarsdóttir skóp ógleym- anlega lafði Macbeth. Hæstu tón- arnir hjá henni voru glæsilegir og túlkun hennar kynngimögnuð. En gæðin lágu víðar. Guðjón Óskarsson í hlutverki Bancos, Jóhann Friðgeir Valdimarsson sem Macduff og Snorri Wium sem Malcolm sungu allir og léku mjög vel. Hulda Björk Garðarsdóttir var mjög þokkafull í hlutverki hirðmeyjar lafði Macbeth en það er synd að frá hendi Verdis er hlutverkið svo lítið, að falleg söng- rödd hennar fékk ekki að njóta sín frekar.“ Um hljómsveitarstjórann Petri Sakari segir að honum hafi tekist að „fara með bæði söngvara og hljóð- færaleikara út á ystu nöf, án þess að fara nokkurn tíma yfir strikið í því augnamiði að flytja stóra óperu með traustum flytjendum í litlu húsi.“ Marktæk í alþjóðlegu samhengi Bjarni Daníelsson óperustjóri segir að það sé afar ánægjulegt fyrir Íslensku óperuna að fá svona um- sögn í jafn virtu óperublaði. „Við viljum gjarnan geta túlkað það þannig að það sé grundvöllur fyrir því að reka óperuhús á Íslandi með sóma. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að það sé staðfest á þennan hátt að það sé mark á okkur takandi í alþjóðlegu samhengi.“ Bjarni segir sýningar Íslensku óp- erunnar ekki hafa fengið viðlíka um- fjöllun áður í erlendum fagtímarit- um, og kveðst vona að þetta verði til þess að erlendir tónlistarblaðamenn heimsæki Ísland oftar til að fylgjast með því sem hér er að gerast. „Það er mikilvægt fyrir okkur að vera með í þeirri úttekt sem þessi blöð gera, og auðveldar okkur að bera okkur saman við önnur óperuhús. Það má kannski segja að það sé ís- lensk afstaða að frægðin komi að ut- an, en það er ekkert óeðlilegt við það að taka mark á því sem gests augað sér. Ég hef orðið var við það að er- lendir óperulistamenn sem hafa unnið með okkur eru yfirleitt bæði hissa og ánægðir með vinnulagið sem hér tíðkast, en ekki síður hvað fólk hér er fagmannlegt í því list- ræna. Þetta fólk ber okkur afskap- lega vel söguna, en óneitanlega er meira gaman að sjá það á prenti í stóru blaði.“ Sýning Íslensku óperunnar á Macbeth fær frábæra dóma í Opera Now Í einu orði – stórfenglegt Morgunblaðið/Sverrir Ólafur Kjartan Sigurðarson var stórkostlegur Macbeth og Elín Ósk Ósk- arsdóttir kynngimögnuð Lafði Macbeth, segir meðal annars í dómi Neil Jones um sýningu Íslensku óperunnar í óperutímaritinu virta Opera Now. SNORRI Heimisson hélt sína fyrstu tónleika í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar sl. þriðjudag og hóf tón- leikana með Solo de Consert fyrir fagott og píanó eftir Gabriel Pierné (1863–1937) franskan tónsmið, org- elleikara og hljómsveitarstjóra. Pierné fékk Rómarverðlaunin 1882, tók við af Cesar Franck sem org- elleikari við Sainte-Clotilde kirkjuna og var afkastamikið tónskáld. Þessi einleikskonsert er skemmtilegt verk er var í heild mjög vel leikið en þó helst með nokkru æskuóþoli. Annað viðfangsefnið var Bachian- as Brasileiras nr. 6 fyrir flautu og fagott eftir Villa-Lobos. Verkið er í tveimur þáttum og er sá fyrri „Aría“ besti partur verksins og þar mátti heyra sekvensa, er jafnvel minntu á Bach, en sá seinni er í raun of fast bundinn til að geta heitið fantasía með góðu móti. Samleikur Snorra og Berglindar Maríu Tómasdóttur var í heild nokkuð góður og ljóst að þau eru bæði efnilegir hljóðfæraleikarar. Þriðja viðfangsefnið var Passacalia in Blues, fyrir fagott og píanó, eftir Emil Petrovics (1930), júgóslavnesk- an tónsmið og kennara við Liszt-aka- demíuna í Búdapest. Hann var af- kastamikið tónskáld og auk stærri verka samdi hann Nocturne fyrir einn symbal og Mouvement en Rag- time fyrir tvo symbala. Þrátt fyrir að lítið færi fyrir „blues“ tónferli í passacaliunni, sem var samkvæmt klassískri formskipan, byggð á föstu bassastefi, er tók ýmsum breyting- um, var verkið ekki óskemmtilega samið og var fjörlega og vel flutt af þeim Snorra og Árna. Tríó fyrir flautu, fagott og píanó eftir Chick Corea (1941) og Interferences fyrir fagott og píanó eftir Roger Boutry (1932) eru tónsmíðar sem hægt er að kalla einu nafni „meik“, eða eins kon- ar spilara tónlist, þar sem raðað er saman alls konar leikaðferðum og ostinato-tónmynstrum, sem mynda ekki það sem kalla mætti samfellda tónsmíð, sem þó, í sumum tilfellum, er ekki auðvelt að flytja og var lip- urlegur flutningur það eina sem gaf þessum verkum eitthvert yfirbragð góðrar tónlistar. Snorri Heimisson er efnilegur fag- ottleikari, ræður yfir töluverðri tækni og fallegum tóni, sem þó brást á hæsta sviðinu, sem útaf fyrir sig er ekki tiltökumál og gæti verið tilfall- andi. Túlkun hans er gædd nokkru æskuóþoli en í fallegu aukalagi sýndi Snorri ljóðrænan og syngjandi fal- legan tónaleik. Samleikararnir Berglind María Tómasdóttir og Arne Jørgen Fæø eru efnilegir hljóðfæraleikarar og átti Berglind María oft góða spretti, sérstaklega í dúettinum eftir Villa-Lobos. Í stíl við ríkjandi óþol hinna efnilegu flytj- enda, sem skóp þá stemmningu, eins og eitthvað lægi á, var leikur Fæø, kvikur en hvell, viss og sérlega skýr. Æskuóþol TÓNLIST Listasafn Sigurjóns Ólafssonar „Debut“ tónleikar á fagott. Snorri Heim- isson lék sína fyrstu opinberu tónleika og flutti verk eftir G. Pierne, Villa-Lobos, E. Petrovics, Ch. Corea og R. Boutry. Samleikarar voru Berglind María Tómas- dóttir á flautu og Arne Jørgen Fæø á píanó. Þriðjudagurinn 1. júlí 2003. FAGOTTTÓNLEIKAR Jón Ásgeirsson Aðalheiður S. Eysteinsdóttir opn- ar sýningu á myndbandi í Ketilhús- inu á Akureyri. Opnun sýningar- innar er liður í verkinu „40 sýningar á 40 dögum“. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Föstudagur Nýja bíó kl. 20 Tónleikar harðang- ursfiðluhljómsveitar frá Bærum í Noregi. Hópur dansara sýnir norska þjóðdansa við undirleik hljómsveit- arinnar. Siglufjarðarkirkja kl. 21.30 Egill Ólafsson og djasstríóið Flís flytja sönglög Jóns Múla Árnasonar við texta bróður hans, Jónasar. Tríóið er skipað Davíð Þór Jónssyni píanó, Valdimar Sigurjónssyni kontrabassa og Helga Svavari Helgasyni slag- verksleikara. Þjóðlagahátíðin á Siglufirði NÚ stendur yfir sýning þeirra Áslaugar Woudstra Finsen og Rebekku Gunnarsdóttur í Listasetr- inu Kirkjuhvoli á Akranesi. Þar sýna þær vatnslitamyndir og glerverk. Sýningin stendur til 6. júlí. Listasetrið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 15–18. Áslaug Woudstra Finsen og Rebekka Gunnarsdóttir við verk sín. Sýna í Kirkjuhvoli HELGI Þorgils Friðjónsson opnar myndlistarsýningu kl. 16 á laugar- dag í Galleríi Sölva Helgasonar í Lónkoti í Skagafirði. Á sýningunni eru sextán olíu- málverk, sem eru myndröð sér- staklega gerð í tilefni þessara sýn- ingar. Sýningin Helga Þorgils nyrðra stendur fram að mánaðamótum. Þrjár myndir af 16 úr myndaröðinni Auga, eftir Helga Þorgils. 20 x 20 sm. Helgi Þorgils sýnir ný olíuverk í Lónkoti TRÍÓ Cantabile heldur stutta hádeg- istónleika kl. 12.15 í Ráðhúsi Reykja- víkur í dag, föstudag og flytur allt frá dramatískum verkum yfir í létt dæg- urlög. Tríóið er skipað Birnu Helga- dóttur, píanóleikara, Emilíu Rós Sig- fúsdóttur, flautuleikara og Sigríði Ósk Kristjánsdóttur, söngkonu. Tríó- ið er hluti af skapandi sumarstarfi Hins hússins. Aðgangur ókeypis. Tríó á hádegis- tónleikum Í grænni lautu er bók með gömlum og nýjum söngva- leikjum. Ragn- heiður Gests- dóttir valdi leikina og myndskreytir þá með litríkum klippimyndum. Bókin geymir söngvaleiki sem börn á öllum aldri hafa um árabil leikið jafnt úti sem inni. Sumir leikirnir hafa gengið kynslóð fram af kynslóð. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er prentuð í Danmörku. Verð: 1.990 kr. Tilboðsverð í júlí 1.393 kr. Söngvaleikir TVÆR sýningar verða opnaðar á jarðhæð í Norska húsinu í Stykkishólmi kl. 14 á laugardag. Ebba Júlíana Lárusdóttir sýnir glerlistaverk í bláa sal hússins. Ebba Júlíana er fædd og uppal- in í Stykkishólmi og hefur lagt stund á glerlist síðan 1988, en hún lærði glerbræðslu hjá Chris Ellis og glerblástur í Portland Press Studio í Texas. Ebba hefur haldið fjölda einka- og samsýninga hér heima og erlendis. Sýningin saman- stendur að mestu af veggmynd- um og skálum sem sýna þær nýju brautir sem Ebba Júlíana fetar nú í listsköpun sinni. Í gyllta salnum sýna 15 lista- menn sem allir tengjast gall- eríinu Samlaginu á Akureyri. Sett verða upp smærri mynd- verk eftir félagsmenn en sam- svarandi sýningar félagsmanna úr Samlaginu eru í sumar settar upp m.a. á Akureyri, í Reykja- vík, á Egilsstöðum og á Blöndu- ósi. Í sýningaraðstöðunni í Brok- eyjarstofu verður sett upp sýn- ing úr fórum safnsins og heldra heimili á 19. öld er á annarri hæð hússins. Sýningarnar á jarðhæðinni standa til 28. júlí en húsið er op- ið daglega í sumar kl. 11–17. Gler- og myndverk í Norska húsinu ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.