Morgunblaðið - 04.07.2003, Síða 42

Morgunblaðið - 04.07.2003, Síða 42
DAGBÓK 42 FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Í dag er Stella Pollux væntanleg og út fara Mánafoss, Björn RE og Hanseduo. Hafnarfjarðarhöfn: Í dag er Stella Pollux væntanleg. Mannamót Aflagrandi 40. Bingó í dag kl. 14. Þjórsár- dalur, Háifoss og Gjá- in. Miðvikudaginn 9. júlí verður farið í Þjórsárdal og að Háa- fossi og Gjánni. Stopp- að verður í Árnesi. Þar fáum við okkur súpu, brauð og kaffisopa. Lagt af stað frá Afla- granda kl. 9.30. Skrán- ing í afgreiðslu eða í síma 562 2571. Árskógar 4. Kl. 13– 16.30 opin smíða- og handavinnustofan. Púttvöllur opinn. .) Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–16 hárgreiðsla, kl. 8.30–12.30 bað, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 13–16 spilað í sal. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9 að- stoð við böðun, hár- greiðslustofan opin. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 opin handavinnustofan, kl. 9–12 applikering, kl. 10–13 opin verslunin. Félagsstarfið Hæðar- garði 31. Kl. 9.30 gönguhópur, allir vel- komnir, kl. 9–12 bað, kl. 9–16 opin vinnu- stofa. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8. bað, kl. 10 hárgreiðsla, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 11 leikfimi, kl. 13 „opið hús“ spilað á spil. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Skrifstofan er lokuð frá og með 30. júní til 6. ágúst. Viðvera í Gjá- bakka fellur niður á sama tíma. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Billjard kl. 13.30 og brids kl. 13. Innanfélags Púttmót á Hrafnistuvelli. Mæting kl. 13.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. S. 588 2111. Dagsferð 12. júlí. Söguferð í Borgar- fjörð. Hvanneyri, Deildartunguhver, Reykholt, Hraun- fossar, Húsafell o.fl. Kaffi og meðlæti í Munaðarnesi. Leið- sögn Sigurður Krist- insson. Brottför kl. 9. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Lokað vegna sumarleyfa til 12. ágúst. Sund og leik- fimiæfingar í Breið- holtslaug á mánudög- um, miðvikudögum og föstudögum kl. 9.30. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan op- in, leiðbeinandi á staðnum kl. 9.30–16. Kl. 13.15 brids, kl. 20.30 félagsvist. Gullsmári, Gullsmára 13. Opið frá kl. 9–17, heitt á könnunni. Gjábakki – Gullsmári. Fjögur sæti laus um Strandir til Ófeigs- fjarðar dagana 14.–17. júlí. Upplýsingar í síma 554 3400. Hraunbær 105. Kl. 9 baðþjónusta, fótaað- gerð og hárgreiðsla, kl. 10 pútt. Bingó kl. 14. Hvassaleiti 58-60. Hársnyrting fótaað- gerðir. Bingó og vöfflu- kaffi í dag kl. 13.30. Norðurbrún 1. Kl. 9– 17, hárgreiðsla. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15–14.30 handavinna, kl. 13.30– 14.30 Sungið við flyg- ilinn, kl. 14.30–16 dans- að í aðalsal. Vitatorg. Kl. 9 hár- greiðsla, kl. 9.30 morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerð, kl. 13.30 bingó. FEBK. Brids spilað kl. 13.15 í Gjábakka. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13, kl. 10 á laugar- dögum. Minningarkort Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúkl- inga fást í Reykjavík, Hafnarfirði og á Seltjarnarnesi á skrif- stofu LHS, Síðumúla 6, Reykjavík, s. 552-5744, fax 562-5744, Hjá Hirti, Bónushúsinu, Suðurströnd 2, Seltjarnarnesi, s. 561 4256, Bókabúð Böðv- ars, Reykjavíkurvegi 66, Hf., s. 565 1630. Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúkl- inga, Vesturlandi: Penninn, Bókabúð Andrésar, Kirkjubraut 54, Akranesi, s. 431 1855 Dalbrún ehf., Brákarbraut 3, Borg- arnesi, s. 437 1421 Hrannarbúðin, Hrann- arstíg 5, Grundarfirði, s. 438 6725. FAAS, Félag aðstand- enda alzheimer- sjúklinga. Minning- arkort eru afgreidd alla daga í s. 533-1088 eða í bréfs. 533-1086. Í dag er föstudagur 4. júlí, 185. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Þá er þeir mötuðust, tók Jesús brauð, þakkaði Guði, braut það og gaf lærisveinunum og sagði: Tak- ið og etið, þetta er líkami minn. (Matt. 26, 26.)     Jón Steinsson skrifarpistil í Deigluna og furðar sig á ofurtollum á innfluttan ís. „Fyrir nokkrum vikum úrskurð- aði Samkeppnisstofnun að Kaupás og Bónus mættu ekki ráðstafa meira en 80% af því frystirými sem ætlað er fyrir framstillingar á ís- vörum í viðskiptasamn- ingum við Kjörís og Emmessís,“ skrifar Jón. „Það sem er ef til vill athyglisverðast við þetta mál er einfaldlega það að sú staða skuli á annað borð hafa komið upp á Ís- landi að Kjörís og Emm- essís hafi eins sterka stöðu á ísmarkaði og raun ber vitni. Það þarf varla að taka það fram að er- lendis selst Kjörís og Emmessís nánast ekki neitt. Enda eru ísarnir sem þessi fyrirtæki fram- leiða ekkert sérlega góðir í alþjóðlegum saman- burði. Þar hafa ísar á borð við Ben & Jerry’s og Haagen-Daas vinninginn. (Að mati undirritaðs og flestra sem hann hefur rætt þetta mál við.)     Skýringin á velgengniKjöríss og Emmessíss er ef til vill sú að háir verndartollar eru lagðir á innfluttan ís. Ben and Jerry’s og Haagen-Daas ísar bera ekki aðeins magntoll upp á 110 kr./ kg heldur einnig 30% verðtoll. Þetta þýðir að ef erlendir söluaðilar selja 1 kg af slíkum ísum til Ís- lands á 100 kr. leggst 140 kr. tollur á ísinn þannig að íslenskir heildsalar þurfa að greiða 240 kr./ kg fyrir hann. Þessir háu tollar gera það að verkum að hálfur líter af Ben and Jerry’s ís kostar u.þ.b. 750 kr. út úr búð í Reykjavík. Í Banda- ríkjunum kostar þessi sami ís rétt rúmar 200 kr. Til samanburðar kosta 2 lítrar (þ.e. fjórum sinnum meira magn) af hinum verndaða Mjúkís einnig um 750 kr. Í þessu máli eins og svo mörgum öðrum hafa litlir hagsmunir þröngs hóps framleiðenda verið teknir fram yfir mun stærri hagsmuni neytenda. Toll- ar á ís eru fáránleg tíma- skekkja sem ætti að af- nema hið fyrsta,“ skrifar Jón Steinsson.     Við þetta má bæta þeirriathugasemd, að ef hægt væri að fá útlendan ís á svipuðu verði og þann íslenska, yrðu innlendir ísframleiðendur að efla vöruþróunina og búa til betri ís til að standa sig í samkeppninni. Geta ekki allir verið sammála um að æskilegra sé að íslensk framleiðsla sé keypt gæðanna vegna en vegna þess að hún sé vernduð með ofurtollum? Helsta röksemdin fyrir ofurtollum á ís er að með því sé verið að vernda innlendan landbúnað. En að hve miklu leyti ætli ís- lenskur ís sé búinn til úr mjólkurafurðum? Eru önnur hráefni ekki harla stór hluti vörunnar, sum hver jafnvel innflutt á lágum eða engum tollum? STAKSTEINAR Ofverndaður íslenskur ís Víkverji skrifar... KUNNINGI Víkverja er mikillgöngumaður. Gengur á hverjum degi með hund sinn í bandi á heima- slóðum. Yfirleitt er það mikið gam- an, hann horfir á fuglana, spáir í sjávarföll og bara nýtur lífsins. Þó eru undantekningar þar á, eins og sjálfsagt á öllu í lífinu. Nýlega var kunninginn einu sinni sem oftar á heimleið úr röskum, blautum túr, bæði hundurinn og hann sjálfur, ja, hundblautir. Fram- undan sá hann fjóra stráka saman í hóp og einn sem fylgdi í humátt á eftir þeim. Þeir voru kátir og ánægð- ir eins og drengja er siður og létu hátt. Í því að kunningi Víkverja mætir þeim heyrir hann einn þeirra segja: „Djöf … var gott hjá okkur að rífa buxurnar utan af þessum aum- ingja!“ Að því sögðu sneru þeir sér allir við og öskruðu á þann sem á eft- ir fylgdi: „Frík, frík, aumingi.“ Sá sem fyrir aðkastinu varð sagði ekk- ert heldur gekk niðurlútur áfram. Kunningjann langaði mest til að skerast í leikinn en hundurinn var heimfús og leyfði ekki neina af- skiptasemi í þetta sinn. Í staðinn sneri kunninginn sér við og fylgdist með því sem fram fór í von um að það mundi duga til að strákarnir fjórir létu af þessum ljóta leik. En það var nú öðru nær. Þeir veittust að fórnarlambinu með orðum, hrintu honum og slógu til hans. Kunningi Víkverja var forviða og starði á það sem fram fór stórum augum. Fór svo fram um stund uns heyrðist í einum: „Hey, hún er enn að horfa á okkur, ma’r,“ og þar með létu þeir strákgreyið vera, buxurnar ónýtar og spurning hvernig sjálfsmyndin er eftir svona lagað. x x x KUNNINGJA Víkverja var aðþessu loknu heitt í hamsi, hálf- hljóp heim og fór beint í símann. Hann taldi nefnilega víst að hann gæti rakið ferðir þessara þokkapilta til leikjanámskeiðs eða einhvers slíks sem í gangi er í bæjarfélaginu. Hann byrjaði á að hringja í íþrótta- félag staðarins, þar var honum sagt að leikjanámskeið og slíkt væri á vegum bæjarins. Þá hringdi hann á bæjarskrifstofuna og var þar vísað af einum á annan þar til hann var við það að gefast upp. En, nei, hann skyldi ekki gefast upp og hafði á endanum uppi á konu einni sem var til í að hlusta á söguna og ætlaði að reyna að komast til botns í málinu. x x x EFTIR allar umræðurnar sem ver-ið hafa í gangi upp á síðkastið um einelti og afleiðingar þess getur kunninginn ekki annað en undrast þvílíkt og annað eins. Hann telur að piltar á þessum aldri – hann giskaði á þeir hefðu verið 12–13 ára – ættu að hafa hlotið fræðslu um þessi mál. Kannski er brotalöm á fræðslunni eða þá að sumum er hreinlega ekki við bjargandi. Hann vildi deila þess- ari sögu með fleirum í von um að ein- hverjir myndu ranka við sér og brýna fyrir börnum sínum að bera virðingu fyrir náunganum og koma fram við aðra eins og þau vilja að aðrir komi fram við sig. Morgunblaðið/Þorkell Einelti er andstyggilegt. Dýrin haga sér dólgslega KONA úr Elliðaárdalnum hafði samband við Velvak- anda og lýsti yfir andstöðu sinni við ketti. Hún kvaðst ekki geta liðið það að kettir væru sífellt að skríða inn um gluggana á húsi hennar þar sem þeir sporuðu út gluggakistur og gerðu ann- an óskunda. Hún hefur keypt tilteknar vörur sem eiga að sporna gegn kött- um, sem koma þarna óboðnir, en ekkert hefur gengið. Konan var einnig ósátt við framkomu hundaeig- enda sem viðra hunda sína í Elliðaárdalnum. Hún getur að eigin sögn ekki verið ein á ferli í dalnum. Hundar gangi þar lausir og láti oft á tíðum dólgslega, ekki síður en eigendur þeirra. Ef fólk getur ekki haft hemil á dýr- um sínum ætti að senda þau í sveit. Þar eru þau engum til ama. Fólk á að fá að vera í friði með sitt, án þess að eiga það á hættu að verða fyrir áreiti frá kött- um og hundum. Skinkuvefjur gleðja LEIGUBÍLSTJÓRI hafði samband við Velvakanda og lýsti ánægju sinni með góðan skyndibita. Hann segir að Skinkuvefjur þær sem fást á Borgargrilli séu einhver sá albesti skyndi- biti sem hann hefur bragð- að. Þykir honum afskap- lega gott að fá sér slíkan dýrindismat þegar hann er við vinnu sína, seint um kvöld og jafnvel á nóttunni. Tapað/fundið Hlutir töpuðust á Nelly’s GRÆNN leðurjakki, Nokia-sími, lyklar og peysa. Allt eru þetta hlutir sem eiga það sameiginlegt að hafa tapast á Nelly’s þann 16. júní sl. Finnandi hafi samband í síma 694 3725. Fundarlaun í boði. Vaðstígvél töpuðust SONUR minn sjö ára skildi eftir vaðstígvélin sín við þvottalaugarnar í Laugar- dal mánudaginn 30. júní sl. Hann var þar með skátafé- laginu Skjöldungum, en á staðnum voru fleiri hópar. Að öllum líkindum hefur einhver úr hinum hópunum tekið þau í misgripum. Stígvélin eru svört og merkt Úlfari, þau voru í myndskreyttum plastpoka. Hafi einhver upplýsingar um stígvélin væri ráð að hringja í síma 898 6789. Kross tapaðist HVÍTAGULLSKROSS tapaðist þann 28. júní sl. Krossinn hefur að öllum líkindum tapast við Mark- land 10 í Fossvoginum eða Hafnarfjarðarkirkju. Skil- vís finnandi vinsamlegast hafi samband í síma 865 1967. Dýrahald Í leit að heimili LJÚF mæðgin vantar heimili. Þau geta ekki dval- ið á núverandi heimili sök- um flutninga og fást gefins saman eða í sitthvoru lagi. Upplýsingar í síma 860 5568. Köttur fannst í Vesturbæ RAUÐBRÖNDÓTTUR og hvítur kettlingur fannst í Vesturbæ. Hann ber rauða ól. Upplýsingar í síma 551 2335 eða 662 0482. Kanína fannst í Jakaseli LÍTIL grá kanína fannst í Jakaseli þann 2.7. sl. Upp- lýsingar í síma 896 6971. Hamstur fannst LÍTILL gulbrúnn hamstur fannst í Hólahverfi í gær. Eigandi getur vitjað hans í síma 698 0522. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Ómar LÁRÉTT 1 flautar, 4 skvampa, 7 örum, 8 þvaðra, 9 nöldur, 11 magurt, 13 fiskurinn, 14 bál, 15 galdra- tilraunir, 17 sníkjudýr, 20 ambátt, 22 stinga, 23 fiskar, 24 kul, 25 dauf ljós. LÓÐRÉTT 1 krydd, 2 skaut, 3 víða, 4 korn, 5 gulls, 6 ávöxtur, 10 fiskur, 12 álít, 13 smá- sletta, 15 stórrar húðfell- ingar, 16 svigna, 18 blíðuhót, 19 nytjalönd, 20 gefi að borða, 21 tuddi. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 steingrár, 8 vikni, 9 efast, 10 nei, 11 reisa, 13 neita, 15 fetil, 18 hakar, 21 íla, 22 skort, 23 kurla, 24 rik- lingur. Lóðrétt: 2 takki, 3 ilina, 4 grein, 5 ábati, 6 hver, 7 ótta, 12 sói, 14 eða, 15 fisk, 16 troði, 17 lítil, 18 hakan, 19 kerru, 20 róar. Krossgáta 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.