Morgunblaðið - 04.07.2003, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 04.07.2003, Qupperneq 50
50 FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 6. Ef þú hélst að þú værir heimskur, þá hefurðu ekki hitt Harry og Lloyd. Þeir eru komnir aftur, heimskari en nokkru sinni fyrr í geggjaðri grínmynd! Sýnd kl. 8 og 10. Sýnd kl. 6, 8, 10 og Kraftsýning kl 12.10. Englarnir eru mættir aftur! Geggjaðar gellur í gæjalegustu mynd sumarsins! l i i ll í l i HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Miðasala opnar kl. 15.00 Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.30. Sýnd kl. 3.40. kl. 4. Ísl. tal. 500 kr. Sýnd kl. 6, 8, 10 og 12. B.i. 14 Ef þú hélst að þú værir heimskur, þá hefurðu ekki hitt Harry og Lloyd.  X-IÐ 97.7  SV MBL  HK DV Sýnd kl. 4, 6, 8, 10 og 12. Sýnd kl. 3.20, 5.40, 8, 10.20 og powersýning kl. 12.30. kl. 3.40, 6, 8.30 og 10.50. POWE R SÝNIN G KL. 12 .30. . POWE R SÝNIN G KL. 12 .00 I . . Fyndnasta myndin sem þú sérð á árinu! Losaðu þig við reiðina og hlæðu þig máttlausan! Englarnir eru mættir aftur! Geggjaðar gellur í gæjalegustu mynd sumarsins! Andardráttur (Respiro) Mynd sem er sterk, falleg, tilgerðarlaus og nánast lifir eigin lífi, eins og hefðin er þegar best tekst til í evrópskri kvikmyndagerð. (H.L.) Háskólabíó. Nói albínói Frumleg og vel gerð mynd í alla staði sem ger- ist í einangruðu sjávarþorpi þar sem óvenju- legur uppreisnarmaður á í stríði við menn og máttarvöld. Magnað byrj- andaverk. Nú sýnd með ensk- um texta. (S.V.) Háskólabíó. Einkenni (Identity) Unnið er skemmtilega með hrollvekjuhefðina í þessari snjöllu kvikmynd með þeim John Cusack, Ray Liotta og Amöndu Peet í aðalhlutverk- um. Ómissandi fyrir aðdáend- ur spennutrylla og frumlegra sögufléttna. (H.J.)  Regnboginn. Símaklefinn (Phone Booth) Óvenjuleg spennumynd sem gerist í afmörkuðu rúmi síma- klefans en fjallar undir niðri um falska örygg- iskennd, og næfurþunna grímu yfirborðs- mennskunnar. (S.V.)  Smárabíó, Regnboginn. Að hrekja burt gæja á 10 dögum (How to Lose a Guy in 10 Days) Hugmyndin að þessari rómantísku gaman- mynd er sniðug en langsótt. Bráðskemmtileg á köflum en lendir í vandræðum í lokin. (H.J.)  Háskólabíó. Didda og dauði kötturinn Didda er níu ára gömul Keflavíkurmær sem gengur á milli bols og höfuðs á glæpalýð í Bítlabænum. Góður leikur, hollt, gott og gam- aldags barnagaman. (S.V.)  Sambíóin. Dökkblár (Dark Blue) Spilling í lögregluliði Los Angeles-borgar er slitið efni og fátt nýtt undir sólinni í annars lag- lega gerðri hasarmynd með Kurt Russell í fjór- hjóladrifinu. (S.V.) ½ Háskólabíó, Sambíóin. Gjálífi (En la puta vida) Forvitnileg mynd frá Úrúgvæ um einstæða móður sem leiðist út í vændi. Átakanleg á köflum en stundum virðist þó eins og leikstjór- inn hafi ekki vitað í hvorn fótinn hann átti að stíga. (H.L.)  Háskólabíó. Kunningjar mínir (People I Know) Býsna áhugaverð mynd um „PR-bisnissinn“ en handrit- ið tæpast nógu gott. Kim Basinger sínir hárfínan og dempaðan leik. (H.L.) ½ Laugarásbíó. Matrix endur- hlaðið (The Matr- ix Reloaded) Á heildina litið er Matrix end- urhlaðið langt frá því að vera jafnheilsteypt, öguð og hugvekjandi og forver- inn. (H.J.)  Sambíóin. Ungi njósnarinn (Agent Cody Banks) Fyrir foreldra er Ungi spæjarinn alls ekki með því verra sem þeir sitja yfir, og fyrir unga krakka, 8–14 ára, er myndin bara besta skemmtun. (H.L.)  Regnboginn. Allt að verða vitlaust (Bringing Down the House) Klaufaleg gamanmynd þar sem tilraunir til að stefna saman ólíkum menningarheimum reynast innantómar. Leikararnir Steve Martin, Queen Latifah og Eugene Levy standa sig þó vel. (H.J.) Sambíóin. BÍÓIN Í BORGINNI Sæbjörn Valdimarsson/Hildur Loftsdóttir/Heiða Jóhannsdóttir  Meistaraverk  Ómissandi  Miðjumoð  Tímasóun 0 Botninn Einkenni (Identity) er „ómissandi fyrir aðdá- endur spennutrylla og frumlegra sögufléttna. “ HINAR föngulegu konur, sem ganga undir heitinu Englar Kalla, eru mættar aftur. Þær þurfa að gefa allt í botn þegar tveggja silfurhringa er saknað. Þetta eru engir venjulegir hringir. Þeir innihalda dulkóðaðar upplýsingar um hverja þá persónu sem nýtur vitnaverndar af hálfu stjórnvalda. Þegar vitnin, hvert á fætur öðru, gefa upp öndina eru það einungis Englarnir sem geta bjargað mál- unum. Þær nota sína einstöku hæfi- leika á hverju sviði til þess að stöðva hinn dularfulla fallna Engil. Þó að mikil orka fari í það að berj- ast gegn varmennum þurfa Engl- arnir einnig að kljást við persónuleg vandamál sín. Þessi myrku vandamál fortíðarinnar gætu orðið þeim öllum að aldurtila haldi þær ekki rétt á spil- unum. Þegar myndin var frumsýnd í Bandaríkjunum fór hún beint á topp bíólistans og skilaði 38 milljónum dala í kassann, 2 milljónum dala minna en fyrri myndin. Fyrri myndin sló rækilega í gegn er hún var frumsýnd hér á landi í nóvember árið 2000 þannig að þegar sýn- ingum lauk höfðu um 30 þúsund manns séð mynd- ina. Nær allir eru með í nýju mynd- inni sem gerði þá fyrri svona vin- sæla. Þær Cam- eron Diaz, Lucy Liu og Drew Barrymore endurtaka leikinn sem englakropparnir og þeim til viðbótar hefur einn kroppurinn enn bæst í hópinn, engin önnur en Demi Moore, sem fer með hlutverk illkvendis. Bill Murray er hins vegar fjarri góðu gamni en í hans stað er hinn sjóðheiti Bernie Mac tekinn við því hlutverki að reyta af sér brand- arana á milli hasaratriðanna. Englakropparnir komnir aftur Smárabíó, Laugarásbíó, Regnboginn, Borgarbíó Akureyri og Sambíóin Kefla- vík frumsýna kvikmyndina Englar Kalla gefa í botn (Charlie’s Angels: Full Throttle) Leikstjórn: McG. Aðalhlutverk: Camer- on Diaz, Drew Barrymore, Lucy Liu, Demi Moore og Bernie Mac. Englakropparnir tilbúnir í mótorkrossið. Í ÞESSARI nýjustu mynd sinni leik- ur Woody Allen taugaveiklaðan og tvöfaldan Óskarsverðlaunahafa, leik- stjórann Val Waxman, sem þráir ekk- ert meir en að komast aftur í sviðs- ljósið. Frægðarsól hans skein hvað skærast á 7. og 8. áratugnum en hef- ur hnigið til viðar og nú hefur Wax- man í sig og á með því að leikstýra auglýsingum. Hann fær óvænt tæki- færi þegar honum býðst vinna fyrir tilstuðlan fyrrverandi konu sinnar, sem fór frá honum til annars manns, forstjóra kvikmyndaversins sem fjár- magnar myndina. Waxman til mik- illar mæðu blindast hann tímabundið af sálrænum orsökum þegar tökur á myndinni hefjast. Hann, ásamt nokkrum vinum sínum, reynir að fela það fyrir forsvarsmönnum kvik- myndaversins, að hann er í raun að leikstýra myndinni án þess að sjá nokkurn skapaðan hlut. Er Val blindaður af ást þegar hann ákveður að vinna með fyrrverandi konu sinni? Er ástin blind þegar kemur að stuðningi fyrrverandi konu hans? Svarið leynist í myndinni. Hollywood-endir var opnunar- mynd Cannes-hátíðarinnar árið 2002 og mætti Woody Allen þá í fyrsta sinn til hinnar virtu hátíðar. Þar við- urkenndi hann að Hollywood fengi vísvitandi á baukinn í myndinni: „Ég viðurkenni fúslega að ég er að senda þeim í Hollywood nett skot með þess- ari mynd og gagnrýni þá um leið fyrir að framleiða allt of mikið af myndum sem gæti allt eins hafa verið leikstýrt af blindum mönnum.“ Blindaður af ást? Háskólabíó frumsýnir kvikmyndina Hollywood-endir (Hollywood Ending). Leikstjórn: Woody Allen. Aðalhlutverk: Woody Allen, George Hamilton, Téa Leoni, Debra Messing, Mark Rydell, Tiffani Thiessen og Treat Williams. Er hægt að gera bíómynd blind- andi? Val Wexman lætur á það reyna í Hollywood-endi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.