Morgunblaðið - 09.07.2003, Page 52

Morgunblaðið - 09.07.2003, Page 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla daga ÁÆTLAÐ er að framkvæmdir við Héðins- fjarðargöng milli Siglufjarðar og Ólafs- fjarðar hefjist haustið 2006 og að þeim verði lokið haustið 2009 en upphaflega átti þeim að ljúka 2008. Forystumenn ríkisstjórnarinnar greindu forsvarsmönnum sveitarfélag- anna á norðanverðu Eyjafjarðarsvæðinu frá þessu í gær og tilkynntu að sveitar- stjórnirnar fengju fljótlega yfirlýsingu frá ríkisstjórninni um tilhögun fram- kvæmdanna þessu til staðfestingar. „Niðurstaðan er sú að frestun á því að göngin verði tekin í notkun verður í raun aðeins rúmt ár en ekki tvö ár,“ segir Davíð Oddsson forsætisráðherra. „Þetta er í raun í fyrsta skipti sem ríkisstjórnin gefur út tímasetningu vegna þessara ganga,“ segir Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra. Bæjarstjórarnir á Siglufirði og Ólafs- firði segja að ákvörðun stjórnvalda mildi áfallið sem íbúar svæðisins urðu fyrir þeg- ar ákveðið var að fresta gerð ganganna. Ljúka á Héð- insfjarðar- göngum 2009  Gerð/6 KAUPFÉLAG Eyfirðinga, KEA, hefur selt Eignarhaldsfélaginu Feng 6% hlut í fjárfestingarfélaginu Kald- baki. Fengur átti ekki hlut í Kaldbaki áður, en er kominn í hóp stærstu hlut- hafa eftir kaupin. KEA er áfram stærsti hluthafi Kaldbaks eftir söl- una, með 27% hlut, og Kaupþing Bún- aðarbanki er næststærsti hluthafinn með tæplega 14% hlut. Fengur á fyrir hlut í ýmsum fé- lögum, meðal annars AcoTæknivali og Flugleiðum. KEA selur Feng hlut í Kaldbaki  Fengur/12 INGVAR Helgason hf. og ítalska verktakafyrirtækið Impregilo hafa skrifað undir samning um að Ítal- irnir taki á kaupleigu um 85 pallbíla og jeppa af Nissan-gerð. Samning- urinn hljóðar upp á um 210 milljónir króna. Júlíus Vífill Ingvarsson, stjórnarformaður Ingvars Helga- sonar, segir að um sé að ræða kaup- leigu til þriggja til fjögurra ára með framlengingarsamningi. Ítalska fyr- irtækið fær marga af bílunum breytta fyrir 35 tommu hjólbarða og vel búna til aksturs að vetrarlagi. Impregilo fær pallbíla frá Ingvari Helgasyni  Bílablað/2 TVEIR smábátar sukku í Reykjavíkurhöfn í gær- morgun. Bátarnir voru bundnir saman og kom leki að stærri trillunni, 12 tonna trébát smíðuðum 1971, með þeim afleiðingum að hann sökk og dró hinn bátinn, minni plastbát, niður með sér. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var bát- urinn sem lekinn kom að illa farinn og hafði ekki verið hreyfður í nokkur ár. Hafnarstarfsmenn urðu varir við að leki var kominn að stærri bátnum og gerðu lögreglu og slökkviliði aðvart um klukkan 9.30 um morgun- inn og voru báðir bátarnir sokknir þegar lög- regla og slökkvilið komu að. Hallur Árnason hjá Reykjavíkurhöfn segir að búið sé að ná bátunum upp, en ekki sé ljóst hvort mikið tjón hafi hlotist af. Kafarar frá Slökkviliði Reykjavíkur fóru niður að flökunum til að ganga úr skugga um að bát- arnir væru mannlausir, segir Hallur. „Við vildum taka af allan vafa um að einhver væri um borð. Því var farið fram á að það yrði kafað.“ Morgunblaðið/Júlíus Tvær trillur sukku í Reykjavíkurhöfn ÓVISSU um áframhaldandi rekst- ur Sementsverksmiðjunnar hf. á Akranesi var eytt með samkomu- lagi ríkisins við Íslenskt sement ehf. Samkomulagið kveður á um að kaupverðið sé 68 milljónir króna en endanlegur kaupsamningur verður ekki undirritaður fyrr en um mánaðamótin ágúst-septem- ber. Uppsafnað tap Sementsverk- smiðjunnar á síðustu árum nemur um 500 milljónum króna. Að mati Valgerðar Sverrisdótt- ur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, eru 68 milljónir króna lágt verð fyrir verksmiðjuna en þó ásætt- anlegt miðað við erfiðan rekstur að undanförnu. Forseti bæjarráðs Akraness, Guðmundur Páll Jónsson, kveðst fagna því að samkomulag hafi náðst og segir það mikilvægt fyrir bæjarfélagið að rekstri verksmiðj- unnar verði haldið áfram. Að sögn Ólafs Davíðssonar, for- manns framkvæmdanefndar um einkavæðingu, skiptir verðið ekki meginmáli heldur hafi mest áhersla verið lögð á að rekstri yrði haldið áfram. Það skilyrði hafi Ís- lenskt sement ehf. uppfyllt. Aðrir tilboðsgjafar hafi ekki tiltekið þetta atriði með jafn skýrum hætti. Fimm hópar fjárfesta buðu í Sementsverksmiðjuna þegar 100% hlutur ríkisins, að nafnvirði 450 milljónir króna, var auglýstur til sölu. Viðræður við Íslenskt sement ehf. hafa staðið yfir í þrjá mánuði. Gunnlaugur Jónsson, fulltrúi eins hópsins sem gerði tilboð í verksmiðjuna í mars, kveðst undr- andi á því að ekki hafi verið haft samband við fleiri tilboðsgjafa þegar ljóst var að viðræður drægjust á langinn. Í auglýsingu um söluna er tekið fram að við- ræður geti tekið allt að tvær vik- ur. Framtíð Sementsverk- smiðjunnar tryggð  Íslenskt sement/Miðopna FLUGLEIÐAVÉL af gerðinni Bo- eing 757 var snúið aftur til flugvall- arins í Faro í Portúgal um fimmtán mínútum eftir flugtak í gær. 192 farþegar voru í vélinni, mestmegn- is ferðamenn sem voru að koma úr sumarleyfi frá Albufeira. Flug- stjórinn ákvað að snúa vélinni við eftir að megn óþefur gaus upp aft- ast í farþegarýminu. Farþegar sem sátu aftarlega í vélinni kvörtuðu undan höfuðverk og verkjum í hálsi og sögðu lyktina hafa verið ramma og óþægilega. Sögðu þeir að helst hefði lyktin minnt á lykt af plast- eða gúmmíbruna. Mikill viðbúnaður var á flugvell- inum í Faro þegar vélin kom aftur inn til lendingar; fjöldi slökkviliðs- og sjúkraflutningabifreiða var til reiðu. Íslenskir flugvirkjar til Faro Guðjón Arngrímsson, upplýs- ingafulltrúi Flugleiða, segir að portúgalskir flugvirkjar hafi farið um borð í vélina um leið og hún sneri aftur til flugvallarins en ís- lenskir flugvirkjar á vegum Flug- leiða, sem staddir voru í Portúgal, voru á leið til Faro til þess að fara yfir vélina. Guðjón segir að flug- vélin verði ekki send af stað aftur fyrr en búið er að aðgæta hvort all- ir hlutar vélarinnar séu í góðu standi. „Það á ekki að gerast að reykur gjósi upp í farþegarými og menn vilja leita af sér allan grun. Ef ekkert finnst í nótt verður að fara með vélina í prufuflug og hún fer ekki í loftið nema vitað sé að hún sé í fullkomnu lagi,“ segir Guð- jón. Farþegar sem voru um borð í vélinni og Morgunblaðið ræddi við báru lof á viðbrögð áhafnarinnar eftir að bilunarinnar varð vart. Segja þeir að skömmu eftir flugtak hafi orðið vart við daunillan reyk um borð í vélinni. Snúa þurfti Flugleiðavél til baka eftir flugtak í Faro í Portúgal Reykur gaus upp í farþegarými  Bera lof/6 Í GÆRKVÖLD missti lítil flugvél afl á öðrum hreyflinum er hún var stödd um 63 sjómílur vestur af Íslandi en hún lenti í Keflavík skömmu síðar. Vélin var á leið til Reykjavíkur frá Narsarsuaq á Grænlandi. Hún er bresk, af gerðinni Short-3 SH36, en skráð í Bandaríkjunum. Hún tekur um 20 manns en fjórir voru um borð. Samkvæmt upplýsingum frá flug- stjórn á Reykjavíkurflugvelli til- kynnti flugmaðurinn fyrst að vélin hefði misst afl á öðrum hreyflinum og skömmu síðar greindi hann frá því að sér virtist sem aflið væri líka að fara af hinum hreyflinum. Þá voru þyrlur kallaðar út og Rannsókna- nefnd flugslysa látin vita en flugmað- urinn lenti vélinni skömmu síðar. Lítil flugvél í vandræðum EIÐUR Smári Guðjohnsen, fyrirliði ís- lenska landsliðsins í knattspyrnu, skrifar í dag undir nýjan þriggja ára samning við Chelsea, en á tímabili í gær virtist fram- tíð hans hjá félaginu í mikilli óvissu eftir að forráðamenn Lundúnaliðsins komu þeim skilaboðum til leikmannsins að það hefði dregið samningstilboð sitt til baka. Arnór Guðjohnsen, faðir Eiðs og einn af umboðsmönnum hans, staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gær að gengið yrði frá samningnum í dag en eftir það sem á undan er gengið væri samt ekkert öruggt í þeim efnum fyrr en Eiður Smári væri búinn að rita nafn sitt undir samninginn. Morgunblaðið/Kristinn Eiður áfram hjá Chelsea  Skrifar undir/41 ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.