Morgunblaðið - 21.07.2003, Side 13

Morgunblaðið - 21.07.2003, Side 13
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JÚLÍ 2003 13 50% afslátturBOSS BÚÐIN MENN KRINGLUNNI SÍMI 533 4242 OLYMPUS C-120 DIGITAL Camedia C-730 Zoom Camedia C-50ZOOMOLYMPUS Mju 300 Camedia C-350 NÝLEGA kom út hjá Víkingafélag- inu í London ritið The Folk-Stories of Iceland eftir Einar Ól. Sveins- son. Hér er á ferð Um íslenzk- ar þjóðsögur, verk sem upp- haflega birtist á prenti í Reykjavík árið 1940. „Eins og önnur rit Einars Ólafs einkenndist sú bók af víðfeðmun lærdómi höfundar, ritsnilld hans og næmum skilningi á sérkennum og gildi efnisins. Ritið hefur síðan ver- ið í hávegum haft af þjóðsagna- fræðingum og öðrum unnendum ís- lenskra þjóðsagna, og fljótt kom fram sú hugmynd að vert væri að koma því á framfæri á erlendu máli. Um 1970 tók Benedikt S. Benedikz bókavörður að sér þýð- inguna, og á þeim árum vann höf- undur að nauðsynlegri endur- skoðun vegna þess hve langt var um liðið frá frumútgáfu. Síðar tók dr. Einar G. Pétursson að sér að annast það verk. Víkingafélagið í London tók verkið til útgáfu, og hefur Anthony Faulkes prófessor í Birmingham endurskoðað þýð- inguna og annast útgáfuna fyrir hönd Víkingafélagsins,“ segir í fréttatilkynningu frá Stofnun Árna Mangússonar á Íslandi. Ennfremur segir: „Ekki gerist það á hverjum degi að íslensk fræðirit séu þýdd og birt á erlendum tungum, og fágætt er að nokkur fræðirit séu talin verð þýðingar og útgáfu þegar meira en sex áratugir eru liðnir frá frumbirtingu þeirra. Íslenskar þjóðsögur eru svo fjöl- breytilegar og auðugar að vakið hefur undrun og aðdáun erlendra þjóðsagnafræðinga sem hafa kynnst þeim. Fagnaðarefni er að nú skuli komið út á heimsmáli sí- gilt verk um þetta efni, sem nýtur minni frægðar en það verð- skuldar.“ Bókin er 319 bls. Bókrakápu prýðir verkið Valkyrjurnar eftir Jó- hann Briem. Þjóðsögur VIÐAMIKIL myndlistasýning sem nefnist Prag-tvíæringurinn var opn- uð 26. júní sl. og mun standa fram til 24. ágúst nk. Sýningarstjóri fyrir Ís- lands hönd var Dorothee Kirch í Gall- erí i8 og valdi hún Ásmund Ásmunds- son, Gabríelu Friðriksdóttur, Gjörningaklúbbinn og Unnar Örn Jónasson til þátttöku. Að sögn Dor- othee eru það útgefendur myndlist- artímaritsins Flashart sem standa að Prag-tvíæringnum. „Rúmlega tvö hundruð listamenn tóku þátt í sýning- unni og voru um tuttugu sýning- arstjórar frá ýmsum löndum, að- allega þó frá Evrópu. Ég var beðin um að vera einn sýningastjóranna eftir ábendingu frá Gabríelu Frið- riksdóttur. Ég mátti velja þrjá til fimm listamenn og við valið á lista- mönnum hafði ég það að leiðarljósi að endurspegla breiddina í listalífinu hérlendis, þ.e. velja eins ólíka lista- menn og ég gæti. Þannig sýndi Gabrí- ela Friðriksdóttir teikningar sem hún vann fyrir kápuna að geisladiski Bjarkar Family Tree, Ásmundur var með verk sem kallast „Fantagott pepsí“, en verkið samanstendur af fantaflöskum sem fylltar hafa verið með pepsí, auk myndbands þar sem Ásmundur heldur fyrirlestur um verkið, Unnar Örn sýndi afar fíngerð- ar teikningar sem gerðar voru með tússi á A4 blöð, en innblásturinn að teikningunum sótti hann í krossgátur og línurit og svo sýndi Gjörn- ingaklúbburinn myndbandsverk.“ Að mati Dorothee er gífurlega mik- ilvægt fyrir íslenska listamenn að taka þátt í svona sýningu. „Á svona sýningu gefst kjörið tækifæri fyrir listafólk að kynnast öðru listafólki og ekki síst sýningar- og safnstjórum. Gefin var út 600 síðna sýningarskrá þar sem finna mátti ítarlegar upplýs- ingar um alla listamennina og sýning- arstjórana. Svona stór sýning dregur líka að sér mikla athygli í fjölmiðlum og marga gesti,“ segir Dorothee. „Skipuleggjendur sýningarinnar fullyrða að þetta sé einn af merkileg- ustu viðburðum þessa árs í nútíma- myndlist. Sýningin var öll staðsettt í Listasafni Tékklands í Prag, sem er mjög stórt safn,“ segir Sigrún Hrólfs- dóttir sem ásamt Eirúnu Sigurð- ardóttur og Jóní Jónsdóttur starf- rækir Gjörningaklúbbinn. „Við sýndum myndbandsverk sem nefnist „Thank you “ eða „ Með þökk“ en það var tekið upp á síðasta ári í tengslum við Mósaíkþátt. Meðan við vorum úti unnum við að myndbandsverki sem við tókum upp á hótelinu þar sem við gistum. Við vorum með hugmynd um að vera jafnvel með gjörning á sýn- ingunni, en það sköpuðust ekki réttar aðstæður til þess og því ákváðum við í staðinn að búa til myndbandsút- færslu af þessum gjörningi. Hugs- anlega verður verkið sýnt á sýningu okkar á neðri hæð Nýlistasafnsins sem verður opnuð 9. ágúst nk.,“ segir Sigrún, en að hennar sögn verður þetta viðamikil sýning þar sem sýnd- ur verður afrakstur vinnu Gjörn- ingaklúbbsins á þessu ári. Sýningin ber yfirskriftina „Á bak við augun“, sem vísar til þess að það eru augun sem sjá myndlistina en allt það mik- ilvæga gerist í raun bak við augun.“ Íslenskt myndlistar- fólk á Prag-tvíæringi Teikning Gabríelu Friðriksdóttur. Jóní Jónsdóttir, Eirún Sigurðardóttir og Sigrún Hrólfsdóttir í myndbandsverkinu „Með þökk“ eða „Thank you“. Salon Reykjavík, Árósum Að- alheiður S. Eysteinsdóttir opnar sýningu sem er liður í verkinu „40 sýningar á 40 dögum“. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.