Morgunblaðið - 28.07.2003, Qupperneq 15
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. JÚLÍ 2003 15
LISTIR
FYRIRSÖGNIN er skilgreining á orðinu mannrétt-
indi. Afhverju er ég ræða mannréttindi á Íslandi? Er
ekki allt í lagi á Íslandi í dag? Nei, mér finnst það ekki
og þolinmæði mín er frekar takmörk-
uð. Ég sem hommi vil ekki bíða kurt-
eislega lengur eftir næsta mannrétt-
indaskammti sem hæstvirt Alþingi kýs
að framreiða. Ég á skýlausan rétt til að
finna hamingjuna á mínum forsendum.
Stjórnarskrá Íslands fjallar um rétt-
indi okkar og skyldur sem Íslendinga.
Þar kemur m.a. fram í 65. gr. 7. kafla,
„ Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mann-
réttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana,
þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags,
ætternis og stöðu að öðru leyti.“
Í samþykktum breytingum frá 17. maí 2000 er enn í
lögum um staðfesta samvist, að ákvæði ættleiðing-
arlaga um hjón gilda ekki. Einnig að lög um tækni-
frjóvgun gilda heldur ekki um fólk í staðfestri sam-
vist.
Mér sem homma er enn ekki heimilt að skrá sambúð
mína með öðrum manni hjá Hagstofu Íslands. Sem er
stórfurðulegt þar sem það er minni skuldbinding en
staðfest samvist. Á sínum tíma (1996) man ég að haft
var að orði „þau gætu svindlað“! En talið var líklegt
að gagnkynhneigð pör ættu það hugsanlega til að
svindla varðandi skráða sambúð. Ég sem hommi mátti
sem sagt ekki svindla. Alþingi á að afmá misrétti
gagnvart lögum ekki taka réttindi eða ábyrgð frá
fólki.
Ekki misskilja mig. Ég er mjög þakklátur fyrir allar
breytingar sem hafa orðið á réttindum lesbía og
homma sl. ár. Það er gaman á Gay pride og ég er
stoltur af því sem hefur verið gert til að leiðrétta mis-
réttið fram að þessu. Gleðin og frelsið er að koma
smátt og smátt og einmitt þess vegna er núverandi
skortur á fullum mannréttindum óþolandi.
Það sem mér finnst furðulegast og óskiljanlegt er
afhverju ekki er búið að afmá skipulega allt misrétti
vegna kynhneigðar í íslenskum lögum. Breyta sérskil-
greindum rétti gagnkynhneigðra í að vera almenn
mannréttindi án tillits til kynhneigðar? Og bæta við í
65. gr. Stjórnarskrárinnar, njóta mannréttinda án til-
lits til kynhneigðar, kynferðis“ o.s.frv.
Eftir hverju er verið að bíða? Mér finnst ótrúlegt að
þessar smáleiðréttingar í lögum skuli standa í okkur.
Við sem erum svo rétthugsandi, frjáls og fordómalaus.
Nokkrar þjóðir eru komnar fram úr okkur í þessum
málum. Alþingi ber að vera eins og gott foreldri sem
leiðir okkur af öryggi og skilning inn í nýjan réttlátari
heim með breyttar áherslur.
Það á ekki að hugsa mínútu lengur! Heldur leggja á
hausti komanda fram frumvarp til laga um þessi mál.
Ég vil ekki lengur þakklátur og auðmjúkur taka á
móti fleiri smáskömmtum af mannréttindum. Skömmt-
un af mannréttindum frá þeim er skerðingarlaus
mannréttindi hafa. Það vantar svo lítið í viðbót! En
þetta „litla“ sem eftir stendur er svo gífurlega, ótrú-
lega stórt fyrir mig sem manneskju.
Góðir alþingismenn, ég hef enga biðlund lengur.
Drífið í þessu! Það er okkur til skammar sem þjóð að
með lögum frá Alþingi séu mannréttindi eins hóps í
samfélaginu skert. Ég vildi svo gjarnan að þið skilduð
hvað þetta er mikilvægt. Hvað þetta skiptir miklu máli
fyrir tugþúsundir Íslendinga. Að þessar hálfleiðrétt-
ingar hafa því miður ekki bara jákvæðar hliðar. Þær
benda líka á hvað eftir stendur, hvað er ógert varð-
andi bein mannréttindabrot gagnvart lesbíum og
hommum í íslenskum lögum.
Enn eimir eftir af fordómum, ótta og þekkingarleysi
varðandi þessi mál. Það tekur nefnilega eina kynslóð
ef ekki meir að breyta almenningsálitinu og fá fólk til
að treysta því að þetta sé allt í lagi.
Lögum er breytt og ný sett til að móta framtíð okk-
ar og leiða okkur áfram inn í bjartari og réttlátari
framtíð. Alþingis er að móta þessa framtíð.
Á þessu augnabliki er kærleikurinn lykillinn, að
hálflokuðum dyrum framtíðarinnar fyrir lesbíur og
homma. Notum þennan lykil, uns allar dyr hafa verið
opnaðar. Opnið dyrnar og gerið Stjórnarskrá Íslands,
að mannréttindaskrá fyrir alla Íslendinga án nokk-
urra skilyrða. Sýnið í verki að kærleikur og umburð-
arlyndi eiga sér engin landamæri. Við eigum öll sama
réttinn til að vera Íslendingar, göngum alla leið næst-
komandi vetur og afmáum allt misrétti í lögum.
Ég óska okkur öllum til hamingju með það sem
komið er. En eins og áður segir vantar enn upp á að
baráttunni sé lokið. En 9. ágúst nk. er Gay pride-
dagurinn og þá ræður gleðin og gamanið ríkjum og
við skemmtum okkur öll saman þennan hátíðisdag
lesbía og homma.
Réttur manna til frelsis, öryggis og jafnræðis
Eftir Percy B. Stefánsson
Höfundur er áfengis- og vímuefnaráðgjafi.
DRAUMUR á Jónsmessunótt
hefur verið settur upp 12 sinnum á
Íslandi ef taldar eru saman sýningar
atvinnuleikhúsa og áhugaleikhópa,
og þessi sýning meðtalin. Ég efast
um að nokkur hinna ellefu sýning-
anna komist í hálfkvisti við þessa
þegar litið er til „leikmyndar“ og
umgjarðar. Að setja Drauminn upp í
Elliðaárdalnum, sem skartar hinum
ágætasta skógi, er svo frábær hug-
mynd að fyrir hana eina og sér ber
Leikfélaginu Sýnum mikið lof. En
fleira má lofa í þessari sýningu sem
var í alla staði frábær skemmtun í
góðviðri síðastliðins laugardags.
Varla þarf að fara mörgum orðum
um þetta verk Shakespeares, það er
eitt af hans vinsælustu leikritum,
verk þar sem skil veruleika og
draums eru þurrkuð út og ímynd-
unaraflið fær að leika lausum hala.
Öðrum þræði er verkið kannski ein-
mitt um ímyndunaraflið og leik-
listina sjálfa; um „brjálað fólk, einnig
elskendur og skáld“ sem gert er úr
„tómri ímyndun,“ eins og Þeseifur
orðar það svo skemmtilega í síðasta
þætti verksins og hann heldur
áfram:
Svo brellugjarnt er ímyndunaraflið,
að hvenær sem það rennir grun í gleði,
getur það fundið þann sem veitir hana;
og þegar nóttin hræðir heimsins börn,
er hríslan orðin dimmur skógarbjörn.
Leikurinn hófst aftan við gamla
fallega hvíta rafstöðvarhúsið í
miðjum dalnum sem þjónaði vel hlut-
verki sínu sem höll Þeseifs, barst síð-
an víða um dalinn og fór að mestu
leyti fram í miðjum skógi umlukt
laufskrúði og árniði. Það var ótrú-
lega skemmtilegt að sjá glitta í álfa
og aðrar furðuverur hér og hvar um
skóginn og heyra söng þeirra og
hljóðfæraslátt meðan gengið var til
næsta áfangastaðs. Hið náttúrulega
umhverfi jók mjög hina listrænu
upplifun áhorfandans.
Leikstjóri sýningarinnar er Þor-
geir Tryggvason og hugmyndin um
að setja verkið upp í Elliðaárdalnum
er gamall draumur hans. Hugmynd-
ir á borð við þessa eru gulls ígildi og
eflaust ekki á færi annarra en
ólæknandi hugsjónamanna og
„áhugafólks“ í leikhúsheiminum að
hrinda slíkri hugmynd í fram-
kvæmd. Því hér er ekki um neitt
auðhlaupaverk að ræða. Leikararnir
sem taka þátt í sýningunni eru 24
talsins og margir þeirra eru að stíga
sín fyrstu spor með Sýnum, þótt allir
hafi tekið þátt í áhugaleiksýningum
áður. Þegar þetta er haft í huga er
það aðdáunarvert hversu lítill
„amatörbragur“ er á sýningunni í
heild. Margir leikaranna eru reynd-
ar þrælreyndir eftir áralanga þjálf-
un hjá Hugleik (Hulda B. Hákonar-
dóttir, Ármann Guðmundsson og
Silja Björk Huldudóttir, svo ein-
hverjir séu nefndir) og þegar litið er
á reynslu sjálfs leikstjórans fara
mörk áhugamennsku og atvinnu-
mennsku að riðlast dálítið… ekki
síður en mörk draums og veruleika í
verkinu.
Hér gefst ekki færi á að nefna
nöfn allra þeirra sem taka þátt í
þessari einstöku sýningu, enda er
það heildarútkoman sem skiptir
mestu máli. Þau Snorri Engilberts,
Aldís G. Davíðsdóttir, Stefán Bene-
dikt Vilhelmsson og Lilja Nótt Þór-
arinsdóttir voru öll falleg ungmenni
og léku af innlifun. Lilja Nótt átti
samúð áhorfenda og kallaði fram
margt brosið þar sem hún elti sinn
Demetríus af hundslegri tryggð, full
aðdáunar. Halldór Magnússon lék
Jón Spóla af miklum krafti og húmor
og uppskar margan hláturinn. Hulda
B. Hákonardóttir var skopleg í að-
dáun sinni á þeim hinum sama Spóla
og Ármann Guðmundsson brilleraði
í litlu hlutverki sem Hrói Sultur (í
hlutverki tunglsins). „Leikritið í
leikritinu“ var sá gleðigjafi sem því
er ætlað og álfaskarinn eins og hann
lagði sig var heillandi. Hvorki fleiri
né færri en fjórir leikarar brugðu sér
í gervi Bokka og fór vel á því, þar
sem hlutverkið er viðamikið og svo
skemmtilegt að ekki er nema sann-
gjarnt að leyfa fleirum en einum að
spreyta sig á því. Fjórmenningarnir
Ástþór Ágústsson, Guðmundur L.
Þorvaldsson, Hjalti S. Kristjánsson
og Nanna Vilhelmsdóttir nutu sín vel
í hlutverki þessa hrekkjótta sendi-
sveins Óberóns. Silja Björk Huldu-
dóttir og Einar Þór Einarsson voru
falleg sem álfadrottningin Titanía og
álfakóngurinn Óberon og reisn yfir
þeim og þeirra fríða föruneyti.
Ekki er hægt að skilja við þessa
sýningu án þess að nefna búningana
sem ásamt með „leikmyndinni“ settu
afar sterkan svip á sýninguna. Heið-
urinn af þeim eiga Þórunn Eva Hall-
dóttir og Þórey Björk Halldórsdóttir
sem hafa nokkra reynslu í hönnun
leikbúninga enda fagmennskan aug-
ljós. Útsjónarsemi og listrænt
innsæi einkennir búningahönnun
þeirra stallna og skemmtilegt hvern-
ig hver hópur innan verksins hefur
sinn eigin stíl. Aþeningarnir voru
hvítklæddir, í fötum sem virtust
hvítmáluð og höfðu mjög „smart“
áferð. Álfarnir klæddust rauðum,
appelsínugulum og gulum fötum og
báru skemmtilegt litríkt hárskart.
Handverksmennirnir voru í
„raunsæislegum“ vinnufötum fram-
an af en síðan auðvitað skemmtilega
„leikhúslega“ klæddir þegar þeir
sýndu verk sitt við hlátur og aðhlát-
ur Aþeninga og annarra áhorfenda.
Allir sem tóku þátt í þessari sýn-
ingu lögðu sig fram og skemmtu sér
vel ekki síður en áhorfendur. Það er
synd að sýningar verði ekki fleiri en
þær tvær sem þegar hafa farið fram,
ef svo væri ekki myndi undirrituð
hvetja alla til að sjá verkið og taka
börnin með, því hér er skemmtun við
hæfi allrar fjölskyldunnar.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Eflaust ekki á færi annarra en ólæknandi hugsjónamanna og „áhugafólks“
að hrinda slíkri hugmynd í framkvæmd, segir Soffía Auður Birgisdóttir.
Draumasýning í
draumaumhverfi
LEIKLIST
Leikfélagið Sýnir
Höfundur: William Shakespeare. Íslensk
þýðing: Helgi Hálfdanarson. Leikstjóri:
Þorgeir Tryggvason. Aðstoðarleikstjóri:
Hörður Sigurðarson. Leikarar: Aldís G.
Davíðsdóttir, Ágústa Eva Erlendsdóttir,
Ármann Guðmundsson, Ástþór Ágústs-
son, Bjarki Ingason, Einar Þór Einarsson,
Guðmundur L. Þorvaldsson, Gunnar Björn
Guðmundsson, Halldór Magnússon,
Helgi Róbert Þórisson, Hjalti S. Krist-
jánsson, Hrefna Friðriksdóttir, Hulda B.
Hákonardóttir, Jón Stefán Sigurðsson,
Kjartan Hearn, Lilja Nótt Þórarinsdóttir,
Nanna Vilhelmsdóttir, Oddur Bjarni Þor-
kelsson, Ragnar Elías Valsson, Rúnar
Lund, Sara Blandon, Silja Björk Huldu-
dóttir, Snorri Engilberts, Stefán Benedikt
Vilhelmsson. Tónlist: Björn Thorarensen.
Búningar: Þórunn Eva Hallsdóttir og Þór-
ey Björk Halldórsdóttir.
Elliðaárdalur 26. júlí 2003.
DRAUMUR Á JÓNSMESSUNÓTT
Soffía Auður Birgisdóttir