Morgunblaðið - 12.08.2003, Page 4
FRÉTTIR
4 ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ENGIN haldbær
gögn liggja á bak
við fullyrðingar,
sem haldið hefur
verið á lofti á síð-
ustu vikum, um
mikla fjölgun úti-
gangsmanna í
Reykjavík. Þetta
segir Óttar Guð-
mundsson geð-
læknir og yf-
irlæknir vímu-
efnadeildar geðsviðs Landspítal-
ans.
„Mér finnst þetta fyrst og fremst
vera upphlaup í fjölmiðlun,“ segir
Óttar. Hann segist ekki hafa séð
neitt sem bendi til þess að um sé að
ræða hundrað til hundrað og tutt-
ugu manns sem séu á götunni. Hann
segir þessa tölu vera úr lausu lofti
gripna. Aðrir sem vel þekkja til
málefna útigangsmanna í Reykja-
vík segja að ástandið sé ekki mikið
verra en verið hefur og taka undir
það að umræðan síðustu daga hafi
farið heldur geyst.
Sjötíu til hundrað
manns á götunni
Geir Jón Þórisson, yfirlög-
regluþjónn í Reykjavík, segir að
lögreglan telji að nú sé þessi fjöldi á
bilinu sjötíu til hundrað manns þótt
erfitt sé að gera sér fulla grein fyrir
raunverulegum fjölda.
Geir Jón segir það ekki vera
launungarmál að með lokun og
flutningi meðferðarheimila hafi
fjöldi útigangsmanna í höfuðborg-
inni aukist. Hann segir að venjulega
aukist fjöldinn á götunni á sumrin
en telur að nú í sumar hafi fjölgunin
verið ívið meiri en áður.
Óttar Guðmundsson telur að mik-
ilvægast sé að finna úrræði fyrir
fólk sem ekki sé lokað inni á með-
ferðarheimilum. Hann telur ekki
vera skort á plássum fyrir þá sem
ánetjast hafa áfengi og öðrum
vímuefnum. „Hér er meira framboð
á meðferðum fyrir slíka ein-
staklinga en nokkurs staðar í Vest-
ur-Evrópu,“ segir hann.
Óttar telur að taka þurfi til skoð-
unar þau meðferðarúrræði sem not-
ast er við. „Spurningin er hvort það
þurfi að breyta þeirri meðferð sem
boðið er upp á. Þessir einstaklingar
hafa margsinnis farið í meðferð en
eru samt á götunni. Spurningin er
því hvort meðferðarbatteríið í land-
inu þurfi að koma til móts við þessa
einstaklinga á annan hátt en það
hefur gert til þessa.“
Vantar fleiri úrræði
eftir meðferð
Úrræði fyrir fíkla sem farið hafa í
gegnum hefðbundna meðferð eru
takmörkuð að mati Óttars. „Það
sem ég held að þurfi fyrst og
fremst, varðandi þarfir þessa hóps,
eru betri félagsleg úrræði í Reykja-
vík. Það þarf að koma annað gisti-
skýli, eins og er í Þingholtsstræti
25; þannig að það séu fleiri úrræði
fyrir þessa einstaklinga innan bæj-
armarka Reykjavíkur. Þá er ég
ekki að tala um að inniliggjandi
meðferð sé alltaf eitthvað töfraorð.
Það þarf að hjálpa þessum ein-
staklingum að lifa í borginni,“ segir
hann.
Undir þetta tekur Geir Jón sem
segir að sambýli sem komið hafi
verið upp við Miklubrautina hafi
gefið góða raun. Þar eru ein-
staklingar sem áður töldust í hópi
„góðkunningja“ lögreglunnar en
Geir Jón segir að afskipti lögreglu
af þessum einstaklingum séu nú
sama og engin.
Langvarandi sjúkralega
ekki lausn
Langvarandi sjúkralega er ekki
heppileg lausn á þeim vanda sem
við er að glíma, að mati Óttars Guð-
mundssonar. Hann bendir á að ekki
sé til það meðferðarkerfi í heim-
inum sem skili 100% árangri og tel-
ur það vera undarlegar áherslur að
vilja fjölga meðferðarplássum í
samfélagi sem nú þegar bjóði upp á
fleiri meðferðarúrræði en nokkuð
annað land sem hann þekki til.
Hann segir að nútímageðlækn-
ingar hafi fyrir margt löngu horfið
frá því að líta á langvarandi innilok-
un sem heppilegt meðferðarúrræði.
Hann segir slíka meðferð geta gert
meiri skaða en gagn.
Að mati Óttars er nauðsynlegt að
koma upp fleiri úrræðum fyrir fíkla
eftir að hefðbundinni afvötnun og
meðferð sleppir. „Það eru ákveðin
úrræði sem eru mjög góð s.s. eins
og gistiskýlið og kaffistofa Sam-
hjálpar við Hverfisgötu. Þetta eru
mjög góð félagsleg úrræði. Ég held
það væri mikið nær að fjölga þess-
um úrræðum og bæta úr þeim held-
ur en að vera alltaf að hrópa á fleiri
meðferðarpláss,“ segir Óttar.
Óttar Guðmundsson geðlæknir
Fleiri úrræði hér
en annars staðar
Óttar Guðmunds-
son geðlæknir.
ÍSLANDSDEILD Norræna stjórn-
sýslusambandsins (Nordisk Admin-
istrativt Forbund) heldur ráðstefnu á
sviði stjórnsýsluréttar á Hótel Selfossi
dagana 21.–22. ágúst nk.
Norræna stjórnsýslusambandið er
þverfagleg samtök sem standa fyrir
uppfræðslu og fræðimennsku um
stjórnsýsluna, meðal annars á sviði lög-
fræði, stjórnmálafræði og heimspeki
og gefa meðal annars út tímarit á sviði
stjórnsýslufræða. Landsdeildir sam-
bandsins standa fyrir ráðstefnum líkt
og þeirri sem nú er fyrirhuguð, með
nokkurra ára millibili, en síðasta ráð-
stefna var haldin fyrir þremur árum.
Þema ráðstefnunnar að þessu sinni
er „Eftirlit með stjórnsýslunni – rétt-
arúrræði og réttaröryggi“ og að sögn
Róberts Ragnars Spanó, formanns Ís-
landsdeildar Norræna stjórnsýslusam-
bandsins, snýst ráðstefnan að þessu
sinni einkum um lögfræði og erindin
sem flutt verða eru aðallega lögfræði-
legs eðlis.
Margir norrænir fræðimenn flytja
erindi á ráðstefnunni og mun Björn
Bjarnason dómsmálaráðherra setja
hana að morgni fimmtudagsins 21.
ágúst. Róbert segir að flest erindin
snúi að því hvernig eftirliti með stjórn-
sýslunni er háttað, hvort sem það er af
hálfu dómstóla eða umboðsmanna
þjóðþinga, og hvaða afleiðingar það
getur haft í för með sér ef stjórnsýslan
brýtur lög. Jakob R. Möller hæstarétt-
arlögmaður mun auk þess fjalla um
skilyrði skaðabótaskyldu hins opin-
bera.
Róbert segir að auk fyrirlestranna
og fræðilegrar umræðu verði þátttak-
endum einnig boðið að fara í skoðunar-
ferðir um svæðið í kring auk þess sem
hátíðarkvöldverður verði haldinn á
fimmtudagskvöldinu.
Ríkisstjórn Íslands er aðalstyrktar-
aðili ráðstefnunnar.
Allar nánari upplýsingar má finna á
heimasíðu ráðstefnunnar, auk þess
sem þar er hægt að skrá þátttöku en
það má einnig gera með því að senda
tölvupóst á netfangið birna@congress-
.is eða robertrs@hi.is. Full þátttaka er
ekki skilyrði heldur er einnig hægt að
sækja einvörðungu fyrirlestrana.
Ráðstefna á sviði
stjórnsýsluréttar
TENGLAR
.....................................................
www.congress.is/naf
GUNNAR Örlygsson, þingmaður
Frjálslynda flokksins, afplánar nú
dóm fyrir bókhaldsbrot og brot á
lögum um stjórnun fiskveiða.
Hann var dæmdur í sex mánaða
fangelsi í Héraðsdómi Reykja-
ness, þar af eru þrír skilorðs-
bundnir.
Samkvæmt upplýsingum frá
Margréti Sverrisdóttur, fram-
kvæmdastjóra Frjálslynda flokks-
ins, mun hann sitja inni í einn
mánuð en afganginn af dómnum
tekur hann út í samfélagsþjón-
ustu. Hún segir að hann ljúki af-
plánun sinni fyrir áramót.
Varamaður Gunnars, Sigurlín
Margrét Sigurðardóttir, tekur
sæti hans við upphaf þings. Sig-
urlín er heyrnarlaus og segir
Margrét að sérstakar ráðstafanir
verði gerðar til þess að hún geti
tekið fullan þátt í þingstörfunum
og að Alþingi hafi sýnt aðstæðum
hennar mikinn skilning.
Þingmaður
Frjáls-
lyndra af-
plánar dóm
Í SUMAR var hafist handa við að
færa Framengjar, sem eru suður af
Mývatni, til fyrra horfs með því að
moka ofan í framræsluskurði. Á
svæðinu, sem í heild er um 8 ferkíló-
metrar, eru nær 10 km af skurðum
og verður nú rutt ofan í um 2⁄3 þeirra.
Þetta verk er unnið fyrir forgöngu
Ingólfs Jóhannessonar frá Skútu-
stöðum, en kostað að mestu af Vega-
gerð ríkisins sem þannig uppfyllir
skyldur sínar um að skila votlendi
fyrir það sem spillist við vegagerð.
Þessi framkvæmd bætir þannig fyr-
ir Tjörnesveg og Háreksstaðaleið.
Pokasjóður verslunarinnar styður
einnig verkefnið. Fyrir allnokkrum
árum ruddu bændur sjálfir ofan í
nokkra skurði á svæðinu.
Nefnd um endurheimt votlendis
var skipuð af Guðmundi Bjarnasyni
landbúnaðarráðherra 1996. Hlut-
verk nefndarinnar er að gera tillög-
ur um hvar og hvernig megi gera til-
raunir með að endurheimta hluta
þess votlendis sem þurrkað hefur
verið upp með framræslu. Níels
Árni Lund er formaður nefndarinn-
ar.
Mikið heyskaparland
Framengjar heitir mikið votlendi
suður frá Mývatni. Það spannar land
frá Kráká í vestri að Grænalæk í
austri, en þjóðvegi í norðri. Þar var
lengi meginheyskaparland Mývetn-
inga. Svæðið tilheyrir jörðunum
Skútustöðum, Álftagerði, Græna-
vatni, Baldursheimi og Litluströnd.
Auk þess áttu nokkrar fleiri jarðir
þar spildur og flest bú sveitarinnar
höfðu þar engi að láni, einkum af
landi Skútustaða.
Bóndamaður leitaði til Skútu-
staðaprests sem þá var nýkominn að
brauði og mælti svo:
Séra Magnús Már nú minn,
mér þú lánar engi
eins og gerði gamli hinn
guðdómlegi presturinn.
Þeir koma hér við sögu: Sr. Magn-
ús Már Lárusson, prestur hér 1944–
49, en á undan honum sr. Hermann
Hjartarson 1916–44.
Sr. Örn Friðriksson, sem var
prestur á Skútustöðum í 43 ár, hafði
fegurð Framengja fyrir augum sér
út um stofugluggann á prestssetr-
inu. Um þá reynslu hefur hann sam-
ið kliðmjúkt tónaljóð í nokkrum
þáttum og útsett fyrir píanó. Á góð-
um stundum átti hann það til að
leika hluta þess fyrir sveitunga sína.
Nú sakna Mývetningar slíkra
stunda.
Heyskapur var stundaður á
Framengjum um aldir. Heimildir
benda til að allt frá því um 1840 hafi
menn komið fyrir stíflum í Kráká og
veitt henni yfir svæðið og fengið
þannig aukna uppskeru af enginu.
Búnaðarfélagið, sem stofnað var
1879, beitti sér fyrir kaupum á
„hallamælingaverkfærum“ 1882 til
að nota við framræslu í Skútustaða-
engi. Árið 1908 var einnig unnið að
framræslu í Skútustaðaengi. Um
1950 eftir að skurðgröfur komu til
sögunnar, þá voru grafnir miklir
skurðir á enginu, svo sem víða þótti
sjálfsagt á þeim árum. En eftir að
Mývetningar brutu stór landsvæði
til ræktunar, fyrst í Grófarmýri en
einkum í Hofstaðaheiði um 1970, þá
féll fljótlega niður heyskapur á
Framengjum. Hafa þær eingöngu
verið notaðar til beitar síðustu ár.
20 tjöld á engjum
Meðan mest var sóttur heyskapur
á Framengjar mátti sjá þar um 20
tjöld heyskaparfólks sem þar hafðist
við heilu vikurnar, oft í misjöfnum
veðrum. Af nærliggjandi bæjum var
heyinu gjarnan komið votu heim.
Frá bæjum fjær þurfti að þurrka og
bera upp í hey á staðnum. Þangað
var það síðan sótt á hestasleðum eft-
ir að svellalög voru orðin trygg. Þá
var enn eftir mikið starf bænda og
vinnumanna að sækja heyið. Venju-
lega var þá farið með 5 bagga í ferð
og gat verið slarksamt og erfitt.
Hlutverki Framengja sem meg-
inheyforðabúrs Mývetninga er nú
lokið um ófyrirsjáanlega framtíð.
Tjaldbúðir engjafólks með manna-
ferð og glöðum hlátri heyra sögunni
til. Og eftir að vélgrafan sem nú
mokar ofan í skurðina hefur lokið
verki sínu færist kyrrð yfir þetta
fagra votlendi. Hvernig mýrin svar-
ar svo þessum síðustu mannaverk-
um mun tíminn einn leiða í ljós.
Endurheimta votlendið
Morgunblaðið/Birkir Fanndal
Marteinn Sigurðsson, vélamaður á Hálsi í Kinn, er með beltagröfu úti á votlendinu. Hann sneiðir fimlega gamla
uppmoksturinn og veltir honum ofan í skurðina. Hér virðir hann fyrir sér einn skurðinn. Ingólfur Á. Jóhannesson
er fjær. Hann færir Marteini hádegisverð á engjarnar því engjavegurinn er torfær og tafsöm gönguleið.