Morgunblaðið - 12.08.2003, Síða 12

Morgunblaðið - 12.08.2003, Síða 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ „ÉG hef ekki æft miðið sérstaklega en þetta er eins þegar menn eru einu sinni búnir að læra að hjóla, þá gleyma þeir því aldrei,“ segir Gunn- ar Jóhannsson, útgerðarmaður og skipstjóri á Sigurbjörgu BA, sem verður einn þriggja báta sem notaðir verða til vísindaveiða á hrefnu sem hefjast síðar í þessum mánuði. Auk Sigurbjargar BA verða Halldór Sig- urðsson ÍS frá Ísafirði og Njörður KÓ úr Kópavogi notaðir til veiðanna. Gunnar segir æði langt um liðið frá því að hann hleypti síðast af hval- byssunni en hann stundaði hrefnu- veiðar áður en þær voru bannaðar. „Ég hef horft í gegnum miðið á byss- unni þegar ég er að klappa henni í bílskúrnum. En það er nú eiginlega alltog sumt og því óhætt að segja að maður sé kominn með smá fiðring í gikkfingurinn. Það var löngu kom- inn tími á að við hæfum hrefnuveiðar að nýju og loksins höfðu stjórnvöld kjark til að stíga skrefið til fulls. Þetta er reyndar ekki stórt skref en vissulega í rétta átt. Nú förum við í vísindaveiðarnar en ég hef ekki trú á öðru en að stjórnvöld stefni á að hefja veiðar í atvinnuskyni í fram- haldinu.“ Og Gunnar hefur ekki áhyggjur af því að það taki langan tíma að finna hrefnur til að skjóta. „Samkvæmt talningum eiga að vera vel yfir 40 þúsund hrefnur við Ísland. Í slíkum talningum eru ætíð gefnar út lág- markstölur og það kæmi mér ekki á óvart þó hér væru helmingi fleiri hrefnur en þessar tölur segja til um.“ Smíðað undir byssuna í Kína Undirbúningur fyrir veiðarnar eru nú í fullum gangi en enn hefur ekki verið ákveðið hvenær þær hefj- ast. Gunnar segist vera nokkurn veginn klár í slaginn. Sigurbjörg BA er einn hinna svokölluðu Kínabáta og segir Gunnar að byggt hafi verið sérstaklega undir hvalbyssuna þeg- ar báturinn var smíðaður í Kína, enda hafi hann alltaf verið sann- færður um að hann gæti stundað hrefnuveiðar á bátnum. „Það sem er nýtt fyrir okkur er að nota þessa nýju gerð af sprengiskutli sem verð- ur notaður við veiðarnar. Það er komin ný og endurbætt útgáfa af þessum skutli en veiðiaðferðin sjálf hefur í sjálfu sér ekkert breyst að öðru leyti. Og vonandi fæ ég síðan bæði að skjóta og skera hrefnurnar sjálfur,“ segir Gunnar. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Sigurbjörg BA er einn þriggja báta sem fara til hrefnuveiða í mánuðinum. „Með fiðring í gikkfingrinum“ Gunnar Jóhannsson hrefnu- veiðimaður segist klár í slaginn fyrir vísindaveiðarnar SIGURÐUR Ágústsson ehf. í Stykkishólmi hefur keypt togskipið Þórð Jónasson EA af Síldarvinnsl- unni hf. Skipið mun leysa af hólmi togskipið Hamrasvan SH og veiða bolfiskheimildir fyrirtækisins en Hamrasvanur var seldur á síðasta ári. Þórður Jónasson EA hefur lengst af verið gerður út á uppsjáv- arveiðar en verður að sögn Sig- urðar Ágústssonar, fram- kvæmdastjóra, breytt í línu- og togskip, væntanlega í Póllandi. Gerir Sigurður ráð fyrir að skipið geti hafið veiðar eftir um það bil 2 mánuði. Auk Þórðar Jónassonar EA gerir fyrirtækið einnig út Kristin Friðriksson SH sem hefur stundað togveiðar og skelveiðar en eins og kunnugt er verða engar skelveiðar stundaðar á Breiðafirði á næsta fiskveiðiári. Sigurður segir að auk þess að stunda línuveiðar muni Þórður Jónasson EA vera gerður út á rækjuveiðar. Hann seg- ir að skipið verði gert út og landi afla sínum í Stykkishólmi og það muni koma í ljós hvort aflinn verði unninn þar, það fari eftir því hvort þær fiskvinnslur sem þar eru starf- ræktar sjái sér hag í því að kaupa af skipinu aflann. Hann vildi ekki gefa upp kaupverð skipsins að svo stöddu. Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Þórður Jónasson EA er smíðaður í Noregi árið 1964 en hefur verið breytt umtalsvert á liðnum árum. Sigurður Ágústsson kaup- ir Þórð Jónasson EA                                        !     "   #$  %"    &        '        (   (                  (                       )            !  !"  !# $ %   & $!  ' (   ) *)    +  $ ! ,          - ./) '0 ) .111,.211 $ ' #  $ 3 "4%$ *+,-*.#*,** /    #*,**.#*,01 2 3,   4   "       !   #*,*1.#*,#* 53, /       #*,$*.#$,#1      ,            #$,#1.#-,**    6 #-,**.#0,#1 ! ( / ,    #0,#1.#0,01 7 /  "   &       #0,01.#1,*1 7  6 #1,*1.#8,1*      ,           #8,1*.#9,** :      &     ;  . / , 100.$#$*<100.$#-- KAUPÞING hyggst fjárfesta í norsku fjármálafyrirtæki áður en árið er liðið. Þetta kemur fram í frétt Reuters í gær. Rætt er við Sig- urð Einarsson en hann gerði grein fyrir þessum áætlunum á fundi með fjárfestum í Stokkhólmi, sem hald- inn var til kynningar á hálfsársupp- gjöri Kaupþings Búnaðarbanka. Í samtali við Morgunblaðið sagði Sigurður Einarsson að ekkert væri ákveðið í þessum efnum en sagði Kaupþing hafa fylgst með norska fjármálamarkaðinum um nokkurt skeið. „Þetta er í samræmi við það sem áður hefur komið fram. Mark- miðið okkar er að vera norrænn banki. Við treystum okkur þó ekki til að fara út í miklar fjárfestingar í Noregi á meðan við töpum pening- um í Svíþjóð.“ Sigurður sagði of snemmt að segja til um hvaða fyrirtæki Kaup- þing ásælist í Noregi eða hvort ein- hverjir samningar verði gerðir á næstunni. Hann sagði Kauping helst hafa áhuga á að kaupa lítið fyrirtæki á sviði eignastýringar og miðlunar. Kaupþing er með útibú í Dan- mörku, Finnlandi og Færeyjum, auk Svíþjóðar þar sem Kaupthing Bank Sverige hefur höfuðstöðvar. Á fundinum kom fram að Kaupþing hefur áhuga á að færa út kvíarnar í Finnlandi og Bretlandi. Kaupþing vill norskt fjármálafyrirtæki KÖGUN hf. hefur keypt 99,43% hlutafjár í AX hugbúnaðarhúsi hf. af danska fyrirtækinu Columbus IT Partner A/S. Kaupverð hlutafjárins er 123 milljónir króna. Samhliða keypti Columbus IT Partner dóttur- fyrirtæki AX, AX Business Intellig- ence A/S í Danmörku, fyrir 23 millj- ónir króna. Velta AX hugbúnaðarhúss á fyrri helmingi ársins 2003 var um 261 milljón króna og EBITDA hagnað- ur, þ.e. hagnaður fyrir skatta og fjár- magnsliði, var 30 milljónir. Við kaupin myndast viðskiptavild í efnahagsreikningi Kögunar hf. að upphæð um 391 milljón króna en eig- ið fé AX hugbúnaðarhúss er nei- kvætt um 268 milljónir króna eftir sölu á AX Business Intelligence A/S í Danmörku. Ekki eru fyrirhugaðar neinar verulegar breytingar á rekstri AX hugbúnaðarhúss við þessi viðskipti, að því er segir í frétt frá Kögun. Kögun kaupir AX OPIN kerfi Group hf. á nú 92,6% hlutafjár Skýrr hf. eftir að eigendur 19,5% hlutafjár samþykktu kaup- tilboð Opin kerfi Group hf. sem rann út í gær. Fyrir átti Opin kerfi Group hf. 73,07% hlutafjár í Skýrr, þar af 50,54% í gegnum dótturfélag sitt, Opin kerfi eignarhaldsfélag ehf. Viðskiptin fara fram á genginu 6,5 kr. á hvern hlut en greitt er fyr- ir hlutina með hlutum í Opin kerfi Group hf. Í fréttatilkynningu segir að í kjölfar tilboðsins verði óskað eftir afskráningu Skýrr af aðallista Kauphallar Íslands og að útistand- andi hlutir í Skýrr verði innleystir. Hagnaður samstæðu Skýrr hf. á fyrstu sex mánuðum ársins eftir skatta nam 67 milljónum króna, borið saman við 8 milljónir króna árið áður. Besta frá upphafi Í fréttatilkynningu frá félaginu segir að um sé að ræða bestu rekstrarniðurstöðu Skýrr hf. að undanskildu árinu 2000, en þá hafi söluhagnaður haft veruleg áhrif. Rekstrartekjur samstæðunnar námu á fyrri árshelmingi 1.183 milljónum, samanborið við 923 milljónir króna á síðasta ári. Tekj- urnar vaxa því um 28% milli ára. Tekjur móðurfélagsins á sama tímabili námu 1.052 milljónum og hækka um 14% milli ára. Rekstr- argjöld á sama tíma nema samtals 1.057 milljónum króna samanborið við 853 milljónir árið áður og aukast um 23% milli ára. Hagnaður fyrir afskriftir, EBITDA, nemur 208 milljónum króna, samanborið við 128 milljónir árið áður. Afkoma Teymis neikvæð Afkoma dótturfélagsins Teymis var neikvæð um 5 milljónir króna og sömuleiðis var afkoma hlutdeild- arfélaga undir væntingum, eða nei- kvæð um tæpa hálfa milljón króna sem er svipað og árið áður. Í fréttatilkynningunni segir að rekstur Skýrr á öðrum ársfjórðungi 2003 hafi verið í samræmi við áætl- anir og verkefnastaða góð. Sala á Oracle-viðskiptalausnum og tengdri þjónustu gekk sérstaklega vel á tímabilinu segir í tilkynningu fé- lagsins. Opin kerfi á nú 92,6% í Skýrr Hagnaður Skýrr 67 milljónir króna HAGNAÐUR Hraðfrystistöðvar Þórshafnar nam 58 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum árs- ins. Hagnaður sama tímabils á síð- asta ári nam 244 milljónum króna. EBITDA hagnaður félagsins nam 225 milljónum króna fyrir tímabilið nú en var 261 milljón króna á sama tímabili í fyrra. Rekstrartekjur fyrstu sex mán- uði ársins voru 799 millj. kr. og rekstrargjöld voru 574 millj. kr. Veltufé frá rekstri nam 164 millj. kr. á tímabilinu en var 210 millj. kr. fyrstu sex mánuði ársins 2002. Eigið fé félagsins er 321 millj. kr. í lok tímabilsins en var 260 millj. kr. í lok ársins 2002, og hefur því aukist um 61 millj. kr. frá áramótum. Í fréttatilkynningu frá félaginu segir að móðurfélagið hafi skuld- breytt langtímalánum sínum á tímabilinu sem dró úr greiðslu- byrði þeirra og styrkti veltufjár- hlutfall félagsins. Nettó fjár- magnsgjöld félagsins námu 33 milljónum króna á tímabilinu og hafa nettóskuldir samstæðunnar lækkað um 103 milljónir króna frá áramótum. „Rekstur félagsins á öðrum árs- fjórðungi 2003 er undir vænting- um. Afkoma seinni hluta ársins mun ráðast af veiðum uppsjávar- fiska og afurðaverði þeirra. Af- urðaverð á mjöli fer lækkandi en verð á lýsisafurðum er enn við- unandi. Gert er ráð fyrir að rekst- ur samstæðunnar verði í járnum seinni hluta ársins en árið í heild skili hagnaði.“ Hagnaður HÞ dregst saman ÚR VERINU TAP Á rekstri norræna flugfélagsins SAS nam 1,8 milljörðum sænskra króna eða um 17,3 milljörðum ís- lenskra króna á fyrri hluta ársins samanborið við 407 milljóna sænskra króna tap á sama tímabili í fyrra. Sala SAS á fyrri hluta ársins nam 29 milljörðum sænskra króna sem er 8,3% samdráttur miðað við sama tímabil árið áður. Stjórnendur SAS segja að sam- dráttur stafi einkum af stríðinu í Írak, óvissu í efnahagsmálum og bráðalungnabólgufaraldrinum í As- íu. Hins vegar hafi eftirspurn heldur farið vaxandi frá því í maí og einnig séu áhrif af endurskipulagningu á rekstrinum farin að hafa áhrif. Því er gert ráð fyrir að lausafjárstaðan verði jákvæð á síðari hluta ársins. SAS tapar 17 milljörðum ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.