Morgunblaðið - 12.08.2003, Síða 15
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 2003 15
TIL STENDUR að slóvensk ein-
ingahús verði byggð í nýju hverfi
sem rís í Norðlingaholti. Bygging-
artæknifræðingurinn Björgmundur
Guðmundsson, hjá byggingarfyrir-
tækinu Flott hús ehf., hefur tryggt
sér lóðir til byggingar í Norðlinga-
holti og áformar að afhenda fyrstu
íbúðirnar strax um áramótin. „Við
fengum úthlutað tveimur lóðum
uppi við Lækjarvað í Norðlinga-
holti. Þar hyggjumst við byggja 26
íbúðir. Hallvarður Aspelund arki-
tekt er að teikna húsin núna og við
búumst við að fá teikningarnar í
næstu eða þarnæstu viku. Við byrj-
um svo að vinna um leið og við fáum
leyfi frá borginni.“
Húseiningar frá Slóveníu
„Þetta gengur þannig fyrir sig að
við teiknum húsin hér heima og
sendum teikningarnar út til Slóven-
íu. Slóvenska fyrirtækið gerir okk-
ur síðan tilboð í verkefnið. Ef það
gengur eftir koma þeir til Íslands
með einingarnar og reisa húsin.
Slóvenarnir eru um eina viku að
reisa eitt hús sem í eru tvær íbúðir,
en þarna er um að ræða tvíbýlishús
þar sem önnur íbúðin er með bíl-
skúr.
Þótt framleiðsluferlið sé staðlað
eru öll húsin einstök að gerð. Vegg-
irnir, sem eru sérsniðnir fyrir hvert
hús, koma í heilu lagi, með gluggum
og hurðum ísettum, til landsins.
Þannig koma jafnvel tólf metra
veggir í heilu lagi með gámi með
hurðum og gluggum og öllu gall-
eríinu og síðan þetta híft með krana
ofan á sökkulinn.“
Björgmundur segir mikla hag-
ræðingu vera af þessu vinnufyrir-
komulagi, enda sé bæði um vandaða
og ódýra vöru að ræða. „Við teljum
okkur vera mjög samkeppnisfæra
við aðra aðila á íslenska bygginga-
markaðnum, bæði hvað varðar verð
og gæði. Sem dæmi um gæði
húsanna má nefna að allt burðar-
virki er úr límtré, sem er nær
óþekkt á Íslandi og gluggar og
hurðir eru úr límtré, sem er alveg
óþekkt hér á landi. Einnig er ein-
angrunin er langt umfram íslenskar
lágmarkskröfur. Þar að auki er
þrjátíu ára ábyrgð á öllu burðar-
virki og öllum duldum göllum og
þriggja ára ábyrgð á öllum sýni-
legum göllum.“
Hraði uppbyggingarinnar er
einnig mikill kostur að mati Björg-
mundar, enda eru einingahús afar
fljótleg í smíðum þegar þau eru
komin á staðinn. „Einn helsti kost-
urinn við þessi hús er auðvitað mik-
ill framkvæmdahraði, sem felur í
sér lítinn fjármagnskostnað. Ef allt
gengur vel líða um þrír mánuðir frá
pöntun þar til húsið er risið, en það
má segja að frá fyrstu skóflustungu
gæti liðið um mánuður þangað til
húsið er tilbúið til innréttinga. Fé-
lagi minn, Nebojsa Zastavnikovits,
er frá fyrrum Júgóslavíu og þekkir
vel til húsanna. Einingafyrirtækið
sem framleiðir þau hefur starfað í
yfir hundrað ár og framleiðir í dag
hátt í þúsund hús á ári.“
Einingahús frá Slóveníu
rísa í Norðlingaholti
Auðvelt er að móta slóvensku einingahúsin að óskum kaupenda með tölvu-
væddu framleiðslukerfi. Þrátt fyrir stöðluð ferli eru húsin fjölbreytileg.
Reykjavík
ÞAÐ VAR margt um manninn í
Guðmundarlundi í Vatnsendalandi
þegar Skógræktarfélag Kópavogs
opnaði þar útivistarsvæði fyrir al-
menning. Alls var talið að um 200
manns hefðu komið á svæðið þrátt
fyrir úrhellisrigningu og lét fólk
það ekki á sig fá þótt regndropar á
stærð við tebolla féllu og gerðu
óskunda.
Guðmundarlundur var gjöf Guð-
mundar heitins í Bykó til Skóg-
ræktarfélagsins og var ósk hans sú
að þar yrði komið upp útivist-
arsvæði fyrir almenning. Síðustu
fjögur ár hefur verið unnið ötullega
að því að koma upp útivistarsvæði á
vegum Skógræktarfélagsins í Guð-
mundarlundi, og hafa Skógrækt-
armenn notið aðstoðar Landsvirkj-
unar og vinnuskóla Kópavogs.
Landið er sex hektarar og eru
þar miklir möguleikar til útivistar.
Hægt er að grilla, leika boltaíþrótt-
ir, taka sér gönguferðir innan um
trén og ýmislegt annað skemmti-
legt, auk þess sem lítill leikvöllur er
á svæðinu fyrir börnin.
Suðan kemur upp sjö sinnum
Brynjólfur Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Skógræktarfélags Ís-
lands, kom hress á staðinn og not-
aði tækifærið til að laga alvöru
ketilkaffi handa viðstöddum. „Þetta
er skandinavískur siður og reyndar
sagði mér gamall maður að hellt
hefði verið upp á ketilkaffi í göng-
um í gamla daga með svipuðum
hætti. Það hefur nú hver sín hand-
tökin í þessu. Menn kynda bál og
sjóða svo vatn yfir eldinum. Síðan
er grófmöluðu kaffi af grófustu
gerð hellt út í sjóðandi vatnið og
suðan látin koma upp sjö sinnum.
Síðan taka menn glóandi kvist úr
eldinum og reka hann ofan í kaffið
og hræra í til þess að botnfella
kaffikorginn. Þetta gefur kaffinu
líka svolítinn viðarkeim.
Fólk verður þó alltaf að gæta sín
þegar farið er með opinn eld. Þarna
ristum við yfirborðslagið upp og
grófum holu og kveiktum síðan eld
ofan í grópinni. Þegar kaffi-
uppáhellingunni var lokið var allt
sett á sinn stað aftur. Þá sést ekki
að neinu hafi verið raskað.“
Ketil-
kaffi
upp á
gamla
mátann
Morgunblaðið/Svavar
Kópavogur
ERLENT
VIVIEN og móðir hennar Gabi
Worni nutu þess að kæla sig í snjó í
steikjandi hitanum við Städeli-
alpaveitingahúsið í Flühli í Sviss en
eigandi staðarins lét flytja til sín
átta tonn af snjó svo gestirnir gætu
kælt sig í óbærilegum hitanum sem
þar er um þessar mundir.
Kærkomin kæling
AP
BANDARÍSKIR hermenn skutu til
bana tvo íraska lögreglumenn í gær
fyrir misskilning en misstu sjálfir
einn mann í árás á lögreglustöð.
Kyrrt var í Basra eftir uppþot um
helgina og var unnið að því að koma
aftur rafmagni á í borginni.
Þrír íraskir lögreglumenn voru að
elta og skjóta á bíl, sem þeir töldu
grunsamlegan, þegar bandarísku
hermennirnir hófu að skjóta á þá.
Muhsen, lögreglumaðurinn sem lifði
af, sagði að einn félagi sinn hefði ver-
ið skotinn í bílnum og þegar annar
hefði farið út úr bílnum með hendur
á lofti, veifað lögregluskiltinu og
hrópað „lögregla, lögregla“, hefði
hann verið skotinn líka. Síðan börðu
þeir Muhsen í nokkrar mínútur og
spörkuðu í andlit hans. Öryggisvörð-
ur skammt frá var vitni að atburð-
inum og hefur staðfest atburða-
rásina. Muhsen var síðan yfir-
heyrður í bandarískri herstöð í
nokkrar klukkustundir en sleppt að
því búnu. Hefur þessi atburður vakið
mikla reiði meðal íraskra lögreglu-
manna.
Talsmaður bandaríska hersins
sagði, að verið væri að rannsaka at-
vikið, sem hefði hugsanlega stafað af
því að hermennirnir hefðu farið
„mannavillt“.
57 hermenn fallnir
Bandarískur hermaður lét lífið og
tveir særðust í handsprengjuárás á
þá í fyrrakvöld við lögreglustöð í
bænum Baquba. Er hann 66 km
norðaustur af Bagdad. Hafa þá alls
57 bandarískir hermenn fallið frá 1.
maí þegar því var lýst yfir, að Íraks-
stríðinu væri lokið. Á þessum tíma
hafa 60 bandarískir hermenn látist
af ýmsum öðrum ástæðum.
Kyrrt var í Basra í gær en loft þó
mjög lævi blandið eftir átökin um
helgina. Reyna breskir hermenn að
tryggja nægt framboð á bensíni og
rafmagni, sem ekki er þó auðvelt þar
sem stöðugt eru unnin skemmdar-
verk á rafmagnslínum. Stjórnmála-
skýrendur segja að vaxandi ókyrrð í
Írak sýni að Bandaríkjamenn og
Bretar hafi ekki endalausan tíma
fyrir uppbygginguna í landinu. Við-
varandi skortur á rafmagni, elds-
neyti og öðrum nauðsynjum í borg-
um landsins sé ávísun á vaxandi
vandræði og átök.
Fóru „manna-
villt“ og skutu
lögreglumenn
Reynt að koma rafmagni á í Basra
Bagdad, Basra. AP, AFP.
Reiði meðal íraskra lögreglumanna
ALRÍKISDÓMARI í Bandaríkjun-
um hefur úrskurðað að stórfyrirtæk-
ið IBM hafi hyglað ungum starfs-
mönnum á kostnað eldri með
breytingum á stefnunni í lífeyrismál-
um, að sögn fréttavefjar breska rík-
isútvarpsins, BBC.
IBM stokkaði upp lífeyrismálin á
árunum 1995–1999. Áður hækkuðu
greiðslurnar skyndilega rétt fyrir
starfslok en nú var tekið upp kerfi
þar sem þær hækkuðu smám saman
og geta menn því verið komnir með
talsverð réttindi eftir nokkurra ára
vinnu. Réttlætti IBM breytinguna
með því að kerfið væri í betra sam-
ræmi við veruleikann. Tiltölulega
margir starfsmenn þess væru ungir
og gætu viljað hefja töku lífeyris fyrr
á ævinni en tíðkaðist í hefðbundnari
atvinnugreinum.
Um 130.000 núverandi og fyrrver-
andi starfsmenn kærðu fyrirtækið
og töldu að verið væri að mismuna
þeim vegna aldurs. Innanbúðarskjöl
IBM sýndu að fyrirtækið gerði ráð
fyrir að spara milljarða dollara í líf-
eyrisgreiðslum með nýja fyrirkomu-
laginu.
Dómarinn hefur ekki enn ákveðið
hve háar skaðabætur IBM eigi að
greiða. En bent er á að nú gildi svip-
að fyrirkomulag og hjá IBM um rétt-
indi u.þ.þ. tveggja milljóna banda-
rískra launþega hjá um 400
fyrirtækjum. Er því búist við að nóg
verði að gera hjá lögmönnum í þess-
um efnum á næstunni.
Hyglir IBM
ungu starfsfólki?
Alríkisdómari úrskurðar að
lífeyrisreglur mismuni eftir aldri